Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 10. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 21 • AFSKIPTI Bandaríkjanna af deilumálum í Dominik- anska lýðveldinu, stefna og markmið uppreisnarmanna og skoðanir andstæðinga þeirra, hafa verið umræðu- efni blaða um heim allan að undanförnu. Margar skoðanir hafa komið fram, og margir þekktir fréttamenn hafa haldið því fram, að þáttur kommúnista í atburðum síðustu vikna í lýðveldinu sé ýktur, stefna Banda- ríkjastjórnar sé frekar til Dominican Donble Trouble: a t q I Myndin, sem birtist í „New ur í Santo Domingo, með Yourk Herald Tribune“. Textinn skipun um að gæta hlutleysis, Brugðust fréttamenn stærstu blaðanna? 99 Jime“ ræðir frásagnir af uppreistinni í Dominikanska lýðveldinu þess fallin að skapa andúð en vináttu; og hafi stjórnin illa á spilunum haldið. Önnur blöð benda hins vegar á, að mörgum frétta- riturum hafi orðið á hrapal leg mistök, þeir hafi látið blekkjast, eða þá hreinlega misskilið það, sem fyrir augu þeirra hefur borið. „Time“, bandaríska viku blaðið, birtir í síðasta hefti alllanga grein þar sem ým- Is atriði eru dregin fram, sem ekki hefur verið hægt að lesa um í ýmsum bekkt- ari blöðum vestan hafs. Fer meginefni greina- innar hér á eftir: Það hefur verið erfitt fyrir fréttamenn að fylgjast með því, sem gerzt hefur í Domini kanska lý'ðveldinu. Banda- rískir hermálafulltrúar og opinberir embættismenn hafa lítið um mólið viljað segja. Það, sem verra er, þær frá- sagnir, sem birtar hafa verið af opinberri hálfu, hafa oft reynzt rangar. Þeir frétta- menn, sem verið hafa að störf um í Dominikanska lýðveld- inu, hafa raunverulega hætt lífi sínu. Hvarvetnta eru leyni skyttur á ferli. Oft hafa blaða menn orðið að gerast sjálf- bo'ðaliðar á sjúkrahúsum. Flestir 160 blaðamanna, sem dvalizt hafa í lýðveldinu að undanförnu, hafa lagt leið sina til stöðva uppreisnar- manna, sem hafa mikinn á- huga á að skýra afstöðu sína. Margir blaðamannanna hafa frá upphafi bardaganna verið andvígir s-amerisku hervaldi og íhlutun Bandaríkjanna. Mörg hjartnæm viðtöl upp- uppreisnarmenn hafa birzt. Bernard Collier, fréttamað- ur „The New York Herald Tribune“, sendi eftirfarandi frá*")gn til blaðs síns: „íhlut- an Aandaríkjanna átti að bæla niður aðgerðir kommúnista, sem hlotið hafa þjálfun sina víðsvegar um heim, og barizt hafa við blið vinstri sinnaðra uppreisnarmanna. Áihrifin af þessari íhlutun hafa orðið þau, a'ð kommúnistar um heim allan hafa rekið upp skelfingaróp, og margir dom- inikanskir kommúnistar eru nú taldir píslarvottar. Fjöldi uppreisnarmanna hefur því snúizt gegn Bandaríkjunum,‘. Tad Szulc, fréttamaður „The New York Times“, segir: „Bandaríkin eru talin styðja klíku hernaðarsinna, sem flestir hata, og þetta kann að leiða til lokaátaka við upp- reisnarmenn, sem njóta mik- illa vinsælda“. Fréttamaður „Los Angeles Times“, Ruben Salazar, ræddi við uppreisnarmann, sem ut- anríkisráðuneytið teiur vera kommúnista: „Florentino lít- ur ekki út fyrir að vera hættu legur. Hann er smávaxinn, me’ð þunnt yfirskegg. Er ég skildi við hann, óskaði ég þess, að við hefðum gert eitt- hvað til að fá hann til að fylgja okkur að málum.“ Dan Kuzmann frá „Was- hington Post“ segir: „Mörg viðtöl hafa greinilega leitt í ljós, að uppreisnarmenn njóta almenn fylgis. en andúð hef- ur aukizt á Bandaríkjamönn- um, sem eru andstæ’ðingar uppreisnarinnar“. í Bandaríkjunum hafa marg ir ritstjórar og dálkahöfund- ar tekið í sama streng og þessir fréttamenn. „New York Times“ sagði: „Því hef- ur verið lítill gaumur gefinn hér í landi, að íbúar Domini- kanska lýðveldisins — ekki aðeins hópur kommúnista — hafa barizt og látið lífið fyrir almenn borgararéttindi . . .