Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 17
i Sunnudagur 13. júní 1965 MORGUNBLADID 17 Alexander Jóhannesson látinn r Alexander Jóhannesson ' átti það sameiginlegt með Jóni for- seta Sigurðssyni, frænda sínum, að hann var í senn hagsýnn at- hafnamaður og afkastamikill fræðimaður. Vísindastörf Alex- anders vöktu athygli langt út fyrir strendur íslands og senni- lega meiri meðal dómbærra manna erlendis en almennings hér á landi. Slikt var ekki nema að vonum, því að ekki var á færi annarra en sérfræðinga að dæma um þær nýjungar, er Al- exander færði fram um uppruna mannlegs tungumáls. Jafnvel sér fræðingar deila löngum um því- Jón Kristjánsson skipverji á varðskipinn Ægi, sendir blaðinu þessa mynd, en hún er af borgarís jaka er Ægir sigldi framhjá er skipið var um 60 mílur í hafi út af Melrakkasléttu. Segir Jón að jakinn, sem vissulega minni á Dyrhólaey, hafi verið 25 metrar á hæð. REYKJAVIKURBREF Laugard. 12. júni lík efni, en sizt er að marka þótt einstaka alvitringar af íslenzk- um uppruna gerðu lítið úr kenn- ingum Alexanders. Þegar þekk- inguna þrýtur er ætíð handhægt að grípa til oflætisins. Víst er um það, að Alexander var maður óvenju hugmyndaríkur og at- hafnamikill að hverju sem hann gekk. Fræðistörfin ein fullnægðu honum ekki. Á yngri árum átti hann hlut í togaraútgerð og hafði síðar forgöngu um reglubundið innanlandsflug. Þá voru allar að stæður ærið ófullkomnar og fór því tilraun Alexanders og félaga hans út um þúfur, en nú bland- ast engum hugur um framsýni hans í þessum efnum. Forystumaður um háskólans Auðvitað er bygging háskóla- hverfisins á Melunum engum ein um manni að þakka. Háskólahús hlaut að rísa og margir lögðust á eitt um að hrinda byggingu þess og annarra stofnana háskól- ans áleiðis. Við allan undirbún- ing málsins munaði hins vegar mest um lið Alexanders. Mikla lipurð og samninga þurfti til þess •ð fá lögin um happdrætti há- akólans samþykkt, en með þeim var aflað íjár til framkvæmd- anna. Sumum starfsbræðrum Alexanders þótti hann þá gerast helzt til samningalipur, en hann tryggði málinu sigur og hefði það þá trúlega ekki verið á ann- •rra færi né með öðrum ráðum en hann beitti. Nú er sjálf há- •kólabyggingin orðin alltof lítil, en um það leyti er hún reis af grunni lét einn af helztu áhrifa- mönnum landsins uppi þá skoð- un, að hásklóinn mundi ekki þurfa á öllu þessu húsrými að halda íyrr en eftir svo sem 600 •r! Alexander taldi ekki allt íengið með byggingunum einum, heldur vann stöðugt að því að efla kennslu í háskólanum og láta hana ná til æ fleiri greina. Á engan er því hallað, þó að sagt »é það, sem satt er, að allt frá upphafi var Alexander Jóhann- esson fremsti forystumaður um eflingu háskólans, bæði að ytri búnaði og allri starfsemi. Víst er •öknuður að slíkum manni, jafn- vel þó að kraftar hans hafi nú vérið þrotnir. Eldlegur áhugi hans var ætíð hinn sami og beind ist hin síðustu misseri einkum að endurheimt handritanna frá Kaupmannahöfn. Tunglferð 1969? Flestum leikmönnum er lftt •kiljanlegt, hvernig unnt er að halda lífi og vera þó á sveimi í kiusu lofti langt túi í himin- geimnum. Það afrek hafa Banda- ríkjamenn nú framið, nokkrum vikum eftir að Rússar urðu fyrst ir til að sanna í verki að þetta væri mögulegt. Ekki má á milli sjá, hvort þessara stærstu stór- velda er lengra komið í geim- flugi. Bæði hafa unnið ótrúleg