Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1965 Damir a&sfo&a # s- lerszkt sjónvarp Láfa i té tækniíegan útbúnað, dagskráreíni og þjálía sjónvarpsmenn Presfastefnan hefst á morgun Mikið rætt um ferminguna í DAGBLAÐINIT Berlingske Xid- ende, var skýrt frá því nýlega, að danska útvarpið muni aðstoða Islendinga við að koma upp sjón- varpi og hafi þegar verið tekin ákvörðun um þetta af hálfu ráða- manna danska útvarpsins. Fyrir nokkru var haldinn fundur nor- rænna útvarpsstjóra í Reykjavík og tók aðalframkvæmdastjóri danska útvarpsins, Erik Carlsen, þátt í henni. í Berlingske Tidende segir, að þeirri spumingu hafi þá verið beint til hans aí íslendingum, hvort Danir yrði fúsir til þess að veita íslendingum aðstoð við að koma upp sjónvarpi og hafi Erik Carlsen við heimkomuna látið þessa spurningu ganga áfram til ráðamanna danska útvarpsins. Varaformaður útvarpsráðsins, dr. phil. Hákon Stangerup, sem er þekktur íslandsvinur, hefur sagt eftirfarandi um afstöðu ráða- manna danska útvarpsins til þessa máls: Við viljum mjög gjarnan veita fslendingum aðstoð við að koma sér upp sjónvarpi. Eins og er, þá VIÐ undirrituð, stúdentar í guðfræðideild Háskóla íslands, viljum taka fram eftirfarandi varðandi viðtöl, er við okkur birtust ásamt viðtölum við tvo starfsmenn skattstofunnar á bak síðu Þjóðviljans þann 17. júní síðastliðinn undir yfirskriftinni Skattaframtöl og iðrun. Upphaflega er blaðamaður Þjóðviljans, Guðgeir Magnússon sótti okkur heim, neituðum við honum um viðtal ,en er hann skýrði okkur frá því, að blaðið þann 17. júní skyldi helgað stúd- entum að verulegu leyti og við- töl birt við stúdenta úr ýmsuxn deildum, um þau efni, er nám þeirra varða, féllumst við á að hafa viðtal við hann á þeim for sendum. Kom það okkur því spánskt fyrir sjónir, er við sá- um það samhengi, er viðtölin birtust í, sérstaklega þar sem hann spurði ekki nema annað okkar um skattamál. Virðist okkur allt benda til, að Guðgeir Magnússon hafi farið visvitandi með ósannindi, er hann greindi okkur frá tilgangi Heillaóskir 17. júni AKRANESI, 21. júní — Alltaf er Akran.es að stækka í hugum barna sinna. 17. júní færði þulur þjóðhátíðamefndar, Bjamfríðuir Leosdóttir, maninfjöldanum, sem bókstaflega þakti allt Akratorg, beiilaskeyti frá skipshöfnum 3 báta, Böfruragi II., Sigurborgu og Höfrungi III. — Oddur. er málum þannig farið, að Banda ríkjamenn hafa sjónvarpsstöð á Keflavíkurflugvelli, sem margir horfa á í Reykjavík, en hún er ekki fullnægjandi. íslendingar vilja hafa eigið sjónvarp og við erum mjög fúsir til þess að veita þeim aðstoð. Það getum við gert á þremur sviðum : 1) Við getum sent tæknilegan útbúnað til íslands, sem við höf- um sjálfir ekki þörf íyrir leng- ur. 2) Við getum sent segulbands- upptökur af okkar dagskrá til ís- lands. 3) Við bjóðum þá íslendinga hjartanlega velkomna, sem vilja koma til Kaupmannahafnar í því skyni að kyxma sér danska sjónvarpið. — Yfirleitt hafa, er ennfremur haft eftir Stangerup prófessor í Berlingske Tidende, hin Norður- löndin sýnt íslandi mikla velvild varðandi áformin um sjónvarp, svo að íslendingar geta vænzt stuðnings ekki einungis frá Dan- mörku, heldur einnig frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. viðtalanna, og leyfum við okkur að átelja hann fyrir þá aðferð. Reykjavík 20. júní 1965 Heimir Steinsson Sigriður Anna Valdimarsdóttir * NÝTT ÖRYGGISTÆKI Ég sá það í erlendu fisk- veiðitímariti, að komið er á markaðinn tæki, sem á að auka líkurnar fyrir því, að sjómönn- um, sem falla fyrir borð í skip- um sínum, verði bjargað. Þetta er lítið tæki með raf- hlöðu (sams konar og notuS er i heyrnartæki) og ber sjómað- urinn það innan klæða. Ef það blotnar gefur það frá sér merki, sem móttökutæki í stjórnklefa skipsins tekur á móti og setur neyðarbjöllu skipsins sam- stundis í gang. Þetta er auðvitað þráðlaus sending og rafhlaðan endist í tvö þúsund klukkustundir. Þegar allir skipverjar bera slíkt tæki á sér, ætti skipshöfn- in strax að verða þess vör, ef maður félli fyrir borð — og samstundis ætti að vera hægt að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir. Væntanlega verður þetta talið sjálfsagt öryggistæki inn- an nokkurra ára. Prestastefna tslands hefst á miðvikudag með messu í Dóm- kirkjunni. Sr. Páll ÞorleifSson á Skinnastað predxkar. Kl. 2 verður Prestastefnan svo sett í kapellu Háskólans og flytur bisk up þá ávarp og yfirlit. Einnig verða lagðar fram skýrslur. Síðdegis verður rætt um undir búning og tilhögun fermingarinn ar og skilar nefnd frá síðustu prestastefnu af sér. Um kvöldið flytur sr. Björn Jónsson, Kefla- vík, synoduserindi í útvarp, er nefnist „Síra Jón lærði og smá- ritaútgáfa hans, 150-ára minn- ing.