Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADID Miðviku'dagur 16. júní 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Þegar ég var ung stúlka, elskan mín, sagði frúin, komst ég í alveg þetta sama. Hann var nú vitanlega ekki skáld, en ég þóttist vera. afskaplega ástfang- in af honum. En það gekk ekki, og að lokum giftist ég honum pabba þínum, sem var talið vera ágætis gjaíorð, því að í þá daga var hann varla farinn að eyða eignunum sínum, og . . . Hún þagnaði, því að henni varð það ljóst, að svona endurminningar voru ekki heppilegar, eins og á stóð. — En í stuttu máli sagt, verðurðu að gera þér það ljóst, að fólk af okkar tagi giftist ekki sér til eintómrar ánægju. — Hugsaðu þér bara, hve ham ingjusöm hún systir þín er, sagði frúin í hughreystandi tón. — Ég veit ekki neitt ánægju- legra en að sjá hana heima hjá sér með barnið, og svo hann Jam es svona nærgætinn og liðlegur, og allt eins og maður gæti bezt óskað. Ég fullyrði, að ekkert ást arhjónaband hefði getað orðið betra, og er ég þó ekki að gefa í skyn, að honum James þyki ekki vænt um hana. — Ég vona, mamma, að ég sé ekki nein slæm dóttir, en held- ur vildi ég dauð liggja en vera gift honum James, sagði Cecilía og rétti úr sér. — Hann er allur í þessum dýraveiðum, og þegar þau hafa ekki samkvæmi heima hjá sér, liggur hann bara afturá bak og hrýtur. Frúin gat ekkert Svar fundið við þessari athugasemd í nokkr ar mínútur. Cecilía snýtti sér og bætti við: — Og Charlbury er ennþá eldri en James! — Já, en við vitum ekki til þess að hann hrjóti, sagði frúin. — Yfirleitt getum við verið hér um bil vissar um, að hann geri það ekki, því að öll framkoma hans er sérlega prúðmannleg. — Manni, sem fær hettusótt er til alls trúandi, sagði Cecilía. Ekki fannst frúnni neitt ósan- gjarnt við þessa athugasemd, og heldur ekki var hún neitt hissa á því, að þetta órómantíska til- tæki hans hefði vakið nokkra ó- beit hjá dóttur hennar. Sjálf hafði hún orðið fyrir vonbrigð- um af þessu, af því að hún hélt hann vera skynsaman mann, sem færi ekki að leggjast í barna- sjúkdóma, einmitt þegar verst stæði á. Hún átti ekkert svar við þessu og lét því málið kyrrt liggja. Fjögur af fjölskyldunni settust við heljarstóra borðið í borðsaln um þetta kvöld, því að aldrei þessu vant þóknaðist lávarðin- um að borða heima hjá sér í þetta sinn. Hann var sá eini, sem var alls rólegur, því að lund arfar hans gerði honum það fært að láta eins og ekkert væri þótt aðrir væru eitthvað óánægðir. Og eins virtist hann ekki taka sér það nærri að vera matþegi sonar síns. Honum var meinilla við öll óþægindi, og leyfði sér þessvegna aldrei að hugsa um það, sem óþægilegt var. Þar eð Charles hélt áfram að sýna hon um sömu sonarlegu virðingu og áður, virtist hann alveg gleyma því, að stjórntaumarnir voru komnir alfarið í hendur sonar- ins, og ef það kom fyrir, að þessi sonarlega virðing varð eitthvað þunn, var hann fljótur að jafna sig eftir það, og gleyma þvi Hann bar enga óvild til sonar- ins, enda þótt honum fyndist hann vera hálfgerður leiðinda- pési, og þar sem hann þurfti ekki að koma nærri neinni stjórn á heimilinu, kunni hann hlutskipti sínu hreint ekki svo bölvanlega. Þetta ósamkomulag sem varla hefði getað farið fram hjá hon- um, því að áskorun konu hans að beita föðurvaldi sínu gegn Cecil íu hafði rekið hann til Newmark et hálfum mánuði áður. En nú lét hann sem hann sæi hvorki ygli- brúnina á syni sínum né rauðar hvarma dótturinnar, heldur virt ist hann bara hafa ánægju af að borða einu sinni heima hjá sér. Hann sagði: — Þú getur sagt kokkunum þínum, frú Ombers- ley, að mér líki vel framreiðslan á þessari önd. Ég fæ hana ekki betri hjá White! Síðan sneri hann sér að síðustu kjaftasögu fina fólksins og spurði