Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 32
Long stærsta og íjölbreyttasta blað landsins 133. tbl. — Miðvikudagur 16. júní 1965 Hélmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað 50 ár við Menntaskólann ' > Viðfal við ECristin Armannsson, rekfor alltaf verið hér í gamla skóla- húsmu, þó víð höfum nú feng ið „kálf“ sem er stéerri en gamli skólinn. Við höfum nú loks fengið því áorkað að hér í gamla húsinu verði áfram skóli en nýir skólar reistir til viðbótar, þvi gamli skólinn er að sjálfsögðu löngu orðinn of lítilL — í>ó skólinn hafi ávallt verið í sama húsinu, hefur margt auðvitað breytzt á svo Framhald á bls. 31 KRISTINN Ármannsson, rektor, sagði í gær, á 50 ára stúdentsafmæli sínu, upp Menntaskólanum í Reykjavík í síðasta sinn, en hann er nú að hætta störfum. Af þessu til elni ræddum við örstutta stund við Kristin. — Ég er búinn að vera í þessum skóla og við þennan skóla síðan 1009, að átta árum frátöldum, meðan ég var við framhaldsnám erlendis, sagði rektor. Ég settist í skólann 1909 og varð stúdent 1915. Þá fór ég til Danmerkur og var þar við nóm og sem starfs maður á íslenzku stjórnar- skrifstofunni 1917-18. Eftir að ég lauk kandidatsprófi, þá tók ég við kennarastöðu hér. Við rektorsstarfinu tók ég svo 1956 og var skipaður í það 1957. Sem sagt 50 ár hér í gamla Menntaskólahúsinu. Eitthvað hefur nú fjölgað í skólanum á þessum tíma? — Já, þegar ég innritaðist voru 103 nemendur í 6 bekkj- um. Þegar ég varð rektor voru nemendur orðnir 450, og nú 930, sem er of mikið fyr- ir einn skóla. Við teljum hæfilegt að fjöldi nemenda sé Kristinn Ármannsson rektor af hendir siðasta nemandanum, um 500. í>að er rétt, að ég hefi Emi Þorleifssyni stúdent skírteinið. Ljósm. Ól. K. M. Henrik Sv. Björnsson til Pnrísar UTANRÍKISRAÐDNEYTIÐ hef- nr ákveðið að skipa Henrik Sv. Björnsson, núverandi ambassa- dor í London, til þess að vera ambassador Islands i París. Mun hann taka við þessu starfi á næstunni. Henrik Sv. Björnsson er sonur hjónanna frú Georgiu og Sveins Björnssonar, forseta íslands. Hann er fæddur í Reykjavík ár- ið 1914, lauk stúdentsprófi vorið 1933 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1939. Síðan hefur hann verið skipaður í fjölmörg em- bætti, t.d. var hann forsetaritari 1952 til 1956 og ráðuneytiseLjóri í utanríkisráðuneytinu 1956 til 1961, er hann var skipaður am- Þrjár nýjar bækur frá AB: Land og lýðveldi — fyrra bincfi ritverks eftir dr. Bjarna Benediktsson ALMGNNA bókafélagið sendir frá sér þessa dagana þrjár nýjar bækur. Eru það mánaðarbækurn- ar fyrir marz og apríl og að auki fyrsta bók kvenhöfundar. Land og lýðveldi eftir dr. Bjarna Benediktsson, forsætisráð herra, er marzbókin. Er þetta fyrra bindi en hið síðara kemur í haust. Land og lýðveldi er í megin- dráttum samtímalýsing þeirra við burða, sem hæst ber í sögu ís- lands á síðustu áratugum, spegl- ar viðhorf þjóðarinnar í sókn og sigrum, en einnig átökin að baki atburðanna. Hér fylgjast lesend- urnir stig af stigi með barátt- unni fyrir endurreisn hins ís- lenzka lýðveldis, gerast vitni þess, hvernig þjóðin sækir með festu og þrautseigju rétt sinn í bendur stórveldum, og síðast en ekki sízt, hvernig henni tekst að tryggja sjálfstæði sitt og vinna málstað sínum helgi á alþjóðleg- um vettvangi. í fyrra bindi rits- ins, sem hér birtist, er einkum íjallað um þá þætti þjóðmálabar- áttunnar, sem að öðrum þræði vita út á við. Þar eru m.a. rakin ýmis sagnfræðileg rök sjálfstæðis baráttunnar. í síðara bindinu, sem út kemur í haust, er að meg- inhluta rætt um önnur þau mál, sem nánar vita að efnahagslegri og menningarlegri sérstöðu ís- lendinga, og ennfremur er þar að finna ritgerðir og minningar- þætti um nokkra af helztu af- burðamönnum þessa tímabils. Bókina hefur Hörður Einars- son búið til prentunar. Hún er 288 bls.j prentuð í- Víkingsprenti en bókband hefur Sveinabók- bandið annazt. Aprílbókin er hin fræga bók Klakahöllin eítir Norðmanninn •barnanna af miklum næmleik og innsæli. „Isslottet" (Klakahöllin) er nafn bókarinnar á frummálinu, en svo nefna Norðmenn fossa sína, þegar þeir eru í klakabönd- um. Kemur þessi klakahöll mjög við sögu í bókinni. Tarjei Vesaas er fæddur árið 1897 á Vestri Þelamörk, einmitt þar sem sögusvið þessarar bókar er. Fyrsta bók hans kom út árið Framhald á bls. 2. bassador fslands í London. Kvæntur er Henrik Gróu Torf- bildi Jónsdóttur og eiga þau hjón 3 börn Engir sátta- fundir SATTAFUNDINUM með vinnu- veitendum og