Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 30
30 MORGU N BLÁDIt) Miðviku'dagur 16. juní 1965 j mf|íj fi ffff I ái Ríkharður tryggði sigur Akraness með 3 mörkum Skagamenn bjorguðu fimm sinnum á markltnu á 11. stund ÞAÐ vax aldursforseti liðanna sem maettust í fyrrakvöld í I. deildarkeppninni, hin gamla kempa Rikharður Jónsson, sem stóð fyrir „hat trick“ eða þrem- ur mörkum og tryggði þannig sína gamla, góða liði, fyrsta sig urinn í íslandsmótinu í ár — og mótherjamir voru þó engir aðr- ir en kempur Vesturbæjarins, KR-ingar. Öll mörk Akurnesinga voru vel skoruð og tvö falleg mjög. Hins vegar gefa úrslitin enn einu sinni ekki skýra mynd af gangi leiksins, því það lið sem 5 sinnum fær bjargað á mark- línu, eftir að markvörður er úr leik, getur ekki talizt annað en heppið að fara með sigur af hólmi í baráttu sem lýkur 3—2. En afrek Ríkharðs minnkar ekki við það — og ofan á bætist að' hann varði á linunni í eitt af hinum fimm skiptum er knöttur inn stefndi í mark Akraness. ic Forysta Skagamanna. Leikiurimn bauð oft upp á skemimtil'eig auginablik t.d. mörk in ödil og þegar allt vöirtist í rúst við Akranesmark i ð en bjargað var á sáðustu stund. En í beild séð var 'harun fiátæklegur og með 'þeim lélegustu í 1. deildarkeppn inmi. Ríkharður skoraði 1. mark Akraness á 5. mín. Hainm setlaði Skúla a'd skona, en fékk sendi/ngu tál ba'kia og sendi hörkuskot mieð jöirðu er hafnaðd í bláhorni KR- marksiiros niðri. Lengsti knatt- spyrnuleikur heimsins „LENGSTI knattspyrnuleikur heimsins" verður leikinn í Sví þjóð nk. föstudag. Leikurinn hefst kl. 9 árdegis og leikslok verða kl. 23 á föstudagskvöld. 250 knattspyrnulið í Gaútaborg og nágrenni taka þátt í leiknum, sem er liður í mikilli hátíð fólks ins í Gautaborg og nágrenni. ' Margir þekktir menn verða liðsmenn í knattspyrnuleiknum um stundarsakir hver og m.a. má nefna hiífefaleikagarpinn Ingo Johannsson og hlaupatrann fræga Dan Waern. Aukokeppni í 800 m hluupi í HÁLFLEIK KR og Akraness á mánudaginn fór fram keppni í 800 m hlaupi og er það skemmti leg tilbreytni og ætti meira að gera af slíku til gagns fyrir báð ar íþróttagreinarnar. Sigurvegari varð Halldór Guð björnsson KR 1.55,9, sem er hans langbezti tími á vegalengdinni. 2. Agnar Levý KR á 1.56,4, 3. Þórarinn Arnórsson ÍR 2.02,3, 4. Þórður G’.iðmundsson 2.03,9 og 5. Kristleifur Guðbjörnsson KR 2.05,5. Var mikil keppni milli þeirra Halldórs og Agnars en Halldór reyndist sterkari á lokasprettin um og átti ágætt hlaup. Bjargaði á linu. S'íðain tók að liggja á Skaigamönin um oig báðir bakveirðimir Bo.gi og Helgi Ha.nnesson fengu bjar.g- að á marklímu á síðustu situmdu og eimnig fókik Theodér iinmiherji K3R gott feeri sem hamn var of seimn að oýta og ótail færi fékk hamm sfðar, en var ekki á skot- skónuim þemnam dag. Gumnar Felixson jafnaði fyrir KR á 36. min. Lék hrat/t upp bægna megin, framhjá Helga Hammessyni og skoraði úr mjög þröngu færi en örugglega þó. Rétt fyrir hlé fékk Helgi bak- vörður enn bjangað á línu eftir gott upphlaup KR og sýndist þó möngum að hendi væri framin. Eftir stundarfjórðumigs.