afrek. Með réttu er undan því kvartað, að hugviti og fjármun- um sé kastað á glæ með þeirri samkeppni, sem í þessu eigi sér stað, þar sem mikið mætti spara og skjótar komast áleiðis, ef báð- ir, Bandaríkjamenn og Rússar, leggðust á eitt í samvinnu sín á milli. Hér truflar metnaður eðli- leg vinnubrögð. Vafalaust gætir þess og, að allar hafa þessar tilraunir hernaðargildi, þó að j»ví verði vonandi aldrei beitt. Sumir telja, að allri þessari orku væri betur eytt til umbóta á jörðu niðri. Enda þótt sá hugsunarhátt- ur sé skiljanlegur, þá hefði skammt verið komizt, ef engri orku og fjármunum hefði verið varið til margháttaðra vísinda, fyrr en bætt hefði verið úr ýmsri þeirri neyð, er við öllum blasir. Þekkingin, sem með vísindum hefur verið aflað, er einmitt ör- uggasta leiðin til varanlegra um- bóta í óteljandi efnum. Banda- rískir vísindamenn segjast nú hafa fengið aukna trú á því, að unnt sé að senda mannað geim- far til tunglsins þegar á árinu 1969 eins og fyrirhugað hafði verið. E.t.v. hefur það ekki mikla hagnýta þýðingu að komast til tunglsins, en óneitanlega mundi sú för tákna nýjan sigur manns- andans. Vinnufriður ótryggur Enn hefur því miður ekki tek- izt að tryggja vinnufrið. Að því er þó öfluglega unnið af góð viljúðum mönnum. Á meðan á þeirri viðleitni stendur er eng- um til góðs að hafðar séu uppi ásakanir um ,hverjum það sé að kenna, að miður hefur tekizt en skyldi. Öllum má vera ljóst, að skrif Tímans og Þjóðviljans um að ríkisstjórnin eigi sök á hversu erfiðlega hefur gengið, byggjast á algerum öfugsnúningi stað reynda. Sannleikurinn er sá, að ríkisstjórnin heíur gert allt, sem í hennar valdi hefur staðið, til að greiða fyrir samningum. Verkalýðsfélögin ráða sjálf kröfugerð sinni og ákvörðunum. Það er nú komið á daginn, að þau eru svo innbyrðis ósammála, að ógerlegt hefur reynzt að semja við þau í heild. Jafnvel hin eig- inlegu verkamannafélög greinast í tvo meginhópa og eins og sam- þykktirnar frá Austfjörðum bera með sér fer því fjarri, að hóp- arnir séu sjálfum sér samþykk- ir. Sumstaðar hafa orðið ofan á þeir, serh vilja gera kröfur þess eðlis, að verði þær samþykktar mundi af því hljóta slíkur verð- bólguvöxtur, að hann gerði að engu þær kjarabætur, sem kröfu gerðarmennirnir þykjast þó stefna að. Um þetta hafa menn nú aldarfjórðungs reynslu sér til leiðbeiningar. Hún hefur ætíð verið hin sama hvaða flokkar, sem verið hafa við völd á hverj- um tíma. í þessum efnum skar júnísamkomulagið í fyrra sig úr. Of margir virðast enn loka aug- unum fyrir staðreyndunum, en þær haggast ekki þó að menn geri sér upp blindu. Raunar eru ekki allir svo sjóndaprir á þetta, eins og þeir láta. Annarleg öfl og ýmsir sérhagsmunir eru hér að verki og mun síðar gefast færi á að gera upp við þá. Sem betur fer eru í öllum hópum ýmsir, sem bæði hugsa rétt og vilja vel. í lengstu lög verður að vona að þeirra ráð verði ofan á. Vantraust á for- ustu verkalýðs- hreyfingarinnar Þó að ekki sé tímabært að hefja deilúr um, hverjum það sé að kenna, að svo treglega hefur gengið að tryggja vinnufrið að þessu sinni, þá blasir það við öll- um, að hvorki Þjóðviljinn né Tíminn hafa lagt sig fram um að stuðla að friðsamlegri lausn. Þjóðviljinn hamrar á því dag eft- ir dag, að alls ekki eigi að semja. Einhvern tíma hefði slíkt þótt skrítinn boðskapur af hálfu blaðs, sem telur sig sérstakan