Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. júní 1965 lan Fleming, höfundur bókanna um James Bond leynilögreglumann 007 EINS og skýrt er frá á baksíðu *" blaðsins hefst í dag riý mynda- saga í blaðinu, gerð eftir sögunni Casino Royale eftir enska met- söluhöfundinn Ian Fleming og fjallar hún um ævintýri James Bonds, leynilögreglumanns í brezku leyniþjónustunni. — Þótt vart þurfi að kynna þennan víðfræga metsöluhöf- •und fyrir íslenzkum lesendum þykir rétt að rekja æviferil hans með nokkrum orðum. Ian Fleming fæddLst 1908 í Lan caster í Englandi en lézt eins og kunnugt er úr hjartaslagi í ágúst í fyrra. Fleming fékkst við æði margt um ævina. Hann stundaði nám við frægustu skóla Eng- lands, svo sem Eton og Sand- hurst en nam síðan tungumál við háskóla í Múnchen og Genf. Hann var alla tíð mikill málamaður, talaði auk móðurmáls síns reip- rennandi þýzku, frönsku og rúss- nesku, enda kemur þessi tungu- málakunnátta hans víða fram í bókum hans. Að loknu háskólanámi var hann um nokkurt skeið frétta- maður Reuterfréttastofunnar en síðan vanri* hann um nokkurn tíma, sem bankastarfsmaður. í síðari heimsstyrjöldinni starfaði hann sem einkaritari yfirmanns upplýsingaþjónustu flotans og sem starfsmaður hans fór hann í fyrsta skipti til Jamaica sem hann heillaðist svo af, að hann festi þar kaup á stóru einbýlis- húsi, sem upp frá því varð hans annað heimili. Að styrjöldinni lokinni starfaði hann mikið við bókaútgáfustörf og var frá 1949 útgefandi „The Book Collector" og þar til hann lézt í fyrra, en það er nú eitt af helztu bókfræði- ritum veraldar. Allar bækur Flemings hafa orð ' ið til í húsi hans á Jamaica. — Fyrsta bókin kom út árið 1953 en það var einmitt Casino Roy- ale, saga sú sem hér birtist í myndasöguformi og hefur hún af mörgum verið talin hans bezta bók. Síðan má segja, að hann sendi frá sér eina bók árlega og þegar hann lézt voru bækurnar brðnar tíu og ein bók „You only live twice" kom út skömmu eftir dauða hans og ein er enn ókom- in út „The Man with the Gold- en Gun". Nokkru fyrir dauða Flemings átti bandaríski blaðamaðurinn Ken W. Purdy viðtal við hann im líf hans og starf. Um þetta viðtal sagði Fleming sjálfur: „Það bezta sem nokkru sinni «» nefur verið skrifað um mig." — Hann sá þó þetta viðtal aldrei birtast á prenti, þar sem hann lézt áður, en það birtist skömmu leinna í brezka stórblaðinu „The Sunday Times". í tilefni þess, að hin nýja myndasaga hefst í blað- inu í dag birtum við hér nokkrar glefsur úr þessu viðtali, lesendum til fróðleiks og ánægju að við von um, en þar ræðir Fleming m.a. um það hvernig bækur hans verða til, um James Bond frá sjónarhóli „skaparans" og um uppbyggingu bóka sinna. Hann fegir m.a.: „Þegar ég dvelst á Jamaica við samningu bókar, þá fer ég venju- lega á fætur um hálf sjö leytið * eða um leið og fuglarnir, því lengur er ekki hægt að sofa fyr- ir kliðnum í þeim. Ég fær mér iyrst bað í sjónum ásamt konu minni og syndi síðan spottakorn þarna í kring. Því næst snæði ég morgunverð og að honum lokn- um ligg ég úti í sólinni þar til klukkan er að verða 11 en bá fer ég upp í herbergi mitt, •ezt við ritvélina og skrifa á einu bretti um 1500 orð án þess að líta i það sem ég hafði skrifað dag- inn áður. Ég er að mestu leyti búinn að ákveða hvað ég ætla að skrifa hverju sinni og þó svo fari að ég geri einhver mistök, þá hugsa ég sem svo, að þau geti ég alltaf leiðrétt, þegar bókinni er lokið. Ég er nefnilega þeirrar skoðunar, að aðalatriðið til þess að ná hraðri atburðarrás sé að skrifa hratt og ákveðið." „Já, þetta nafn James Bond — ég get nú eiginlega ekki sagt að það sé frá mér sjálfum komið. Tildrögin að nafngiftinni voru þau, að ég hafði lesið „Birds of West Indies", merkt fuglafræði- legt rit, sem var eftir James nokkurn Bond, og þar sem ég vildi fá nafn sem væri blátt á- fram og