síðan, hvern- ig börnin hans hefðu varið deg inum. — Ef þú átt við mig, pabbi, sagði Cecilía, — þá hef ég varið honum eins og öðrum dögum. Farið í búðir með mömmu, geng it í Hyde Park með systrum mín um og ungfrú Adderbury, og æft mig svolítið á hljóðfæri. Hann gaf ekki til kynna með raddhreimnum, að honum þætti sérlega varið í þessar skemmtan ir, en sagði samt: — Ágætt! og sneri sér því næst að konu sinni. Hún sagði honum af heimsókn bróður síns og beiðni hans um, að hún tæki Soffíu að sér, og lá varðurinn sagði allt í lagi og lét í ljós ánægju yfir, að Cecilía konu. Charles, sem fyrtist svo af skyldi fá svo skemmtilega lags- þessu góðmannlega kæruleysi, var að því kominn að draga taum systur sinnar og lét þess getið, ftð það væri nú ekki alveg víst að frænkan væri neitt sérlega töfr- andi. En Ombersley lávarður sagðist ekki vera í neinum vafa um það, og bætti því við, að nú yrðu þau að leggja sig öll fram um að gera henni dvölina sem á- nægjulegasta. Síðan spurði hann Charles, hvort hann ætlaði á kappreiðarnar á morgun. Charl es, sem vissi, að þessar kappreið ar voru haldnar undir vernd her togans af York og að þátttakend ur mundu verða dögum saman í Oaklands og spila vist upp á sterl ingspunds bit, varð enn skugga legri á svipinn og sagðist ætla til Ombersley Park í nokkra daga. — Já, ég man það núna, sagði faðir hans glaðlega. — Þá get urðu gengið frá sölunni á lands spildunni. Ég var alveg búinn að gleyma henni. — Já, það skal ég gera, sagði hr. Rivenhall, kurteisleg. Síðan leit hann yfir borðið til systur sinnar og sagði: — Viltu koma með mér Cecilía? Ég skal gjarna taka þig með ef þú vilt! Hún hikaði. Þeitta kynni að vera olíuvi'óairgreinin, sem rét't var fraim til sátta, en svo gæti það Hkia eirus vel verið* bragð til að stía herund frá hr. Fawnhope. En voniin um, að fjarvera bróð- ur síns frá heimilinu gæti ef til viH orðið tækifæiri. til að hitta ástmamn sinn, reið baggamun- iinn. Hún yppti öxlum og sagði: — Nei, ég held ekki, þakfea þéir fyrir. Ég veit ekki, hvað ég gæti af mér getnt í sveitinni á þessum tíma árs. — Þú getur íarfð út að ríða með mér, sagði Charles. — Ég vil heldur faira út að ríða í sikemmtigarðinium. Ef þú þarfnast félagsskaipar, geturðu tekið krafckana með þér; ein- hver þeirna gerir þér þennan gneiða með ánægju. — Eins og þú vitt, svaraði hann kœiruleysi'slega. Þegar kvöldverðinum var lok íð, fór lávarðurinn út frá fjöl- skyldunni. Oharles, sem ætlaði út um kvöddið, fór með móður sinni og systkinum inn í setu- stofuna, og fór að ræðia heim- sókn Soffíu við móður sína, með an Cecilía lék letilega á slag- hörpuna. Móður sinni til mikill ar huggunar, samþykkti hann að halda að minnsta kosti eitt smá samkvæmi vegna Soffíu, en hann réð henni eindregið frá því að takast þá Skuldlbindingu á bendur að útvega henni hæfan eiginmann. — Ég fæ ekki Skilið, hvers- vegna frændi minn befur ekk- ert gert í málinu sjálfur, og stúlkan orðín tvítug — eða er það ekki? — en fær svo allt í einu þá flugu að fara að fela það þér á hendur. — Já, það er óneitanlega skríti'ð, en líklega hefur hann ekki áttað sig á því, hve fljótt tíminn flýgur frá okkur. Tvítug! Hjálpi miéæ vei, stúlkan er næst- um farin að pipra! Ég verð að segja, að bainn Hotrace hefur ver ið þarna ótrúlega hirðudaus! Og varla getur þðtta 'verið sérlega erfitt, því að stúlkan hlýtur að eiga mikinn arf í vændum. Jafn- vel þótt hún væri óiaigleg, sem mér getiuir þó ekki dottið í hug, að hún geti verið, því að þú verður að játa, að Horace ec sé legur maðiur og hún Maæienne sáluga var bráðfalleg, enda þó ég hugsi nú varla, að þú munir mikið eftir henni . . . jæja, jafn- vel þó hún væri ólagleg, ætti það að vera auðveit að útvega henni gott gjaforð. — Það er