Morgunblaðið - 10.06.1965, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.1965, Side 16
. 16 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. júní 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sítni 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. TRAUST FJÁRMÁLA- STJÓRN - MIKLAR FRAMKVÆMDIR k f ræðu Geirs Hallgrímsson- ar, borgarstjóra, á síðasta borgarstjórnarfundi, verður það ljóst, að fjárhagur Reykja víkurborgar stendur í dag traustum fótum. Greiðslujöfn uður borgarsjóðs er hagstæð- 'ur, skuldir borgarinnar eru til tölulega litlar, en miklum framkvæmdum er haldið uppi á öllum sviðum. Aðstaða Reykvíkinga til þess að búa við atvinnuöryggi og lifa menningarlífi er stöðugt að batna. Stórfelldar umbætur hafa verið unnar á sviði skóla- og heilbrigðismála, og nú síðustu árin má segja að bylting hafi orðið í gatna- gerðarmálum höfuðborgarinn ar. Á árinu 1964 var t.d. var- ið til gatna- og holræsagerðar tæplega 110 milljónum króna, eða 22,7% af heildarútgjöld- um borgarinnar. Er þetta miklu hærri upphæð að krónutölu og hundraðahluta heldur en áður. ★ Óhætt er að fullyrða að Reykvíkingar kunni vel að meta hinar stórfelldu umbæt- ur sem unnar hafa verið við gatnagerðina á síðustu árum. Stóraukinn hraði hefur kom- izt á þessar framkvæmdir, og öll vinnbrögð við þær' kom- izt í betra horf. í kjölfar hinna nýju gatna hefur svo fylgt aukinn þrifnaður og margvísleg þægindi fyrir al- menning í borginni. Hin nýju vegalög, þar sem kaupstöðun- um voru tryggð veruleg fjár- framlög til gatnagerðar, eiga *Hð sjálfsögðu sinn þátt í þeim umbótum, sem unnar hafa ver ið hér í Reykjavík á þessu «viði síðastliðið ár og á þessu ári. Fjábmálastjórn Reykjavík- ur móta.st í senn af fyrir- hyggju.;<og víðsýni. Sjálfstæð- ismefnn, sem markað hafa •tefnuna, hafa jafnan lagt á það höfUðáherzlu að búa sem bezt í haginn fyrir bjargræð- isvegi borgarbúa. Jafnframt ^iefur verið lögð mikil á- herzlá á hvers konar fram- kvæmdjr í þágu heilbrigðis, menningar- og félagsmála. Er óhætt að fullyrða að stórvirki hafa vérið unnin á þessum «viðuiji é undajiförnum árum. Reykijavík er stöðugt að verða bétri og fegurri borg, «em býðúr bórgurúm sínum góð og þroskavænleg lífsskil- yrði. ÞRÁNDHEIMUR OG GORKÚLAN C’ins og Morgunblaðið hefur ■ skýrt frá, er um þessar mundir haldin íslenzk mynd- listarsýning í Þrándheimi í Noregi. Er vel að íslenzk myndlist sé kynnt í öðrum löndum, enda stendur hún um þessar mundir með miklum blóma eins og allir vita. ís- lenzk myndlist hefur hlotið sess í myndlistarsögu samtím- ans, og hann ekki óvirðuleg- an. Er ánægjulegt til þess að vita hversu vel ágengt ís- lenzkum myndlistarmönnum hefur orðið í listsköpun sinni og er vonandi að þar verði ekkert lát á. íslenzk menning stendur nú föstum og djúpum rótum. Hún nærist í mold sem er aldagömul, en um hana leika nýir vindar úr öllum áttum. Er þess að vænta að hin nýju viðhorf sem urðu við það að einangruninni var bægt frá landinu, eigí eftir að marg- frjóvga list okkar og menn- ingu. Við eigum að brjóta ný lönd lista og menningar í hjörtum fólksins. Nauðsyn- legt er að lögð verði rík á- herzla á að list og bókmennt- ir verði drjúgur þáttur í lífi íslendinga, en ekki aðeins eyðufylling í hátíðaræður. ★ Skemmtilegt er að sjá að íslenzk listaverk skuli hljóta góðar viðtökur á erlendum vettvangi, og virðist svo sem íslenzku myndirnar í Þránd- heimi hafi verið mörgum til augnayndis og fegurðarauká. íslenzkir listamenn eiga að stækka land sitt, bera hróður þess um víða veröld. En hlut- verk þeirra getur tæpast ver- ið að styðja við bakið á ís- lenzkum kommúnistum og „bandamönnum" þeirra í bar- áttunni gegn lýðræði okkar. En freistingin er mikil að koma verkum sínum á fram- færi, hvert tækifæri notað. Skal það á engan hátt lastað, en samt á það minnt, að kommúnistar eru manna slyngastir í að nota nöfn góðra listamanna sér og stefnu sinni til framdráttar. Er ólíkt skemmtilegra að heyra að yetk íslenzkra mynd listarmanna skuli bera hróður íslands á erlendum vett- vanei en sjá þeim hrúgað upp Bandarískar þyrlur flytja her ið er að fyrir muni vera ýkjalangt frá flugbækistoo- lið á vettvang þangað sem tal- . skæruiiðar Viet Cong, ekki inni í Da Nang. Eins og fyrir 5000 árum EFTIRFARANDI greinarkorn sendi Charles Lynch, yfirmað ur Southam News Services, sem nú er á ferðalagi um Kína, heim til Kanada fyrir nokkrum dögum. Andstæður gamla tímans og hins nýja blasa við í flestum þeim löndum sem skammt eru á veg komin og Kína er þar engin undantekning. Er- lenda gesti rekur oft 1 roga- stanz, er þeir líta hin forn- eskjulegu