Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1965 VSgdís A. Elíasdóttir, kennari — Minningarorð í DAG íer fram frá Laugarnes- kirkju jarðarför Vigdísar Elías- dóttur, kennara, Laugateigi 39 í Reykjavík. Hún lézt 12. júní sl. á Ríkisspftalanum í Kaupmanna- höfn af völdum nýrnasjúkdóms, sem hún hafði þjáðst af um langt árabil. Með Vigdísi Elíasdóttur er til moldar hnigin eftirminnileg og glæsileg kona, sérstæður persónu leiki og frábær kennari. Hún var komin af merkum ætt- um, sem hér skulu lítillega rakt- ar samkvæmt góðum heimild- um. Vigdfe Auðbjörg Elíasdóttir var fædd 31. janúar árið 1914 að Arn- artungu í Staðarsveit á Snæfells- nesi. Foreldrar hennar voru Elías bóndi Krfetjánsson og kona hans, Vigdfe Jónsdóttir írá HólkotL Foreldrar Kristjáns: Elías bóndi Sigurðsson í Straumfjarðartungu og kona hans, Halldóra Björns- dóttir. Foreldrar Sigríðar Guðrúnar: Jóhannes bóndi Magnússon frá Skarfanesi á Landi og kona hans, Þorbjörg Jóhannesdóttir frá Skriðufelli. Foreldrar Jóhannesar: Magnús bóndi Jónsson frá Litla-Kollabæ í Fljótshlíð og kona hans, Sigríð- ur Bjarnadóttir Thorarensen. Foreldrar Þorbjargar: Jóhann- es Jónsson á Skriðufelli og Gjaf- laug ' Þórðardóttir, föstursystir Eyjólfs bóndá Guðmundssonar í Hvammi á Landi. Ættir Vigdísar, ömmu og nöfnu Vigdísar Elíasdóttur, voru mikið úr Staðarsveit. Margt ákyldfólk hennar hafði búið á Elliða langt á aðra öld. Föðurætt Kristjáns, afa Vigdís- ar Elíasdóttur, lá mikið til Breiða fjarðar. Afi hans var Sigurður stúdent í Geitareyjum af Brok- eyjarætt, og lágu greinar m.a. til biskupanna Guðbrandar Þorláks- sonar og Jóns Arasonar, en móð- urættin lá meira um • Hnappa- dalssýslu og Mýrar. En Halldóra, móðir Krfetjáns, var komin í bein an karllegg af Guðmundi ríka á Reykhólum. Ættir Þorbjargar, ömmu Vig- dísar Elíasdóttur, voru mest úr Árnes- og Rangárvallasýslu. — Stokkseyrarætt frá Torfa í Klofa, en greinar lágu austur undir Eyjafjöll og á Síðu. Vigdís Elías- dóttir var 10. liður frá Guðbrandi Þorlákssyni, 13. liður frá Jóni Arasyni, 11. liður frá Staðarhóls- Páli, 12. liður frá Grími á Ökr- um í Skagafirði, 7. liður frá Skúla fógeta. Þegar Vigdfe Elíasdóttir er 7 ára gömul, flyzt hún að Elliða í Staðarsveit og elzt þar upp í for- eldrahúsum. 16. okt. 1928, ferm- ingarár Vigdísar, lézt móðh- henn ar af barnförum. Var það 9. barn foreldra hennar, en hið 3., sem þau mfestu. Sex komust því á legg, og þau fimm, sem eftir lifa eru Krfetján yfirfiskmatsmáður, giftur og búsettur í Reykjavík, Jóhanna Halldóra búsett og gift í Hafnarfirði, Hulda Syava gift og búsett i Kópavogi, Matthildur Valdís gift og búsett á Seltjarn- arnesi og Unnur búsett í Reykja- vík, ógift. Stjúpmóðir Vigdísar var Sara Magnúsdóttir, nú búsett í Hafn- arfirði. Börn hennar og Elíasar, föður Vigdísar, voru fjögur, og eru þau þessi: Erla gift og búsett á Seltjarn- arnesi, Magnús giftur og búsett- ur í Hafnarfirði, Sigríður Guð- rún og Elías Fells bæði gift og búsett í Reykjavík. Veturinn 1930—31 stundaði Vigdís nám í Staðarfellsskóla og næsta vetur, þá aðeins 17 ára gömul, var hún farkennari í heimabyggð sinni, Staðarsveit. Kom þá fljótt í ljós, að hún bjó yfir miklum kennarahæfileikum. Má því segja, að hér hafi ten- ingnum verið kastað og stefnan mörkuð um framtíðaráformin. Veturinn 1933—34 dvelur hún í Reykholtsskóla til undirbúnings kennaranámi, tekur svo próf inn í 2. bekk Kennaraskóla Islands og útskrifast úr honum vorið 1936. 1. des. s.