það sjálfsagt, en mér finnst nú samt, að þú ættir að láta frænda minn um aliar fram kvætmdir þar að lútandi. í þessiu biH kom hápurinn úr kennslustofunni, inn, undir stjórn ungfrú Adderbury, sem v-ar lítil, músgrá kvenpersóna, upphaflega ráðin til að gæta af- kvæma hjónanna þegar Charles og Maria höfðu verið talin nægi iegia stór til að sleppa úr hönd- um bamfóstrumnar. Ungfrú Adderbury hafði ver- ið þarna í tuftugu ár, en var samt jafn íeimin við húsbænd- urna og fyrsta daginn. Nú hafði hún ekki nema þrjáæ telpur um að sjá, því að Theodór, yngsti sonurinn var farimn til Eton. Sei ina, sviphvöss stúlka, sextán ára, settist á hljóðfærastólinn hjá systur sinni, en Gertnude, sem var tólf ára og virtist ætla að keppa urn fegurðarverðl'aunin við Cecilíu og Annabel, tíu ára og holdug, köstuðu sér yfir bróð ur sinn, og létu hávært í Ijós á- nægju sína yfir að sjá hann, og mimmtu hann á, að ha'nn hefði lof að spilia lotterí við þær, næst þegar öll væru heima. Frúin sat og var að bugsa um, hve indælt það gæti orðið, ef Charles, sem var svo vinsæll hjá litlu telpunum, vildi vera eins góður við þau systkini sín, sem voru nær honum a'ð aldri. Það 'hafði orðið hræðilegt uppistand síðastliðin jól, þegaæ skuldir Hubeirts frá Oxford kornu í dags ljósið. Spilaborðið hafði þegar verið sett upp og Amnabel var farin að telja fram skelplötu-spilapening ana á græna klæðið. Cecilía beiddist þesis að mega vena laus við að spila, og Selina, sem hefði gjianmam viljað vera með, en fór jafnan að • dæmi systur siinnar, sagði að sér leiddist alltaf lotterí spil. Oharles lét sem hamm heyrði þetta ekki, en beygði sig og hvíslaði einhverju í eyra Cecilíu. Fiúin heydði nú ekki, hvað hann sagði, en sá hinsvegar, að Ceci- lía roðnaði upp í hársrætur, og stóð síðan upp og sagðist skyldu spila við hin stundarkom. Sel- ina lét því einnig undan og ekki leið á löngu áður en þær voru orðna jafn báværar og yngri börmim, og gáfu tiil kymna, að önn ur væri búin áð gleyma fullorð- insaldri. sínum en hin særðum tilfinningum sínum. Ungfrú Adderbury hafði þeg ar heyrt hjá frúnni um væmtam- lega heimsókn Soffíu, og var æist í að ræða það mál við frúna. Hún gat a.lveg tekið urndir það með frúnni, að það væri sorglegt fyrir stúfku að missa móður sírua á fimm ára aldrinum, og sam- þykkja fyrirætlanir hemmar um að gera Soffíu dvölina hjá þeim sem ámœgjuilegasta, og alveg þæt'tist hún viss um, að þetta væri iindælasta stúlfca. — Ég vissi ailtaf, að ég gait reiltt mig á yður, uingfrú Adder- bury, sagði frúin. — Og það er svei mér mildl huggun! Ekki hafði ungfrú Adderbury neina hugmynd um, hvað það var, sem hin gat reitt sig á hana uim, og það var líka eins gott, því að frúin hafði sjálf enga hug mynd um það, en hafði aðeins saigt þetta í kurteisis skyni. Og ungfrúin vonaði bara einlæg- lega, að frúin fengi aldrei að vita, að hún hafði verið að ala höggorm við brjóst sér, er hún lét undan þrá'ðbeiðni dóttur henmar og lofaði Cecilíu að drag ast aftur úr með hr. Fawmhope, þegar þær voru úti að gamga i skemmtigarðinum. Borgarnes Umboðsmaður Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannsson, Borgarbraut 19. — Blaðið er í Iausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Benzínsölu Esso við Borgar- braut. Búðardalur Utsölumaður MBL. í Búð- ardai er Kristjana Ágústsdótt- ir. Blaðið er líka selt i Benz- ínafgreiðslu B.P. við Yestur- landsveg. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Aiuk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins. JAMES BOND * * * Eftir IAN FLEMING James Bond, starfsmaður leyni- hverju hið nýja verkefni hans er — Hver er þessi fallega stúlka? þjónustunnar, kynnir sér rækilega í fólgif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.