“ Á fimmtudag flytur sr. Garð- ar Svavarsson morgunbænir, um * ISLENZKUR SÉRFRÆD- INGUR 1 sama blaði sá éig, að fisk- afli þeirra á Ceylon hefur meira en fjórfaldazt síðan 1948 og búizt er við að hann fimm- faldist á næstu 10 árum, ef hægt verður að hefja útflutn- ing. Vitnað er til ejns af sér- fræðingum FAO, fslendingsins Einars Kvaran, og sagt, að út- flutningur verði ekki möguleg- ur nema að erlent fjármagn komi til skjalanna. Einar hefur verið 12 ár á Ceylon og á hann að flytja fyrirlestur um þróun fiskveiða þar á ráðstefnu, sem haldin verður í Gautaborg. ic BIFREIÐASKOÐUN Gestur Ólafsson, for- stöðumaður bifreiðaeftirlitsins, hringdi vegna smáklausu um bifreiðaeftirlitið í Velvakanda um helgina. Bað hann okkur að láta þess getið, að eftirlitið framkvæmir aðalskoðun á bíl- ræður verða um ferm- inguna, kaffidrykkja verð- ur á Garði í boði bisk- ups og sr. Þórir Stephensen á Sauðárkróki flytur erindi um kirkjulegt líf. Sr. Steingrímur Octavius Þorláksson flytur á- varp. Og um kvöldið flytur sr. Eiríkur J. Eiríksson synodus- erindi í útvarp: Kristin þjóð- menning. A föstudag flytur dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup morgun- bænir, enn verður fermingin til umræðu, fimdur verður með próföstum, danski biskupinn Axel Riishöj ávarpar presta- stefnuna. Þá eru synodusslit og fulltrúar sitja boð heima hjá biskupi um kvöldið. um til klukkan hálf sjö á fimmtudögum vegna þeirra, sem ekki eru lausir úr vinnu fyrr en eftir kl. 5 eða 6. Sagði hann, að þrátt fyrir að venju- lega væri lokað klukkan hálf fimm væri yfirleitt unnið ein- um eða tveimur stundum leng- ur. Enginn, sem kominn væri með bíl sinn fyrir lokunartíma, væri rekinn aftur með óskoðað- an bíl og þess vegna væru oft 10-20 bílar, sem biðu, þegar lokað væri. ★ ÓFULLNÆGJANDI AÐSTAÐA Sagði Gestur ennfremur, að ein af ástæðunum til þess að afgreiðslan gengi oft ver en skyldi væri sú, að aðstaðan hjá eftirlitsmönnum væri mjög slæm. Það hefur áður komið fram í viðtölum í blöðum, að bif- reiðaeftirlitinu er brýn þörf á bættri aðstöðu, enda er ekki óeðlilegt, að eitthvað þurfi að Sjóvá gefor | skétiun | 100 þús. kr. AÐALFUNDUR Sjóvátrygg- ingarfélags Islands hf., hald- inn 4. júní 1965, samþykkti að gefa Bandalagi íslenzkra skáta, eitt hundrað þúsund krónur í tilefni af því að þann 6. júní voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Axels V. Tuliniusar, sýslumanns, en hann var brautryðjandi skáta hreyfingarinnar hér á landi, fyrsti skátahöfðingi Islands og fyrsti framkvæmdastjóri Sjó- vátryggingarfélags Islands hf. — Myndin sýnir, er Stefán G. Bjömsson, forstjóri Sjóvá, af- hendir Jónasi B. Jónssyni, skátahöfðingja, gjöfina. Við- staddir voru stjórnarmenn fé- lagsins, taldir frá vinstri: I'eitur Finnbogason, Ágúst Fjelsted, Sveinn Benedikts- son, Ingvar Vilhjálmsson og I Björa Hallgrímsson. i búa í haginn fyrir það, þegar bílum fjölgar jafnmikið og raun hefur orðið á undanfarin ár. Umráðasvæði eftirlitsins er allt of lítið og það væri vafa- laust æskilegt, að hægt væri að framkvæma a.m.k. hluta skoðunarinnar undir þaki. Hér viðrar ekki alltaf sem bezt, eina og mörgum mun kunnugt. ic FRAMFARASPOR Ég sá það í auglýsingu hér í blaðinu á sunnudaginn, að áætlunarferðir bifreiða til og frá þrettán kaupstöðum og kauptúnum, sem Flugfélagsvél- ar fljúga ekki til, hafa verið samræmdar komu og brott- farartímum Flugíélagsvélanna á þeim stöðum, sem næstir eru. Þetta er þörf ráðstöfun og markar framfaraspor fyrir þá staði, sem ekki njóta beinna flugsamgangna við höfuðstað- inn. Vafalaust er það skynsam- leg stefna hjá Flugfélaginu að reyna að þróa öruggar sam- göngur við stærstu verzlunar- og umferðarmiðstöðvarnar úti á landi í stað þess að reyna að halda uppi beinum flugsam- göngum til fjölmargra staða. Dreifa kröftunum of mikið. Yíirlýsing írá tveimur stúdentum í guðfræðid. Aðfartr blaðamanns Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fl. BRÆÐURNIR ORMSSON hJ. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.