Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID Þriðjudagur 22. júní 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík- Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AUKIN VINNSLA LANDB ÚNAÐAR- AFURÐA k aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem settur var að Eiðum sL laugardag, flutti Ingólfur Jónsson, landbúnað- arráðherra, ræðu, þar sem hann ræddi málefni landbún- aðarins og kom þar ljóslega fram, að í tíð núverandi rík- isstjórnar og undir forystu landbúnaðarráðherra, hefur ötullega verið unnið að marg- víslegum umbótum á sviði landbúnaðarins. í ræðu sinni ræddi landbúnaðarráðherra m.a. um möguleika á auknum iðnaði úr framleiðsluvörum landbúnaðarins og sagði: „Tugir þúsunda munu í framtíðinni hafa lífsframfæri við iðnað úr landbúnaðarvör- um. Má þar nefna hvers kon- ar kjötiðnað, ullariðnað, skinnaiðnað, iðnað úr bein- um, hornum og vinnu við hag nýtingu innyfla og blóðs úr sláturgripum. Læra þarf af þeim þjóðum, sem langt eru á veg komnar í því að auka verðmætin með því að nýta hráefnin til vinnslu í verk- smiðjum, sem henta á því sviði. Samhliða þessu þarf að vinna ötullega að markaðs- málunum og fá hækkað verð fyrir þær vörur, sem úr landi eru fluttar. Nýjung á þessu sviði miðað við aðstæður hér, er sú tilraun, sem gerð verð- ur í London með sölustöð fyr- ir íslenzkt lambakjöt og aðr- ar afurðir, sem ástæða er til að kynna á heimsmarkaðin- um.“ Sérstök ástæða er til að gefa gaum ummælum land- búnaðarráðherra um þessi mál. Við flytjum nú út nokkurt magn dilkakjöts á hverju ári og hefur verið nauðsynlegt að greiða töluves ðar útflutnings- bætur með því. Með aukinni vinnslu kjötsins innanlands og pökkun í hagkvæmar neyt endaumbúðir eiga hins vegar að vera töluverðir möguleik- ar á að auka sölu þessarar ágætu vöru erlendis fyrir mun hærra verð en nú fæst fýrir hana. í þessu sambandi ættu þeir, sem að landbúnaðarmálum vinna, að hafa í huga þá reynslu, sem fengizt hefur í fiskiðnaðinum. Áður fluttum við fiskinn út að mestu óunn- an, en eftir að farið var að vinna hann meir og pakka honum í hagkvæmar neyt- endaumbúðir, opnuðust nýir markaðir. Gæði íslenzka lambakjöts- ins eru viðurkennd og er vissulega full ástæða til að athuga nú möguleika á að auka vinnslu þess hér innan- lands og útbúa það í hag- kvæmar umbúðir, sem aukið geta sölu þess á neytenda- mörkuðum erlendis. Hér hefur aðeins verið minnzt á þennan eina þátt í vinnslu landbúnaðarafurða til útflutnings, en auðvitað eru möguleikarnir fyrir heiidi á öðrum sviðum, eins og land- búnaðarráðherra benti á í ræðu sinni. "AÐ FORNU SKAL HYGGJA. 44 Ckólaslit hafa nýlega farið ^ fram í menntaskólum landsins og lærdómsdeild Verzlunarskólans. Hinir nýju stúdentar leggja nú út á síð- asta stig námsferils síns, há- skólanámið. Vð lifum á mikl- um breytingatímum og kem- ur það glögglega fram í vali stúdenta á námsefnum. Úr stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík útskrifuðust nú fleiri en úr máladeild og hefur þar orðið gjörbreyting frá því sem var fyrir fáum ár- um. Nú leggja stúdentar í auknum mæli stund á nám á sviði raunvísinda og er það í samræmi við þróun tímans. í skólaslitaræðu sinni vék Þórarinn Björnsson, skóla- meist-ari á Akureyri að þeim miklu* breytingatímum, sem við nú lifum á og sagði: „Nú taia allir um, að öllu þurfi að breyta, af því að svo margt hafi breytzt. Mér er skapi næst að segja á móti, að einmitt af því að svo margt hefur breytzt, hefur aldrei verið meiri þörf á því en nú, að eitth'vað haldist óbreytt. Hættan er sú, að í umróti breytinganna skoli öllu burt jafnt góðu og illu og alll sé talið úrelt fyrir það eitt, að það er gamalt." „Að fornu skal hyggja, ef frumlegt skal byggja“, sagði Einar Benediktsson. Það er vissulega mikilvægt, ekki sízt fyrir fámenna þjóð, sem ís- lendinga að hafa í huga orð skólameistarans á Akureyri nú, þegar það sem var nýtt í gær er orðið úrelt í dag. í umróti okkar aldar meg- um við ekki tapa tengslum við sögu okkar og menningu. Við eigum að halda því sem gott er þótt gamalt sé, en hag- nýta okkur það bezta úr tækniþróurt og vísindafram- förum nýrrar aldar. An-22 lendir á Bourget flugvelli. 