“ Jafnvel Walter Lippmann, sem hafði lýst fylgi sínu við Jhlutun Bandaríkjanna, segist hljóðaði: Bandarískur hermað- skýtur á leyniskyttu.“ vonast til þess, að stjórn Caamano muni bera sigur úr býtum. Staðreyndin er hins vegar sú, að Francisco Caam- ano Denó, ofursti, sem telur sig forsprakka stjórnarinnar, átti sinn þátt í pvi, að kjör- inn forseti landsins, Juan Bossh, varö að ví'kja 1963. Stjórnarskrá Bosch, sem Caam ano segist fylgja, kveður hins vegar á um, að enginn úr röð um hermanna — þ.á.m. Caam ano — geti farið með það em- bætti. Fréttamenn hafa allir fylgt uppreistarmönnum að máli. Rowland Evans og Robert Novak, fréttamenn „Herald Tribune“, fluttu varnaðarorð: „Ævintýramenn stjórna upp- reistarhernum, en þeir hafa ekki fullt vald yfir li'ði sínu. Aðalstöðvar uppreistarmanna, einkum í suðausturh'luta lands ins, eru undir stjórn komm- únista, sem viðurkenna Caam ano aðeins á yfirborðinu.“ Marguerite Higgins, frétta- maður „Newsweek“, sagði, eftir vikudvöl í Santo Dom- ingo: „Takið með varúð full- yrðingum um fylgi uppreist- armanna. Ég hef átt í erfi'ð- leikum með að ganga úr skugga um tilfinningar þess- arar nær ólæsu og óskrif- andi þjóðar. Það kann að hljóma einkennilega, en hér virðist fólk skipta svo hratt um skoðun, að vel má vera að einmitt það geti hjálpað Bandaríkjunum til að sætta deilandi aðila.“ Talsmenn Bandaríkjastjórn ar hafa lýst undrun sinni yfir því, hve mikil gagnrýni á stjórnina hefur komið fram í blöðum. Sumir fréttamenn virðast staðráðnir í því að taka að sér störf ráðamanna, og móta sjálfir stefnuna í þessu máli. Collier, frétta- maður „Herald Tribune“ kvartaði undan því, að banda rískir hermenn hefðu leyfi til a'ð verjast, ef á þá væri skot- ið, utan alþjóðasvæðisins. „Hann varð mjög reiður“, seg ir einn opinber starfsmaður, sem Collier beindi gagnrýni sinni að, „og neitaði að skilja, að hér er ekki um neinn barnaleik að ræða, og menn okkar verða að verjast." Bæði Collier og Szulc skýrðu frá því í síðustu vi'ku, að bandarískir hermenn tækju þátt í baráttunni gegn upp- reisnarmönnum í norðurhluta Santo Domingo. Engir aðrir fréttamenn staðfestu þessa frásögn, og margir hafa þver tekið fyrir, að hún geti verið sönn. „The New York Times“ birti fyrir skemmstu mynd, sem átti að sýna bandariska • hermenn hjálpa ti'l við hand- töku uppreisnarmanna. Sann leikurinn er sá, a"ð myndin var tekin tveimur vikum áð- ur á alþjóðasvæðinu, þar sem verið var að leita að leyni- skyttum meðal uppreistar- manna. „Tribune" birti sömu leiðis mynd, sem sýnir (sjá mynd) bandarískan hermann skjóta á leyniskyttu, en jafn- framt tekur blaðið fram, að herma'ðurinn hafi fengið skip un um að vera hlutlaus. Mað- urinn er því raunverulega gagnrýndur fyrir að skjóta í sjálfsvörn. Mesti stuðningur, sem fi>am hefur komið við handarí hefur komið við bandarísku stjórnina, er skýrsla fimm sendimanna OAS, Samtaka Ameríkuríkjanna, þar sem því er haldið fram, að kommúnist ar eigi mikinn þátt í því, að byltingunni var hrundið í framkvæmd. Er skýrslan var birt, 8. maí, þá var hennar ekki getið í einu einasta banda rísku blaði. Daginn eftir hélt Ellsworth Bunker, séndiherra Bandaríkjanna hjá OAS, klukkustundar langan blaða- mannafund um skýrsluna, en fátt eitt birtist á prenti um það, sem þar kom fram. Loks má geta orða öldunga deildarþingmanns Alaska, Ernest Gruening, en hann hefur verið einn harðasti gagn rýnandi stefnu bandarísku stjórnarinnar í S-Vietnam. Gruening sagði í þrumuræðu í öldungadeildinni: „Til allr- ar óhamingju þá hafa banda- rísk blöð birt mjög villandi •fregnir um afstöðu OAS til afcburðanna í Dominkanska lýðveldinu. Fréttamenn láta í ljós þá skoðun, að lítil vizka búi að baki ákvörðuninni um að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista. Margar frásagn- ir draga í efa þátt kommún- ista. Mér er hins vegar ekki kunnugt um, að nein af þeim fréttastofum, blöðum eða sjón varpsstöðvum, sem þekktast- ar eru, hafi lagt það á sig að kynna sér skýrslu rannsókn- arnefndar AS“. - DALE Framh. af bls. 10 tætist ekki, kembd í stórum vélkömbum, svo stuttu hárin skiljast frá og blásast burt með síðustu kornunum og ull- inni er blandað saman í ákveðna gæðaflokka. Fín- asta ullin er blanda af heils- ársull og hálfsársull, hvít og dúnmjúk. Sérstakur vélaút- búnaður sér um að alltaf sé nákvæmlega sama hitastig og sama rakastig í sölunum, þar sem ullin er meðhöndluð. Ár- ið um kring er hitinn 20 stig og rakinn 70% í allri ullar- verksmiðjunni og segir Heg- land að þetta sé mjög mikil- vægt. Ullin heldur svo áfram í stórar spunavélar, þar sem hún er spunnin misfínt, hesp- uð, þvegin aftur í hespunum og lituð og allt garnið fær um leið mölvarnarmeðferð. Litun in er mikið nákvæmnisverk. Jafnvel í svona stórum körum getur eitt gramm of eða van gert mikinn usla. 42 stúlkur ganga frá garninu í hespur og skoða það vandlega um leið. Sumar pakka 25. þús. kg. af garni á ári og eiga 500 tonn að baki. Annars eru hespur á undanhaldi. Dansk- ar og sænskar konur vilja ekki lengur annað en hnotur og vafalaust koma íslenzkar og norskar konur á eftir. Kanski eru það éiginmennirn- ir sem vilja ekki lengur halda í hespuna. Ekki ætla ég að fara að lýsa ferð minni gegnum hinar verksmiðjurnar, þar sem vef- stólarnir hömuðust, svo ekki heyrðist mannsins mál og ófu teppi, tweedefni, finasta lín í sængurfatnað o.s.frv. Sæng- urlínið er framleitt í hvítu, gulu og bláu með miðstyrkt- um lökum og fallega vélforód- eruðum koddaverum. Grófari fataefni fá þarna alls konar meðferð, eru sanforborin til að verjast krumpum og ég sá þunn silkifoorin ullarfrakka efni, sem send höfðu verið til Svíþjóðar, þar sem brætt er innan á þau svampgúmmí- lag til hlýinda. Alls konar blöndur á efnum er þarna að sjá, sem ekki verður farið út í nánar hér. Svo sem fyrr er sagt, þykir ullin af norsku Dalakindinni einkum hentug í sportfatnað, vegna þess hve löng hárin eru og ekki aðgreind í þel og tog. Úr því eru framleiddar tegundir sem nefnast Heilo og Fasan, sem eru um 80% af framleiðslunni í Dale, og erU einmitt þær tegundir, sem mest eru fluttar til íslands. Úr fínni ull af áströlskum og ný- sjálenzkum kindum er svo framleitt mjög fínt garn og einnig ofurlítið grófara „baby- garn“ í barnaföt. Þrjár aðrar tegundir með fuglanöfnum sá ég, Hauker er sokkagarn með 2% nælon í, Sisik fínna norskt ullargarn í peysur og Fink, gróft spunn- ið garn. Norðmenn nota sýni- lega mikið þetta garn sitt sjálfir, svo sem sjá mátti í lest inni með skíðafólkinu, þær sem hver manneskja var í út prjónaðri peysu. Mynstrin eru oft byggð á gömlum norskum listiðnaði. Um það talaði ég við frk. Selmer, sem er tækni- fræðingur að mennt, og verð- ur síðar birt viðtal við hana. — KPá, Löndunarkrani d Raufarhöfn stórskemmdist RAUFARHÖFN, S. júní. — 1 morgun bilaði löndunarkrani, en það er einn af þremur sem hér eru. Er talið óvíst að hann komist aftur í lag i sumar, sem mundi tefja mjög löndun hér. Þá yrði aðeina hregt að landa úr tveimur skipum í einu. Verið var að landa úr Helgu, þegar óhappið varð. Kraninn festist einhvem veg- inn í reiða á skipinu, þe<"«r verið var að hala hann | • og skekktist aliur kraniiu. x" — Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.