Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLADIÐ Fimmtudagur 24. júní 1965 Erlendur Jónsson: UM BOKMENNTIR Orð og andurtak ÞAÐ VAR fyrir nokkrum árum, að einhver skáldkona kom fram í Útvarpinu og las frumsamin ljóð fyrir hlustendur, og er það ekki í frásögur færandi út af fyrir sig. Skáldkona þessi mun hafa verið af eldri kynslóðinni. Kn ekki man ég nú lengur nafn hennar. Hins vegar minnist ég t>ess, að hún las kvæði sín af mikilli sjálfgleði og auðheyri- legu sjálfsöryggi og lagði áherzlu á kveðurnar. Ég var að gizka á, að hún hefði verið af eldri kynslóðinni. Raunar vissi ég ekkert um ald- ur hennar, þar sem ég þekkti hvorki haus,né sporð á henni og hafði aldrei áður heyrt hana nefnda. En ég þóttist ráða af stíl og efni kvæðanna, að hún hefði verið ung stúlka um síðustu alda mót, þegar Þorsteinn Erlingsson var í mestu uppáhaldi hjá unga fólkinu. Kvæði hennar voru nefnilega í einu og öllu sniðin eftir kvæðum Þorsteins. Hrynj- andin var sú sama: eilítið harð- ur og þó reiprennandi liðugur þríliður. Andi kvæðanna var líka Þorsteins. Skáldkonan kyað til dæmis um ástina í anda Þor- steins og á þann veg, sem honum var tamt. Sumum þótti sá kveð- skapur „djarfur" um síðustu aldamót, og má það að vísu furðu legt heita. Ennfremur meykti skáldkonan ádeilunum á einstrengingslhátt- inn og þrýnsýnina, eins og margra höfunda var háttur í tíð raunsæisstefnunnar fyrir alda- mótin. Yfirleitt mátti segja, að karl- mennska Þorsteins gneistaði af kvæðum þessarar (rosknu) skáld konu. Og ekki voru kvæðin verr ort en svo, að Þorsteinn hefði hreint ekki þurft að skammast sín fyrir þau. Sá, sem þekkt hefði kvæðastíl Þorsteins, en ekki öll kvæði hans, hefði meira að segja getað ályktað, að hann hefði sjálfur ort þau og enginn annar. Nafni skáldkonunnar gleymdi ég, eins og fyrr segir, og hef ekki heyrt hennar getið síðan. En lesturinn varð mér einhvern veiginn minnisstæður. Skáldkon- an var svo ánægð -með sig og kvæðin sín, svo örugg og fröm, að auðheyrt var, að henni þótti mikið koma til þessara andans afreka sinna. Ekki lagði hún minnsta áherzlu á það, sem hún hafði kveðið „djarfast“ um ást- ina. Ef til vill hefur hún vænzt þess, að unga fólkið hlustaði hug fangið á óð hennar, eins og hún hafði hlýtt á óð Þorsteins í sinni æsku. Ef til vill hefur hún von- að í hjarta sínu, að klerklegt afturhald og forpokaðir búrar risu upp og fordæmdu „dirfsk- una“. Um það veit ég ekki, því hugrenningar skáldkonunnar gat ég ekki ráðið, utan hvað ég þótt- ist ráða af framsögn hennar og áherzlum. En hafi hún vonað, að kvæði hennar vektu athygli, þá var sú von að minnsta kosti ekk- ert einsdæmi. Enda má spyrja, hvort ekki sé sanngjarnt, að skáld, sem yrkir eins vel og talar eins djarft og eitthvert annað skáld, fái jafngóða áheyrn og það sama skáld. Kvæði skáldkonunnar höfðu nefnilega allar forsendur til að fá almenna áheyrn, allar — nema eina, það er tímann. Þau komu sjötíu árum of seint. Ef skáldkonan hefði orðið á undan Þorsteini — þá 0|g því að- eins hefði verið mark á henni tekið. En auðvitað er fjarstætt að setja dæmið þannig upp. Hugs um okkur samt til gamans, að hún hefði raunverulega verið uppi og ort kvæði, áður en Þor- steinn kom fram á sjónarsviðið. Þá hefði hún ábyrgilaga ekki ort eftir honum, því ekki gat hún stælt höfund, sem ekki var til. Hún hefði stælt Jónas eða Bjarna eða eitthvert annað löngu viður- kennt þjóðskáld. n 1 upphafi var orðið, segir í Jó- hannesar guðspjalli. Orðið er máttugt. En það er jafnframt af- stæðast