8 Rússneskur risafugl 720 manna flugvél sýnd í ÞEGAR alþjóða flugsýning var opnuð í París fyrir nokkru, var þar uppi þrálát- ur orðrómur um að Rússar hyggðust senda þangað nýja gerð flugvéla, sem væri mjög athy,glisverð. En ekkert gerð- ist fyrstu dagana, nema það að Rússar sýndu líkan af nýrri farþegaþotu, „TU-144“, sem á að geta flogið með 2,504 km. hraða. Flugsýningin er haldin á Le Bourget flugvellinum í París, og á þriðjudag s.l. kom í ljós að orðrómurinn um nýju flug- vélina reyndist réttur. Þá birtist risastór flugvél, er flaug tvo hringi yfir flugvell- inum og lenti síðan. Var þá skýrt frá því að vélin nefnd- ist „An-22“ og gæti borið 720 farþega. En meðal sýningar- gesta gekk risaflugvélin undir nafninu „dómkirkjan fljúg- andi“. Nýja flugvélin er knúin fjórum túrbínum, sem hver framleiðir 15 þúsund hestöfl. Búkur vélarinnar er 57 metra langur, vænghafið 64,4 metrar, oig vélin vegur um 260 tonn. í vöruflutningum ber vélin 80 tonn. Með þeirri hleðslu má fljúga henni 5.000 km. leið með nærri 700 km hraða á klukkustund. En með minni hleðslu má fljúga vélinni 11 þúsund kílómetra án milli- lendinga. Sænski blaðamaðurinn Lars Dahl var staddur á Le Bour- get flugvellinum þegar nýja rússneska vélin birtist klukk- an hálf tíu á þriðjudagsmorg- un. Segir hann að áhorfendur hafi starað furðu lostnir á þennan risafugl rétt eins og hann væri fljúgandi diskur frá Mars, qg að tugir þúsunda hafi lagt leið sína út á flug- völl til að skoða vélina strax á fyrsta degi. Segir hann að ekki sé unnt að bera vélina Forvitnir áhorfendur skoða risafugiinn. saman við neina aðra flugvél. Stærsta farþegaþotan af DC-8 gerð gæti verið „björgunar- bátur“ risans að austan, enda 100 tonnum léttari fullhlaðin. Flugvélaverkfræðingurinn Oleg Antonov teiknaði þessa nýju vél. Hófst undirbúningur að smíði hennar fyrir fjórum árum, og flaug hún í fyrsta sinn í febrúar s.l. Sagði Antonov, sem staddur er í París, að hafin væri fjölda- framleiðsla á þessum vélum, og yrðu þær komnar í notkun innan tveggja ára. Ef vélarnar verða notaðar til farþegaflutn inga er reiknað með að þær taki 350-500 farþega, en í herflutningum 720 hermenn. BYLTING í ALSIR l^að hefur viljað brenna við, * að leiðtogar hinna nýju ríkja Afríku og raunar ann- arra nýfrjálsra ríkja heims- ins, hafa verið nokkuð valtir í sessi. Alsírmenn höfðu ekki fyrr samið um sjálfstæði sitt við Frakka, en þeir hófu innbyrð- is átök um völdin í landinu. Flestir þeirra, sem veitt höfðu Alsír forystu í baráttu þeirra gegn Frökkum misstu öll virð ingartákn og hurfu ýmist í útlegð eða gleymsku við önn- ur störf. Ben Bella sigtaði. Nú virðist hann hafa hlotið sömu örlög og hann bjó öðr- um fyrir fimm árum. Ástandið í Alsír er enn svo óljóst, að ekki verður vitað hversu fastir hinir nýju valdhafar eru í sessi og hvort stjórnarbylting sú, sem þar hefur verið gerð muni auka lýðræði í landinú, sem Ben Bella var að mestu bú- inn að þurrka út. Hershöfð- ingi sá, sem virðist hafa veitt byltingunni forystu var ein- dreginn stuðningsmaður, Ben Bella, þegar hann brautzt til valda og þótti þá ekki líkleg- ur til að stuðta að frjálsræði og raunsæi í stjórnarháttum í Alsír. Um það mun tíminn segja, þegar frá líða stundir, hverj- ar breytingar verða nú í þessu landi, sem þjáðist sv® lengi af átökum Frakka og uppreisnarmanna. En vissulega væri það æski legt, ef Alsír og önnur ný- frjáls lönd fengju að njóta meira lýðræðis og frelsis, en þau hafa hingað til búið við. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það kannski ekki svo mikil breyting að losna við erlenda drottnara til þess eins að fá yfir sig innlenda einræðisherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.