Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 26
MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 22. júní 1965 26 Akurnesingar stöðv- KR°ingar unnu >» Bslandsnieistararnir uðu slgurgöngu Vais létt á Akureyri berjast á botninum Tvö falleg mörk Eyleifs ÞAB má með sanni segja að Akurnesingar hafi „gert bragð úr ellefta boðorðinu-‘, og langt sé frá því að þetta gamalfræga lið sé af baki dottið. I 3 fyrstu leikjum sinum í 1. deild hlutu þeir aðeins 1 stig, en nú að 5 leikjum loknum (hálfnað mót) hafa þeir 5 stig og eins mikla sigurmöguleika og hvert annað félag. Og til að ná þessari ákjósan- legu stöðu hafa þeir 'í tveim leikjum lagt af velli tvö efstu liðin í 1. deild, unnu fyrst KR með nokkurri heppni með 3—2 og á sunnudaginn stöðvuðu þeir ólsitna sigurgöngu Vals í mót- inu, unnu með 3—2 og sá sigur gerði stöðuna í deildinni svo jafna að enn getur allt skeð. Eftir 2 síðustu leikjum Skaga- manna að dæma, hefur Akranes- liðið sízt minni möguleika en þau er áttu glæsilegri byrjun. Valsmenn hófu leikinn með ákafa og á fyrstu 6 mín. áttu þeir tvö góð færi. Ingvar komst einn inn fyrir en skaut utan hjá og síðar komst Steingr. Dag bjartsson innfyrir og Helgi Dan. markv. hljóp út móti honum. Steingrímur var fyrri til og skaut og það var sem Helgi óttaðist knöttinn, sneri sér við sér til hiífðar. En skotið kom í bak hans — og hættan var liðin hjá. En fleiri tækifæri fengu Vals- menn ekki í bráð því Skaga- menn tóku leikinn hreinlega í sínar hendur og var rólegt hjá Helga Dan. Ríkharður náði á 16. og 17. mín. hörkuskotum á mark Vals og varði Sigurður snilldarlgea einkum hið síðara. Á 28. mín. var Eyleifur í góðu færi á mark- teig en skaut himinhátt yfir. Tvö falleg mörk Eyleifs Þetta bætti Eyleifur upp þegar á næstu mín. Skaut hann af 20 m færi föstu skoti með jörðu sem Sigurður hafði engin tök á að verja. Og á 35. mín. lék hann í gegnum vörn Vals á miðju, komst í gott færi og skoraði með föstu jarðarskoti. Bæði þessi mörk voru gullfalleg og með þeim beztu í 1. deildar- keppninni. Rétt fyrir hlé skall hurð nærri hælum við Akranesmarkið. Skapaðist það færi er Kristinn hitti í Valsmenn er hann hugð- ist spyrna frá og varð þvaga við markið og Helga Dan tókst naumlega að stöðva knöttinn er hann var að skoppa yfir mark- línuna. En 2 mörk voru verðskulduð forysta Akraness eftir gangi fyrri hálfleiks, þó mörkin hefðu getað orðið fleiri á báða bóga. ★ Baráttan harðnar Nú kom að Val að leika undan golunni og er á leið sóttu þeir mun meir, þó síð. hálfleikur væri aldrei einstefnuakstur sem Akurnesingar höfðu náð að marki Va!s er þeir léku undan. Skagamenn áttu tvö fyrstu tækifæri er naumlega var varið skot Helga Hannessonar bak- varðar <og síðar skaut Ríkh. rétt yfir slá viðstöðulaust upp úr hornspyrnu. En síðan sóttu Valsmenn og voru allágengir og á 25. mín. skoruðu þeir fyrra mark sitt. Hans framkv. aukaspyrnu út við vallarmiðju og sendi hátt fram. Sú sending „fleytti kerlingar“ á •höfði Ingvars og í markið vegna þess að Helgi hafði hlaupið út. Það var dýrkeypt úthl-aup. En Akurnesingar reyndu ætíð að breyta vörn í sókn og tókst það á stundum. Á 40. mín. náðu Framhald á bls. 21. Þóf hjá Fram-IBK I GÆRKVÖLDI fór fram á Laug ardalsvellinum leikur í 1. deiid. Fram og Keflvíkingar léku síð- asta Ieikinn í fyrri umferð móts- ins. Leikurinn var lélegur og enginn íslandsmeistarablær yfir leik I.B.K. Keflvikingar hófu leikinn og sóttu fast að marki Fram. Fram- Danir unnu Svía 2-1 — og sigurinn var verðskuldaður DANIR unnu Svia i knattspymu landsleik í Kaupmannahöfn á sunnudaginn með 2 mörkum gegn 1. Er þetta fyrsti sigur Dana yfir Svium í knattspyrnu síðan 21. okt. 1951, eða nál. 14 ár. Sigur- Inn þótti' verðskuldaður og eiga Danir nú mjög gott lið — og telja má víst að sama lið leiki landsleikinn við íslendinga í Laugardal 5. júlí n.k. Öll mörk leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik og sá hálfleikur var mjög vel leikinn og skemmti legur. Ole Madsen færði Dön- um forskot, eftir varnarmistök Svía. Örjan Person h. úth. Svía jafnaði, en litlu síðar skoraði Innanfélagsmót Frjálsíþróttadeild KR gengst fyrir innanfélagsmóti á Mela- vellinum í kvöld, þriðjudag kl. 6. Keppt verður í 10 km. hlaupi; 400 m. hlaupi; 100 yarda hlaupi og 80 m. grindahlaupi kvenna. innherjinh Ole Sörensen sigur- mark Dana. Sörensen var tví- mælalaust bezti leikmaður á vell inum, segir