allra hugtaka. Yið könnumst við — í mæltu máli — að sama orðið hefur ekki alltaf sömu merkiniguna, því síð- ur sömu blæbrigðin, né heldur vekur það sömu kennd með öll- um mönnum. Hreimur og látbragð ræður að nokkru leyti merkingu talaðs orðs. Sömuleiðis hafa orðin eins konar endurminningagildi. Þá skiptir ekki litlu máli, hver tal- ar og hver hlýðir. Til dæmis er alkunna, hvílíkt mark er tekið á orðum frægra manna, enda þótt orð þeirra kunni að vera marklaus í sjálfu sér. En allt er þetta háð andartak- inu. Inntak orðs fer að hinu leyt- inu eftir- því, hvort það fellur á hinu rétta aUgnabilki og skilst á réttri stund. Einu sinni heyrði ég sögu af. Skota. Hún er kannski login. En það gerir ekkert til. Hún er sönn á sína vísu þrátt fyrir það. Saiga þessi er ekki um nízku eins og flestar Skotasögur, heldur um seinheppni. En sagan er á þessa leið: Skoti nokkur var í leikhúsi, þar sem leikinn' var afskaplega- átakanlegur harmleikur og áhorf endur sátu með tár á brá. En Skotinn rak nú samt upp hlátur, þegar spennan í harmleiknum reis hvað hæst. Þeggr hann var á eftir spurður, hvað hefði kom- íð honum til að hlæja, svaraði hann því til að á umræddu and- artaki hefði allt í einu runnið upp fyrir sér fyndnin í brandara, sem hann hafði heyrt tuttugu árum áður. Mestu yfirburðir andlegs leið- toga eru fólgnir í að skynja andartakið. Það þarf snilligáfu til að hlæja á réttu andartaki. Skussinn hlær aldrei fyrr en tuttugu árum of seint. Orð getur verið eins og blóm, sem stendur útsprungið eina dag- stund, skrælnar síðan og þornar. Að vísu getur það staðið þannig um alla framtíð, þurrkað og stjarft. En líf sitt endurheimtir það aldrei framar. Önnur orð geta hins vegar vaknað til nýs lífs með nýju inntaki. Annnars eru orð og hugtök nokkuð, sem aldrei verður skil- igreint til hlítar, hversu auðveld sem sú skilgreining virðist vera, fljótt á litið. „Hér skal ég að vinna,“ sagði Gissur, þegar hann kom að Sturlu Sighvatssyni særðum í Örlygsstaðabardaga. — Eru þau orð ekki nógu skýr og ákveðin? Vera má, að við leggjum í þau svipaða merkingu Oig höfundur fslendinga sögu, eða sá, sem skráði þau fyrst. Um það er ég að sjálfsögðu hvergi dómbær. En jafnvel þó við göngum út frá, að merking orðanna hafi haldizt óbreytt síðan á þrettándu öld, vitum við ekki, hvaða hug- hrif ummæli Gissurar hafa or- sakað á þeirri tíð. Ekki er ósennilegt, að þau hafi þá vakið með mönnum einhverja aðra til- finningu, heldur en þau vekja með okkur nú. Hallgrímur Pétursson orti Passíusálmana nákvæmleiga á þeim tíma, þegar þeirra var þörf. Þfið var tilfinning aldarinnar, sem hann túlkaði svo gagngert í því meistaraverki sínu — fól krossfesting íslenzks þjóðfrelsis á bak við píslarsögu frelsa'rans. Ætli þeir hafi ekki skilið það á sautjándu öld? Eftir daga Hallgríms vom gerð ar margar stælingar á sálmum hans. Sumar þeirra voru býsna vel kveðnar. En hver kannast nú við þær? Kjarnyrði Vídalínspostillu valda ekki á okkar tið sömu hug hrifum oig þau ollu á tíð meist- ara Vídalíns. „Vilji menn ekki guðs vitjun- artíma þekkja, þá þekki menn þó andskotans," sagði Vídalín. Tuttugustu aldar maður skilur hvert orð í þessari málsgrein. Hitt er álitamál, hvort hann skil- ur raunverulegt inntak máls- greinarinnar, hvort hann getur gert sér eiginlegan þann alvöru- þunga, sem höfundur og lesandi hafa í þau lagt fyrir tveim öld- um og hálfri betur. Jónas Halligrímsson orti kvæði sitt, ísland, farsælda frón á sömu stund og þjóðin var reiðubúin að taka við því og tileinka sér