vinnubrögð og verk færi sem þar eru enn við líði en sjálfir láta Kínverjar sér fátt um finnast. Hvergi verður þessa eins vart og í landbúnaðinum, sem 80% þjóðarinnar hafa at- vinnu sína og Mao Tse Tung setur flestum öðrum málum ofar. Landbúnaðurinn í Kína í dag er undarlegt samband djarfra hugmynda og stein- aldaraðferða, og það sem manni verður starsýnt á, er ekki það hversu samyrkjubú- in hafi umbreytt öllu, heldur hitt, að allt virðist vera enn rétt eins og það var fyrndinni. Fólksmergðin og mannsaflið er upphaf og endir allra fram kvæmda í Kína eins og það hefur alltaf verið og eins og það á eflaust eftir að vera enn um ókomnar aldir. Eng- in stjórn Kínaveldis verður nokkru sinni undir það búin að horfast í augu við afleið- ingarnar af vélvæðingu land- búnaðarins og umrót það og byltingu sem hún myndi valda á vinnumarkaðnum. Enginn Kínverji myndi nokkru sinni fást til að sam- sinna því að stefna stjórnar- innar í landbúnaðarmálum sé afturhaldssöm. Ýfirlýst stefna hennar er sú, að stuðla að því að framfarir verði sem örastar Oig samyrkjubúin skili síaukinni framleiðslu. Ef fram kvæmdum seinkar eða drátt- ur verður á því, að nýjar að- ferðir séu upp teknar, er jafn an kennt um náttúruhamför- unum, sem yfir Kina gengu fyrir hálfum áratug. >að talar þó sínu máli, að í opinberum skrifum stjórnar- innar er hvergi á það minnzt að losa þurfi bændur undan því oki þrælkunar sem á þeim hvíli — þvert á móti er erfið- isvinna dásömuð og mörgum fgrum orðum farið um það, hversu gott og heilnæmt það sé fyrir mannfólkið, hvort heldur í borg eða sveit, að taka ærlega til höndum við nytsama vinnu. Og þó sveita- fólk í öðrum löndum flykkist til borganna á vit versmiðj- anna og skrifstofanna situr kínverskt sveitafólk kyrrt á sínum stað Oig þar í landi flýja borgarbúar unvörpum úr fjöl- menninu til að komast í sveita sæluna. Framfarir í landbúnaðinum markast af því er rafmagn er lagt inn í moldarkofa þorps- búa, konan fær stigna sauma- vél og karlinn kannske plóg eða ámóta nýtízkulegt verk- færi. Yfirleitt er fátt verk- færa nota við plægingu og jarðvinnslustörf, sáð og upp skorið án þess til komi annað en hendur mannanna og forn- eskjuleg amboð úr tré og steini. Á samyrkjubúi einu nærri Sian, Ma Chi Chai-samyrkju- búinu, eru 14.580 vinnufærra mana en þar fyrirfinnst ekki ein einasta dráttarvél. Oig það gildir einu, þó þar skammt undan sé verksmiðja, sem framleiðir nýtízkulega plóga, létta, sterka og ódýra, bænd- unum í Sian koma þe'ir að litlu gagni. Ríkið hefur fyrir- skipað, að framleiðsla á plóg- um þessum fari ekki fram úr 20.000 á ári, verksmiðjan megi ekki einskorða sig við eina saman plógana, heldur hafa fjölbreytni í framleiðslu. Þessvegna eru ekki þar fram- leiddir plógar nema í einn mánuð ársins — hina mánuð- ina framleiðir verksmiðjan 250 mismunandi gerðir land- búnaðarverkfæra, flest tæp- laga gjaldgeng á Vesturlönd- um, eins og að líkum lætur ekki ýkja mikið af hverri teg- und. Það er töluvert undarlegt að skoða uppgröft fornminja í Sian-héraðinu og hlusta á skýringar leiðsögumannsins, sem fer um það fjálgum orð- um, hvérsu frumstætt allt hafi verið og forneskjulegt fyrir fimm þúsund árum — og koma svo í þorp, átta kíló- metra frá uppgreftrinum, þar sem fólk býr í hellum og við aðstæður sem eru fyllilaga sambærilegar því sem gerðist í Sian fyrir fimm þúsund ár- um — þó sumir hafi þar kannski útvarp núna og í ein- hevrjum hellanna sé glæta áf nýmóðins rafmagnsperu. ól Stórslys í námu í Júgóslavíu — 144 farast í mesta námaslysi í rúm 30 ár, nærri Sarafevo á skyndisýningum kommún- ista, þar sem þau eru notuð éins ög pólitísk plaköt. Sú varð þó ráuriín á nú fyíir skemmstu, þegar menningar- viku hernámsandstæðinga skaut upp eins og gorkúlu. Belgrad, 8. júní — AP - NTB Talið er, að a.m k. 144 námumenn hafi látið lífið, er mikil sprehging varð í kola- námu um 50 km norðvestur af Sarajevo í Bosniu í gær- Um 20 aðrir haf* slaisazt. Sprenigingin vatð, er eldur komst i gas, er safnazt hafði saman í námagöngunum. Þá voru um 200 menn að störfum ■ i þar niðrii /.o • Slysið er það mesta, sem orð- i ið hefur í námu í Júgósiavíu síð- an 1934, er 134 menn fórust, er gassprenging var í námu nærri Kakanj og Sarajevo. Náman er 150 metra djúp, en er síðast fréttist, hafði björgun- , armönnum ekki tekizt að kom- ast'að þeim stað, þar sem spreng ' ingitr varð. Verðá björgunar- sl ; ’ . 'Ó' ■ ' ’ ' , : •• ’. a, ' • :H menn að fara varlega við starfið, ,, því að enn mun gas í námunni, ' og því jafnvel hætta i fleiri sprengiftgum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.