íedk í síð. hálfleik bjargiaði HeLgi enm á línuimni eftir þungia sókn KR eftir homnspyrnu og þetta emdur- tók Ríkharður um miðbik hálf- leiksims — bjargaði á marklínu skoti Theodórs. ic Baráttan harðnar. Skaigamemn ná'ðu aftur forskoti á 18. mín háilfleiksins. Eyleifur skapaði þáð rnark en þurfti þó aðtstoð til og hana veiitti Ríkharð ur. Lék Eyileifur upp hægii kant og gaf vel fyrir og Ríkharður sá um að ýta knettinuim inm og voru þó 3 KR-ingar til varnar, — en sending Eyleifs góð. Afltur j'afnaði Gurnnar Felixson á 30. mín og var hans nónast endurtekning á fyirra marki hans, sikorað úr þrömgu færi en HeLgi ekki með. if Fallegasta markið. Sigurmiarkíð var fállegasta imiairk leiksins, skorað 2 mín fyr- ir leikslok. Sótt var upp vinstri kaintt og .giefið vel fyrir. Þar fylgdi Ríkiharður sókinimni vel efltir, var óvaldaður gaf sér góðan tíma og sko.raði með glæsilegiu skoti, ó- verjamdi. ic Liðin. Lið KR var vægast sagit sund- uirllauist og lél'égt þennan diag. Eimi maður framilimunnar sem kom vel frá leikmuim var Gunnar Felixsson, Theodór fékk mörg færi en færi en misitóksit herfi- Handknattleiks- heimsókn frá Akureyri Handknattleiksdeild Vals fékk um helgina heimsókn meis'tara- flokks kvenna og 2. fl. kvenna frá íþróttabandalagi Akureyrar. Á laugardaginn var keppt í íþróttahúsi Vals og urðu úrslit þessi: 2. fl. kvenna ÍBA — Valur 2:6 Mfl. kvenna ÍBA — Valur B 3:3 Mfl. kvenna ÍBA — Valur A 6:9 Mfl. kvenna ÍBA — Breiðablik/ Stjarnan 10:9. Á sunnudag var keppt á gras- velli í Kópavogi og urðu úrslit þá þessi: 2 fl. kvenna ÍBA — Valur 2:6 Mfl. kvenna ÍBA — Breiðabiik/ Stjarnan 9:4. lega og Baldvin miðherji mótti sín edmskis í viðureign vi'ö Krist- in Gummilauigsson miðvörð. Eilert og Sveimn náðu heldur ekki töku má mdðjuimni o.g völdr uðu heldiur ekki mógu vel, svo rúmt varð urn sóknairmenm Akra ness I sikymdiu'pphiauipum. Þor- geir miðvörður átiti og sleemam diag og sdnn laka.sta leik um laing- an tíma. Nýr mairkvörður er kom inn er Heimir sdaisaðist viirðist liötækiur vel. Eyleifur vamn bezt í Akranes- liðinu og skaraði fram úr í góð- um leik og dugnaði. Ríkha'rður er skipulegigjari liðsins em vafa- sarnt að honum tækist jafn vel upp t.d. í ilandsliði og þar.na með piltum er hann hefur að meira eða minna leyti mótað í leik. En þa'ð sýnir fátækt kn'aibts'pyrmu Á myndinni sést Gunnar Fel. (í hvarfi við stöngina) skora ann- að mark KR. Ríkharður og Helgi Dan. reynia að hindra að knott- urinn fari í netið, en það tókst ekki. oklkar em emginm skákar homum emnþá í skothæfni og góðum stað setnimguim. Sérstaka aithygli vöktu tveir ungir memn, h. útherji Matt'hias og h. framvörðurinn, báðir snögg ir piltar með góða knattmeðferð og gott auiga fyrir leik. — A.St. Frá aðalfundi IR: iR-ingar fögnuðu mörgum sigrum - en félagslíf dauft Gunnar Sigurðsson varaslökkvi- liðsstjóri kjörinn formaður AÐALFUNDUR fR var haldinn 25. maí s.l. Formaður félagsins Reynir Siigurðsson setti fund- inn, en síðan fór fram kosning starfsmanna fundarins. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri var kjörinn fundarstjóri. Reynir Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og bar hún með sér, að hagur félagsins er góður, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Allmikil dreyfð er aftur á móti yfir félagslífi, það er ákaflega erfitt að fá fólk á fundi, en þeir eru að sjálfsögðu nauðsynlagir í öllum félögum. Þórir Lárusson gjaldkeri 1R gerði grein fyrir reikningum og þeir voru samþykktir einróma. Frjálsíþróttamenn ÍR stóðu í stórræðum á síðasta ári, þeir tóku m.a. á móti