Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 15. Jönl 1965 Húsmæður athugið Hreinsum teppi og húsgögn. Fljót og vönduð vinna. TEPPAHR AÐHK EIN SUNIN sími 38072. íbúð tll leigu Skemmtileg og vönduð risíbúð, þrjú herbergi, eld- hús og bað til leigu strax fyrir einhleyp reglusöm hjón. Tilboð merkt: „Góður staður —6914“ . Kristinn Guðnason hf. Laugavegi 168. Klappiarstíg 27. Sími 12314 - 21965. RúðugSer Fyrirliggjandi 4 mm rúðugler. Daníel Ólafsson & Co. hf. Vonarstræti 4 — Sími 24150. Ný sending BARNAPEYSUR Glæsilegt úrval. R. Ó. búðin Skaftahlíð 28 — Sími 34925. SVARTAHAFSSTRENDUR KAUPMANNAHÖFN Sendnar baðstrendur og 20 gr. hiti. Sérstök bamaverð. •fc Ferðamannagengi. Möguleiki á framleng- ingu í Kaupmannahöín K x og Hamborg fyrir V kr. 3.950,00. r Ferðalög til Istanbul — Búka rest og Rússlanös. Brottför 8. og 22. júlí; — 5. og 19. ágúst. 15 dagar kr. 12.285,00. — AUt innifalið. rr l&l io6 Fyrir örfáum árum var Rúmenía lokað land og gjör- samlega óþekkt af erlendum ferðamönnum. Þetta hefur gjörbreytzt og í dag hafa Rúmenar manna mestan á- huga á að auka ferðamanna- ítrauminn til lands síns. Þetta er þeim auðvelt verk, þar sem náttúra landsins er fjöl- breytt og fögur, en loftslagið einkar hentugt og stöðugt. Rúmenía teygir sig allt frá lendnum ströndum Svartahafs ins yfir sléttur Dónárdeltunn ar allt til Karpatafjallanna, Þ®r sem náttúran er svo ó- snortin af mannahönduiji, að slíkt finnst ekki annars stað að í Evrópu. Ströndin við Mamaia er fjögurra km löng og talin ein sú bezta í álfunni. Ströndin er smásendin og grunn langt til hafsins. Loft- hitinn er venjulega um 30 gráður, sjávaihitinn um 25, en seltan minni en í Mið- jarðarhafinu Rigning er fá- tið um þetta leyti árs. Hótelin á Mamaia liggja við •tröndina sjálfa og er því hægt að ganga á baðfötum frá gististað í sjóinn. Hvert hótel hefur eigin matsal, bari og sundlaugar, en útikvik- myndahús, minjagripaverzlan ir og næturklúbbar eru í næsta nágrenni. í flestum hótelunum er dansað hvert kvöld. L&L hefur sérstakan, íslenzk an fararstjóra staðsettan í Mamaia, sem tekur á móti hverjum hóp í Rúmeníu og annast hann meðan á dvölinni þar stendur. 8. júlí: Farþegar mæti við afgreiðslu Loftleiða á Reykja víkurflugvelli kl. 12,00 og er þeim þá þegar ekið til Kefla víkur. Leiguflugvél okkar flýgur þaðan kl. 13,30 og lendir í Malmö í Svíþjóð kl. 21,30. Þar er tekið á móti farþegum og þeim ekið til Plaza HoteL 9. júlí: Við borðum snemma morgunverð og ökum aftur á flugvöllinn. Flogið er kl. 6 áleiðis til Rúmeníu. Komið er við í Prag, en lent í Const- anza kl. 15,05. í Constanza er tekið á móti farþegum og ekið til baðstrandarinnar Mamaia. 10—21. júlí: Þessa daga er drvalizt í Rúmeníu og farið í ferðir þaðan svo sem segir hér á eftir: 22. júlí: Strax eftir morgun verð er ekið frá Mamaia til Constanza og flogið þaðan á sama hátt til Malmö um Prag. í Malmö er höfð stutt við- staða en litlu síðar stigið upp í eina af hinum stóru flug- vélum Loftleiða, sem flytur okkur til íslands. Lent £ Keflavík kl. 19,00 og farþeg- um þá ekið til Reykjavíkur. Verð ferðarinnar Eins og greinir að framan er verð ferðarinnar kr. 12.285,00. — Innifalið í verðinu er eftirtalið: Öll ferðalög svo sem segir að framan. Er þar átt við all- ar flugferðir svo og flutn inga milli flugvalla og gististaða. Gistingar