Morgunblaðið - 10.06.1965, Page 17

Morgunblaðið - 10.06.1965, Page 17
Fimmtudagur 10. júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 v Doktorsritgerð um íslenzku fornsögurnar ] i I lf Ritdómur Peter Hallbergs um dokt- orsritgerð Lars Lönnroths HINTST 22. maí sl. varði Lars Lönnroth doktorsritgerð um norrænar bókmenntir við Stokk hólmsháskóla. Var ritgerðin Ibirt í fjórum aðskildum þátt- um: „Studier i Dlaf Tryggva- sons saga“ (Samlaren 1963), „Kroppen som sjalens spegel — ett motiv i de islandske sag- orna“ (Lychnos 1963—64), „Det litterara portrattet i lat- insk historiografi och is- landsk sagaskrivning — en komparativ studie“ (Acta Philologica Scandinavica árg. 27, hefti 1—2) og „Tesen om de tva kulturerna. Kritiska studi- er í den islandske sagaskrivn- ingens sociale förutsettningar“ (Scripta Islandica, Islándska sállskabets ár9bok 15., 1964). Tuttugu blaðsíðna úrdráttur á ensku hefur, ásamt ritaskrá, verið gefinn út sérstaklega und ir heitinu „European Sources of Icelandic Saga-Writing. An essay based on previous studi- es“ (1965). Með nafni þessa úrdráttar hefur höfundurinn viljað gefa fyrrgreindum fjórum þáttum doktorsritgerðar sinnar sam- eiginlegt heiti. Lönnroth heldur því fram, að uppruna íslenzkr- ar sagnaritunar beri yfirleitt að leita í miðaldabókmenntum Evrópu, ekki sízt í latneskum bókmenntum og hafi visinda- menn vanrækt að rannsaka sambandið þar í milli. Hann styður þessa meginkennin'gu sína með fjölda kennisetninga um þessar bókmenntir sem slík ar og jafnframt um ytri skil- yrði og þann efnalega grund- völl, sem þær eru reistar á. Rétt er að taka fram þegar í stað, að höfundurinn ofmet- ur á mjög villandi hátt nýnæmi meginkenningar sinnar Allan þann tíma, sem íslenzkar sagnabókmenntir hafa verið rannsakaðar- og það hefur ver ið gert í nokkur hundruð ár — hefur athygli manna meira eða minna beinzt að hugsanlegu sambandi við samevrópskar bókmenntir og menningu. Margir vísindamenn hafa á liðnum árum lagt fram athug- anir sínar þar að lútandi og sumir þeirra hafa reynt að setja fram heildarkenningar. Menn geta að sjálfsögðu sett fram hvaða kenningar, sem þeim sýnist. En þær hljóta að teljast aðeins líklegar eða ólík- legar — þær hafa ekkert vísinda legt gildi og eru getgátur einar eða dægradvöl, þar til þær hafa verið sannaðar, leiddar að þeim líkur eða a.m.k. styrkt ar gildum rökum. Það er ekki hægt að sannreyna tilgátu með málsskrúði um tilgátuna sjálfa sem einskonar „Ding an sich“, hefdur verður að reyna tilgát- una með því að kanna þann grundvöll, sem hún hefur verið reist á. 1 ritgerð Lars Lönn- roths eru kenhingarnar tíðúrh byggðar á fáeinum dæmum og standa og falla með þeim. Kéu þessi dæmi rangtúlkuð eða þeim hagrætt, hefur kenningin’ ekkert vísindalegt gildi. Frumskilyrði allra alvar- legra rannsókna á ákveðnum bókmenntum er að sjálfsögðu, að hafa nokkurn veginn vald á því máli, sem þær eru skrifað- ar á. Það veldur því nokkrum vonbrigðum, þegar í íjós kem- ur, að Lars Lönnroth 'uppfýll- ir ekki einu sinni hógværustu kröfur ,i þeim efnum. Það ketn ur fyrir að hann „færir til betri vegar“ („norrhálisefar“) téxta útgefanda vegna alvattlegs mis- skilnings á setningarfræðilegu samhengl. Hvað eftir annað kemur í Ijós, að hann þekkir ekki þýðingu algengra ís- lenzkra orða í þeim textum, sem hann sjálfur vísar í ag styður mál sitt með. Fyrir kem ur, að hann byggir röksemda- færslu sína einmitt á slíkum misskilningi — eins og til dæm is, þegar hann á einum stað þýðir nafnorðið „steinn“ sem „sten“ í staðinn fyrir „klost- er‘ (klaustur) en sú merking orðsins er engan veginn óal- geng í þeim textum, sem hann fjallar um. Furðulegast er þó, að þrátt fyrir þessa lélegu kunn áttu