Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 2
r' J' MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagtrr 22. júní 1965 229 flöskur og 28200sígarettur fumiust í Skógafassi TOLLVERÐIR hafa fundið 229 íflöskur af áfengi og 28.209 siga- rettur í Skógafossi. Þebta magn ef áfengi og sígarettum fannst, £>egar skipið kom heim í sína fyrstu ferð. Leitáð var í .skipinu, er það lá JoirskjóUta- kippar í Beykjavík Laust fyrir kl. 3 á sunnu- dag fannst jarðskjálftakippur í Reykjavík og Hafnarfirði. Urðu ýmsir varir við jjennan kipp. Hlynur Sigtryggsson, veð- urstofustjóri, sagði að jarð- skjálftamælirinn í Reykjavík hefði mælt lítinn kipp á þess- um tínafa, ca 3 stig að styrk- leika. Hefð- —enn fundið hann h .nilegar í Hafnarfi kjálftakipp ur þessi ... . utt upptök sín í 40-50 km. fjaílægð frá Reykjavík, sennilega í nánd við Krýsuvík. Nóttina eftir mældust mjög veikir kippir, likiega frá sama stað. Vitni vantar Á SUNNUDAG kl. 4,40 var maður á leið Vesturlandsveg til Reykjavíkur í rauðum Skodabíl. Var hann staddur í dældinni við GrafarhoLt, þegar Volkswagen- bíll ók fram úr, gulur að lit og hrökk steinn undan hjólum í framrúðu Skodans um leið og hin fór fram úr. Er ökumaður eða önnur vitni beðið um að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. á ytri höfninni og fannst þá magn ið af þessu áfengi og síðarettum ar í klefum skipverja, í rúmbotn um, skápabotnum og víðar. Mor.g uninn eftir, um vaktasikiptin fund ust 4 kassar, þ.e. 48 flöskur aí áfengi, sem yerið var að bera í land. Mest af áfenginu var 75% vodka. Eftirlit er enn m.eð lestinni í skipinu. En tollurinn mun senda frá sér kæru. um smygl þetta. Stéttarsaoibands fundinum lokið SEINT á sunnudagskvöld lauk fundi Stéttarsambands bænda á Egilsstöðum og var stjómin end- urkjörin. Fundinn sóttu 47 full- trúar úr öllum sýslum. Fyrri hluta sunnudaígs vora nefndarstörf unnin og fundi síðan fram haldið kl. 15. Ýmsar álykt anir voru ger'öar, þar á meðal ályktun um bætur vegna kal- skemmda á Austuriandi, sem orð ið ba.fa miklar í haust, fari fram vísindaleg rannsókn á kal- skemmdunum og séð fyrir opin berum framlögum til að baeta þær strax í sumar og bæta upp fóðurrýmun af þeirra völdum. Fulltrúar frá borgarstjórn Reykjavíkur fóru fyrr í þess- um mánuði til Noregs í boði borgarstjórnar Osló. Blaðið fékk þessa mynd senda frá Noregi af nokkrum þátttak- andanna, er þeir heimsótti há Jo'nsoiessuferð Hvatar í>ær konur, sem ekki hafa þeg- ar tryggt sér miða í ferð Sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar í Þjórsárdal á fimmtudag, geta enn gert það í dag kl. 5 —7 í Sjálfstæðishúsinu niðri og hjá Maríu Maack, Ránargötu 30. Bát meS fímm mönnum hvolfír Það óhapp varð um kl. hálf eitt í fyrrinótt, að litlum vél- bát með 5 mönnum innanborðs hvolfdi suður í Kópavogi. Menn þessir voru að fara til að skoða „Stormsvöluna" og voru þeir slcammt frá landi, er óhappið varð. Orsökin til þess er talin vera sú, að þeir hafi verið of margir í bátnum. Einn þeirra synti í land, en hinum tókst að koma bátnum á réttan kjöl og svamla honum í land, enda þótt þeim tækist ekki að komast um borð í hann. Þegar að landi kom, aðstoðaði fólk á ströndinni þá síðasta spölinn með kænuna. Engum mannanna varð meint af volkinu. Stöðvun yfirvinnu mun brútt valda erfiðleikum YFIRVINNA verkamanna i Reykjavík hefur legið niðri frá og með sl. laugardegi. Trúnaðar- mannaráð Dagsbrúnar hefur á- kveðið, að einungis verði heimilt að vinna umsamda vaktavinnu auk dagvinnunnar þar til nýir samningar hafa verið gerðir eða annað verður ákveðið. Þá hafa