eru og allar innifaldar. í Rúmeníu er gist að Hotel Ovidiu ,sem er 1. flokks. Er reiknað með 2ja manna herbergjum, en óski menn eftir eins manns herbergi, kostar það aukalega kr. 860,00. Allar máltíðir eru innifaldar svo og farar- stjórn og söluskattur. — Ekki innifalið er: Drykkir með mat, ferðatryggingar eða önnur persónuleg út- gjöld svo sem flugvallax- skattar. FERÐAMÖGULEIKAR í RÚMENÍU Constanza. Það er t.d. ágæt tilbreyting að skreppa til Constanza, sem er örskammt frá baðströnd- inni — og er stærsta hafnar- borg landsins. Constanza var stofnuð af Grikkjum fyrir 2700 árum síðan og hét þá Tomi. Þar má t.d. sjá merkt fiskasafn, sem geymir allar fiskategundir Svartahafsins og Dónár, m.a. stærðar styrju, sem með vissu millibili gefur af sér 20—30 kg. af dýrmæt- um kavíar. Einnig er í borg- inni merkt forngripasafn með gripum frá grískum og róm- önskum tímum. Óperan í Constanza sýnir hvert kvöld m.a. ballettsýn- ingar og óperettur, sem hver maður getur notið, en miða- verð er ótrúlega lágt. Líflegt götulíf er í Constanza og margt um skemmtistaði Þeir sem vilja kynnast landsmönn- um sjálfum og þeirra eigin tónlist gætu heimsótt CRAM ER-kjallarann, þar sem hvert kvöld er stemmning og allir tala við alla. Istanbul Hér er um þriggja daga ferð að ræða. Farkosturinn, skipið „Trassilvania' er nýtt og glæsilegt. Flestir munu vilja nota slíkt tækifæri til að sjá Istanbul eina merkustu borg Austurlanda. 1. dagur: Ekið er frá hótel- inu í Mamaia til hafnarinnar í Constanza og siglt þaðan kl. 18,00. Kvöldverður er um borð og dansað eftir matinn. 2. dagur: Komið til Istan- bul snemma imm morguninn. Fyrir hádegið er farið í kynn isferð með fararstjóra. Há- degisverður er um borð, en eftir hádegið er tíminn til frjálsrar ráðstöfunar. Eftir kvöldverð geta menn tekið þátt í „næturferð“ um borg- ina, ef vilL Skipið siglir frá Istanbul seint um nóttina. 3. dagur: Komið til Const- anza um eftirmiðdaginn. Verð ferðarinnar er frá kr. 1300,00 eftir því á hvaða farrými skipsins menn kjósa að ferðast. Rússland. Einnig má nota tækifærið og taka þátt í dagsferð til Rúss- lands. Er um að ræða heim- sókn til eins stærsta hafnar- bæjar Rússa við Svartahaf, Odessa. Flogið er frá Constanza og lent eftir hálfan annan tíma í Odessa. Þá er þegar farið í kynnisferðir um borgina. Hádegisverð borðum við á einum albezta veitingastað borgarinnar. Eftir hádegið er tími þátttakenda frjáls til eigin ráðstöfunar. Verð ferðarinnar er kr. 1300,00. Panta verður far með minnst einnar viku fyrirvara, þar sem fararstjórinn þarf að útvega hverjum þátttakenda vegabréfsáritun fyrir ferðina. Búkarest. Ferð til höfuðborgarinnar tek ur heilan dag. Flogið er að morgni frá Constanza og tek- ur flugið 40 mínútur. Eftir komuna er farið kynnisferð í bíl um borgina. 3úkarest er stórborg með mörgum skemmtigörðum, vötnum og breiðstrætum. Við sjáum m.a. Metropolitankirkjuna, þing- bygginguna og merkt útisafn, jþar sem gömlum byggingum hvarvetna frá landinu hefur verið komið fyrir. Þá borðum við hádegisverð á veitinga- stað í Banesa-skóginum. Eftir rádegi er öllum frjálst að eyða tíma sínum að eigin vild, en aftur er safnast sam- an og borðaður kvöldverður á Hótel Lido og síðan flogið til baka til Constanza. Ferðin kostar kr. 700,00. Dónárdeltan Þetta hérað er heimur fyrir sig, paradis ósnortinnar