Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 18
!D f 1« MÓkcÚNBLAÐID ú £* ö ;.s % ^ í- |> ~> .. r _ . •• ... ..... Fimmtudagur 24. júní 1965 Við þokkum innilega skyldum og vandalausum, sem glöddu okkur og gáíu okkur góðar gjafir og sendu okbur kveðju á gullbrúðkaupsdegi okkar 17. júní. liifið heil og sæl. Magnea og Árni Tómasson, Bræðratungu, Stokkseyri. Mínum mörgu vinum þakka ég gjafir, hlýhug og góðar óskir á- afmælisdegi mínum 31. maí. Jón M. Gnðjónsson, Akranesi. ,t, Móðir okkar, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR Fornhaga 21, Reykjavík, andaðíst að Landakotsspítala 18. júni sl. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju, föstudaginn 25. júní n.k. kl. 10% f.h. og verSur henni útvarpað. Magnús Fr. Árnason, Gunnar B. Árnason, Kristinn J. Árnason. Móðir okkar ÞÓRUNN HJÁLMARSDÓTTIR frá Skinnastöðum. er lézt 18. þ.m. verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 26. þ.m. kl. 2 e.h. Lúzínda Árnadóttir, Sigtryggur Árnason. Jarðarför mannsins míns og föður okkar LÚÐVÍKS VILHJÁLMSSONAR skipstjóra, Laugateig 20, fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 25. júní kl. 10,30 í.h. Jóhanna Gísladóttir og börn hins látna. Maðurinn minn VALDIMAR ÞÓRÐARSON verður jarðsettur frá Fríkirkjunni föstudaginn 25. júní kl. 1,30 e.h. Fýrir hönd aðstandenda. Anna Hjálmarsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur og systur okkar ÖNNU KATRÍNAR STEINSEN Ennfremur feerum við læknum, lijúkrunarkonum og öðru starfsfólki efstu hæðar Fæðingardeildar Lands- spítaians alúðar þakkir fyrir góða hjúkrun allan þann tíma, sem hún dvaldi þar. Þorvaldnr Jónsson og dætur, Krístensa og Vilhelm Steinsen, Garðar ©g Örn Steinsen. Ihnilegar þakkir færum við þeim cr minntust > MARGRÉTAR JONSDÓTTUR frá Amarnesi. Jón og Jórunn Sigtryggsson. Inniiegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og bróður ÞORBERGSJÓNSSONAR Sérstafear þakkir til forstjóra og samstarfsmanna hjá Loftorku s.f. Einnig til hjónanna Guðlaugar Guðjóns- dóttur og Eiisar Guðjónssonar Akranesi fyrir sérstaka samúð og hlýhug Jóna G. Jónsdóttir, böra og sysikini. 10 ÁRA STÚDENTAR M. A. 1965 Hjartanlegar þakkir fyrir hlýhug og ræktarsémi við minningu SIGURÐAR Ó. JÓHANNSSONAR Brynhildur Kristinsdóttir, Jóhann Sigurðsson og synir. Þökkum hjartaniega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar ÞÓRDÍSAR SIGRÍÐAR JENSDÓTTUR Elsa Benediktsdóttir, Marinó Sigurðsson, Þorvaldur Garðar Kristjásisson aiþm.: Viökvæmni gagnvart Evrópuráðsins Þ A Ð var fagnaðarefni flestum, þegar ríkisstjórnin ákvað á síðast liðnum vetri að taka lán úr Við- reisnarsjóði Evrópuráðsins. Vest- firðingar fögnuðu því sérstak- Jega, þar sem Jánið, að upphæð 2 milJj. $, eða um 86 millj. kr., á að ganga til samgöngubóta á Vestfjörðum. Aðrir Jandsmenn, sem láta sig varða uppbyggingu strjálbýlisins og jafnvægi í byggð Jandsins, fögnuðu einnig. JLánið frá Viðreisnarsjóðnum er tekið *.il að tryggja framkvæmd á heildaráætlun um eflingu byggð- ar á Vestfjörðum. Með slíkri áætJunargerð og framkvæmd eru tekin upp ný og bætt vinnubrögð til eflingar strjál býlinu. Ekki var það óeðlilegt, að