Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 10
MORCUNBLAÐIÐ 10 ' MiðvHardagur 16. júní 1965 • Þegar viljinn er með Það hlýtur að teljast aðdá- unarverður dugnaður hjá einni stúlknanna í hópnum, Birnu Þórisdóttur, að skömmu íyrir upplestrarleyfið ól hún tví- bura, en það kom þó á engan hátt í veg fyrir það að hún stæðist stúdentsprófið og hlyti góða einkunn. Unnusti Birnu er Einar Bollason, kunnur körfuknattleiksmaður. Hann heldur upp á tveggja ára stúd- entsafmæli um þessar mundir, að því er hann sagði okkur brosandi, er við röbbuðum stundarkorn við hann og Birnu. Við spurðum Birnu, hvernig henni hefði gengið í prófun- um. — Vonum framar, sagði hún. Annars telst það varla til tíðinda nú orðið, þótt stúlk- ur komi af spítalanum í upp- lestrarleyfið! Ég fékk mjög góða hjálp tengdamóður minnar tilvonandi, Hjördísar Einarsdóttur, í upplestrarleyf- inu, og þegar viljinn er með, gengur allt að óskum. — í hvaða deild varst þú? — Ég var í máladeild, — 6. bekk A. Það var stúlkna- bekkur. — En hefirðu kosið að vera í blönduðum bekk? — Nei, það held ég varla. — Ætlarðu að halda áfram námi í haust? — Ég get ekki tekið ákvörð- un um það að svo stöddu. Auðvitað vildi ég helzt geta gert það. • Camlar syndir Inspector scholae í Mennta- skólanum í vetur var Markús Örn Antonsson. Við hittum Markús sem snöggvast að máli og spurðum fyrst, hvern- ig gengið hefði í prófunum. Þá brosti hann og sagði: — Gamlar syndir hafa kom ið manni í koll, og þar á ég við efnafræðina. Ég vildi því gerast íöðurlegur á þessari Framhald á bls. 23 Geirlaug Magnúsdóttir — hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu i latínu og ensku. ÞAÐ var glaðvær hópur ný sleginna stúdenta frá Menntaskólanum í Reykja- vík, sem gekk út í sólskin- ið í gær að lokinni skóla- slitaathöfn í Háskólabíói. Hinu langþráða takmarki var loksins náð, sem þó er hjá flestum aðeins áfangi á menntabrautinni. Foreldr- ar og aðstandendur biðu þeirra í anddyri samkomu- hússins og fögnuðu þeim með sýnilegu stolti, eins og vera ber — en síðan var gengið fylktu liði með hvíta kolla og rós í barmi í góða veðrinu niður í Hljómskála garð, þar sem tekin var mynd af öllum hópnum. eins og sagt er á skólamáli, þ. e. piltar og stúlkur saman í bekk. — Já, mikil ósköp, sagði hún, þegar við fórum nánar út í þá sálma. Við höfðum alveg úrvals karlmenn, dýr- indis skemmtilega. í lok skóla — Mundirðu vilja skilgreina það nánar? — Það eru verðlaun fyrir íslenzka ritgerð. — Og um hvað fjallaði verð launaritgerðin? — Um Fjölni og Fjölnis- menn. — Óekki, þetta er allt jafn leiðinlegt, blessaður vertu. — Misjafnlega þó, ekki satt? — Að visu, en enskan geng- ur alla vega bezt inn í mig. — Hvað fékkstu svo í ensku? — Eina litla 9.6. — Hvernig féll þér að lesa Það var stúlka, sem krækti í flestar verðlaunabækurnar að þessu sinni, Borghildur Ein arsdóttir, dóttir Kristínar Jóns dóttur og Einars Braga, rit- höfundar. Borghildur hlaut hæstu einkunn á stúdentspróf- inu, 9.41. Það var álitlegur stafli bóka, sem hún kom með undir hendinni, enda kom fað- ir hennar henni brátt til að- stoðar. Það urðu sannarlega fagnaðarfundir og margir urðu til þess að óska henni til ham- ingju. Bróðir Borghildar, Jón Arnarr, 15 ára gamall, leit til systur sinnar hálfgerðum öf- undaraugum, en vildi ekki gefa mikið út á það, hvort, hann ætlaði að spjara sig í skólanum eins og hún, — „iss, þetta er algert vasaljós, mað- ur“, sagði hann og leit til syst- ur sinnar, en það var greini- legt stolt í augnaráðinu. Borghildur var í máladeild, nánar tiltekið 6. bekk C, .n það