á. giftist hún skóla- bróður sínum úr Kennaraskólan- um, Þórarni Hallgrímssyni frá Hringveri í Víðvíkurhreppi, Skagafirði. Bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík að und- anskildum tveim árum, er þau störfuðu við Barna- og unglinga- skóla Drangsness í Strandasýslu, en Þórarinn var skólastjóri hans 1948—50. Börn þeirra eru Sigríð- úr Hrafnhildur gift Sigfúsi Sveinssyni, verzlunarmanni í Reykjavík, og Sigríður Guðrún, fósturdóttir þeirra, hálfsystir Vigdísar eins og áður er getið. Hún er gift Sólmundi Jóhannes- syni, verzlunarmanni í Reykja- vík. Á sumrum dvöldu þau hjón, Vigdís og Þórarinn, oít um lengri eða skemmri tíma vestur á Snæ- fellsnesi, en þar byggðu þau sér lítinn, en skemmtilegan sumar- bústað á æskuslóðum Vigdísar, Elliða í Staðarsveit. Þar þótti henni gott að vera og ylja sér við arineld margra, góðra æsku- minninga eða bregða sér á bak góðum gæðingum, sem þau hjón áttu og höfðu yndi af. Vigdís Elíasdóttir stundaði framan af einkakennslu og rak sinn eigin smábarnaskóla en haust ið 1955 gerðist hún kennari við Laugarnesskólann. Árið 1961 fluttfet hún yfir’í Laugalækjarskólann og var fast- ur kennari við hann til dauða- dags. Vigdír var fyrir margra hluta sakir afburðakennari. Hún gekk að starfinu með smitandi áhuga og af þeim dugnaði, sem einkenn- ir úrvalsfólk. Það er ekki á færi allra kennara að kenna af sama myndugleik og með jafn- miklu öryggi í öllum aldursflokk- um skyldustigsins, en það gerði hún með prýði. Þegar unglingadeildir Lauga- lækjarskólans tóku til starfa haustið 1963, fluttist hún yfir á unglingastigið m.a. vegna þess, að hana langaði til að starfa leng ur með dugmiklum nemendum, sem hún hfði kennt í barnaskól- anum. Og slíkur var dugnaður henn- ar, áhugi og metnaður, að hún eyddi ófáum frístundum sumars- ins til að undirbúa starf sitt, lesa yfir hinar nýju kennslubækur og kynna sér yfirleitt allt, sem að kennslunni á unglingastiginu laut. Og sl. haust sótti hún nám- skeið í ensku til að kynna sér nýjar kennsluaðferðir í þeirri grein. Þannig var hún sfetarfandi, gerði miklar kröfur til sjálfrar sín, enda var árangur starfsins í samræmi við það. Og þegar þetta er skoðað í ljósi þeirrar bitru staðreyndar, að hún gekk aldrei heil til skógar, skifet betur, að hér var enginn maðalmaður á ferð. Þrek hennar og viljakraft- ur voru með fádæmum. Fimm sinnum fór hún utan til lækn- inga, þar af þrfevar til uppskurð- ar og hér heima var hún undir stöðugu lækniseftirliti óg þurfti mikið að nota meðöl. Engu að síður er hún einn duglegasti kennari, sem ég hef kynnzt. Hún elskaði starf sitt og bar hag skólans mjög fyrir brjósti og sýndi það svikalaust bæði í orði og verki. Oft ræddi hún um skól- ann, starf hans og framtíð. Síð- ast í vetur var hún full af áhuga á hugsanlegum breytingum á kennsluháttum og tilhögun prófa. Sýnir það mætavel frjáls- lyndi hennar og víðsýni í skóla- málum. Hins vegar . vildi hún ekki, að rasað yrði um ráð fram í þeim efnum, skildi, að breyt- ing er því aðeins skynsamleg, að hún horfi til heilla fyrir nemend- urna, en það var fyrsta og síð- asta boðorð Vigdísar að hugsa um hag og farsæ^ þeirra, oge.t.v. lýsir það henni bezt. Hún gerði kröfur til nemenda sinna um ástundun og að þeir legðu sig fram við sín störf eftir beztu getu. Þannig var hún sjálf. Sumum fannst jafnvel nóg um kapp hennar, en svo er oft um dugmikið fólk. En Vigdís var nemendum sín- um meira en góður kennari, hún var bæði félagi þeirra og vinur. Þess vegna var hún elskuð og virt af öllum sínum nemendum, og munu þeir nú margir, sem sakna hennar sárt. Skömmu fyrir skólaslit í vor fékk ég bréf frá Vigdísi.. Auð- fundið var, að hugur hennar var heima hjá „krökkunum hennar“ eins og hún sagði svo oft, en þeir voru að Ijúka sínu skyldunámi og kveðja skólann. Bréfinu fylgdu tvö póstkort með kveðjum til „krakkanna hennar.“ Kveðjan til nemenda í II. A, en með þeim flestum hafði hún starfað í 4 ár, var á þessa leið: „II. A Laugalækjarskóla. Árna ykkur allra heilla á þessum tima mótum í lífi ykkar. Sú viná'ta, sem tekizt hefur með okkur á liðnum árum, verður mér sá dýr- gripur, sem aldrei gleymist. Hjartans þakkir fyrir allt. Verið þið öll blessuð og sæL Ykkar Vigdís.