verkamenn í Hafnarfirði ákveðið að vinan enga yfirvinnu um sinn frá 24. júní n.k. í tilefni af þessu sneri Morg- unblaðið sér í gær til nokkurra af. stærstu vinnuveitendum verkamanna og spurðist fyrir um, hver áhrif þessi stöðvun yf- irvinnu mundi hafa. Helgi Jónsson skrifstofustjóri borgarverkfræðings lét svo um mælt: „Þessi stöðvun yfirvinnu mun koma hart niður á ýmsum framkvæmdum á vegum Reykja- víkurborgar, ef hún verður til langframa. Einkum mun þetta bitna á þeim framkvæmdum, sem bundnar eru við árstíma, svo sem gatnagerð og málbikun, vinnu í skrúðgörðum borgarinn- ar og útboðsvinnu við hitaveitu- framkvæmdir, gaínagerð og lagn ingu skolpræsa. Þá mun þetta einnig leiða til þess, að stórvirk tæki eins og t.d. malbikunarstöð- in hafa ekki næg verkefni yfir þann árstíma, sem þau eru í notk un, og verða því ýmsar fram- kvæmdir raunverulega dýrari af þeim sökum. Reykjavíkurborg hefur átt við örðugleika að etja vegna skorts á verkamönnum þar til nú fyrir skömmu, að margir skólapiltar komu í vinnu. Þess vegna munu ýmsar framkvæmdir ganga sinn eðlilega gang þrátt fyrir stöðv- un yfirvinnunnar. Um fasta starfsmenn gildir hið sama og um Dagsbrúnarverka- menn, að þeir eru ekki látnir vinna nema dagvinnu eina sam- an. Gert er ráð fyrir, að sumarfrí- in hefjist víðast hvar í bæjar- vinnunni í næstu viku. Þess vegna mun ekki reyna verulega á hver áhrif stöðvun yfirvinn- unnar hefur, fyrr en að þeim loknum.“ Hallgrímur Guðmundsson, fram kvæmdastjóri Togaraafgreiðsl- unnar, sagði: „Gagnvart togur- unum kemur þetta sér sérstak- lega illa. Afli þeirra hefur verið nokkuð góður að undanförnu, og við höfum hvergi nærri haft und an að skipa upp úr þeim. Því miður getum við ekkert við þessu gert. Hugsanlegt væri að skipa aflanum upp að nokkru leyti úti á landi, en það er þó margvís- legum vandkvæðum bundið. Þess vegna getum við ekkert gert nema bara vonað, að þetta ástand vari ekki lengi.“ Sigurlaugur Þorkelsson, blaða- fulltrúi Eimskipafélags íslands, sagði: „Enn sem komið er hefur þetta ekki haft neinar alvarleg- ar afleiðingar í för með sér. Skipin eru enn ekki komin í höfn eftir að verkfall hófst á þeim. Nú í vor hafa skip félagsins flutt mjög mikið af vörum, og von- umst við til þess, að framhald verði á því. Að undanförnu hef- ur verið unnið mjög mikið á kvöldin og um helgar, en þó hef- ur tæplega verið unnt að afgreiða skipin á réttum tíma. Brátt fara skipin að koma í höfn, og má því ugglaust búast við miklum erfiðleikum fljótlega. Við getum ekki leyst vandann með því að senda skipin til annarra hafna, þar sem aðstæður eru víða erfið- ar út um land og skortur á vinnu afli.“ Þorsteinn Arnalds fram- kvæmdasljóri Bæjarútgerðar . Reykjavíkur sagði: „Stöðvun | yfirvinnunnar kemur ákaflega illa út fyrir okkur, svo að við ; komum ekki af því sem vinna ■ þarf undir venjulegum kringum ■ stæðum. Sérstaklega er þetta bagalegt vegna losunar togar- anna, sem nú landa allir hér heima. Vinnukraftur er hvergi nærri nægur við uppskipunina, og væri því frekar þörf á að unn in væri yíirvinna. Að sjálfsögðu segir aflinn frá skipunum til um það, sem vjnna þarf í fiskvinnslu stöðvunum, en þar er auk þess unnið að ýmsu öðru, svo sem saltfisks og skreiðarsöltun, og munu mikJar tafir verða á þeirri viruiu af völdum þessa‘-. I skólann og Stúdentasamtök- in. Fremst á myndinni eru, talið frá vinstri: Frú Erna Finnsdóttir, frú Kristín B. Pétursson, Gróa Pétursdóttir, frú Guðrún Brunborg og Kristian Ottosen, sem sýnir gestunum „Islandsstua", sétu- stofu íslenzku stúdentanna í stúdentagörðunum. Að baki. þeim