Morgunblaðið - 10.06.1965, Page 28

Morgunblaðið - 10.06.1965, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtu'dagur 10. júní 1965 ANN PETRY: STRÆTIÐ — Þér ver ðið að muna að segja farþegunum að losa beltin áður en þeir fara út úr flugvélinni. 1 Hún rakst á stól og settist nið- ur á hann, skjálfandi. Hún mundi aldrei komast út úr þessari stofu. Aldrei . . . aldrei! Það sem eftir væri ævinnar mundi hún verða að vera hér inni með þessum andlitslausa hlut, sem lá á legu bekknum. En svo píndi hún sig til að standa upp og fór aftur að ganga aftur ‘ á bak. Dyrnar út í ganginn voru lok aðar, því að hún rak sig á hurð ina. Hún fálmaði eftir handfang inu. Dyrnar voru læstar. Hún vildi ekki trúa þessu og rykkti í hurðina. Hún seildist eftir lyki- inum. Þarna var enginn lykill. Hann hlaut að vera í vasa Boots Smith, og hún fann reiðina við hann gjósa upp aftur. Hann hafði læst viljandi, af því að hann hafði ekki ætlað að hleypa henni héðan út En reiðin hvarf jafn snöggt og hún hafði komið. Hún varð að ganga aftur að þessari hreyfing- arlausu og blóðugu mynd við legubekkinn. Kyrrðin í stofunni gerði það að verkum, að henni fannst sem hún væri að vaða í djúpu vatni upp í mitti að legu bekknum, og vatnið gleypti allt hljóð. Það togaði í hana og reyndi að halda aftur af henni. Lykillinn var í vasa hans. í fát inu dró hún allt upp, sem í vasan um var, vasaklút, veski, eld- spýtnabréf og lykilinn. Hún hélt lyklinum, en hitt datt úr hendi hennar af því að um leið og hún tók það upp úr vasanum, hreyfði hann sig. Allar sögurnar sem hún hafði heyrt um dauða menn, sem lifnuðu við aftur, gengu um og töluðu komu upp í huga hennar, og hún fékk handaskjálfta, sem hún réð ekkert við. Þegar hún flýtti sér burt frá legubekknum, steig hún ofan á veskið. Hún tók það upp og gáði í það. Það var úttroðið af pen- ingum. Hann hefði vel getað gef ið henni tvö hundruð dali, án þess að högg sæist á vatni. En nú fyrst gerði hún sér fulla grein fyrir því, sem hún hafði gert. Hún var morðingi. Og snið ugasti lögfræðingur í heiminum gat nú ekkert gert fyrir Bub, þegar mamma hans hafði drepið mann. Barn með morðingja fyr- ir móður átti sér enga viðreisn- arvon. Hver sem hann hitti mundi halda, að fyrr eða síðar yrði hann líka glæpamaður. Og rétturinn mundi heldur ekki fela hann eftirliti hennar, þar sem hún væri ekki til þess hæf að ala hann upp! Hún réð ekkert við þenna skjálfta, sem hún fékk í magann og herpti saman kverkarnar á henni, rétt eins og gripið hefði verið fyrir þær. Það eina sem hún gat gert, var að fara burt og koma aldrei aftur, því að bezt væri, að Bub fengi aldrei að vita, að móðir hans hefði verið morðingi. Hún tók helminginn af seðlunum úr veskinu, vöðlaði þeim niður í budduna sína, en skildi veskið eftir á legubekkn- um. Nú var erfiðara að komast út að gangdyrunum. öll fjögur hornin á stofunni voru einber- kvik þögn — bylgjur sem dýpk uðu og voru fullar af óhugnan legri þögn. Hún hélt áfram að líta til beggja hliða, eins og til þess að sjá alla stofuna í einu, og barðist við ákafa löngun til að reka upp óp. Og þessi tauga æsingur hennar fór versnandi, vegna þess, að hún bjóst við, að wmmmwmmmmm^mn 57 mmmmmmmmmmma dauði maðurinn á legubekknum mundi hverfa ofan í einhvern þagnarhyiinn og síðan mundi honum skjóta upp annarsstaðar til þess að varna henni útgöngu. Þegar hún loksins sneri lykl inum í hurðinni, gekk yfir litla ganginn og komst út í ytri gang inn, varð hún að styðja sig lengi við vegginn, til þess að fá vald yfir skjálftanum á fótunum, én andþrengslin í hálsinum fóru sí versnandi. Hún sá, að á hvítu hönzkun um, sem hún var með voru ryk blettir af stjakanum. Og svo var blóðblettur á öðrum þeirra. Hún reif þá af sér og stakk þeim í kápuvasann, og um leið og hún gerði það, fannst henni eins og hún væri alvön morðum. Hún gekk niður stigann í stað þess að nota lyftuna og á leiðinni nið ur greip hana þessi sama hugsun. Þegar hún fór út úr húsinu var komin þéttingsdrífa. Vindur inn feykti snjónum framan í hana, svo að hún greikkaði spor ið eftir því sem hún nálgaðist neðanjarðarstöðina að Áttundu tröð . . . Hún hugsaði hálfringluð um, hvert henni væri bezt að fara. Það varð að vera einhver stór borg. Hún komst að þeirri nið- urstöðu, að Chicago væri ekki alltof fjarlæg. Þar gæti hún horfið. Þangað skyldi hún fara. í neðanjarðarlestinni fór hún aftur að sjálfa. Hafði hún drep ið Boots fyrir slysni? Það hræði legasta var, að hún hafði ekki einu sinni séð hann meðan hún hamaðist við að berja hann. — Fyrsta höggið