nátt- úru. Sifhafið, sem vegna gróskunnar er líkt við frum- skóga Amazon í Suður-Ame- ríku, nær yfir 4000 ferkm. svæði og eru heimkynni sjald gæfra fugla. Ferðin hefst með bíl frá Mamaia til hafnarbæjarins Tulcea, en þaðan er siglt með sérstökum fljótabáti uþp ána. Síðar er skipt um farartæki og farið með smábátum. Um kvöldið er komið til baka til fljótaskipsins, þar sem við borðum kvöldverð og gistum. Seinni daginn er farið til baka til Mamia. Ferðin kost ar kr. 700,00. Ath.: Mögulegt er að lengja ferðina um eina viku Er þá fafið bæði til Kaupmannahafnar og Hamborgar. Vegabréfsáritun: Áritun er nauðsynleg til Rúmeníu og annast L&L þessi formsatriði, farþegum að kostnaðarlausu Barnaverð: Eins og getið er að framan, gilda sér- stök verð um börn innan 12 ára aldurs. Vinsam- lega leítið frekari upp- lýsingar á skrifstofu okkar. Gjaldeyrisívilnanir ■ Rúm- eníu: Ferðamenn, sem koma til Rúmeníu, er bent á að skipta ferða- gjaldeyri sínum í landinu sjálfu Rúmenski bank- inn greiðir erlendum ferðamönnum tvöfalt verðgildi hins erlenda gjaldeyris. Þessu til við- bótar fá farþegar okkar 20% afslátt í mörgum verzlunum. Framlenging — 7 dagar. Kaupmannahöfn — Hamborg Þó að ferðin til Rúmeníu sé vissulega dásamleg, munu margir kjósa að bæta við nokkrum dögum í Kaup- mannahöfn og Ilamborg. FERÐAÁÆTLUN 22.—24. júlí: í stað þess að bíða eftir farkostinum heim til íslands tökum við ferjuna frá Malmö til Kaupmanna- hafnar. Er komið þar um miðjan eftirmiðdaginn og ekið til Hotel Carlton. Þar búum við nú næstu þrjár nætur .Meðan dvalizt er i Kaupmannahöfn mun fulltrúi okkar þar, Geir Aðils, ann- ast farþegana og bjóða þeim ferðir bæði um borgina og út á Sjáland. Ferðir þessar eru ávallt skemmtilegar og ódýr- ar. Ferðin um sjálfa Kaup- mannahöfn undir handleiðslu Geirs kostar t.d. kr. 90,00, og heildagsferðin um Sjáland kr. 270,00. 25.—27. júlí: Eftir hádegis- verðinn er ekið til járnbraut arstöðvarinnar og faxið með hraðlest til Hamborgar. Farið er fyrst suður Sjáland en síð ar með ferju frá Rödbyhavn til Puttgarten í ÞýzkalandL Síðar er farið um Lúbeck og komið til Hamborgar. Þar bú- um við á hóteli miðsvæðis i nánd við járnbrautarstöðina. Borgin sjálf er að mörgu merk og víða falleg t.d. við Alster „Tjörn“ þeirra Ham- borgarmanna. Ekki megum við svo gleyma St. Pauli, skemmtanahverfinu, sem Hamborg er ef til vill fræg- ust fyrir. 28. júlí: Þennan dag eftir morgunverð yfirgefum við Hamborg og förum frá járn brautarstöðinni áleiðis tif Travemúnde. Þar tökum við enn ferju til Trelleborg í Sví þjóð. Áfram er haldið og kom ið til Malmö skömmu síðar. Enn gistum við að Plaza Hotel. 29. júlí: Enn er eftir allt að því heill dagur og í þetta sinn í Malmö. Er nú tilvalið að verzla með síðustu smá- aurana, en um kl. 15,00 er ekið til flugvallarins og farið þaðan með einni hinna nýju flugvéla Loftleiða kl. 16,00 og lent í Keflavík kl. 19,00. Far þegum er að síðustu ekið til Reykjavíkur. VERÐ Sem segir að framan kost þessi viðbót við aðalferð- ina kr. 3,950,00. Innifalið er: Ferðalög öll svo og all- ar gistingar. Morgunverð- ur er innifalinn en ekki aðrar máltíðir. Fararstjórn og söluskattur. Ef óskað er eftir eins manns herbergi greiðast aukalega kr. 360,- LÖND OG LEIÐIR Aðalstrœfi 8 - Símar 20800-20760

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.