fulltrúum verka- lýðsfélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði í fyrrakvöld lauk kl. 12:30 án nokkurs árangurs. Fund ur var halömn í gærdag til vrð- ræðna milli fulltrúa Sjómannafé lags Reykjavíkur og fulltrúa Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands Sam- vinnufélaganna. Lögðu fulltrúar Sjómannafélagsins fram kjara kröfur sínar og kanna vinnuveit- endur þær nú. Engir frekari samninga né viðræðufundir hafa verið boðaðir. Henrik Sv. Björnsson. i * \ Afengisútsölur i lokaðar í dag AFENGISVERZLUN ríkisins bárust í gær þau fyrirmæli 1 frá fjármálaráðherra að allar útsölur ÁTVR skuii vera lok- aðar í dag. Munu ráðstafanir þessar gerðar til að minnka ölvun á þjóðhátiðardaginn á morgun. Guiuspiengingar í hvei við Öskju Jóihannes Sigfinnsson, bóndi á Grímsstöðum í Mývatnssveit, skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, að um síðastliðna helgi hefðu 10 skátar frá Akureyri farið inn að Öskju og m.a. mælt hitastigið Víti við Öskjuvatn. JReyndist hitinn í vatninu 60 stig. en í leirnum meðfram tjörninni yfir 80 stig. • Þó sáu skátarnir gufustrók leggja upp af hver sunnan við Öskjuvatn. Virtist AKRANESI, 15. júní. — Humar- bátúrinn Fiskaskagi landaði hér í dag 350 kg. af slitnum humari o,g 14 tonnum af fiski. Var það margbreytilegt fiskasafn, en það sakar ekki nú á tímum, þegar jafnvel tindabikkjan þykir orðin tiginna manna matur. — Oddur. þeim vera gufusprengingar I hvernum norðan vert í fjallinu. 4 laxar úr •> Laxá á Asum Veiði hófst 10 dögum fyrr en venjulega í Laxá á Ásum, eða hinn 5. júní. Laxá á Ásum hef- ur á undanförnum árum gefið tiltölulega flesta laxa af ísienzk- um ám miðað við stangafjöld- ann, sem leyfður er, en hann var hækkaður í ár úr 2 stöngum í 3. Enginn lax kom úr ánni fyrr en í gær, en þá veiddust 4 lax- ar og var sá stærsti þeirra 18. pund. Er það í stærra lagi í þeirri á. ItMmtlllilllHMIlMIIMIMIIHinHllimillllinMllllimiHIIHIMIIimiltllllllllllllllllllHHIIIII l•llllll•lll•lllll••l•ll■••ll•l•lll 11111111 lllllllllllllIlllll 111111111111111 llllIIIIlllll•ll•l•IIIA#•lllll#| | Dregið í Landshapp- I drættinu í kvöld Bjarni Benediktsson. Tarjei Vesaas. Þessi bók er eitt mesta meistaraverk þessa fremsta sagnaskálds Norðmanna í dag, enda hlaut hann bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1964 fyrir þessa bók. Hefur bókin kom ið út í fjöldamörgum löndum og hvarvetna þótt bókmenntavið- burður. Hannes Pétursson skáld, hefur íslenzkað bókina. Bókin fjallar um tvær iitlar vinkonur, ellefu ára gamlar, Siss og Unn. Önnur þeirra deyr í upphafi bókarinnar, en síðan fjallar skáldið um hughrifin, sem skapast af hinni undariegu vin- áttu þeirra. Er í bókinni litazt um í völunarhúsi einmannaleik- ans og fjailar Vesaas um sálarlíf í KVÖLD verður dregið í hinu stórglæsilega Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins, og þá verða einhverjir banda rískri Ford-bifreið ríkari, en þeir eru nú. Nauðsynlegt er nú fyrir þá, sem enn hafa ekki gert skil, að nota allra síðasta tækifærið, og hafa samband við skrifstofuna. — Hún verður opin til kl. 10 í kvöld, og ennfremur verða miðar seldir úr hinum glæsi- legu happdrættisbifreiðum við Útvegsbankann. Enn vantar nokkuð á, að félagar ’5 Sjálfstæðisfélögun- um og aðrir, sem fengið hafa heimsenda miða, geri full skil, og er því óskað eftir því að þeir geri það í dag, enda verður það um seinan eftir kvöidið. Þeim, sem ekki hafa fengið miða heim, er bent á að tryggja sér miða annað hvort í skrifstofunni, sími 17100, ell egar þá kaupa þá í happdrætt isbílunum í Austurstræti. •— Miðarnir kosta aðeins 100 kr. og veita möguleika á glæsileg um vinningi, auk þess sem menn leggja sinn skerf af mörkum til uppbyggingarstarf semi Sjálfstæðisflokksins í landinu. Það er kunnara, en frá þurfi að skýra, að starfsemi stærsta stjórnmólafiokks landsins kostar mikið íé. Eðlilegt hef ur verið taiið, að þess fjár sé aflað með frjálsum sam- skotum í formi happdrættis, og öðlast menn í senn tæki- færi til að styðja framfarabar áttu Sjálfstæðisflokksins og möguleiku á því • að hreppa glæsilegan happdrættisvinn- ing. Það er því mjög áríðandi fyrir starfsemi Sjálfstæðis- flokksins að skil verði sem bezt í Landshappdrættinu, og er því fólki bent á að nota nú siðasta tækifærið, og gera skiL Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. MIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIM IIMMIMIIIMIIIIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.