Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 22. Jfmí 1965 MORGUNBLAOID 19 — Úr paradis Framh. at bls. 15 Breta, að þeir létu af hondum við Spánverja hið mikla kletta vígi Gíbraltar, en í stað þess, að hann kæmi því til leiðar, að þeir endurheimtu þetta gamla og mikilvæga virki og yrðu þar með lyklaverðir við aðrar dyr Miðjarðarhafsins, hafði hann nú gert kaup við voldugasta ríki heims um herstöðvar á Spáni. Þar með var að mestu lokið fylgi hans hjá að minnsta kosti yngri kynslóð þessara stétta. Að lokinni samningsgerðinni um herstöðvarnar streymdu inn í landið vélar og peningar ' vetan um haf, og iðnaður og kaupsýsla í stórum stíl urðu mikill gráðavegur. Þá er no'kk- ur ár voru liðin frá lokum heimstyrjaldarinnar, tók að fyrnast yfir glæpi einræðisherr anna hjá þorra manna í lýð— frjálsum löndum Evrópu — og ennfremur batnaði óðum efna- hagurinn. Því var það, að um og upp úr 1950, tók fólk úr þessum löndum að fara í skemmtiferðalög suður í sólar- lönd Spánar, og brátt jókst ferðamannastraumurinn. Svo leið þá ekki á löngu, unz í hóp inn bættist fjöldi Bandaríkja- manna, og þeir voru margir hverjir serið örir á fé. Þárna spratt fram gullin gróðaland, og auðvitað hófust miklar og margvíslegar framkvæmdir, sem miðuðu að því að gera ferðamönnum til hæfis og laða fleiri og fleiri til að fara að dæmi þeirra.... En alþýða manna hafði lítið að segja af gróðanum í verzlun, iðnaði og þnónustu við ferðamenn. Þang að vill fé, sem fé er fyrir, og hvergi á þetta við í ríkara mæli en í landi þar sem þjóð- félagshættir eru eins og á Spáni. Þar urðu andstæðurnar milli óhófs og alls leysis enn auðsærri og tilfinnanlegri en áður, jafnvel þótt margir, sem soltið hefðu áður hálfu eða heilu hungri, fengju nú illa borgaða atvinnu. „ Af öllu þessu reis bylgja and úðarinnar gegn Francó og gæð ingum hans hærra og hærra, en þó þurfti hann ekki að ótt- ast óeirðir, hvað þá byltingu, — svo rækilega höfðu hann og hans þjónar búið um alla hnúta á þeim 15 árum, sem lið in voru frá því að úrslit urðu í borgarastyrj öldinni. En var- aðu þið, Valnastakkur! Auk- ið samband við umheiminn, frá hvarf heilla stétta frá stefnu ófrelsis og undirokunar stétta, sem farg vanþekkingar og ör- og kotbændum og húsmönnum, birgðar hvíldi ekki á, svo sem verkalýðnum í sveit og borg hafði frjóvgandi og styrkjandi ahrif á hugi viðkvæmra, vök- öllum þeim stéttum þjóðfélags- ulla og skáldhneigðra manna I ins, sem höfðu einhverja nasa- sjón af æðri menntun, og áð- ur en varði hófst í bókmennt- um Spánverja nýtt blóma- skeið, sem vakið hefur undrun og áhuga þeirra bókmennta- manna erlendis, sem lesa spænska tungu og fylgjast með þvi, sem fram fer á Spáni í heimi menningarlífsins. 6. Nu mundu ýmsir spyrja: Hvermg víkur þessu við’ Hvernig geta skáH þessa blomaskeiðs unnið gegn ó- frelsinu, misréttinu, fátæktinni og vanþekkingunni og tekið upp hlut meginþorra þjóðar smnar gegn Francó, gæðingum hans og kaþólsku kirkjunni úr þvi að á Spáni ríkir str’öng ritskoðun, sem ekki beinist sizt gegn gagnrýni á stjórnar- hattum og þjóðfélagsformum I bókinni Lokað land, eru að sögn þýðandans sögur’ sem hafa ekki verið birtar á Spáni sakir ótta við ritskoðunina, en mér virðist hreint ekki auð- sætt, hverjar þær eru. Allar sögurnar gefa greinilega hug- mynd um einkenni hinna nýju bókmennta og hver er háttur skáldanna á að vinna gagn alþýðu landsins og veikja að- stöðu einræðisherrans, án þess að komast í kast