var „blandaður bekkur“, Að lokinni skólaslitaathöfn í Háskólabíói. Borghildur Einarsdóttir, sem hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, með foreldrum sínum, Einari Braga, rithöfundi, og Kristínu Jónsdóttur. (Mynd- irnar tók ljósmyndari Mbi., Sveinn Þormóðsson). ársins voru þrír eftir. Hinir flúðu allir! — Þú ert aldeilis með stafla af bókum! Fyrir hvað fékkstu öll þessi verðlaun? — Æ, hvernig á ég að muna þetta allt saman, — það var víst þýzka, franska, latína, enska. . það voru víst 10 verðlaun, þegar allt hefur ver- ið reiknað saman. — Um hvaða verðlaun þyk- ir þér nú vænzt? — Gullpennann. Hún eignaðist tvíbura skömmu fyrir upplestraleyfið, en í próf- unum gekk allt að óskum. Hún heitir Birna Þórisdóttir og er hér með unnusta sínum, Einari Bollasyni. — Og eftirlætisnámsgreinin þá væntanlega íslenzka? — Mikið rétt. — En svo hélztu heljarmikla ræðu á latínu. Varstu ekki kvíðin fyrir því? — Nei, þetta var smá ræðu- stúfur. Annars er ekki gott að tjá sig á latínu, þegar kunn- áttan er af skornum skammti og maður hefur aðeins öríá orðasambönd á reiðum hönd- um . . — Hvaða einkunn fékkstu i latínu? — 9.6. — Þykir þér gaman að róm- önskum málum? — Mjög svo. Ég býst við að ég skreppi til Frakklands í haust. Mig langar til að læra eitthvað í frönsku. Svona í gamni! Annars hef ég mikinn áhuga á ísölsku. Einhvern tim- an seinna ætla ég að skreppa til Ítalíu og stúdera ítölsku. — En hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur í sumar? — Ég ætla að starfa sem flugfreyja. Hjá Flugfélagi ís- lands vel að merkja. — Hefurðu kannski sótt flugfreyjunámskeið í vetur? — Já, í átta vikur — með skólanum. * Island insula est Og svo hittum við ungan mann, sem situr á bekk í Hljómskálagarðinum og glugg ar í verðlaunabók, sem hann hefur hlotið. Þessi ungi maður heitir Þráinn Bertelsson. Hann segist hafa lesið utanskóla síð- ari hluta vetrar, og hlotið mjög góða fyrstu einkunn á stúdentsprófinu. — En fyrir hvað hlauztu þessa bók, Þráinn? Fyrir sókn og stundvísi? — Nei, öðru nær. Ég fékk hana fyrir það, hvað ég er góð ur enskumaður. — Þetta er mjög hógvært svar. Þú hefur sem sagt tekið mestu ástfóstri við ensku? utanskóla, Þráinn? — Það er allt annað og miklu betra. Þá les maður í einni skorpu og heldur sig við námið. Annars er maður allt- af að koma ólesinn í skólann. — Hvaða bekkur þykir þér erfiðastur? — Tvímælalaust 3. bekkur, þ. e. fyrsti bekkurinn í skól- anum. Síðan léttist róðurinn bekk eftir bekk. 6. bekkur er auðveldastur. — Ástæðan gæti verið sú, að menn slappa af eftir lands- prófið? — Mjög sennileg skýring. Annars er þetta allt annað líf í Menntaskólanum. Það er farið öðru vísi í hlutina. Áð- ur en þú veizt af fsérðu árs- einkunn í höfuðið — og svo er allt morandi í skyndiprófum. — Saknarðu skólans? — Tæplega. Hins vegar sakna ég ýmissa persóna, sem ég hef umgengist þessi ár, bæði úr kennaraliði og einnig úr hópi nemenda. — Varstu í blönduðum bekk meðan þú varst í skólan um? — Já. — Telurðu ,það heillavæn- legra? — Já, það er mun betra. Það er almennt viðurkennt, að návist kvenpeningsins hafi góð áhrif. Þarf nokkuð að rökstyðja það? — Stúlkur geta líka haft truflandi áhrif, eða hvað finnst þér? — Jú, það er einmitt það ágæta við það. Laukrétt. —■ Finnst þér gaman að latínu? — Mitt helzta tómstunda- gaman er að þvælast um í myrkviðum latneskrar beyg- ingarfræði. — Þú gerist háfleygur, Þrá- inn. Segðu þá að lokum kveðju orð á latínu. — Island insula est. Það þýðir: ísland er eyja. • Algert vasaljós

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.