málsvara verkalýðshreyfingar- innar. Augljósara vantraust á Jor ystu hennar er ekki hægt að láta uppi né hugsa sér illvígara tilræði við frambúðarhagsmuni hennar. Tíminn slær meira úr og í en harmar sérstaklega, að í norðan- samningunum skyldi ekki knúið fram meira framlag af hálfu rík- isstjórnar eða ríkisvalds. Erfitt er að gera sér grein fyrir, hvern- ig slíku ætti að koma fyrir nema með eftirgjöf skatta eða annara'.gjalda á atvinnurekendur eða beinum framlögum til þeirra. Hvorttveggja .hlyti aftur á móti að leiða til þess, að álögur á all- an almenning mundu þyngjast. Skattabyrðin f þessú sem öðru er erfitt að fá Tímann til að taka upp skyn- samlegar rökræður. Hann heldur sér ýmist við haldlausar dylgjur eða innantómar fullyrðingar. Á dögunum var t.d. hér i Reykja- víkurbréfi haft eftir norsku blaði, að þar sem opinberar álögur hefði í Noregi á sl. ári numið 36%, þá hefðu þær hér einungis numið 27%. Frásögn hins norska blaðs var raunar ónákvæm að þvi Ieyti, að á.m.k. islenzka talan mun hafa verið miðuð við árið 1963 en ekki 1964, því að hin rétta tala hér mun 1964 hafa verið milli 25—26%. Um þetta skeytir Tíminn hins vegar ekki heldur ber á móti því, að sam- anburðurinn á milli íslands og Noregs í þessum efnum sé rétt- ur. En hví birtir Tíminn þá ekki þær tölur, sem hann byggir á? I þessu sem öðru ber að sjálf- sögðu að hafa það, sem sannara reynist. Enn hefur því ekki ver- ið hnekkt, að skattar í heild séu hlutfallslega minni hluti af þjóð- artekjum á íslandi en í öðrum nálægum, sambærilegum lönd- um. Allsstaðar er jarðvegur til þess að ala á óánægju með háa skatta, en á meðan þeir eru hér lægri en annars staðar, höfum við sízt ástæðu til umkvörtun- ar. Ástæðan til þess, að þeir geta verið lægri hér er raunar sú, að við sleppum við herkostn- að. Hinsvegar er kostnaður við að halda uppi okkar litla þjóð- félagi á okkar víðlenda ástkæra landi hlutfallslega meiai en með öðrum þjóðum. Á þetta verður að líta, þegar með sanngirni skal dæma. Aðalatriðið er að tala ekki út í bláinn heldur vita hverj ar staðreyndirnar eru og meta þær. Erkibiskupinn af Kantarabor" á heima í London Furðulegt er hvernig ýmsir þeir, sem býsnast yfir háum sköttum í öðru orðinu, heimta stöðugt ný útgjöld í hinu. Sum- ir mætir menn vilja t.d. skjóta nýjum stjórnvöldum inn í em- bættiskerfi okkar. Þeir vilja skipta landinu í fjögur eða fimm fylki, er komi á milli núverandi héraðs- og sveitarstjórna og rík- isstjórnarinnar. Fyrirmynd að þessu þykjast þeir sækja til Noregs. Þar þykja það hins veg- ar lítil sveitarstjórnarumdæmi, er ná yfir 4—5000 manns þ.e. eins og meðal íslenzk sýsla, sem tek- ur yfir marga hreppa! Norsku fylkin eru sum a.m.k. mun mann- fleiri en allt ísland. Svipuðu máli gegnir um það, þegar talað er um að skipta þurfi íslandi í þrjú biskupsdæmi. Ný- lega hefur Hálogalandi í Noregi verið skipt í tvö biskupsdæmi. Biskup í Suður-Hálogalandi var að því spurður, hversu margir íbúar væru í hans biskupsdæmi. Hann svaraði: Nærri milljónár- fjórðungur, þ.e. h.u.b. 250 þús. manns. Það var nýlega sagt til styrktar nýjum biskupsembættum á Hól- um og í Skálholti, að íslending- ar ættu að taka sér Breta til fyr- irmyndar, sem hefðu erkibiskup í hinni gömlu kirkjubórg Kant- araborg. Gallinn á þeirri fyrir- mynd er einungis sá, að erki- biskupinn af Kantaraborg býr ekki i Canterbury heldur í