Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 16
16 MOHGUNBLAÐID Miðviku'dagur 16. júní 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Rits t j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SAMNINGAMÁLIN OG AÐGERÐIRNAR Á AUSTURLANDI Johnson hefur gerbreytt utanríkisstefnunni LYNDON B. JOHNSON, Bandaríkjaforseti, hefur markað nýja stefnu í utanrík ismálum lands síns. Þjóðin hefur varpað af sér hömlum og ótta. Hún situr ekki leng- ur auðum höndum og lætur ergjast af sigrum kommúnista á sviði stjórnmála og vísinda, heldur hefur hún gripið til aðgerða samkvæmt stefnu for setans. Bandaríkin hafa lengi ráðið yfir gífurlegu afli. En það hef ur verið tilvera þess, ekki beit ing, sem hefur haft áhrif á heimsmálin. Því hefur mátt líkja við kóng á taflborði, sem er ómissandi en lítið notaður. Aðrar þjóðir, t.d. Egyptar, ísraelsmenn, Indverjar og Indónesar, hafa beitt vopnum. en mikiivægasti eiginleiki her afla Bandaríkjanna var óhagg anleiki hans. Aðeins hótun um beitingu hans skaut öllum heiminum skelk í bringu, en tilvera hans stuðlaði að varð veizlu friðarins. Á þennan hátt notaði Kennedy, fyrrv. Bandaríkjaforseti, herveldi þjóðar sinnar. Honum tókst að fá Rússa til að flytja eld- flaugar sínar frá Kúbu án þess að hreyfa einn einasta hermann. Möguleikar á stór- átökum og afleiðingum þeirra voru vegnir og metnir, það var í samræmi við valdajafn vægi áranna eftir heimsstyrj öldina síðari, og stórveldun- um tókst að forða heiminum frá styrjöld. Þessi hnitmið- aða yfirvegun samrýmist ekki fullkomlega stefnu Johnsons. Hann beitir afli Bandaríkj- anna hratt og kröftuglega, en sagan ein getur dæmt um hvort hann beitir því kæru- leysislega. Sjálfur segir for- setinn :„Við ætlum ekki að sitja hér í ruggustólum með hendur í skauti“. Þessi óbeina Eftir Patrick 0‘Donovan vitnun til eftirlætissætis Kennedys forseta, var ekki ætluð sem móðgun, en hún bendir á breytinguna, sem orð . ið hefur á stefnu Bandaríkj- anna. Það cr Ijóst hvað Johnson ætlast fyrir í Víetnam. Eins og flestir, sem fylgzt hafa með gangi mála í Indókína, er hann þeirrar skoðunar, að stjórnin í Saigon sé að tapa styrjöldinni. Hann er sann- færður um, að ófarir stjórnar hersins stafi af árásum og und irróðursstarfsemi erlendra að ila og hyggst breyta valdahlut fallinu í landinu þannig að unnt verði að hefja samninga viðræður við skæruliða Víet Kong. Hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna í Víetnam segja sína sögu. Þær hófust með því að þeir sendu hernaðarráðu- nauta til að leiðbeina stjórnar hernum í S-Víetnam. (Nú eru rðáunautarnir nægilega marg ir til að mynda þrjár og hálfa herdeild). Síðan hófust árás- ir á N-Víetnam. Johnson hef- ur horft óþolinmóður á þær misheppnast, og gert sér grein fyrir að þær nægðu ekki. — Fleiri hermenn hafa því ver- ið sendir til Víetnam. Eru þeir nú 46.500, og við DaNang hafa þeir byggt herstöð, sem á að vera ósigrandi. Styrjöld- in færist óðum í aukana og Bandaríkjamenn eru eins og flæktir í hana og þeir voru í Kóreu, þótt þeir séu ekki reiðubúnir að viðurkenna það. Hvað Dóminíkanska lýð- veldinu viðkemur, var forset- inn sannfærður um, að þar stæði hann andspænis yfir- vofandi valdatöku kommún- ista og greip til Monroe-kenn ingarinnar, sem var samin meðan Bandaríkin voru van- máttug og byggðu öryggi sitt á hinum konunglega brezka flota. Samkvæmt kenning- unni á engum erlendum að- ila að líðast yfirgangur í Ame ríku. Forsetinn sendi því 21.800 hermenn til hin dómin íska hluta eyjarinnar Hispan ola, og ætlar að tryggja. Bandaríkjunum vinfengi þjóð arinnar í framtíðinni. Stefna forsetans mótast af hugrekki og festu, og gefur að því leyti i engu eftir stefnu Kínverja. Forsetanum er mjög illa við, að stefna hans sé mis skilin og á hálfum mánuði kom hann 12 sinnum fram op inberlega til að reyna að skýra hana. Þessi stefna er ekki vænleg til vinsældaöflunar, hún er sterk en óbrotin eins og mað urinn, sem mótar hana. Hann þekkir vald Bandarikjanna og beitir því. Margir Banda- ríkjamenn hafa látið lífið vegna þessarar stefnu og fleiri slys hafa af henni hlot- izt. T.d. hfur sambúðin við Indland og Pakistan beðið mikinn hnekki, í Japan getur helzti efnahagssérfræðingur Bandaríkjanna ekki talað í há skólum án þess að verða fyrir aðkasti, og allt bendir til þess að 30 ára starf í S-Ameríku sé eyðiiagt. Þeir einu, sem virðast styðja stefnu Banda- ríkjanna eru ftalir og brezka stjórnin. En risinn mikli er kominn á kreik og hefur með því gert okkur ljósan raun- veruleika, sem við þekktum, en skildum ekki. (OBSERVER — öll réttindi áskilin). Bandarískir liermenn og þyrlur í Suður-Víetnam. Oamningum launþega og ^ vinnuveitenda miðar heldur hægt áfram þessa daga, stöðugt er þó ræðst við og engin ástæða til að ætla að upp úr samningum slitni, heldur miklu fremur að heil- brigð lausn verði fundin á þessum viðkvæmu málum í öllum landshlutum og samn- ingar náist svipað og á Norð- urlandi Orðið er þó Ijóst, að ákveð- in öfl róa að því öllum árum að reyna að spilla fyrir sam- komulagi, og ber kommún- istamálgagnið þess glögg merki, enda vilja Moskvu- kommúnistar umfram allt koma í veg fyrir að launþega- samtökin nái heilbrigðum samningum. En innan verka- lýðshreyfingarinnar gera nú æ fleiri sér ljóst, að kjara- bætur fást ekki, ef knúðar eru fram kauphækkanir, sem kippa grundvelli undan heil- brigðri efnahagsþróun, held- ur eiriungis með markvissri -baráttu fyrir því að bæta hag launamanna jafnt og þétt ár frá ári. í því efni geta engar stökkbreytingar komið að haldi. Nokkuð er ástandið í samn- ingamálunum óljóst á Aust- urlandi. Meðal samninga- nefndarmanna að austan, sem þátt tóku í viðræðunum í höf uðborginni, ríkti ekki að öllu leyti sú ábyrgðartilfinning, sem forustumenn, sem mikið vald er fengið í hendur, verða að tileinka sér. En þegar aðrir menn höfðu náð heil- brigðum samningum hefði mátt ætla, að þeir, sem ekki unnu að þeirri lausn — eins og þeir þó hefðu átt að gera — hefðu reynt að beita áhrif- um sínum eftir á, til þess að þeirra félagar fengju notið þess öryggis og vinnufriðar, sem slíkir samningar buðu upp á. t>að er vissulega í hæsta máta einkennilegt, ef leiðtog- ar verkalýðsfélaga ætla að hafá forustu um það að brjóta niður vinnulöggjöfina, þá lög gjöf sem mest og bezt hefur tryggt hagsmuni verkalýðs- ins. Það getur ekki verið hag- ur launþega, að uppreisnar- ástand skapist í launa- og kjaramálum. Tiltektirnar á Austurlandi, þar sem sums staðar er hótað að sniðganga vinnulöggjöfina og auglýsa kauptaxta, geta þess vegna ekki verið verkalýðnum í hag. Auk þess er fyllsta ástæða til að ætla að slíkar tiltektir væru beinlínis lög- brot, enda hafa dómar fallið í svipuðum málum. Allir velviljaðir menn hljóta að vona og treysta að samningatilraunir haldi á- fram og bægt verði frá áhrif- um annarlegra afla, en samn- ingar gerðir sem tryggi vinnu frið og velmegun næsta árið. Og ekki ættu launþegar á Austurlandi sízt að láta sig það miklu varða, því að hörmulegt væri, ef atvinnulíf stöðvaðist í þeim byggðarlög- um austanlands, sem á síð- ustu árum hafa gjörbreytt um svip vegna góðra aflabragða og mikillar atvinnu. Á þeim stöðum má atvinnulífið alls ekki stöðvast á hávertíðinni, og þess vegna verður að hindra barnalegar tiltektir, sem til þess gætu leitt FLUGV ALLARMÁL SUÐVESTUR- LANDS Um langt árabil hafa farið fram umræður, bæði á opinberum vettvangi og í hópi sérfræðinga um flug- málefni, um það, hvort byggja ætti nýjan flugvöll Suðvestanlands, sem annað gæti millilandaflugi, eða hvort fyrst og fremst ætti að notast við Keflavíkurflug- völl, sem millilandavöll, og þá ef til vill að einhverju leyti einnig Reykjavíkurflug- völl, sem fyrst og fremst yrði þó innanlandsvöllur. Forustumenn Flugfélags fs- iands telja, að ákvörðun í þessu efni hindri nú að þeir geti ráðið endanlega við sig hvaða flugvélategund keypt verði, þegar Flugfélagið end- urnýjar millilandaflugflota sinn, sem nú er á næsta leiti. Sérfræðingar hafa gert ýt- arlegar áætlanir og athugan- ir, bæði á flugvallarstæði á Álftanesi, og eins kostnaði við að endurbæta Reykjavíkur- flugvöll. Þá hefur verið reynt að athuga kostnaðarauka flug félaganna við það að hafa starfrækslu sína ýmist á Keflavíkurflugvelli eða Reykjavíkurflugvelli, enþrátt fyrir þessar víðtæku athug- anir hefur enn ekki verið tek- in ákvörðun í þessu þýðing- arrnikla máli. Nú hefur flugmálaráðherra, Ingólfur Jónsson, skipað nefnd í þessu máli, sem gera á fjármálalegar og tæknileg- ar athuganir á flugvallarmál- um Suðvestanlands. Gert er ráð fyrir að þessi nefnd hraði störfum sínum, og þeg- ar álit hennar líggur fyrir, verður tekin endanleg ákvörð un í þessu málL Hér skal ekki lagður á það dómur, hvað heppilegast sé að geras en álit þessarar nefnd ar mun væntanlega verða rætt ítarlega, þegar það ligg- ur fyrir. I þessu efni er þó eitt alveg Ijóst, þ.e.a.s. að ekki má Iengi dragast úr þessu að taka ákvörðun; það versta er að marka ekki stefnuna, því að meðan við svo búið stend- ur, geta flugfélögin ek]ki tek- ið ákvarðanir um frambúðar- starfsemi sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.