Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. júní 1965 % CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN ÞaS er hagl — Þá skaltu segja það við þær, sagði Soffía vingjarnlega. — Fara þær eftir því, sem þú segir þeim? Ég hef aldrei átt neinn bróður, svo að ég veit ekkert hvernig þetta er. Það varð ofurlítil þögn og hr. Rivenhall, sem var óvanur svona árásum, var nokkra stund að átta sig. — Þú hefðir sjálfsagt gott af að eiga einhvern frænda, sagði hann- harkalega. — Það held ég ekki, svaraði Soffía, alls ófeimin. — Það lítið ég hef séð af bræðrum, gerir mig þakkláta við Sir Horace, að hann hefur ekki lagt neina slíka mér á herðar. — Þakka þér fyrir. Ég fer víst xiærri um, hvernig mér er ætlað að skilja þetta? — Já, þú tekur orðin eins og þau eru töluð, því að enda þótt þú sért að mörgu leyti gamal- dags í hugsunarhætti, þá held ég ekki að þú sér beinlínis heimsk- ur! ■— Þakka fyrir mig. Oig er kannski eitthvað fleira, sem þú þyrftir að gera athugasemdir við? — Já, maður á aldrei að stökkva upp á nef sér, ef maður er að stjórna ólmum hestum. Þú ókst alltof hratt fyrir þetta hom. Með því að hr. Rivenhall var talinn vera fyrirmyndarmaður á öllum sviðum, vann þetta lag ekki á brynju hans. — Þú ert andstyggðar krakki! sagði hann, en miklu vingjarnlegar en áður. En við skulum ekki vera að skammast alla leiðina. Við skul- um gera vopnahlé! — Alveg sjálfsagt, samþykkti bún innilega. En hvemig var það með vagninn minn? Er bezt að leita sér að hestum í Reiðskólan- um? — Alls ekki. — Kæri Charles frændi! Viltu segja mér, hvort ég fer vitlaust með nafnið eða þá að annar stað- ur sé heppilegri. — Hvorugt. Það sem ég vildi sagt hafa, er að dömur leggja ekki leið sína í Reiðskólann. — Er þetta eitt af því, sem þú vildir ekki láta systur þína gera, eða er það kannski beinlínis óviðeigandi? ♦ — Alveg óviðeigandi. — En ef þú færir með mér? — Það gæti mér aldrei dottið í hug að gera. — Jæja, hvernig á ég þá að fara að? spurði hún. — John Potton er ágætis hestasveinn, en ég gæti ekki trúað honum fyrir að kaupa mér hest. Yfirleitt held ég ekki að ég tryði neinum fyrir því nema Sir Horace, því að hann veit alveg upp á hár, hvað ég vil fá. Hann fann, að henni var full alvara, en var ekki að reyna að stríða hönum, eins og hann hafði fyrst haldið. — Jæja, f rænka, ef þér dugar ekkert annað en að aka sjálf, skal ég lána þér vagninn minn Oig velja þér hentugan hest til að draga hann. — Einn þinna hesta? — Enginn minna hesta er hæf- ur handa þér að stjórna, svaraði hann. — Sama er mér, sagði Soffía, — því að ég ætla sjálf að fá mér fjórhjóla vagn og tvo hesta. — Hefurðu nokkra hugmynd um, hvað vel samstætt par kost- ar? spurði hann. — Nei, en þú getur sagt mér það! Mér datt í hug, að það yrði aldrei meira en þrjú-fjögur hundruð pund. 12 — Já, er það ekki hreinn hé- gómi? Hann pabbi þinn vildi víst gjarna eyða þeirri upphæð fyrir tvo hesta, er það ekki? — Hann hefði ekkert á móti því, ef ég keypti einhverja al- mennilega hesta, en hann yrði vondur, ef mér yrði það á að kaupa einhverja gallágripi. — Ég ræð þér til að bíða með þetta þangað til hann kemur til Englands aftur. Hann er víst til að velja vel fyrir þig, sagði hr. Rivenhall, heldur en ekki neitt. Hann varð hálfhissa, þegar Soffía tók þessu vel, því að hún gerði enga athugasemd við það en fór strax að biðja hann að segja sér nafnið á götunni, sem þau óku eftir. Hún minntist ekki framar á vagninn og hestana, og Rivenhall, sem fann, að bún var bara of mikið eftirlætisbarn, sem þyrfti að koma vitinu fyrir, dró í snuprunum, sem hann hafði áður gefið henni með því að fara að spyrja hana um landslagið í Portúgal. Þegar þau komu til Temple Bar, stanzaði hann við þrönga innganginn að Hoare- bankanum, og hefði líka fylgt henni inn, hefði hún ekjd af- þakkað samfylgd hans, með því að segja, að hann ætti heldur að hreyfa hestana á meðan, því að hún vissi ekki hve lengi hún yrði þarna inni og golan væri köld. Hann beið því fyrir utan og var að hugsa um, að enda þótt þess væru fá dæmi, að ung stúlka færi fylgdarlaus inn í banka, þá mundi henni nú líklega ekki verða neitt meint af því. Þegar hún svo kom aftur, eftir svo sem tuttugu mínútur, kom einhver háttsettur bankamaður með henni út og hjálpaði henni upp í vagninn. Hún virtist vera bezti kunningi þessa manns, en