Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 3
jJíiftvikudagur ff. Jfttí 1965 MORGUNBLABÍÐ I»EGAR við komum í Nauthólsvík um miðaftans bil einn góðviðrisdag fyrir skömmu, var þar margt um manninn. Svo er raun- ar ætíð, þegar sólin skín: þá leitar ungviðið þangað til þess að skvampa í sjón- um og ærslast, hinir eldri til þess að njóta solarinn- ar á kyrrlátum stað. I>að var ekki laust við að ungfrúrnar færu hjá sér, þeg- ar Sveinn skaut allt í einu upp kollinum með myndavél- ina, — hinar yngri þyrptust hins vegar i kring um hann og báðu hann um að taka xnynd af sér. Einn ungur „Þarna voru þrír ungir herramcnn, og það var talsverður bus lugangur í kring um þú Um sumardag í Nauthólsvík —Af hverju eruð þið nú að stríða stelpunum kölluð- um við til þeirra. — f>að er bara svo gaman, segja þeir, og nú hleypur þeim kapp í kinn, þegar þeir sjá að Sveinn er farinn að munda myndavélina. — Þeir byrjuðu, segir sú minnsta í hópnum, en verður að leggja á flótta, því að n/ú beinast gusumar að henni. ☆ iiaiwí Kristinu fannst sjórinn of kaldur til þess að synda í. maður bauðst meira að segja til þess að hoppa út af bry.ggj unni í öllum fötum, ef Sveinn vildi taka mynd af atburðin- um. En ljósmyndarinn okkar haf* ekki áhuga á slíku. Hann sá, að krakkar voru að leika sér í fjöruborðinu og þangað skunduðum við. Þama vom þrír ungir herra menn, og það var talsverður buslugangur í kring um þá. >að hafði sýnilega kastast í kekki milli þeirra og kven- þjóðarinnar. Þær litlu voru samt staðráðnar í þvi að láta ekki einhverja strákapjakka komast upp með eitthvert múður, svo að gusurnar gengu á báða bóga. — Þeir eru kannski svona skotnir í ykkur segjum við. Ne-hei, segir sú litla aft- ur — og nú eru syndaselirnir á sama málL — Þeir voru að henda í okk ur plastpokum, se.gir Kristín Júlíusdóttir, 11 ára hnáta. — Já, segir sú stutta, — þessi þarna í bláu buxunum byrjaði. Þessi litli þarna! „Þessi litli“ fór allur hjá sér og tók á rás langt út í sjó. —Kunniði að synda, krakk- ar? — Já, já, segja allir í kór. — Er ekki gaman að synda í sjónum? — Nei, við syndum ekkert hérna segir Kristín. Það er svo kalt núna. Við vöðum bara. Nú fengu strákamir málið: — Þær þora bara ekki að synda. — En þorið þið þá að synda? spyrjum við. — Ja-há. Við erum alltaf að 'því ., .. — Nema þegar þið glettist við stelpurnar. Þær eru nú dálítið laglegar, finnst ykkur ekki? Þessari athugasemd var aldrei svarað. Áður en fiskur hafði dregið andann voru strákarnir komnir langt út í sjó. Þeir sögðust ætla að synda pínulítið. Nú voru dömurnar famar að stinga saman nefjum. — Stelpur, við skulum gusa dálítið á þá, þegar þeir koma ☆ Þær komu til þess að njóta sólarinnar á kyrrlátum stað. STAKSTEINAR Mikið unnið í fræðslumálum 1 forystugrein Alþbl. í gær er fjallað um fræðslumálin og starf ríkisstjórnarinnar á þvi sviði. Þar segir m.a.: „1 tið núverandi ríkisstjómar hefur vel verið á þessum málum haldið, og margt er nú að gerast í islenzkum fræðslumálum, þótt stjórnarandstæðingar í málefna- þröng freistist stundum til aS láta að því liggja að ekki sé nægi lega vel að þessum málum unnið. Á döfinni eru nú margvíslegar framkvæmdir og nægir í því sam bandi að nefna fátt eitt: Stækka á heimavfst Mennta- skólans að Laugarvatni í áföng- um um helming, þannig að skói inn getur eftir þá stækkun rúm- að helmingi fleiri nemendur en áður. Næsta haust verða þar í fyrsta skipti 50 nemendur i fyrsta bekk. Ákveðið hefur verið að stofna þrjá nýja menntaskóla. Einn i Reykjavík, einn á Austurlandi og einn á Vesturlandi. Sérstök nefnd starfar nú aS endurskoðun námsefnis mennta- skólanna og því að samræma það kröfum tímanna. Lýkur hún vænt anlega störfum áður en langt um líður. Gerð hefur verið áætlun nm eflingu Háskóla Islands. Þar verður námsgreinum fjölgað, fjöl breytni aukin og bætt við nýjum prófessorsembættum. Stofnaður hefur verið í Reykja vík Tækniskóli til að fullnægja þörfum þjóðfélagsins fyrir tækni menntað fólk. Á síðasta Alþingi var lagt fram frumvarp um gjörbreyting- ar á iðnfræðslu í landinu, sem gerir ráð fyrir að iðnnámið verði að nokkru leyti fært inn í verk,- stæðisskóla." Vaxandi kröfur um menntun þegnanna .Og Alþbl. heldur áfram: „Marigt fleira mætti telja, sem verið er að vinna að um þessar mundir, en framangreint nægir til að sýna, að í þessum efnum er verið að gera stöðugar umbæt- ur, fjölga skólum, stækka skól.a og endurskoða námsefni. Það þjóðfélag, sem við lif- um í nú á dögum, er tækniþjóð- félag, þar sem miklar og vaxandi kröfur eru gerðar um menntun þegnanna. Á þessu atriði ríkir skilningur hjá valdhöfum. Það er auðvitað langt frá því, að islenzka skólakerfið sé galla- laust, engri þjóð hefur tekizt að skapa slíkt kerfi. Hins vegar meg- um við allvel við una meðan jafn ötullega er að þessum málum unnið og nú er gert.“ Skoðun úngu kynslóðarinnar Það er vissulega rétt hjá AlþbL að vel er nú unnið að fræðslu- málunum o- eins og bent var á í forystugrein Mbl. í gær hefur verið farið inn á alveg nýjar brautir í þessum efnum, með rannsókn þeirri og áætlanagerð, sem Efnahagsstofnunin hefur með höndum. Ásakanir stjórnar- andstæðinga um sofandahátt rík- isstjómarinnar á sviði fræðslu- mála eru því algjörlega úr lausu lofti gripnar og hafa við engin rök að styðjast. Auk þeirra at- hugana og rannsókna á mennta- málunum, sem nú fara fram, má minna á að skv. ábendingu Bjarna Benediktssonar vinnur Rannsóknarstofnun ungra Sjálf- stæðismanna að sjálfstæðum rannsóknum á þessu sviði og er það vel til fallið að fá fram sjónarmið ungu kynslóðarinnar í þessum efnum, þeirrar kyn- slóðar, sem á mest í húfu að vel takist til í menntamálunum. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.