Vestfirðir yrðu fyrst fyrir va'l- inu, þegar hafizt vár handa i þessum efnum. En jafn eðiilegt er, að aðrir landshlutar fylgi á eftir. Öllum mátti vera fagnaðar- efni lántakan hjá Viðreisnar- sjóðnum. Því bregður kynlega við, að vil og vol skuli heyrast út af lán- töku þessari. Að vísu sýndi sig strax í upphafi, að hætt gat verið við alvarlegum misskilningi í máli þessu. Þegar tillaga mín til þingsályktunar um aðstoð frá Viðreisnarsjóðnum, var til um- ræðu í sameinuðu Alþingi í apríl 1964, missást jafn athugulum manni og 3. þingmanni Norður- landskjördæmis eystra, Gísla Guðmundssyni. Hann var óánægður með nafn þessa lánasjóðs. Hann taldi betri þýðingu á hinu enska heiti Re- settlement Fund að kaJla sjóðinn „jFlóttamannasjóð" heldur en Við reisnarsjóð. Á grundvelli sinnar snjöllu þýðingar fannst honum hann finna tiJgang sjóðsins. Sam- kvæmt því átti tiJgangur sjóðsins að vera sá, að aðstoða landflótta- fólfe. Af miklum alvöruþunga var aði hann fslendinga við að koma nálægt slíkum sjóði. Það gæti leitt til þess, að íslendingar yrðu að deila náttúrugæðum og lands- réttindum meS erlendum flótta- mönnum, sem mýndu flykkjast til Jandsins, ef komizt væri í tæri við „Flóttamannasjóðinn". Um hugsaniega lárrtöku hjá sjóðnum komst þingmaðurinn m.a. svo að orði: „En ef slíkt ber á góma, þarf áreiðanlega að fara að með mikilli gát, því að þessi fámenna þjóð má því miður ekki við því af þjóðernisástæðum að veita við töku fjölmenni af öðrum þjóð- ernum eða jafnvel kynþáttum". Þessi ummæli báru vott um lofsvert hugmyndaflug. Hins veg ar var þetta naumast lofsverður málflutningur. Hér var skellt skoJJaeyrum við veruleikanum. Samkvæmt samþykktum Við- reisnarsjóðsins frá 1956 er til- gangur sjóðsins sá að aðstoða við úrlausn vandamála, sem stafa af tilflutningi fólks. Sjóðurinn hefir gegnt hlutverki sínu með því að lána til íramkvæmda til að Þorvaldur Garðar Kristjánsson skapa fólki lífsskilyrði á þeim stöðum, sem það flytur tii. En jafnframt og ekki siður hafa ver- ið veitt lán, tii þess að bæta sam- göngur, efla atvinnuvegi og koma upp félags- og menningarstoín- unum í þeim byggðarlögum, sem eiga í vök að verjast, til þess að draga úr fólksflutningum það- an. Hér hefir verið um að ræða aðgerðir til að viðhaida jafnvægi í byggð viðkomandi lands. Lán- veitingar Viðreisnarsjóðsins hafa einkum miðazt við verkefni sem þessi, þ.e. vegna tilflutninga fólks innan síns eigin Jands. En í samþykktum sjóðsins er tekið fram, að undir hlutverk hans heyri einnig aðstoð vegna tilflutninga fólks, sem flytur til síns eigin ríkis frá landssvæðum, sem viðkomandi ríki hefir misst vegna breytinga á Jandamærum. í framkvæmd hefir aðstoð sjóðs- ins við slikt félk verið fólgin í Jánveitmgum til Vestur-Þýzka- Jands vegna fólksflutninga frá Austur-ÞýzkaJandi. Þessar Ján- veitingar áttu sér einkum stað fyrstu starfsár sjóðsins. Hins veg- ar heyrir ekki undir verkevið sjóðsins aðstoð við fólk, sem flúið hefir frá einni þjóð til annarrar. FJóttamannastofnun Sameinuðu þjéðanna hefir það hlutverk að sinna slíku fólki. Frá þessu skýrði ég ræfeilega 1 umræðum á AJþingi og leiðrétti misskilning GísJa