var viljandi og að gefnu tilefni, en öll þessi hin högg voru tilefnislaus. Við þeim hafði hún enga afsökun. Það hafði ekki einu sinni verið sjálfs vörn. Ofbeldfehneigðin hafði bú ið í henni lengi, vaxið og færzt í aukana, þangað til allt sprakk í háaloft. Bub mátti aldrei fá að vita, hvað hún hafði gert. Á Pennsylvaníustöðinni keypti hún farmiða til Chicago. — Aðra leiðina? spurði maðurinn. — Aðra leiðina, bergmálaði hún. Já, ekki nema aðra leið- ina, hugsaði hún. Ég hef verið á annarri leiðinni síðan ég fæddist. Lestin beið á stöðinni. Fólks- straumurinn kom þjótandi og fór gegn um hliðið, eins og straumvatn yfir stíflu. Hún fór inn í hópinn. Vagnarnir fylltust fljótt. Fólk með töskur og hattaöskjur og böggla og krakka, flýtti sér eftir göngunum og datt næstum niður á bekkina af ákafanum að tryggja sér sæti. Lutie náði í sæti í miðjum vagni. Hún settist við gluggann. Aldrei mundi Bub skilja, hvers vegna hún hafði horfið. Hann sem bjóst við henni á morgun. Hún hafði lofað honum að koma til hans. Hann mundi aldrei vita, hversvegna hún hafði yfirgefið hann og mundi verða ringlaður og ráðvilltur, þegar hún var hvergi nærri. Skyldi hann muna, að hún elskaði hann? Hún vonaði það, en hún vissi líka, að um lang an tíma myndi hann verða með þennan hrædda áhyggjusvip, sem hún hafði séð á honum þeg ar hann beið hennar við neðan jarðárstöðma. Líklega færi hann í vandræða drengjaskólann. Hún leit út um gluggann og sá síðustu farþeg ana hlaupa eftir pallinum. — Þrengslin í hálsinum á henni á- gerðust. Jæja, svo hann fer þá í svona skóla endurtók hún við sjálfa sig. Það verður líka betra fyrir hann. Betra að hafa ekkert af þér að segja. Þá kann hann að hafa einhverja möguleika. En þá hafði hann enga í strætinu því arna. Það bezta, sem þú gazt gefið honum, var ekki nógu gott. Þegar lestin var komin af stað fór hún að teikna með fingrin um á rúðuna. Það voru margir hringar, sem gengu hver inn í annan. Hún mundi eftir, að þegar ar hún var í barnaskóla var börn unum kennt að fá réttan halla á skriftina sína með því að gera svona hringa. Enn gat hú.n heyrt æsta rödd- ina í kennaranum sínum, þegar hann leit á hringana, sem Lutie hafði gert. — Æ, ég veit ekki til hvers er verið að kenna svona fólki skrift, hafði hann sagt. Fingurinn hreyfðist yfir rúð- una, aftur og aftur. Hringarnir komu greinilega fram á rykugu glerinu. Það var satt, sem kon an haffSi sagt: Til hvers er ver- ið að kenna ' 'ð skrifa? Lestin komst út úr göngunum og jók ferðina, þegar komið var út úr borginnL Snjórinn féll hvíslandi á rúðurnar. Og þegar lestin skrölti út í myrkrið, reyndi Lutie að gera sér grein fyrir því, eftir hvaða krókaleiðum hún var nú komin í þessa lest. Hún kveinkaði sér við hugsuninnL Hún gat ekki annað hugsað en: Það er þetta stræti. Þetta bölv aða stræti! Snjórinn féll mjúklega a stræt ið. Hann dró úr öllum hljóðum- Hann rak fólkið heim á harða- hlaupum, svo að brátt varð stræt ið autt og tómt. Og þá hefði það getað verið hvaða stræti borgar innar, sem vera vildi, því að snjórinn lagði mjúka ábreiðu á gangstéttina, yfir múrsteinana 1 þreytulegu, gömlu húsunum, og huldi mjúklega skítinn, sorpið og ljótleikann. (Sögulok). Ný framhaldssaga FRIÐSPILLIRINN efur GEORGETTE HEYER hefst í blaðinu á morgun. SOFFÍA hefur alizt upp, móð- urlaus, með föður sínum, sem er í utanríkisþjónustunni, á flækingi hans um meginland Evrópu, og er ekki trútt um, að uppeldi hennar beri þess nokkur merki. En nú þarf gamli maðurinn að fara til Suður-Ameríku og dvelja þar nokkra mánuði og kemur því dótturinni fyrir hjá lávarðs- frúnni, systur sinni. Þar tiðk- ast æði miklu teprulegri um- gengnishættir en Soffía hefur vanizt, enda hneykslar hún mannskapinn heldur betur stundum, með hispurslausri framkomu sinni. Það kemur þó í ljós að lokum, að hún veit alveg, hvað hún er að fara, og áður en lýkur hefur hún gert ýmsar mikilvægar breytingar, m.a. á trúlofana- markaðnum hjá fína fólkinu í London. Og sjálf fer hún ekki varhluta af afleiðingunum af þessari starfsemi sinni. Fylgist með frá upphafi! Eskifjörður í BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Pálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu. LONDON DOMUDEILD Austurstræti 14. Sími 14260. HELANCA siðbuxur iMLwn skiðabuxur í ú r v a 1 i . — PÓSTSENDUM — --★- LONDOIM, dömudeild JAMBS BOND 1> í í Eftir IAN FLEMING Sendið 007 til mín. Góðan dag, Bond. Ég hef starf handa yður. Ég óska ©ftir því að þér farið og spilið fjárhættuspiL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.