Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Fimmtudagur 24. júuí 1965 Góður afli á færum AFU handfærabátanna, sem legTgja upp í Reykjavík, hefur verið með allra mesta móti á þessum tíma árs. Á handfærum eru 7 bátar, 20 á humarveiðum, 14 á snurvoð og 2 á trolli, þannig að a.m.k. 43 bátar koma til Reykjavíkur með afla sinn um þessar mundir. Handfærabátarnir hafa fengið mjög góðan afla. Þeir eru 7: SkálhoSfsferð LanghoBfs- safnaðar LANGHOLTSSÖFNTJÐUR ætlar í Skálholt á sunnudaginn. Þetta er bæði kirkju- og skemmtiferð. Farið verður einnig að Laugar- vatni og á Þingvöll. Lagt verður af stað frá Safnaðarheimilinu eða kirkjunni við Sólheima kl. 9 að morgni. Messað í Skálholti kl. 1 eftir hádegið. Báðir prestarnir annast guðsþjónustuna. Gert er ráð fyrir að slík ferð i Skálholt verði árelegur þáttur í starfi safnaðarins til að tengja nútíð og samtíð í kirkjulegum skilningi og áhuga og skapa virð- ingu og hollan metnað gagnvart helgidómum og helgistöðum þjóð arinnar. Það er sumarstarfsnefnd safn- aðarfélaganna sém gengst fyrir þessari ferð undir forystu Krist- ján* Erlendssonar. Hefur nefnd- inni tekizt að útvega ágætar langferðabifreiðir til fararinnar. Verð farmiða, sem gildir í alla ferðina er aðeins 150 krónur. Fólk er hvatt til að fjölmenna og gera þessa för eins myndar- lega og skemmtilega og kostur er. Öllum er heimil þátttaka og íólkið beðið að tilkynna þátttök- una til formanns sumarstarfs- nefndar eða prestanna sem fyrst. Farmiðar verða og einnig af- greiddir næstu kvöld í Safnaðar- heimilinu. Þetta er einn þáttur 1 starf- semi nefndarinnar í sumar. Um daginn gekkst hún fyrir sam- komu, sem nefnist Vordagur kirkjunnar. Og næsta verkefnið er ferð eldra fólksins, sem verður 14. júH einnig „austur fyrir f jall'*. Bifreiðastöðin Bæjarleiðir legg- ur þá til farkostinn. Þátttaka ókeypis alla ferðina. Safnaðarfólk er beðið að fylgj- aat vel með starfi sumarstarfs- nefndar og fylkjast sem flest und ir merki kirkjunnar í sumar. Sjóli, Andvari, Hanna, Dagný, Geir, íslendingur SH 90 og Geir VE. Hinn síðastnefndi kom á mánudag til hafnar með 16 tonn; Sjóli með 14 og Andvari í fyrra- dag með 17 tonn, allir eftir 2 til 3 sólarhringa á veiðum. Ágætlega hefur og gengið á snurvoð um helgina. Ásbjörn lagði upp 17 tonn í fyrradag eftir rúman sólarhring; Jón Bjarna- son 12 og Þórarinn Ólafsson 10. í gær landaði Blakkur 17 tonn- um. Humarbátarnir 20 hafa hins vegar fengið tregan afla, en Þor björn og Sæborg II, sem róa með troll, hafa aflað sæmilega. Sigurjón Jóhannsson fyrir framan eina af myndum sínum en þar fara hjólkoppar, hand- pakningar, úrklippur o. fl. með stór hlutverk. Poplistin: list hins daglega lífs LítCð inn á samsýningu I Ásmundarsal og rabbað við Sigurjón Jóhannsson, listmálara UM þessar mundir stendur yfir í Ásmundarsal og Mokka- kaffi samsýning fjögurra ungra listamanna; Hauks Sturlusonar; Hreins Friðfinns sonar; Jóns Gunnars Árnason ar og Sigurjóns Jóhannsson- ar. Á listsýningu þessari sýna þeir félagar aðallega collage- myndir eða klippmyndir eins og þær eru víst kallaðir á góðri íslenzku og skúlptúr. Á sýningunni eru 35 verk, en þar af eru 18 klippmyndir, sem þeir Hreinn, Haukur og Sigurjón eiga heiðurinn af og 17 skúlptúrmyndir eftir Jón. Þeir þrír fyrrnefndu hafa numið erlendis; Hreinn og Sigurjóri í Englandi og Haukur í Skotla-ndi. Allir hafa þeir áiur tekið þátt í samsýn 'ingum og þrír þeirra hafa sýnt sjálfstætt áður. Sýningin var opnuð 12. júní s.l. og átti að ljúka 20. júní, en vegna þess að sýningin hef ur verið mjög vel sótt og fimm verk hafa selst, þá hefur sýn ingin verið framlengd og lýk- ur henni í kvöld kl. 10. , Þar sem okkur þótti sýning þessi mjög forvitnileg, þá brugðum við okkur í Ásmund arsal í gær til þess að hitta þar að máli einhvern af að- standendum sýningarinnar. Er