Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 13. júní 1965 ERLEND- fíðindi Trakkland og bandalags- þjóðirnar ÞÓTT engum dyljist óánægja frönsku stjórnarinnar yfir sam- skiptum Frakka og Bandaríkja- manna, þá er það almennt álit franskra ráðamanna, að hér sé aðeins um tímabundna erfiðleika að ræða. Talsmenn frönsku stjórnarinnar halda því fram, að dragi til meiriháttar tíðinda í heirrji alþjóðasamskipta, þá muni bandamennirnir gömlu standa 'saman. Hins vegar virðast fáir ábyrg ir menn í Frakklándi draga dul á, að þeir telja Bandaríkjamenn leggja of mikla áherzlu á styrk- leika herja sinna, jafnframt því sem þeir þoli illa nokkra sam- keppni á því sviði. Þessi afstaða marki stefnu þeirra. sem ráði mestu um bandarísk hermál, og hún geti grafið undan trú banda manna Bandaríkjanna á varan legan heimsfrið. Þessi skoðun franskra ráða- manna byggist á því, að aldrei 1 sögunni hafi ein þjóð ráðið yfir eins voldugum herjum og Banda ríkjamenn, og því hafi vaknað með þeim löngun til að gerast löggæzlumenn alls heimsins. Þessu marki verði þó aldrei náð, því að þótt Bandaríkin ráði yfir vopnum, sem geta lagt allan heim inn í rúst, þú mun þeim aldrei takast að sigra hann. Þá þykjast margir Frakkar greina frávik núverandi ráðamanna Banda- ríkjanna . frá hefðbundinni stefnu: umburðarlyndi, frjáls- ræði og vinsemd í garð erlendra þjóða. Margt annað markar afstöðu Frakka. Þeir geta ekki fallizt á stefnu Bandaríkjanna í málefn- um S- og Mið-Ameríku, sérstak- lega í Dominikanska lýðveldinu. Þó munu rnargir franskir stjórn málamenn gera sér fulla grein fyrir því, hvers vegna franska stjórnin á ekki miklum vin- sældum að fagna vestan hafs. Á því leikur lítill vafi, að að- gerðir DeGaulle í peningamál- um, þ. e. sú ákvörðun hans að leysa inn dollara með banda- rísku gulli, er undirrót versn- andi sambúðar Frakklands og ''Bandaríkjanna á undanförnum mánuðum. Um afstöðu Frakka til Breta er það að segja, að þeir munu ekki taka alvarlega til- raunir brezku stjórnarinnar til að bæta sambúð þessara tveggja þjóða, fyrr en tekizt hef ur að leysa þau vandamál, sem nú steðja að brezku efnahags- lífi. Þá ’ mun franska stjórnin enga trú hafa á því, að Bretar geti markað sjálfstæða stefnu í afstöðu sinni til Evrópu. Ef litið er á afstöðu Frakka til Atlantshafsbandalagsins, með þetta í huga, þá skilst e.t.v. bet- ur, hvers vegna þeir vilja breyt- ingar á núverandi fyrirkomu- lagi. Deilan innan NATO stend- mr um grundvallaratriði, þ.e. yfirstjórn kjarnorkuherjanna, og hlutverk bandalagsins á frið- artímum. Franska stjórnin mun ekki hafa tekið alvarlega tillög- ur McNamara, varnarmálaráð- herrans bandaríska, á ráðherra- fundi bandalagsríkjanna nýlega. Þó var sarnþykkt að taka tii- lögurnar til nánari athugunar. Þær gera ráð fyrir, að nefnd full trúa fimm þjóða. fjalli um kjarn orkuherina, og stjórn þeirra. Franska stjórnin ætlar að beita sér fyrir breytingu á starfs háttum NATO 1969, en þá gefst bandalagsþjóðunum tækifæri til að segja álit sitt. Frakkar hafa hins vegar fullkomlega sætt sig við sjálfan bandalagssamning- inn, og hafa hætt við allar til- raunir til að fella hann úr gildi og taka í staðinn upp samvinnu á öðrum grundvelli. Þetta er athyglisverð þróun. Samt sem áður vilja Frakkar hefja