við harð- henta þjóna hans. Höfundarnir velja sér verk- efni af ýmsum sviðum, en í langflestum sögunum er það valið þar, sem augljóst er, hve illa skór stjórnarfars og þjóð- félagsaðstæðna kreppir. Skáld- in velja sér persónur, sem eru ekki að neinu leyti sérkenni- legar, heldur eins og fólk flest. Þau forðast yfirleitt að rekja sögu þeirra frá upphafi, víkja ef til vill að henni í einni eða tveimur setningum, en láta annars lesa hana út úr niður- lægingu persónanna, eymd þeirra eða hörmum á þeirri • stund, sem við komumst í kynni við þær. Máski er sagt sem svo, að þeir hafi sótt þenn an eða hinn, sem situr í fang- elsi, en þess ekki getið, hvað sá hefur-gert fyrir sér, og ekki eru lesendunum sýndir neinir böðlar harðstjórnarinnar að verki. Raunar fylgjum við í einni sögunni lokabaráttu skæruliða, sem stórum betur búnir hermenn stjórnarinnar hafa króað inni, en þar gerist svo sem ekkert annað en það, sem teljast má eðlilegt, þar sem „þjónar ríkisins“ eru að vinna skylduverk sín gagnvart þeim, sem berjast með vopn- um gegn „löglegri" stjórn lands síns. Einhver hin átakan- legasta af sögunum er sú, er fjallar um fátækan barna- mann, sem vinnur fyrir lítið kaup hörðum höndum langan vihnudag og hyggst svo leggja á sig skólagöngu að dagsverki loknu til þess að öðlast betri lífsaðstöðu. Allt í einu verður framtíð hans, konu hans og barna öll önnur og bjartari, þegar hann hefur tekið þessa ákvörðun. Og hann vindur sér strax í inntökupróf — án þess að gefa sér tíma til að fara heim. En .. svo kemur það upp úr dúmum, að sú fræðsla sem hann hefur fengið í bernsku, hefur verið svo léleg og þjálfun hans til að leysa úr ærið auðveldum verkefnum svo lítil, að honum er leiðin lokuð, hvað sem vill á sig leggja. Þar með er jafnvel loku fyrir það skotið, að hann geti látið sig dreyma um betri kjör og bjartara líf. í sögunni Veizlan og regnið — eftir höf- und eftirmálans — erum við leiddir inn í veitingastofu, þar sem safnazt hafa saman nokkr- ir menn af yfirstéttunum. Þeir hafa flúið undan hörkustormi og steypiregni, og sitja þeir og rabba. Einkum vekur þar á- huga frásögn af dýrlegum veizlufagnaði mikils auð- manns. Hann hefur haldið brúðkaupsveizlu einkadóttur sinnar og nýtur þess að segja frá óhófinu — svo sem og á- heyrendurnir njóta frásagnar hans. Boðsgestirnir. voru 900, 6 hljómsveitir léku fyrir dansi, þjónar önnuðust framreiðslu- störfin. 60 matsveinar bjugeu til réttina, drukknar voru 2083 flöskur af kampavíni og blóm- in í skreytingar voru sótt i flugvél til Hollands. Þetta gerð ist sem sé í landi mikillar ör- birgðar og atvinnuleysis,. og svo þarf þá ekki höfundur sög- unnar að gefa lesandanum neinar bendingar. ... Þess hef- ur áður verið getið, að mörg hundruð þúsund Spánverjar hafi flúið land, þegar öriög Spanar í borgarastyrjöldinni voru ráðin. Og síðan hefur fjölmargt Spánverja farið úr landi af frjálsum vilia. Skáld- ið Zúniga segir, að alls um ema millión Spánverja hafi nú ofan af fyrir sér erlendis. Sumt af því fólki, sem leitað hefur til annarra landa, hefur gert það til þess að afla sér fjár. Þegar það svo hefur eignazt álitlega upphæð, hefur það komið heim aftur, reist sér hús, komið sér upp litlu iðn- fyrirtæki, verzlun eða veitinga stofu. Þetta fólk hefur margt að segja af lífskjörum og lifn- aðarháttum í lýðræðisríkjum hins vestræna heims, og frá- sagnir þess auka á ólguna í hugum þeirra, sem heima hafa setið. Frá áhrifum þessara heimkomnu