Guðmundsson- ar. Sá mæti maður hefir að sjálf- sögðu viJjað hafa það, sem sann- ara reyndist. Ekki hefi ég síðan heyrt, að hann teldi þjóðerni okk ar stefnt í voða með lántöku hjá Viðreisnarsjóðnum. En svo er að sjá sem til séu þeir, sem ekki vilja láta sér segj- ast. Til þess bendir forustugrein AJþýðublaðsins 4. apríl sl. Þar segir m.a.: „Aðeins eitt atriði varðandi Vestf jarðaáætlunina hef ir valdið undrun landsmanna. Það er lántaka hjá Flóttamannasjóði Evrópuráðsins, og þykir mörgum ilia viðeigandi af íslendingum að seilast til slíkra stofnana, sem hljóta að hafa ærin verkefni brýnari á sínu sviði. Þetta er því miður ekki eina dæmið um slík vinnubrögð og væri betur að þau byrfu á sama tíma, sem Al- þingi befir samþykkt að hefja athugun á hugsanJegri aðstoð is- lendinga við vanþróaðar þjóðir". Hér virðast hugarórar um flóttamenn móta umsögn blaðs- ins. TaJað er um, að Viðreisnar- sjóðurinn hafi öðrum hnöppum að hneppa en að lána hingað. Málið er sett í samband við að- stoð við vanþróaðar þjóðir. Þetta kemur eins og skoJJinn úr sauða- leggnum. Það er skrítin skoðun, að ekki sé jafn nauðsynlegt að stuðla að jaínvægi í byggð lands- ins hér eins og í öSrum Jöndum, sem sjóðurinn lánar til. Sjóður- inn Jánar hér til hJiðstæðra fram- kvæmda og annars staðar. Starf- semi Viðreisnarsjóðsins kemur ekkert við vanþróuðum þjóðum. Þær Evrópuþjóðir, sem standa að Viðreisnarsjóðnum, eru ekki venjuiega taldar til svokallaðra vanþróaðra þjóða. Engar aðrar þjóðir geta fengið lán úr sjóðn- um en þær, sem eru aðilar að honum. Þetta á ritstjóri AlþýðubJaðs- ins að vita og er því vorkunnar- laust að gera sig ekki að við- undri í máli þessu. Slikt hefði gjarnan mátt láta stjórnarand- stöðunni eftir. f ritstjórnarpistli Tímans „Á vettvangi" 5. þ.m. er fjallað um framkvæmdaáætlun Vestfjarða. Þar segir m.a.: „Það fjármagn, sem til þessa er varið, er þó ekki stórmannlega fengið. Það er fengið samkvæmt beiðni úr Flóttamannasjóði Evrópuráðsins, neyðarsjóði . . . Út af fyrir sig má segja, að sama sé, hvaðan fjármagnið kemnr, en ýrasum finnst aðgerðin ekki stórmannleg og jafnvel niðurlægjandi. A.m.k. gengur sú rikisstjórn varla bein í baki, ef bún er þá npprétt, sem fer fram á slíkar ölmnsnr í bezta árferði". Hér er talað um ölmúsur. Og rétt er það, að ekki er stórmann- legt að fara fram á ölmusur og jafnvel getur það verið niður- lægjandi. En hvers vegna er hér talað um ölmusur? Lán það, sem Viðreisnarsjóðurinn lánar íslend- ingum, er með 6,6% vöxtum *ál 15 ára, en afborgunarlaust fyrstu 5 árin. Þetta eru hliðstæð kjör og sjóðxírinh véitir öðrum ríkj- um, sem hann lánar. Þetta eru að vísu hagkvæm kjör, en allmifeið Framhald á bls. 17 Kærn vinir víðs vegar um land. Ég þakka ykkur öllum af alhug góðar gjafir, vinarkveðjur og árnaðar- óskir á sextugsaímælinu. Ingibjörg Jóhannsdóttir á Löngumýri. Lokað í dag kl. 12—1 e.h. vegna jarðarfarar. TORGTURNINN S.F. GEVAFOTO H.F. Lækjartorgi Lækjartorgi. Lokað I dag frá kl. 12 á hádegi vegna jarðarfarar. SAAB-BIFREIÐAVERZLUNIN, Langh.v. 113 JENS & KRISTJÁN, Langh.v. 113 SVEINN BJÖRNSSON & CO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.