“ Kveðjan til nemenda í n. B, sem hún hafði kennt talsvert 1 tvo vetur, var þannig: „II. B Laugalækjarskóla. Árna ykkur allra heilla á þess- um tímamótum í lífi ykkar. Þakka ykkur kærlega ágæta sam vinu og alla ykkar vináttu. Lifið heil. Ykkar Vigdís." En því læt ég þessar hinztu kveðjur Vigdísar til nemenda sinna fylgja hér með, að þær sýna betur en flest annað hugul- semi og ósvikna vináttu hennar I garð þeirra. „Krakkana hennar** bið ég að verðveita þessa fallegu kveðju. Ég hygg, að hún verði, þegar fram líða stundir, dýrmæt eign í sjóði minninganna um Vig- dísi Elíasdóttur. Stórt skarð og vandfyUt er nú höggvið í kennarahóp Lauga- lækjarskólans, en hér skulu ekki þuldar neinar raunatölur, það væri ekki í anda Vigdísar. Hjól tímans heldur áfram að snúast, og maður kemur manna í stað. Hins vegar skulu henni að leið- arlokum færðar alúðarfyllstu þakkir fyrir ógleymanlega kynn ingu og framúrskarandi vel unn- in störf í þágu Laugalækjarskól- ans. Persónulega þakka ég henni trölltrygga vináttu og ánægju- legt samstarf. Eftirlifandi eigin- manni Vigdfear, vini mínum og samstarfsmanni, Þórarni Hall- grímssyni, kennara, dætrura þeirra, barnabörnum og vanda- mönnum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Yfir minningu Vigdísar Elías- dóttur hvílir birta og fegurð, sem visar okkur, er þekktum hana og störfuðum með henni, fram á veg irin til aukinna og sífellt betri starfa í þágu skólaæskunnar. Ég trúi því, áð hin mikla, and- lega orka, sem Vigdís hlaut í sv® ríkum mæli í vöggugjöf, fái nú notið sín á vettvangi nýrrar ver- aldar, sem bíður hvers manna handan við gröf og dauða. Guðmundur Magnússon. VIGDÍS dáin. Vigdís dáin, hljómaði lengi fyrir eyrum mín- um, eftir að mér barst andláts- fregn þín. Unglingum á mínum aldri finnst dauðinn alltaf svo óralangt x burtu, mér fannst þú líka svo glöð og hress, þegar ég kom að kveðja þig áður en þú lagðir af stað í siglinguna. Þér var aldrei lagið að bera veikindi eða annað þessháttar utan á þér heldur duldir það vandlega, og við nemendur þínir vissum ekki að þú varst oft þjáð. Þú varst okkur krökkun- um meira en kennari þú varst félagi okkar og vinur, sem fylgd ir okkur eftir jafnt í skemmt- unum okkar sem starfinu við námið. Alltaf varstu líka fljót að leysa úr vandamálunum svo allir voru ánægðir. Og nú ertu horfin sjónum okkar að eilífu, elsku Vigdís mín, og mér finnst við sem þekktum þig og skólinn okkar standa fátæk eftir og sæt ið þitt verði seint full setið. Ég hef einhvers staðar lesið þessa fallegu setningu eftir norska skáldið 3jörnstjene Björnson „Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir“. Ég er þess líka fullviss að það er bjart og fagurt á hinni nýju veröld, sem þú ert nú flutt í og að þú fylgist áfram með störfum okkar og gleðst yf- ir hverjum sigri sem okkur tekst að vinna. Ég óska að mistökin megi verða sem fæst svo þú þurfir ekki að hrýggjast yfir þeim. Þiggðu að launum mínar hjartans þakkir og vinarkveðj- ur fyrir allt, sem þú lagðir á þig mín vegna. Geymd skal góð minnifig um göfuga konu. SÍMASKRÁIN 1965 Miðvikudaginn 23. júní nk. verður byrjað að af- henda simaskrána 1965 til símnotenda í Reykjavík. Fyrstu tvo dagana, það er 23. og 24. júní verða af- greidd símanúmei’, sem byrja á tölustafnum EINN. Næstu tvo daga, 25. og 26. júní verða afgreidd síma númer sem byrja á tölu stafnum TVEIR og 28., 29. og 30. júní verða afgreidd símanúmer, sem byrja á tölustöfunum ÞRÍR og SEX. Símaskráin verður afgreidd í anddyri Sigtúns (Sjálfstæðishúsinu) Thorvaldsensstræti 2, daglega kl. 9—19, nema laugardaga kl. 9—12. I HAFNARFIRÐI verður símaskráin afhent á sím- stöðinni við Strandgötu frá þriðjudeginum 29. júní næstkomandi. í KÓPAVOGI verður símskráin afhent á póstaf- greiðslunni, Digranesvegi 9, frá þriðjudeginum 29. júní nk. Athygli símnotenda skal vakin á því að símaskráin 1965 gengur í gildi 1. júlí nk. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu símaskrána 1964, vegna margra númera- breytinga, sem orðið hafa frá því hún var gefin út, enda ekki lengur í gildi. Bæjarsími Reykjavíkur,Hafnarfjarðar og Kópavogs. Bezt að auglýsa í Morgunbiaðinu osta- og smjörsalan s.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.