umræður um breytingar á næsta ári. Enginn veit þó með neinni vissu, hvað DeGaulle hefur í huga í þessu efni. Frakkar hafa ekkert við það að athuga, að aðalstöðvar NATO séu í París, og litlar eða engar líkur eru taldar fyrir því, að þess verði nokkru sinni krafizt, að þær verði fluttar af franskri grund. Hins vegar ríkir óánægja í París yfir aðalstöðvum SHAPE, yfrir utan höfuðborgina. Vera kann, að þess verði krafizt, að þær verði fluttar til annars lands. Meginskoðurt franskra ráða- manna mun vera sú, að sá klofn ingur, sem gert hefur vart við sig innan bandalagsins, skipti á engan hátt meginmáli, því að engin hætta sé á styrjöld, og kæmi tii alvarlegra átaka, myndu Vesturlandaþjóðirnar sameinast þegar í stað. Hins veg- ar telja þeir hættu á, að afskipti Bandaríkjanna í Asíu kunni að leiða til stórátaka, sem Frakkar vilja enga aðild eiga að. Það mun vera skoðun frönsku stjórnarinnar, að Bandaríkin hafi ekki enn náð því að brúa bilið á milii hernaðarmáttar síns og máttarins á stjórnmálasvði- inu. Sömuleiðis sé stefna Banda- ríkjanna í málefnum Evrópu að mestu ómörkuð. Það er staðföst trú æðstu ráða manna í Frakklandi, að Banda- ríkín beiti sér gegn stjórnmála- sameiningu Evrópu. Þetta er þó, þegar allt kemur til alls, ekki gífurlegt áhyggjuefni í Frakk- landi, því að þar ríkir sú skoðun, að skilyrðið fyrir sameiginlegum kjarnorkuher Evrópu sé samein- ing Evrópu. Þar sem Frakkar óska ekki eftir því, að V-Þjóð- verjar fái yfirráð yfir kjarn- orkuvopnum, líta þeir þetta mál ekki of alvarlegum augum. Frakkar halda því fram, að Ég held, að hann kunn i vel við sig þarna úti. þeir stefni ekki að því að hindra tilraunir Bandaríkjanna til að sameina Þýzkaland. Þeir segjast hafa sömu skoðun í þessu máli og bandaríska stjórnin, þ. e. að sjá sigurvegarana fjóra frá síð- ustu heimsstyrjöld vinna að þessu máli — og Þjóðverja og nágranna þeirra að auki. Hins vegar segja Frakkar, að stjórnin í Bonn vilji ekki aðild þessara nágrannaríkja að þessu samein- ingarmáli. Því séu það V-Þjóð- verjar, ekki Bandaríkjamenn, sem standi einir sér. DeGaulle hélt til Bonn á föstudag til að ræða þetta mál. För Chou En-Lai Forsætisráðherra Kína, Chou En-lai, lagði upp í aðra Afríku- för sína fyrir viku. Megintil- gangur farar hans er að styrkja málstað Kína og Indónesíu í Afríku, og reyna jafnframt að draga eins og hægt er úr áhrif- um Sovétríkjanna, Júgóslavíu og Indlands í þessari heimsálfu. Fyrsta viðfangsefni forsætis- ráðherrans í þessari för er að reyna að koma í veg fyrir, að Sovétríkin fái að hafa fulltrúa á ráðstefnu Asíu- og Afríku- landa, sem hefst í Algeirsborg 29. júní. Þar var fyrir áhrif Pe- kingstjórnarinnar, að Sovétrík- in fengu ekki að hafa fulltrúa á undirbúningsráðstefnu þeirri, sem haldin var í Bandung í fyrra til undirbúnings umræðum nú. Sovétríkin hafa mikið reynt til að tryggja rétt sinn til þátttöku í ráðstefnunni. Júgóslavar og Indverjar hafa af fremsta megni reynt að styðja kröfu Sovétríkj- anna. Þá hafa og Tyrkir og Jórdanar lagt málstað Sovétríkj- anna lið. Indverjar haf'a komið því til leiðar, að Japanir hafa lagt niður alla andspyrnu gegn þátttöku Sovétríkjanna. » Alsír, þar sem ráðstefnan er haldin, er í erfiðri aðstöðu, sér- staklega af því, að alsírska stjórn in á