Spánverja á við- horf frænda, vina og kunn- ingja er ekki sagt í neinni af sögunum í Lokuðu landi, en hinsvegar fjallar ein sagan um áhrif ferðamannastraumsins. Juan Eduardo Zúniga segir, að kynni hinna friðsælu, næstum miðaldalegu þorpa á Spáni af háttum, skapgerð og áð nokkru leyti lífsviðhorfum hinna er- lendu dvalargesta hafi gert fólkið frjálsara, ekki sízt á sviði ástalífsins, og á hann þar auðvitað ekki við aukinn skækjulifnað, heldur lausn fólksins úr fjötrum fordóma og aldagamalla hafta, sem eru leifar af þeim siðferðiskröfum, er Stóridómur vitnaði um hér á landi. Enn hefur ekki verið vikið af formi hinna nýju bók- mennta á Spáni, nema að því, er til tekur efnisvals og þess háttar, sem skáldin hafa á að segja það, sem þau vilja vekja athygli á, án þess að komast í kast við hina refsandi hönd spænsks réttarfars. En yfirleitt er formið beinlínis miðað við, að hver sæmilega skýr og bók- læs maður geti lesið bækurn- ar og skilið,- hvað höfundarnir eru að fara. Þeir forðast mól- skrúð og fornleg eða af öðr- um ástæðum óvenjuleg orð sem og flókin setningasambönd tala sjaldan líkingamáli eða kappkosta að gæða skóldskap sinn torræðu táknræpu gildi. Þeir leggja sig heldur ekki fram um óvenjulega formun söguheildarinnar eða einstakra atriða — þó að því raunar bregði fyrir, svo sem sjá má á sögu Juans Garcías Hortelano í þessu safni ,og lítt gætir hjá þeim þeirrar s.iálfskoðunar og þessa sálfræðilegu bollalegg- inga, sem stundum gefa bók- menntum nútímans gildi, en eins oft gera þær drepleiðin- legar. Þeir skrifa stuttar setn- ingar, og orðaval þeirra er að mestu hið sama og í talmáli fólksins. Þeir hafa sem sé af frjálsum og fúsum vilja gerzt hvort tveggja: þjónar og vök- ulir lærifeður þess mikla meiri hluta þjóðar sinnar ,sem lagð- ur hefur verið í fjötra misrétt- is, andlegs ófrelsis, vonlausrar þrælkunar og örbirgðar — van þekkingar sem lokar öllum leiðum. En þrátt fyrir þettá eru þess ar sögur og þá einnig þær bók- menntir, sem þær eiga að gefa okkur hugmynd um, engan veginn ómerkilegur skáldskap- ur. Höfundunum tekst fyllilega að blása lífi í sögufólkið, gera það að sjálfstæðum einstakl- ingum, um leið og það er full- trúar þjáningasystkina sinna og hver saga er samræmd heild, sem verður lesandanum eftirminnileg. Sögurnar eru ljóst vitni þess, að skáldskap- urinn getur þjónað lífinu, án þess að höfundurinn niðurlægi sig, ef honum aðeins liggur eitthvað mikilvægt á hjarta. Svo sem áður er á minnzt, tekur þýðandinn fram í for- málanum, að þungt sé yfir hin- um nýju bókmenntum Spán- verja. Og hann segir um hinn spænska nútíðarrithöfund: „Fyrir honum vakir að sýna skýra og sanna mynd hins al- menna veruleika — mynd af tilverunni í stöðnuðu þjóð- félagi, sem hefur valið sér sess utan við alfaraveg hinnar sögulegu framvindu.“ En samt sem áður vekur það mér undr- un, að hvergi skuli bregða fyr- ir í þessum sögum kímni eða háði. Nú er það alkunna, að Spánverjar eiga hvort tveggja til, — eiga jafnvel skáldrit, sem á sígildan hátt hafa stað- fest þetta. En það er einnig al- kunna, að ekkert þola einræðis herrar verr en að þeir eða þeirra stjórnarhættir séu gerð- ir hlægilegir, og þarf ekki ann- að til sönnunar þessu en minn ast viðkvæmni Hitlers og Mússólínis fyrir skopmyndum og skimpingum. Ef til vill er Francó svo næmur fyrir slíku, að hann þoli það verr en raim- sæjar lýsingar á lífi og lífs- kjörum í ríki hans, — eða eru áhrif hins ömurlega ástands á Spáni svo yfirþyrmandi, að skáldin sjái ekki einu sinni við það neitt grátbroslegt? 