virðist hann einna helzt fjalla um efni sitt sem málvís- indamaður. í þættinum „Det litterára portráttet í latinsk historiografi och islándsk saga- skrivning" er eitt helzta atriðið kafli úr Trójumannasögu — sem er íslenzk þýðing á lat- nesku miðaldaritverki um Tróju — stríðið. Er þar um að ræða nokkrar lýsingar á hetjun um frá Troju; Lönnroth lítur svo á, að þær hafi haft áhrif á svipaðar mannlýsingar í íslend ingasögunum. f sérstökum kafla telur hann sig komast að raun um, hvernig íslenzki frum textinn hafi verið og leggur til grundvallar tvö varveitt hand rit, sem ekki eru með öllu sam- hljóða. Síðan velur hann á milli með því að styðjast við lat- neska textann. En í þessum stutta kapítula, sem tekur að- eins yfir eina eða tvær blað- síður, kemur hvað eftir annað áberandi í ljós, að Lönnroth hefur ekki skilið þau algengu íslenzku lýsingarorð, sem um var að velja — og þar af leið- andi valið ranglega. Hér er sem sagt um að ræða óvenju alvarlega galla hjá vís- indamanni, sem fjallar um nor- rænar bókmenntir. Og hinar mörgu, röngu eða hagræddu tilvitnanir í ýmsar heimildir eru einnig prófsteinn á vísinda manninn. Til þess að bera brigður, ef unnt er, á heimildirnar um að Sturla Þórðarson (1214-84) — bróðursonur Snorra Sturluson- ar — hafi verið höfundur tveggja ritverka, sem við hann eru kennd, „íslendinga söigu“ og „Hákonar sögu Hákonarson- ar“, grípur Lönnroth til alvar- legar misnotkunar heimilda. f fyrra tilfellinu lýkur hann stuttri tilvitnun úr hinum svo- kallaða „Sturlungaprolog", ein mitt rétt áður en fram kemur ótvírætt frá manni, sem þekkti Sturlu persónulega, að hann hafi verið höfundur íslendinga sögu. í síðara tilvikinu afgreið- ir hann frásögnina um, að Sturla hafi skrifgð sö,gu Hákon ar konungs Hákpnarsonar, að tilmælum Magnúsar sonar hans með þeirri skýringu, að heimild in um þetta hafi yfir sér „þjóð sagnakennt ag mjög tortryggi- legt yfirbragð“ Varðandi þessa staðhæfingu er visað fil ís- lenzka fræðimannsins, Jóhs Jó- hannessonar, en sjálfur hefur Lars Lönnroth ekkert fram að faéra henni til stuðnings. Én sé betur að gætt, hvað Jón Jó- hannesson hafði um þetta að segja, kemur í ljós að orðalag hans um fyrrgreinda heimild er á þessa leið: „mjög nákvæm og skrifuð af mikilli þekkingu á efninu", „áreiðanleg og trú- verðug“. : í þættinum „Kroppen som sjálens spegel“ (Líkaminp sem spegill sálarinnar) er þeirri kénningu haldið fram, a(S lýs- íng ög túíkúrt vtósra eigihleiká í útliti manna í íslenzkri sagna- ritun hafi orðið fyrir áhrifnm af svipfræðileigum bókmennt- um miðalda. í einu af dæmun- um, sem tiltekin eru er talað um hvöss eða skörp augu — algengt einkenni á hetjum þeg- ar í Eddukvæðum. Lars Lönn- roth segir, að í svipfræðinni séu slík augu „einkennandi fyrir hetjur“ og yísar jafnframt til tiltekinnar blaðsíðu í íslenzkri þýðingu á svipfræðilegu riti. Við flettum þessu upp og les- Peter Hallberg um: „Skörp augu og fránar sjónir lýsa . . . sannsöglum manni, sem er knár og varkár í athöfnum". Hvað í þessu er svo einkennandi fyrir hetjur? Les- andinn er hér einfaldleiga blekktur — eða þá að við höf- um hér enn eitt dæmið um, að Lönnroth skilur ekki það, sem stendur í þeim textum, sem hann styður mál sitt með. Þessi fáu dæmi, sem auðvelt væri að bæta við, varða í öllum atriðum grundvöll hinna ýmsu kennisetninga doktorsritgerðar innar. Slík mistök geta stöku sinnum komið fyrir jafnvel hina vandvirkustu höfunda. En hjá Lars Lönnroth koma þau fyrir oftar en svo, að við verði unað í ritverki, sem ætlað er að vera vísindaverk. Og kenningarnar sem slíkar? í „kroppen som sjálens spegel“ er sem sagt um að ræða að setja mannlýsingar íslendinga- sagnanna í samband við svip- fræðina- þá list