Lond- on, þar sem mun auðveldara er fyrir hann að gegna störfum Missögn í Lögbergi Heimskringlu Tilvitnanir í erlend fordæmi eiga því aðeins rétt á sér, að rétt sé með farið og gerð sé grein fyrir hvort aðstæður eru sambærilegar eða ekki. Sum fræðsla um mál okkar erlendis er og ærið hæpin. í Lögbergi- Heimskringlu var fyrir skemmstu birtur fyrirlestur eftir ungan ís- lenzkan lækni, sem virðist hafa dvalið um skeið í Bandaríkjun- um. Fyrirlesturinn var að ýmsu leyti athyglisverður. Þar birtist gagnrýni, sem að sumu er rétt- mæt, þó að hún ætti öllu frem- ur erindi við íslendinga sjálfa en frændur okkar í VesturheimL En látum það vera. Slíkt er ætíð matsatriði. En hæpinn fróðleik- ur er það, að ástandið sé nú hlutfallslega litlu betra hér á landi en þegar forfeður vestur- faranna yfirgáfu landið fyrir 75— 100 árum. Víst er hér mörgu ábótavant, en ekki tjáir að loka augunum fyrir því, að lífskjör al- mennings hér eru nú líkari lífs- kjörum annarra þjóða en var fyr- ir þrem aldárfjórðungum. Verra er samt, að hinn un^i fyrirles- ari segir frá því, að Islendingar njóti styrks frá Bandaríkjunum. Þessi fullyrðing hvílir á alger- um misskilningi. Nú eru liðin allmörg ár frá því að Bandaríkja menn vei‘/u okkar slíka aðstoð. Útgjöld þeirra vegna varna lands ins verða ekki í þessu sambandi talinn styrkur við okkur þegar af því, að Bandaríkjamenn inna þau af hendi vegna síns eigin ör- yggis. Við samþykkjum varn- irnar raunar vegna þess, að þær eru okkur sjálfum einnig nauð- synlegar. Hér er sem sé um beggja hag og nauðsyn að ræða. „Lýðræði og leik- araskapur66 Vafalaust hefur hinn ungi lækn ir sagt frá þessari styrkveitingu Bandaríkjamanna í góðri trú. — Menn misskilja aðstæður, átta sig ekki á misskilningnum og halda áfram að breiða hann út í beztu vitund. Þannig fer t.d. fyrir Alþýðublaðinu sl. fimmtu- dag undir framangreindri fyrir- sögn, þar sem rætt var um Landsfund Sjálfstæðisflokksins og er Tíminn ekki lengi að taka upp ranghermið. Þar segir m.a.: „Svo virðist, sem engar sér- stakar reglur gildi um kjör full- trúa, heldur megi hver sem tel- ur sig til ílokksins, mæta á landsfund. Bezt sem flestir og helzt með konur sínar. Síðan eru teknar stórar myndir af miklum mannfjölda, sem á að sýna styrk flokksins og veldi. Allt þinghald ið er sett á svið með auglýsinga- gildið eitt fyrir augum, en tíma og vinnumöguleikum þannig hátt að, að borin von er að mál geti verið rædd svo, að hægt sé aS skiptast á skoðunum og skýra mismunandi viðhorf og kynna að stæður í hinum ýmsu landshlut- um. Allar eða nær allar álykt- anir eru fyrirfram samdar og ráðið, hver mál skuli koma til álytka." Öll hvílir þessi frásögn á mis- skilningi. Áður fyrri mátti segja, að nokkuð væri á reiki um full- trúaval, en nú um alllangt ára- bíl hafa um þetta gilt alveg fast- ar reglur. Á þingsetningarfund er raunar boðið gestum og etn- stök gestakort látin í té á hina almennu umræðufundi. En á lokafundinn, þar sem kosin er miðstjórn og ályktanir gerðar, mega eingöngu koma kosnir full- trúar. Gilda um kjör þeirra strangar reglur, miðaðar við fjölda í íélögum, kjósendafjölda í kjördæmum o.s.frv. Svipuðu máli gegnir um það, sem blaðið segir um samþykktir Landsfund- arins. Allt hvílir það i mis- skilningi, eins og nánar er gerð grein fyrir í Staksteinum nú í laugardagsblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.