7. Víða er pottur brotinn í ver- öld okkar á öld þeirra mestu sigra mannsandans í efnisheim inum, sem mannkynssagan kann skil á. En ekki er sízt ó- hugnanlegt að hugsa til á- standsins í sólarlöndum Pyr- eneaskagans. Þar mættust fyrr á öldum og urðu að nokkru samruna arabísk og evrópsk menning, þar voru unnin á sviði sæfara og landafunda heimssöguleg afrek, þar hefur orðið til sígild myndlist — og þar hafa blómgazt merkilegar bókmenntir. Þar býr og vel siðað fólk, blóðheitt, en gott og glatt og gætt mikilli lífs- orku, og yfir því og þess sól- heimum grúfir nú myrkur ó- frelsis, örbirgðar og jafnvel vonleysis. Tugmilljónum manna hefur verið svipt út af alfaravegi sögulegrar framvindu og hinna stórstígustu framfara, sem sag- an getur. Um leið hefur um- heimurinn orðið snauðari en ella. Hann hefur misst áf þeim skerfi, sem þessar tugmilljón- ir hefðu lagt til heimsmenning- arinnar. En svo virðist, sem fáir af ábyrgum og mikils- megandi samtímamönnum láti sig þetta . nokkru varða, — ekki sýnt, að það valdi þeim óró eða áhyggjum. Hve lengi skal við svo búið standa? Guðmundur Gíslason Hagalín Gag nf ræðaskóBa Akraness s!itið AKRANESI, 19. júní — Gagn- fræðaskólanum hér var slitið f kirkjunni fimmtudaginn 3. jún„ Séra Jón M. Guðjónsson fluttt bæn, Geirlaugur Árnason lék á orgelið og skólastjórinn Ólafur Haukur Árnason sleit skólanum með ræðu. Skýrði hann frá vetr- arstarfinu og ávarpaði nemend- ur, sérstaklega þá er nú braut- skráðust frá skólanum. 306 stund uðu nám í vetur í 13 bekkjar- deildum. Auk skólastjóra voru 13 fastir kennarar og 15 stunda- kennarar. Brautskráðir gagn- fræðingar voru 41, 40 úr almennfi deild og einn úr verknámsdeild. Hæstu einkunn á gagnfræðaprófi hlaut Pálína Ásbjörnsdóttir 8,50. Landsprófi miðskóla luku 12 nemendur. Stóðust þeir allir próf ið og níu þeirra náðu hærra markinu, framhaldseinkunn. Hæstu einkunn í landsprófi mið- skóla fékk Helga Viðarsdóttir 8,17. Á unglingaprófi hlaut hæstu einkunn Guðmunda M. Magnúsdóttir, 9,38 og er það jafnframt hæsta einkunn, sem gefin er í skólanum á þessu vori. Guðmunda var einnig hæst yfir skólann í fyrra. Margir nem- endur fengu verðlaun og viður- kenningar fyrir dugnað í námi, háttvísi, félagsstörf o.fl. Gefend- ur voru ýmiss félög, stofnanir og einstaklingar. 20 ár eru nú liðin síðan fyrstu gagnfræðingarnir brautskráðust frá skólanum. Nokkrir 20 ára gagnfræðingar voru mættir við skólaslitin, svo og tíu ára gagnfræðingar að vanda. Orð fyrir tíu ára gagn- fræðingum hafði Þórbergur Þórð arson húsasmiður og afhenti hann skólastjóra frá sér og félögum sínum myndarlega gjöf, 7,200 kr. í hljóðfærakaupasjóð skólans. Öll um gefendum þakkaði skólastjór inn sérstaklega. — Oddur. 4ra herbergfa íbúð óskast til kaups — ekki langt frá Miðbænum. Útborgun kr. 600—650 þúsund. Tilboð, merkt: „6021“ sendist afgr. Mbl., eða í síma 20669. SÍLDARSTÚLKUR! Okkur vantar vanar söltunarstúlkur. — Káuptrygging. — Fríar ferðir. Upplýsingar í síma 24093 og 11574. SUNKUVER HF. Seyðisfirði. Vatnseni!a2and Sumarbústaðalóðir til sölu. Sími 19090. 2 VERZLUN TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum er lítil en góð sérverzlun í fullum gangi til sölu. — Nýr lager. — Góður staður við Laugaveginn. — Til- boð sendist afgr. JVIbl. merkt: „x — 4053 — 6020“ fyrir 26. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.