eða hálflist, að lesa hinn innri mann úr líkams vexti og útliti — svo og að setja þær í samband við hina gömlu skapgerðar og likams- vessakenningu, skiptinguna í sangvinska menn, flegmatíska, melankolska og kóleríska eftir hlutfáftslegu magni hinna ýmsu vessa í blóðinu. Fullyrðingar höfundarins um hinar „ljósu hetjur“, — eins og Gunnar á Hlíðarenda — sem dæmi um hina sígildu sangvinsku mann- gerð — og um hinar „dök^u hetjur', — eins og Egil Skalla- Grímsson, —- sem dæmigerða kólerikera, eins og þeim er lýst í kennslubókum svipfræðinnar, eru hpgdettur, getn að sjálfsögðu borgár sig ekki að ræða hér. Lars Lönnroth lætur sig ekki einu sinni muna um að gefa í skyn, að hinn skyndilegi grát- ur Guðrúnar, þar sem hún syrg ir yfir líki Sigurðar maka síns — í Eddukvaéðinu Guðrúnar kviðu 1 — gæti verið þar til kominn fyrir áhrif frá hreins- unarhugmynd líkamsvessa- kenningarinnar, „enda þótt talið sé, að Guðrúnarkviða sé ort áður en látpeskar bókmennt ir bárust til Norðurlanda“ (s. i&l). Væri ekki hugsanlegt, aií forféðút, vorir' hefðu sjálfir, án aðstoðar fornaldar- oig miðalda höfundá, öðlast þann sálfræði- lega skilning, að sorgin getur fengið útrás og fróun í tárum? Eða að íslenzkir rithöfundar hafi sjálfir getað veitt því eftir tekt að menn væru ljósir eða dökkir yfirlitum og að þeir væru mismunandi að eiginleik um og skapgerð? Til þess að unnt sé að taka nokkuð mark á slíkum saman- burði verða að sjálfsögðu að vera fyrir hendi glöigg dæmi um sérstaka samhljóðan. Þegar frá eru skildar nokkrar furðu- legar rangtúlkanir og getgátur — m.a. um tvær persónur í Bandamannasögu og Njálssögu — hefur Lönnroth eiginlega aðeins eitt dæmi fram að færa, hin kunnu og margumræddu lífeðlisfræðilegu innskot í Fóst bræðrasögu. En einmitt vegna þess að þau eru innskot, er hægt að vera án þeirra, án þess að innihald sögunnar og túlkun bíði tjón af. Þessvegna væri í þessu sambandi hægt að láta innskotin lönd og leið, ein kum vegna þess, að engar hlið- stæður þeirra finnast í öðrum sögum, — þau gefa ekki til kynna mannskilning sagnanna heldur eingöngu hugðarefni ein staks rithöfundar eða skrifara. Þátturinn „Det litterára portráttet“ líður, sem fyrr seg- ir, fyrir skort höfundarins á málvísindalegu innsæi. En jafn vel þótt augunum sé lokað fyr- . ir þessu, sem menn þó hafa vissulega ekki rétt til, uppfyllir framsetning hans ekki hinar lægstu kröfur sem gerðar eru til vísindalegra aðferða og ná- kvæmni. Til þess að koma að erlendum miðaldalatneskum á- hrifum á hinar kunnu mannlýs ingar íslenzku sagnanna, verð- ur Lönnroth að gera eins lítið og honum er unnt úr hinni nor rænu hefð á þessu sviði. „Hvorki í Eddukvæðunum né eldri skáldakvæðum eru nein- ar mannlýsingar, sem svipar til mannlýsinga sagnanna“ (bls. 70). Þetta er samanburð- ur> sem ber vitni litlum skiln- ingi á eðli hinna ýmsu bók- menntagreina. íslendingasögurn ar eru raunsæ frásagnarlist — hinn norræni kveðskapur er venjulega mjög hefðbundinn og gefur lítið svigrúm til lýsinga. Hvernig skyldi þessu vera var- ið með okkar eigin kveðskap í samanburði við raunsæjan ó- bundinn skáldskap? Hvernig er um mannlýsingarnar í Frið- þ|*ófs sögu annars vegar og , Röda rummet" hinsvegar? En þrátt fyrir allt eru í raun og veru mörg dæmi um auðug- ar mannlýsingar bæði í Eddu- kvæðum ag skáldakvæðunum. Þegar Lönnroth ræðir um hin- ar skáldlegu sjálfslýsingar Egils Skallagrímssonar (þ.e. frá því um 900) viðurkennir hann, að þær hafi verið notaðar til þess að lýsa aðalpersónu Egilssögu (s. 98-99). Höfunda sagnanna þarf vissulega ekki að hafá skort fyrirmyndir. í doktorsritgerðinni vantar með öllu mjög mikilvæga vísbend- ingu um gamla notkun sérkenni legra íslenzkra mannlýsinga, það er að