það. Nítjándu aldar menn unnu bókstaflega eftir því. Einar Benediktsson orti vold- ug kvæði um stóriðju, sem þykir víst allt annað en skáldleg nú á dögum. En Einar var fyrsti mað- ur á íslandi, sem vissi, hvað stór- iðja gilti. Jón Trausti færði í letur sín- ar yfirgripsmiklu skáldsögur, ein mitt þegar þjóðin þurfti á slíkri lesningu að halda. Og þannig mætti lengi telja. Á hinn bótginn er alltaf verið .að prenta bækur, sem bíða þess ‘eins að rykfalla í bókahillum. Sumar þessar bækur eru að vísu kéyptar — vegna auglýsingar eða áróðurs — og lesnar fyrst eftir útkomu. En síðan ekki sög- una meir. Þær gleymast. Auglýs- ing og áróður gerir nefnilega -enga bók ódauðlega. Og gildir þá einu, hvort fáir eða margir fást til að lesa hana. Ljóðabækur hafa verið útgefn- ar hér á landi svo hundruðum skiptir eða þúsundum á þessari öld, svo dæmi sé tekið. Lang- flestar þeirra eru pú þegar gleymdar og grafnar. Engu síður mætti finna í þeim margt fall- egt kvæðið, ef grannt væri leit- að. Gallinn er aðeins sá, að þau kvæði birtust ekki á hina rétta auignabliki. Þau komu of seint. Aðrir menn voru búnir að segja og jafnvel margstaga hvaðeina, sem þar er sagt. Það er á unga aldri, sem menn skynja bezt tilfinning síns tíma. Sú staðreynd heyrir undir bæði sálfræði og lífeðlisfræði, býst ég við. Tilfinningin staðnar, þegar ár- in færast yfir. Þá gerist hvort tveggja, að mönnum gengur verr að skynja breytingarnar og þeir vilja ekki skilja þær. Sagt var um frægan valda- inann á fyrri öld, að hann hefði engu gleymt og ekkert lært. Þannig er því einmitt varið um marga menn á öllum tímum. íslenzkir rithöfundar af eldri kynslóðinni — þar á meðal höf- undar, sem hátt bar með yngri kynslóðinni fyrir þrjátíu árum — hvar eru þeir til dæmis staddir í tímanum um þessar mundir? Sumir eru enn í miðri krepp- unni og berjast þar af miklum rr.óði við ímyndaðar vindmillur. Öðrum tókst að þumlunga siig áfram til kalda stríðsins, stöðn- uðu þar og geta sig þaðan hvergi hrært. Hvorirtveggja eru ánauðugir þeim „hugsjónum“, sem þeir bitu sig í forðum. Þar af leiðandi eru þeir bæði gramir og vonsviknir, þegar þeir uppgötva, að almenn- ingur hefur ekki lengur áhuga á þessum „hugsjónum“ þeirra og lætur sig þær engu skipta. Þá er ávallt nokkur hópur höf- unda, sem draga sig í hlé, um leið og tíminn hleypur frá þeim. Þeir setjast þá í helgan stein, látast vera dauðir og hlýða á hástemmd eftirmæli, sem aðrir menn ausa yfir þá — lifandi. III Listin- er sú mannleg viðleitni, sem sízt vérður mæld. Þess vegna er ógerlegt að gefa fyrir hana stighækkandi einkunnir. Og samt á listin sinn hreina tón. Það er tónn upprunaleikans, ein- faldleikans. „.... þó ég sé ekki góður að syngja, þá veit ég að til er einn tónn og hann er hreinn,“ segir dómkirkjupresturinn í Br.ekku- kotsannál. „Það er aðeins til einn tónn, sem allur tónninn," segir Garð- ar Hólms í sömu bók. Þegar Einar Benediktsson spurði föður sinn, hvers vegna í ósköpunum honum tækist að hrífa áheyrendur svo mjög sem hann gerði, svaraði Benedikt: „Ég skal segja þér, Einsi, það, sem kemur frá hjartanu, fer til hjartans.