standa Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórn- ar og Guðmundur Vigfússon. Fyrstu 36 tíoiar byltingarinnar Algeirsborg, 20. júní — AP í DAG, sunnudag, bend- ir allt til þess, að bylting- arráðið, sem steypti Ben Bella, forseta, af stóli, hafi náð algerum yfirráðum í Alsír. Byltingarmenn, und ir forystu Boumedienne, ofursta og yfirmanns hers ins, hafa látið fara fram fjöldahandtokur á stuðn- ingsmönnum Ben Bella. Meðal þeirra, sem vitað er, að teknir hafa verið höndum, er Hocine Zaho- uane, aðaltailsmaður stjómar Ben Bella. Allt var með kyrrum kjörum í Algeirsborg í dag, og einu merki þess, að bylting hefði átt sér stað, voru skriðdrekar og hermenn, sem fóru um borgina. Talsmenn byltingar- manna segja, að Ben Bella sé í haldi í herbúðum nærri Algeirsborg, og muni verða leiddur fyrir herrétt, sakaður um land- ráð. Þrír af helztu stuðnings- mönnum forsetans fyrrver- andi, Hadj Ben Allah, forseti aza, efnahagsmálaráSherra, þjóðþingsins, Baahir Boum- og Sedhir Nekkacme, heil- brigðismálaráðherra, eru sagðir hafa látið af störfum. Engin staðfesting hefur þó enn verið birt þess efnis. Byltingin, sem komið hef- ur Houari Boumedienne, varnarmálaráðherra, til valda, og fram fór án nokk- urra blóðsúthellinga, að heita má, var mjög vel skipulögð. Herflokkar héldu skyndilega inn í Algeirsborg kl. 3 í fyrri- nótt^ en í sarna mund hélt hópur sérstakra öryggisvarða til bústaðar Ben Bella við Franklin D. Rossevelt stræti. Var komið að forsetanum í rúminu. Óstaðfestar fréttir herma, að einn lögreglumaður hafi látið lífið í átökum við bylt- ingarmenn, en byltingin kom flestum íbúum Algeirsborgar mjög á óvart, og hvergi hef- ur orðið vart skipulagðrar andstöðu við valdhafana nýju. Seint í gærkvöld, laugar- dagskvöld, var fækkað í gæzluliði byltingarmanna í Algeirsborg, og bendir það til þess, að Boumedienne og stuðningsmenn hans telji sig trýgga í sessi. Engin staðfest- ing hefur fengizt á því, að byltingarmenn hafi mætt mik illi mótspyrnu í öðrum borg- um landsins, þ.á.m. Oran og Constantine. Abdel Aziz Bouteflika, ut- anríkisráðherra Ben .Bella, er einn af helztu stuðningsmönn um nýju valdhafanna. Nöfn ráðherra nýju stjórnarinnar hefur þó enn ekki verið birt- ur, en áreiðanlegar heimildir segja, að Bouteflika sé einn þeirra. Tilraun Ben Bella til að reka hann frá störfum, fyrr í þessum mánuði, hefur að öllum líkindum verið ein meginorsök byltingarinnar nú. Bouteflika var á sínum tíma einn af undirmönnum Boumedienne í herforingja- ráðinu. og mun ætíð hafa reynzt honum mjög tryggur. Það var her Boumedienne, 80 þúsund manna her, að mestu búinn sovézkum vopn- um, sem ruddi Ben Bella leið ina til valda 1962, og hefur forsetinn mjög stuðzt við her inn síðan. Þó er vitað, að undanfarna mánuði hafa Bou medienne og Ben Bella deilt bak við tjöldin, og þá aðal- lega um innanríkismál. ,Boumedienne mun hafa lagzt mjög gegn samningum Ben Bella við uppreistar- menn í Kabýlafjöllum, en þeir hafa haldið uppi sífelld- um skærum undanfarin 2 ár, og Vegið marga stjórnarher- menn. Bouteflíka skýrði sendi- mönnum erlendra ríkja frá því í dag, að ekki myndi verða gerð nein breyting á utanríkisstefnu Alsír, og myndi nýja stjórnin fylgja stefnu þeirrar eldri, að taka ekki þátt í kalda stríð- inu“, eins og ráðherrann sagði. Þó lét Bouteflika kalla til sín sérstaklega sendiráðsrit- ara franska sendiráðsins, og lýsti því yfir, að það væri von þeirra, sem nú hefðu tek ið völdin, að sambúð Alsír og Frakklands héldi áfram á sama grundvelli og verið hefði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.