sænskum íþrótta flokki og frjálsíþróttafólk ÍR fór utan. Bæði heimsókn Svíanna og utanförin tókust með ágæt- um. Frjálsíþróttafólk ÍR setti alls fimm íslandsmet á síðasta ári og eitt var jafnað, einnig voru sett allmörg unglingamet. í unglinga- keppni Frjálsíþróttasambands íslands hlaut ÍR fleiri sigurveg- ara en önnur félög og þess má geta, að ÍR á nú sterkasta frjáls- íþróttaflokk kvenna hérlendis, Formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR er Þorgrímur Einarsson. Körfuknattleiksmenn ÍR stóðu sig mjög vel í fyrra, urðu bæði íslands og Reykjavíkurmeistarar í 6. sinn í röð. Kvennaflokkur 1R var og Reykjavíkurmeistari. Á báðum mótunum hlaut félagið fleiri sigurvegara, en önnur félög samanlagt. fR tók þátt í Evrópu- bikarkeppni körfuknattleiksmeist ara og komst fyrst íslenzkra fé- laga í aðra umferð í slíkri keppni. Mikill áhugi er ríkjandi í Körfuknattleiksdeildinni, sér- staklega er starfið í yngri flokk- unum með mikilli prýði. For- maður Körfuknattleiksdeildar er Guðmundur Þorsteinsson. Snjóleysi hamlar mjög allri starfsemi skíðamanna, en starf Skíðadeildar ÍR er nú sem áður með miklum ágætum. Skíðafólki félagsins hefur verið sköpuð mjög góð aðstaða í Hamragili og þar er ávallt múgur og marg- menni, þegar snjór er nægur. Á skíðamótum stóðu ÍR-ingar sig vel og hlutu marga Reykjavíkur- meistara. Formaður Skíðadeild- ar er Sigurjón Þórðarson. Sundfólk ÍR var mjög sigur- sælt í fyrra eins og undanfarin ár. Félagið hlaut fleiri íslands- og Reykjavíkurmeistara í sundi en nokkurt annað félag og ís- landsmet settu ÍR-ingar í tuga- tali. Formaður Sunddeildar er Guðmundur Gíslason. Handknattleiksdeild ÍR varð fyrir því áfalli í fyrra, að meist- araflokkur féll niður í 2. deild. Síðan yfirgáfu bræðurnir Gylfi og Gunnlaugur Hjálmarssynir flokkinn og verið er að móta nýtt lið yngri leikmanna. Yngri flokk ar ÍR eru í mikilli framför. For- maður Handknattleiksdeildar er Birgir Magnússon. Mikil deyfð hefur verið yfir fimleikum í ÍR undanfarin ár og á síðasta starfsári var einigöngu um frúaleikfimi að ræða hjá Fimleikadeildinni. 1 fyrra var olympíuár og af fjórum íslendingum, sem kepptu í Tokíó voru þrír íR-ingar, þau Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Gíslason og Jón Þ. Ólafsson.' Samþykkt var tillaga á aðal- fundinum, þar sem skorað er á stjórn félagsins að vinna að því, að ÍR verði úthlutað svæði fyrir starfsemi sína í síðasta lagi fyrir aðalfund félagsins 1966. Það er von allra íR-inga, að fram- kvæmdir við athafnasvæði fé- lagsins verði helzt hafnar fyrir 60 ára afmælið 11. marz 1967. Gunnar Sigurðsson. Lögð voru fram drög að nýjum lqgum fyrir félagið og. þau ræd4 nokkuð. Samþykkt var að kjósa sérstaka Laganefnd, sem á að endurskoða lögin. Síðan verða þau lögð fyrir framhaldsaðal- fundi. Fráfarandi formaður, Reynir Sigurðsson baðst eindregið und* an endurkosningu, en formaður ÍR fyrir næsta starfsár var ein- róma kjörinn Sigurður Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri Reykjavíkur. Með honum í stjóm voru kjörnir Inigi Þór Stefáns- son, Gunnar Petersen, Þórir Lárusson og Gestur Sigurgeirs- son. Varastjórn skipa Örn Harð* arson og Höskuldur Goði Karls- son. Endurskoðendur félagsin* eru Finnibjöm Þorvaldsson og Guðmundur Gíslason. (Frá ÍRI,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.