bæri ekki mikið á, fannst mér þetta tilvalið. Ég vildi hafa sögupersónu mína allt að því nafnlausa og ekki alltof áber- andi. Ég hafði ekki og hef ekki trú á Bulldog Drummonds gerð- inni eða réttara sagt, ég áleit að það væri nóg komið af þess kon- ar í bili. Ég vildi hafa söguhetju mína meir í líkingu við söguhetj- ur Raymond Chandlers og Dashiell Hammets." ari hershöfðingjum heimsstyrj- aldarinnar síðari og þeim mönn- um í leyniþjónustunni sem ég hef kynnzt, en söguhetjum nútíma reyfara. Bond er ákaflega óper- sónulegur maður, hann fer sínar eigin leiðir og þar sem Bond er, þar er eftirvænting og hug- myndaflug. Ég ætla ekki að dæma um það, hvort Bond sé góður mað- ur eða vondur. — Hann hef- ur sína lesti en fáar dyggðir að því er séð verður fyrir utan ættjarðarást og hugrekki, sem þó telst vart til dyggða. Hann hefur ákaflega lítið inngrip í stjórnmál og menningarviti er hann alls ekki. Hann er maður sem lætur til skara skríða og ef hann grípur niður í bók, þá er það um golf eða annað því um líkt. Og ég viðurkenni fúslega, að hann er maður lítt áberandi í margmenni, og sker sig á eng- an hátt úr." „Astæðan fyrir því, að ég fer venjulega mjög nákvæmlega út í öll smáatriði í bókum mínum er sú, að ég hef sérstaklega gam ley vegna þess að Amerherst Williers, sá sem-fann upp auka benzíndæluna fyrir „fyrir stríðs" Bentley-inn var og er mikill vin- ur minn og í gegnum hann kynntist ég þessari tegund nokk- uð. "Ég hef sérstaka ánægju af því að fá Bond í hendur skraut- lega og athyglisverða hluti. En auðvitað fær þetta allt ekki stað- izt. Vin.dlingarnir með gylltu hringunum þremur .... enginn leynilögreglumaður með nokk- urn snefil af sjálfsvirðingu myndi reykja þá. Hann myndi reykja Players eða einhverja álíka algenga tegund. En lesand- inn tekur á móti þessu án þess -að mögla, því hann hugsar ekki nánar út í þetta. Hið leynilega við leynilögreglumánn minn er víða nokkuð augljóst ef maður lítur á það frá raunhæfu sjón- armiði. Öll listin er fólgin-í því að skapa nógu mikinn hraða í frá sögnina. Ef atburðarrásin er að- eins nógu hröð og söguþráðurinn skemmtilegur, þá tekur lesand- inn ekki eftir ósamræminu. Ég býst við að ég geri þetta til þess að færa sönnur á, að mér sé þetta fært og geti leyft mér þetta." Og að lokum segir Fleming: „Það hafa margir orðið til þess að benda mér á, að Bond sé fuli mikill ofbeldisseggur og kynóra- maður. En þessu er nú einfald- lega svo varið, að eins og allar aðrar söguhetjur, sem hljóta svona miklar vinsældir, þá verð- ur Bond að vera spegilmynd af samtíðinni. Við lifum á tímum of beldisins, kannski þeim mestu sem yfir heiminn hafa gengið. 1 síðustu heimsstyrjöld létu um 39 milljónir manna lífið og þar ,af var um sex milljónum hreinlega slátrað á rtijög ógeðfelldan hátt. Ég heyri því fleygt,' að ég finni upp gjöfullega grimmd og pynd- ingar sem sé síðan beitt við Bond. Eaginn sem þekkir eina vel til og ég, hvernig farið var með hertekna njósnara í seinni heimsstyrjöldinni og hverju fram fór f Algier, heldur þessu fram. Og kynlífið ___ ég segi aftur, við lifum á tímum ofbeldisins. Það að táldraga hefur tekið við af tilhugalífinu og það að ganga hreint og beint til verks er ekki lengur undantekningin, heldur reglan. James Bond er heilbrigð- ur maður en ofsafenginn, hann er enginn sérstakur hugsuður, Hann er barn sinnar samtíðar.'* ^\v.:.-w*:r*w^:-*WW.