“ Orðið er vandmeðfarnast alls, sem maðurinn hefur á valdi sínu. Jafnvel skólanemandi þarf ekki að.festa nema þrjú orð á blað til að komast að raun um, að mikið djúp er milli orðs oig hugs unar; djúp, sem erfitt getur reynzt að brúa, þegar til kast- anna kemur. Að vera einlægur í tjáningu og jafnframt skýr í túlkun er ekki eins auðvelt og margur hyggur. Það er gamalkunn staðreynd, að fleiri bera í brjósti skáldlegar tilfinningar en þeir sem yrkja. Margslungin hugsun og djúp- stæð tilfinning er ekki sérgáfa rithöfunda og listamanna og ó- víst, að þeir séu gæddir þeim eiginleikum í ríkara mæli en aðr- ir menn'. Það er aðeins hæfileik- inn til að tjá tilfinningu og hugs un í orði — sá hæfileiki sker úr því, hvort einstaklingurinn er skáld eða ekki skáld. Leyndardómur listarinnar er meðal annars fólginn í heiðar- legri tjáningu þess sem inni fyrir býr. Það útheimtir snilligáfu að segja eitthvað frumlegt, ná- kvæmlaga á þann hátt, sem mað- ur vildi sagt hafa, þó ekki sé nema einu sinni á ævinni. Svo vandasöm er meðferð orðsins. „Oft skeikar höfundinuin i því að segja það sevi hann vill. kannski oftastnær," segir Hall- dór Laxness. Guðmundur G. Hagalín hefur skýrt frá sinni reynslu, þegar hann tók að glíma við sagna- gerð, barn að aldri: „Þeggr ég reyndi að skrifa,** segir hann; „fannst mér orðin eitthvað svo fátækleg, frásögnin hlálega fjarri því, sem fyrir mér vakti.“ Sigurður Nordal segir í grein sinni, Viljinn og verkið: „Einmitt skáldunum áf guða náð mun oft finnast, ef þeir eru nægilega smekkvísir og, strangir dómarar, að hið dásamlegasta, sem fyrir þeim hefur vakað, hafi | þeir aldrei getað sagt, svo að til hlítar sé, að ókveðnu kvæðin séu jafnan fegurri en hin kveðnu. Þó að þeir virðist einvaldar í öllu víðlendi Kungunnar, rúmar hún Niðurstaðan af ofangreindum tilvitnunum verður þá eitthvað á þessa leið: Orðið er aðeins eftif mynd eða líking hugsunarinnar. Sú mynd er að sönnu misjafn- lega augljós, en nauðasjaldan liárnákvæm. Og hvernig ætti annað að vera. Listin skírskotar til mannlegrar reynslu og mannlegt úmhverfis. Þetta umhverfi er breytilegt. ÞaS kemur okkur aldrei nákvæmlega eins fyrir sjónir frá degi til dags. Öll okkar reynsla verður að end- urminninigu. En endurminningin er ekki sama og reynslan. Hún er • þannig með nokkrum hætti afströkt mynd af raunveruleikan- um. 1 eðli sínu eru allir menn hver öðrum líkir. Og þó eru engir tveir menn eins. Við getum þvi aðeins að vissu marki sett okk- ur hvert í annars spor. Tímarnir breytast og mennirn- ir með, segir gamalt máltækú Sérhvert andartak ber með sér sinn tiltekna blæ eða stemmingu; blæ, sem hverfur með andartak- inu og kemur aldrei aftur. f raun og veru vitum við aldrei hver skynjar þá stemmingu dýpst og einlægast. Kannski sá. sem fæst hefur orðin? Hitt vitum við, að skáldin túlka hana bezt. Má því með nokkrum rétti seigja, að þau bjargi ilmi og beizkju andartaks- ins frá tortíming gleymskunnar. Sagnfræðingar skrásetja sögur af atburðum. Hlutverk skáldsin* er á hinn bóginn að varðveita sjálft andartakið, það er að segja þá mynd af því, sem einstakling- urinn geymir í huga sér. Skáldið styðst auðvitað • vi8 eigin reynslu, fyrst og fremst. En túlkun þess dæmum við eftir því, hvernig hún kemur heim við reynslu okkar hinna. Því betur sem hún kemur heim við reynslu okkar og endurminningu, þvf meira lífssannindagildi finnum við í verkinu. Og því betur sem skáldið túlkar sitt eigið andar- tak, því meiri líkur eru til, að verk þess verði sígilt og standi um ár og aldir. Erlendur Jónsson. Við óskum eftir sambandi við kaupendur á ’l’ síldartunnum Fyrsta flokks gæði. Hafið vinsamlegast samband við BRÖDRENE SANDÖ - Aalesund, Norge. Útboð Húsið nr. 4 við Borgarholtsbraut er til sölu til niðurrifs. Tilboðum sé skilað á skrifstofu mína í síð- asta lagi miðvikudaginn 30. þ. m. Kópavogi 23. júní 1965. Bæjarverkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.