þangað kom, var þar Sigurjón einn fyrir; félagar hans voru állir uppteknir við önnur störf. Hann leiddi okkur upp í salinn og lýsti fyrir okkur verkunum, en ekkiskal verða farið út í það að lýsa því sem fyrir augu bar, það yrði of langt mál, en þó skal það eitt sagt, að sýningin er hin furðu legasta, en jafnframt mjög skemmtileg. Við spurðum Sigurjón fyrst hvort sýning þessi væri ekki gott dæmi um það, er menn kalla poplist og er nú mjög víða að ryðja sér til rúms. Jú, hann kvað svo vera. Það sem menn kölluðu yfirleitt poplist, væri þegar listamenn irnir tækju fyrirmyndir sín- ar úr daglega lífinu. Það væri viðleitni málarans að lýsa deginum í dag, tilraun til þess að temja listina umhverfinu. Máli sínu til stuðnings benti hann okkúr á stóra mynd er hékk þar á vegg. Á hafa hafði verið fest m.a. spegilfagur hjólkoppur, headpakning úr bifreið frá nítjánhundruðþrjá tíuogeitthvað, forsíðumynd bandaríska tímaritsins Time og úrklippur úr ýmsum kvennablöðum. — Er þessi stefna farin að vinna á víða í listaheiminum? spurðum við, er við höfðum virt myndina dágóða stund fyrir okkur. — Jú, það má segja það. Poplistin er orðin mjög vin- sæl núna bæði í Englandi og Bandaríkjunum. Það er þó vart hægt að segja að þessi stefna sé alveg ný af nálinni, því hún hefur verið að þróast undanfarin 10—20 ár. — Hverjir eru helztu for- svarsmenn hennar erlendis? — í Bandaríkjunum eru það Rausenberg, Jasper Jones og Roy Liohtenstein en í Eng landi Peter Bl-ake og Ridhard Hamilton. — Þið eruð ekiki sérlega hrifnir af 1-andsl-ag.simynd um. — Nei, við skeytum ekkert um landslagið. Við höfum nóg af því hérna í kringum okkur. Það sem vakir. fyrst og fremst fyrir okkur, er að tjá hug- myndir, sem umhverfið hér í borginni hefur gefið oikkur. — Eruð þi’ð ekki þeir fyrstu sem kynraið þessa stefnu hér fyrir utain Ferró? — Jú, ég held að það megi segja það. — Hvað villt þú segja um sýningu Feorró? — Ég hef ekki annað en gott eitt að segja um myndir hans. Hér finnst þær vera mjög sikemmtilegar. List hans er þó nakkuð af öðrum þræði en okkar, mjög súrrealistísk. — En hvað er þa'ð sem köll uð er hreyfanleg list? í sitað þess að svara spum- ingu okkar gekk hann að einu verkinu siem samsett var úr al'ls kyns járnplötum, tóik að færa plöturnar til og eftir skam-ma stun-d hafði verkið fen-gið á sig allt aðra mynd. Síðan snéri hann sér að okk ur og sagði. — Með þessu móti gefu-m við áihorfendun- um tækifæri til að taka þátt í l-istinni. Hann getur breytt verkinu eftir eigin vild. — En hvernig yrði ykkur þá við, þegar þið kæmuð inn kaup á svona verki eftir ykik- ur og sæuð að búið væri að gjörbreyta því? — Við myndum taika því eins og sjálfsögðum hlut, því þetta er eingöragu það, sem við gæ-tum fært horaum upp í hendurnar, mögul-eika á að leika sér. — Að síðustu, Sigurjón. Ertu ákveðin í því að hal-da áfra-m á söm-u braut? — Það er ekki svo gott að segja. Ég held að sjálfsögðu áfram að búa til my-ndir og þær ha-lda áfram a’ð þróast. Maður veit aldrei hvernig næsta myind verður, en hún leiðir af sér þá næstu og hún síðan þá næstu o.s.frv. Aðalfundur B.S.S. Árelíus Nielssom. Laxveiði, tún- sláttur o.fl. VÁLDASTÖÐUM, 19. júní. — Einj og áður hefur verið getið, byrjaði laxveiðin þann 10. þ.m. Hefur veiði verið heldur lítil í þessa 10 daga sem af er síðan byrjað var að veiða. Eru komnir á land '28 laxar. — Segja veiði- menn. að nokkur lax sé kominn í ána, en hann gangi óvenjulega fljótt upp ána. Það, sem veiðzt hefur, er aðeins á neðsta svæð- inu. Nokkrir bændur hafa þegar hafið slátt og er spretta þegar orðin góð á beztu túnum, enda hefur sprettu farið ört fram. En þurrklítið hefur verið síðustu daga. Að mestu er eftir að rýja féð, og nokkuð er enn ómarkað af lömbum. Sauðburður gekk hér mújafnlega vel. Hjá sumum vel, ea öðrum ekki. — St. G. AÐALFUNDUR