segja, þar sem lýst var. éftir afbrotamönnúm. Slík- ar lýsingar eru kunnar úr bók- um Alþingis frá seinni öldum, en einnig er til um þetta eitt dæmi úr fornsögunum. Er það um misyndismanninn Óspak í Bandamannasögu. Eftir honum er lýst á Alþingi með þessum ummælum: „hann er mikill vexti og karlmannligr. Hann hefir brúnt hár ok stór bein i andliti, svartár brýnn, miklar hendr, digra leggi, ok allr hans vöxtr er afburða mikil),; ok er maðr inn glæpamann- ligstí“. Nær vénjulegri saignamánh- lýsihgu vérður vart komizt. Og það verður að teljast víst að frá elztu tímum hafi menn haft margháttaða þörf fyrir slíkar raunsæjar lýsingar á meðbræðr um sínum. Það er fráleitt hugmynd, að menn hafi þurft að kynnast og rannsaka latneska sagnritun til þess að finna orð ag form fyrir slíkt. Annað mál er, að forn- sögurnar hafa á þróunarbraut sinni orðið fyrir margvíslegum áhrifum frá erlendu óbundnu máli, ef til vill einnig í mann- lýsingum, eins og ýmsum öðr- um atriðum. Koma manni þá fyrst og fremst í hug bók- menntagreinar eins og konunga sögur og biskupasögur, sem í raun og veru áttu sér meira og minna greinilegar hliðstæður í bókmenntum meginlands Evrópu — algerlega andstætt því, sem var um íslendingasög urnar, sem ekki eiga neinn sinn líka. En samkvæmt kenningum Lars Lönnroths á þetta við um sjálft upphaf þessara bók- mennta, hinar upphaflegu fyrir myndir að mannlýsingum sagn anna. Einkennandi fyrir þátt Lönn roths um mannlýsingarnar eru sveiflurnar milli hinna einstöku greina sagnaritunar: trúarlegar og veraldlegar þýðingar, kon- ungasögur, biskupasögur og ís- lendingasögur. En í raun og veru eru þessar sveiflur eins og rauður þráður og nauðsynleg Hess að Lars Lönnroth fái unnið að „kenningum“ sín- um. „Sagnaritunina“ verður hann að gera að þokukenndri heild, þar sem hvergi verða lengur greind nein mörk. Þessi tilhneiging kemur bein línis í ljós í kafla, sem fjallar um „greinahugtökin" (Genre- begreppen) í þættinum „Tesen om de tvá kulturerna.“ Þar eru færð rök gegn hinni venjulegu flokkaskiptingu sagnabókmennt anna, eins og til dæmis Sigurð ur Nordal setur hana fram í Nordisk Kultur VHI: B (1953). Lönnroth bendir á, að á miðöld um hafi íslendingar ekki notað sömu greinahugtök og nöfn yf- ir hinar ólíku tegundir sagna- bókmenntanna ag nútíma fræði menn. En þar sem þessi staðreynd, sem í sjálfu sér er augljós, hefur aldrei verið umdeild, er öll deilan, sem fram kemur í umræddum kafla ekkert ann- að en barátta við sína eigin spegilmynd. Sú skipting á sagnabókmenntunum, sem við nú notum er í raun og veru alls ekki til þess ætluð að koma í staðinn fyrir uppruna- legri og raunsannarri skipt- ingu. Henni er aðeins ætlað að auðvelda nútíma fræðimönn- um og lesendum að átta sig og öðlast yfirsýn, bæta úr skort- inum á aðgreiningu í hinni fornu hefð. Það er nú venju- lega svo, að bókmenntirnar koma fyrst — kerfun þeirra síðar. Röksemdafærsla höfundarins einkennist hér, sem víða ann- ars staðar af óvenju barnaleg- um lýsingum. Um orðasamband ið að „segja fyrir“ sem getur þýtt að „lésa fyrir“, „semja“ „setjá saman“ (með aðstoð skrifara) segir Lönnroth að það, sé eins hægt að nota um sagnaritun eins og um skáld- Sagnakennda sagnaritun éða réttar sa.gt: Það er enn eitt argumentum e sileutio (þegj- andi röksemd) fyrir þeirrivkenn ingu, að til forna hafi menn eng an greinarmun gert í þessum efn um (s. 18). Manni er spurn, hvaða ástæða væri til að hafa ólík: orð um einu og sömu tæknilegu atþöfnina ef svo má segja. Þess er þó varla að væntá, að orð um þessá at- Úöfn' eigi að tákna skil í inni- haldi i þess, sem skrifað er? í sænsku er talað um að »semja“ ritgerð, álitsgerð, Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.