Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐID Fimmtudagur 24. júní 1965 ÞAÐ VAR glaðvær hóp- ur barna, sem við hittum í Heiðmörk í fyrradag, Þarna voru komin saman tæplega 40 böm úr skóla- görðunum í Laugardal. Þau höfðu fengið að skreppa þangað sér til skemmtunar en um leið til að gera eitthvert gagn: Þær voru að drekka mjólkina sína: Stella Kolbrún, 9 ára, Sveiney Sverrisdóttir oji systurn- ar Auður, 8 ára, Guðný Ingigerður, 10 ára. förum í boðhlaup og stundum hlöðum við vörður. — Leyfiði strákunum ekki líka að vera með? — Ne-hei, þeir eru alltaf í slag! — Ekkert alltaf, segir sá með fótboltann undir hend- inni. Við erum líka í fótbolta. — Hver er beztur í fót- bO'lta, strákar? — Það erum við tveir, heyr ist einhvers staðar. Við starf og leik í Heiðmðrk hvert harnanna hafði það verkefni að gróðursetja tvær plöntur. Þarna undu þau glöð og ánægð í sól- skininu, þegar okkur bar að garði. Svo sem baroa er háttur ruku þau upp til handa og fóta, þegar maður með myndavél var kominn í heim sókn. Við spurðum, hvort þau vseru ekki að vinna, en þá sögðu þau, að þau væru búin að gróðursetja plönt- urnar. — Nú erum við bara að leika okkur, sögðu þau og horfðu forvitnum augum á aðkomumann, stúlkumar dá- lítið feimnar en strákamir hávaðasamir eins og stráka er háttur, þegar þeim er mik ið niðri fyrir. — En hver lítiur eftir ykk- ur? — Það eru Kristín og Unn ur og Sveiney. Sko, þser eru að koma þarna brokkandi '.. Þetta var um miðaftansbil. Það var kominn tími til að taka fram nestispakkann og mjölkurflöskuna. Við höfðum Þeir sögðust vera beztir í fótbolta. sama háttinn á og börnin: breiddum úr okkur á gras- inu, og svo fórum við að ræða um daginn og veginn: — Ei uð þið öll jain dug- leg við að planta, krakkar? — Já, já, sagði kvenþjóð- in. — Svona næstum því, sagði ljósihærður, snaggara- legur strákur af yfirstærð. Við litum upp undrandi. — Ætlarðu ekkd að skrifa þaið niður? Hann horfði niður til okkar og það var eftir- vænting í augnaráðinu. — Segðu, að ég hafi sagt „svona næstum því“, hélt hann áfram. Ég hef nefnilega aldrei komið í blöðin. — Veiztu það, að ég ber út Moggann, sagði lítil hnáta við hlið okkar. Hún sagðist heita Ingibjörg og vera 10 ára. Og bróðir minn ber út Vísi, en ég rukka alltaf fyr- ir hann. — Jæja, sögðum við. En dugleg. — Já, og svo er ég í skóla- görðunum á daginn líka, hélt hún áfram. —Finnst ykkur ekki gam- an að vera í sólinni á svona fallegum stað, krakkar, spurð um við. — Ef það væri ekki svona mikið af flugum, segir ein- hver, og nú hlæja allir. — Veiztu, hvað hann gerir við flugurnar þessi, segir snaggaralegur strákur með fótbolta undir hendinni. — Nei. — Hann étur þær. Só, sem allt í einu er orð- inn miðdepill atihyglinnar, tekst nú allur á loft. — Og svo þegar maður er að syngja, þá hristast flug- urnar uppúr manni .... Við snúum okkur að stúlk- unum. — Hvað hafið þið fyrir stafni, þegar þið eruð ekki að gróðursetja? — Við hlaupum í skarðið, Nú koma verkstjórarnir að- vífandi, þrjár fallegar stúlk- ur, Kristín Unnsteinsdóttir, Unnur Gunnarsdóttir og Sveiney Sverrisdóttir. Við spyrjum þær, hvort börnin séu áhugasöm við gróðursetn ingua. Þœr segja, að allflest bamanna sýni þessu mikinn áhuga. — Við bendum þeim líka á plönturnar og segjum þeim, hvað þær heita og við förum með börnin í gönguferðir að norska kofanum hér í ná- grenninu. Þær segja okkur, að í skóla görðunum í Laugardalnum séu tæplega 300 böm, flest á aldrinum 9 til 12 ára. Börnin í skólagörðunum fá að fara í slíkar gróðursetningarferðir í Heiðmörk, um 40 í hóp. — Og hvaða plöntur gróð- ursetja börnin? — Furu og greni. — Kunna þau skil á þess- um trjátegundum? — Nei, en við erum til þess að kenna þeim það. Þær brostu sínu fegursta brosi dömurnar þrjár á myndinni — en allt í einu birtist fjórða and- litið. (Myndir A.I.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.