Búnaðaasam- baryfs Skagfirðinga (B.S.S.) var haldinn á Sauðárkróki dagana 6. og 7. maí s.l. Fundinn sátu fulltrúar úr öll- um búnaðarfélögum sýslunnar ásamt stjórn sambandsins og ráðunautum. Fundarstjórar voru Hermann Jónsson hreppstj. á Yzta-Mói og Gísli Magnússon bóndi í Eyhildar holti. Framkvæmdarstjóri sam- bandsins, Egill Bjarnason ráðu- nautur, flutti skýrslu um starf- semi B.S.S. og Ræktunarsam- bands Skagfirðinga árin 1963 og 1964 og lagði fram og skýrði reikninga sambandanna fyrir þessi tvö ár. Ræktunarframkvæmdir og framræsla höfðu aukizt veru lega á þessum árum. Árið 1963 voru úttektnar jarðabætur um 390 ha. árið 1964. Framræslan 1963 var svipuð og árið áður eða grafnir um 200 þús. m3. 1964 m*. Það ár var unnið að fram- ræslu á sambandssvæðinu með 8 skurðgröfum og voru 6 þeirra í eigu Vélasjóðs ríkisins. Á árinu 1964 var vélakostur Ræktunarsambandsins. endurnýj- aður að verulegu leyti. Keyptar voru 4 nýjar beltadráttarvélar ásamt nokkru af verkfærum. Kaupverð þessara véla og verk- færa nam rúml. 3 millj. kr. Sigurþór Hjörleifsson verk- færaráðunautur flutti skýrslu um störf sín hjá sambandinu. Á fundinum mætti fulltrúi frá Ræktunarfélagi Norðurlands Jó- hannes Sigvaldason. Gerði hann grein fyrir undirbúningi að stofnun og rekstri Efnarannsókn- arstofu á Akureyri. Að stofnun hennar standa búnaðarsambönd- in í Norðlendingafjórðungi. Gert er ráð fyrir að efnagreiningar á jarðvegssýnishornum geti hafizt á n.k. hausti. Framkvæmastjóri Búfjárrækt- arstöðvarinnar á Blönduósi, Æv- ar. Hún tók til starfa um miðjan maí 1963 og starfssvæði hennar er Skagafjarðarsýsla og A-Húna- vatnssýsla. Þátttaka í notkun stöðvarinnar er nú orðin mjög al- menn. Fundurinn gerði nokkrar ályktanir. Samþ. voru, með 19 atkv. gegn 11, mótmæli gegn frumvarpi til laga um loðdýrarækt. Fyrir fund- inum lá erindi frá Hermóði Guð- mundssyni bónda í Árnesi, þar sem óskað er eftir að B.S.S. gerist aðili að málarekstri hans v/1% búvörugjalds til Stofn- lánadeildar landbúnaðarins. í til- efni af því komu fram tvær til- lögur, önnur með en hin á móti. Voru þær báðar felldar með jöfnum atkvæðum. Þetta mál var einnig til um- ræðu á aðalfundi sambandsins árið 1963 og þá vísað frá. Á fjárhagsáætlun Búnaðar- sambandsins fyrir árið 1965 voru tekjur áætlaðar kr. 789 þús. Hæstu tekjuliðir eru: Frá ríkissjóði v/- launa starfs- manna 250 þús. Frá Búnaðar- málasjóði kr. 200 þúsund. Frá Ræktunarsambandinu kr. 120 þÚ3. Hæstu gjaldaliðir eru: Laun starfsmanna 450 þús. Ferða- kostnaður starfsmanna kr. 175 þús. Til Búfjárræktarstöövar- innar á Blönduósi kr. 30 þús. Úr stjórn sambandsins áttu að ganga Jón Sigurðsson Reynistað og Björn Jónsson Bæ. Jón á Reynistað hefur setið í stjóm sambandsins frá stofnun þess, árið 1931. Baðst hann eindregið undan endurkosningu og flutti þakkir til stjórnarnefndarmanna, ráðunauta og bænda fyrir ánægjulegt og gott samstarf alla tíð og árnaði sam-bandinu allra heilla. Formaður sambandsins, framkvæmdarstjóri og fundar- stjóri þökkuðu Jóni fyrir störf hans í þágu sambandsins og ánægjulegt samstarf. Tóku fund- armenn undir orð þeirra með þvl að rísa úr sætum. 1 stjórn vom kjörnir. Bjarni Halldórsson bóndi á Uppsölum og Bjöm Jónsson bóndi í Bae. Aðrir I stjórn eru Jón Jónsson bóndi á Hofi formaður, Marinó Sigurðs- son bóndi á Álfgeirsvöllum og Gunnar Oddsson bóndi í Flata- tungu. Ráðunautar sambandsins eru: Egill Bjarnason, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þess og Ræktunarsambands Skagfirð- inga, Sigurþór Hjörleifsson, Óskar Eiríksson, starfar hálft árið, og Sigfús Ólafsson búfræði- kandídat frá Gröf, sem ráðinn er til fyrsta okL voru grafnir rúml. 200 km. ar Hjartarson, flutti skýrslu um langir skurðir eða um 875 þús. starfsemi og rekstur stöðvarinn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.