\^ww^ Ian Fleming ásamt James Bond: rithöfundurinn ásamt kvikmy ndaleikaranum Sean Connery við kvikmyndatökuna á Dr. No. „Jú, að sjálfsögðu er nokkuð til í því, að við Bond eigum ým- islegt sameiginlegt. Það er vegna þess að rithöfundurinn skrifar aðeins um það, sem hann hefur nokkra þekkingu á sjálfur og margir þeirra eiginleika og ein- kenna sem ég læt Bond hafa til að bera, er það sem ég hef reynt af eigin raun. T.d. þegar ég læt Bond reykja ákveðna tegund vindlinga og drekka sérstaka teg- und af bourbon, þá er það vegna þess að ég geri það sjálfur eða hef gert það og ég skammast mín ekkert fyrir að gefa þessum á- kveðnu tegundum ókeypis aug- lýsingu. En hins vegar þá getur Bond verið skáldsöguleg útgáfa af hverjum sem er, mér sem öðr- um. Mér geðjast ekki sérstaklega vel að Bond enda er hann ekki skapaður sem sérstaklega aðlað- andi persónuleiki. Hann er ekki anað en lykiltala og handbendi ríkisstjórnar. En þar sem það má heita að ég hafi verið sambýlis- maður hans í nær 12 ár, þá er því vissulega svo farið, að ég hef visst dálæti á honum. Ég myndi segja, að hann væri ekki dæmi- gerður nútímamaður, þótt hann heyri nútímanum til. Ég hygg, að hann sé sambland af draum- órakenndum og kaldrifjuðum ná- unga, sem klæðist fatnaði 20. aldarinnar og talar tungu 20. ald- arinnar. Ég hygg, að hann sé hin dæmigerða hetja vorra tíma, lík- an af því að höndla með þess háttar og það vekur hjá mér ein- hverja eftirvæntingu. Ég held að ég sé að eðlisfari fremur íhugull maður og þegar ég geng eftir strætum eða geng inn í herbergi, þá grandskoða ég hlutina og festi mér þá vandlega í minni. Ég hef mjög gaman af því að beita at- hyglisgáfu minni í bókunum um leið og ég lýsi fyrir fólki uppá- halds mat mínum, drykkjum, ilmi eða öðru sem ég hef dálæti á. Einstök atriði í einkalífi manna og smekkur hvers og eins getur verið mjög athyglisverður. T.d. bara það hvernig menn raka sig á morgnana, er vel þess virði að rannsaka gaumgæfilega. Það að nota 00 í lykiltölunni er eins konar skáldsögulegt her- bragð til þess að auka leyndar- dóminn í kringum starf Bonds. En tölurnar eru þó ekki algjör tilbúningur, þrátt fyrir allt. Ég fékk hugmyndina þannig að í byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar voru öll leyniskjöl flotans einkennd með þessum 00 lykil- tölum. Af sérstökum öryggis- ástæðum var svo skyndilega hætt að nota þessar tölur en þær fest- ust í huga mér og síðar fékk ég þær að láni handa Bond, sem hef ur borið þær síðan. Þetta er aðeins einn þáttur í persónusköpun hans, alveg eins og þegar ég fæ honum í hendur þessar erlendu bifreiðar. Líklega hef ég valið handa honum Bent- Minkur unninn við Djúp ÞÚFUM, 27. maí: — Gísli Kristinsson, veiðimaður, er nýkominn hingað að Djúpi til minkaveiða, byrjaði hann starfið í Snaefjallahreppi. Sá hann fyrst mink á ströndinni upp af Æðey. Er minkurinn varð hans var hljóp hann í sjóinn og stakk sér á kaf sem selur, þann- ig gekk það í 1% klukkustund að minkurinn hélt sig á sundi alllangt frá landi, en stakk sér alltaf á kaf og var lengi í kafi á milli, unz hann nálgaðist svo land, að Gísli skaut hann. Síðan fór Gísli yfir í Mjóafjörð, að Hrútey, sem er varpeyja hjá Skálavík. Þar vann hann minka, læðu og yrðling. Vinnur hann nú að þessu hér víðs vegar með Djúpinu, því minkurinn er hér til og frá beggja megin þess. Tíðarfar er alltaf kalt, en þurrt, og dálítil sauðgróður kom- in síðustu daga, og farið að sleppa bornum ám með stálpuð- um lömbum, Annars stendur sauðburður nú sem hæSt, og hef- ir gengið vel það sem af er, enda nægar hey- og fóðurbirgðir alls- staðar. Utar í Djúpinu er lögð mikil stund á hrognkelsaveiðar sökum hins háa verðs sem er á hrognum. Annars verða öll vor- verk með seinna móti, klaki f jörð víða og ekki búið að setja niður í garða almennt. P.P. Tveir skátar brenndust í Krýsuvík UM hvítasunnuna héldu skát- ar í Hafnarfirði vormót sitt I Krýsuvík. Það óhapp varð á roótinu, að prímus sprakk inni í tjaldi og varð það alelda á svipstundu. Eyðilagðist það al- gerlega og allur sá farangur, sem í því var. Tveir piltar voru i tjaldinu og brenndust þeir nokk- uð, þó ekki alvarlega, að því er talið er. Þeir voru fluttir til læknisaðgerðar. ATBUOIÐ að boriS saman við úlbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.