meiri viðskipti við ráða- menn í Moskvu en Peking, en vill þó engan móðga. Ben Bella forsætisráðherra Alsír, hefur þó gengið það langt, að hann sendi Pekingstjórninni þau boð, að hann væri meðmæltur aðild So- vétríkjanna, og óskaði eftir því, að kínverskir ráðamenn endur- skoðuðu afstöðu sína. Ben Bella sendi nefnd manna til Peking til umræðu um þetta mál, en samtímis hafa 10 aðrar sendinefndir frá Alsír heimsótt ýmis ríki í Afríku, til að reyna að leysa deilumálin vegna ráð- stefnunnar. Annað mál, varðandi ráðstefn- una, hefur ekki verið til lykta leitt, en það er, hvort bjóða eigi Malaysiu til hennar. Indónesar hafa komið því til leiðar, með aðstoð Pekingstjórnarinnar, að dregið hefur verið á langinn að senda Malaysiu boð. Halda Indó nesar því fram, að stjórn Malay- siu beiti kúgunaraðferðum. og sé nýtt nýlenduríki. Ef frá eru talin þessi tvö mál, þá hefur það vakið nokkra at- hygli, að Indverjar hafa mjög beitt sér fyrir því að undan- förnu, að þær þjóðir sameinist, sem ekki fylgja stefnu kín- verskra kommúnista að málum. Japanir hafa tekið nokkuð vel Mynd þessi er tekin, þegar nokkrir vinir úr Vestur Barðastr andarsýslu Gísla Jónssonar fyrr- verandi alþingismanns, komu saman á föstudagskvöld á heimili hans tii að afhenda honum málverk. Málverkið er gefið Gísla í þakkar- og virðingarskyn i fyrir farsæit starf hans í þágu byggðarlagsins. Sér Grímur Grímsson afhenti Gísla gjöfina. Málverkið er málað af Eggert Guð- mundssyni, og er af Látrabjargi séðu frá Naustabrekku á Rauðasandi undir þessa málaleitan. Hins vegar hafa aðeins 37 þeirra 50 landa, sem sótt geta ráðstefnuna, lýst yfir þátttöku sinni. Allar Asíuþjóðirnar, nema Filippsey- ingar, munu sækja hana. Óviss- an ríkir því aðallega um Afríku- þjóðirnar. Fá menn til nð gleyma áhyggjum sínum London, 11. júní. — NTB. ELÍSABET Bretadrottning sæmdi í dag Bítlana brezku MJÍ.E. (Member of the British Empire)-orðunni ,og geta þeir George Harrison, John Lennon, James McCartney og Ringo Starr nú skreytt sig bókstöfunum M.B.E. á eftir nafni sínu og borið viðeigandi orðu til merkis um velþóknun drottningar. Skýrt var frá þessari orðu- veitingu til handa Bítlunum í London Gazette í dag ,er birt var skrá yfir mörg hundruð brezka borgara, sem hlutu einhvern slík an sóma í tilefni af afmæli drottningar. M.B.E. er lægsta gráða orðu þeirrar er afi drottn ingar, George V. veitti fyrst 1917 og hefur að einkunnarorðum „Fyrir Guð og heimsveldið“. Flestir eiga lengri feril að baki áður en þeir hljóta orður Elísabetar en Bítlarnir, sem byrjuðu fyrir alvöru í Liver- pool fyrir þremur árum — en þeir hafa verið fljótir í ferðum upp á viðsjála tinda heimsfrægð arinnar. Þeir geta nú lagt leið sína við fyrsta tækifæri til Buckingiham Palace að heilsa upp á drottn- ingu og mann hennar, hertogann af Edinborg, sem þeir þekkja reyndar fyrir. Prins Philip lét þau orð falla um félaganna síð- hærðu, að þeir ynnu mikið og gott starf með því að fá fólk til að gleyma áhyggjum sínum og amstri. RAGNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður. Hverfisgata 14. — Sími 17752. Lögfræðistörf og eignaumsýsla. Benedikt Blöndal héraðsdómslögmaður Austurstræti 3. - Sími 10223. Magnús Thorladus hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.