NTB. í>að var mikil og góð stemning meðal áhorfenda enda var leik- urinn einnig mjög vel leikinn. í síðari hálfleik áttu Danir fleiri markmöguleika, en Svíar komust þó nær því að jafna í eitt skipti. Að venju léku löndin, einnig B-landsleik, unglingalandsleik og drengjalandsleik. Samanlögð markatala í öllum leikjunum var 4—3 fyrir Dani og slíkum ár- angri hafa þeir ekki náð lengi, en markatalan er óvenjulega lá. í B-landsleiknum og unglinga- landsleiknum var ekkert mark skorað en í drengjaleiknum varð jafntefli 2—2. Ole Madsen komst nú I 3. sæti yfir markhæstu landsliðs- menn Dana í landsleikjasögu Danmerkur. Hann hefur skorað 40 mörk. Efstur þar á blaði er Poul Nielsen méð 52 mörk og næstur Pauli Jörgensen með 44 mörk. arar snúa fljótt vöm í sókn sem endar með hörkwskoti frá v. út- herja. Kjartan hélt ekki knett- inum og knötturinn rann út fyrir endamörk. Fram fær hornspyrnu, en Kefl víkingar bruna fram völlinn og varnarmaður Fram spyrnir knett inum aftur fyrir. Allir bjuggust við að dómarinn myndi dæma bornspyrnu, en svo var ekki. Markspyrna var dæmd. Keflvíkingar voru öllu meira í sókn framan af, en Framarar sóttu mjög er líða tók á hálfleik- iiin og gátu skapað sér öllu hættu leigri tækifæri. Það má segja að Keflvíkingar hafi ekki átt nema eitt verulega hættulegt tæki- færi, en það var á 24. mín. er Jón Jóhannesson stóð vel stað- settur fyrir miðju marki og fær knöttinn sendann vel í höfuðhæð, en Jón skallaði rétt yfir. Ónákvæmnin og klaufaskapur- inn virðist vera aðalsmerki hjá allflestum íslenzkra knattspyrnu- liða í dag og sannarlega var það allsráðandi í þessum leik. Ef und an eru skilin örfá tækifæri og atvik, þá held ég að þessi leik- ur sé einn sá allra lélegasti sem sést hefur til þessa. Tvö mörk í síðari hálfleik Síðari hálfleikur var að mestu leyti endurtekning frá þeim fyrri að undanskildum þessum tveim- ur mörkum er sett sett voru. Á 2. mín sækja Keflvíkingar; kr.ötturinn er sendur út til vinstri útherja sem gefur háan bolta yfir. Þar var mikil þvaga en Jón Jóhannesson fékk komið fæti í knöttinn og ýtti honum inn fyrir. Minútu síðar var Jón Ólafur Framhald á bls. 21. ,,— Þessi della er ólæknandi," sagði Helgi Dan er tveir synir hans voru líka að keppa á sunnu daginn þeir léku í 5. flokki (madkvörður og bakvörður). V alur vann 3:0. Ljósm. Bjömleifur Auðveldur sigur KR KR-INGAR brugðu sér til Akur- eyrar, unnu Akureyringa 3—1 og komu með 2 dýrmæt stig, sem skipa þeim (ásamt áður fengnum) í 2. sætið í L deildar keppninni að henni hálfnaðri, 1 stigi á eftir Val. Það virðist svo sem Akureyr- ingar séu ekki eins erfiðir heim að sækja og þá er þeir koma suður til keppni. KR-ingar voru vel að sigrin- um komnir, sýndu mikli betri knattspyrnu, en Akureyringar voru svipur hjá sjón miðað við fyrri leiki — og eina mark þeirra skorað úr vítaspyrnu á næst síðustu mínútu leiksins. KR-markið komst mjög sjaldan í verulega hættu. Þó KR-liðið hafi verið afger- andi betra, skoraði það mörk sín frekar fyrir tilviljun og klaufa- skap Akureyringa en glæsilegan leik við mark Akureyringa. Mörkin Fyrsta mark KR kom á 7. mín. og skoraði það Gunnar Felixs- son og varð þetta eina mark hálfleiksins. Á 12. mín. síð. hálfleiks kom annað markið. Samúfel Gústafs- son markvörður hljóp úr mark- inu og hafði hendur á knettin- um, en missti hann fyrir fætur KR-ings sem sendi hann í mark- ið. Á 38. mín. lék Baldvin mið- herji laglega að marki Akur- eyringa og fékk skorað auðveld- lega. Tækifæri Akureyringa voru fá. Tvívegis í fyrri hálfleik brauzt þó Steingrímur Björnsson laglega í gegnum vörn KR. Varði Heimir glæsilega í fyrra skiptið, en í hið síðara mistókst Steingrími og féll hann áðu'r en skotið reið af. Á 44. mínútu síð. hálfleiks var Valsteini útherja brugðið í víta- teig KR og dæmd vítaspyrna. Magnús Jónatansson fram- kvæmdi hana og skoraði auðveld lega, enda dró hann ekki af. ★ Magnús og Ævar Jónsson voru beztir í liði Akureyringa og Samúel markvörður átti og góðan leik. En KR-liðið var allt heil- steyptara, en uppskar líka ríku- lega, sumt fyrir mistök mótherj anna. Dómari var Gunnar Gunnars son. STAÐAN í 1. deild eftir leikina á sunnudag og í gærkvöldi, en þá var mótið L háifnað: U J T M S Valur 5 3 1 1 12—8 7 KR 5 2 2 1 10—8 6 Akranes 5 2 1 2 11—11 5 Akureyri 5 2 1 2 8—10 5 Keflavík 5 1 2 2 4—6 4 Fram 5 1 1 3 7—9 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.