þegar Charles spurði hana háðslega, hvort þetta væri einhver kunn- ingi hennar, svaraði hún, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hún hefði séð hann! — Nú er ég hissa, sagði hann. — Það var eins og hann hefði hossað þér á hnénu, þegar þú varst lítil. — Ekki býzt ég við því, svar- aði hún. — Að minnsta kosti lét hann þess ekkert getið. En hvert förum við næst? Hann sagðist hafa einhver er- indi að reka, skammt frá Páls- kirkjunni, en bætti því við, að hann skyldi ekki tefja nema fimm mínútur. Ef þetta var sneið . upp á allan tímann, sem hún hafði látið hann bíða, þá missti sú sneið alveg marks, því að Soffia sagði, mjög svo vin- gjarnlega, að hún gæti alveg beðið, og með ánægju. Þetta var engu síður sneið, og hr. Riven- hall tók að detta í hug, að þarna hefði hann eignast andstæðing, sem var ekkert blávatn. Þegar hann stanzaði við bygg- ingu skammt frá kirkjunni, rétti Soffía fram höndina og sagði: — Láttu mig taka taumana! Enda þótt hann treysti henni alls ekki til að ráða við þessa fjörugu hesta, þá var hestasveinninn kominn og hélt í beizlin á þeim, svo að ekki var líklegt, að það kæmi að neinni sök. Soffía horði á hann hverfa inn í háu bygginguna, og dró af ser annan hanzkann. Hann var hvass á austan og minnsta kosti nógu hvass til þess að feykja einum kvenhanzka í göturæsið hinu- megin við götuna. — Æ, hanzk- inn minn! æpti Soffía. Hlauptu eftir honum, annars fýkur hann alveg burt. Hugsaðu ekki um hestana. Ég ræð alveg við þá. Hestasveinninn var þarna í vanda staddur. Húsbóndi hans mundi áreiðanlega ekki vilja, að hann yfirgæfi hestana, en hins- vegar varð að bjarga hanzka ungfrú Stanton-Lacy, og þarna var enginn maður á götunni. Eftir því sem hann hafði heyrt af tali ungfrúarinnar, gat hún áreiðanlega gætt hestanna á meðan, enda stóðu þeir graf- kyrrir. Hestagveinninn bar hönd- ina að hattinum og hljóp yfir götuna. — Segðu honum húsbónda þín- um, að það sé vont að láta hesf ana standa kyrra í svona kulda, kallaði hún á eftir honum. Ég ætla að dóla vagninum hérna um göturnar í nokkrar mínútur, og svo kem ég aftur o,g tek hann, þegar hann hefur lokið erindi sínu. Hestasveinn, sem hafði beygt sig til að taka upp hanzkann, var næstum dottinn fram yfir sig, svo mikið flýtti hann sér að bregða við. Hann gat greinilega séð ungfrúna aka upp eftir göt- unni á góðri ferð. Hann gerði heiðarlega en misheppnaða til- raun til að ná í vagninn, en hann hann beygði fyrir horn í sama vetfangi og hatturinn fauk af manninum og þaut eftir götunni. Það var næstum liðin hálf klukkustund áður en vagninn kom aftur í ljós. Hr. Rivenhall, sem stóð með spenntar greipar, hafði gott tóm til að taka eftir, hve nákvæmlega frænka hans beygði fyrir hornið, og hve gott tak hún hafði bæði á taumum og keyri, en samt virtist hann ekk- ert vera ánægður, þvi að þegar bún nálgaðist var hann ygldur á svip, og beit á jaxlinn. Hesta- sveinninn var hvergi sýnilegur. — Fyrirgefðu, ef ég hef látið þig bíða, sagði Soffía, glöð í bragði. Það er því að kenna, að ég rata ekkert í London oe. var orðin algjörlega villt og þurfti að spyrja til vegar þrisvar. En hvar er hestasveinninn þinn? — Ég lét hann fara heim, svar- aði hr. Rivenhall. Hún leit á hann og svipmikla andlitið á henni var eitt glettnis- bros. — Það var rétt gert, sagði hún. — Hvað það er gaman þeg- ar menn hafa hugsun á öllu! Þú hefðir aldrei getað skammað mig almennilega ef maðurinn hefði hlustað á okkur, og heyrt hvert orð, sem þú sagðir! — Hvernig dirfðistu að taka hestana mína? spurði hr. Riven- hall, þrumandi. Svo settist hann í sæti sitt og hvæsti: — Fáðu mér taumana strax! Hún afhenti honum þá og svo keyrið, en bætti svó við, svo sem til sátta: — Þetta var rangt af mér, en mér sárnaði bara, að þú skyldir tala við mig eins og ein- hvern græningja, sem kynni ekki einu sinni að stýra asna. En hr. Rivenhall beit enn svo fast á jaxlinn, að það var ekki líklegt, að hann færi að játa eitt eða neitt. — Þú viðurkennir þó að minnsta kosti, að ég ræð við þá þessa? — Það var gott fyrir þig, að ég var búinn að spekja þá dá- lítið, svaraði hann. — Þetta er nú ósanngjarnt af þér, sagði Soffía. Vitanlega v^r það ósanngjarnt, og það, vissi hann bezt sjálfur. Hann hreytti út úr sér í vonzku: — Að aka um alla miðborgina og ekki einu sinni með hestasvein með þér. Dáfalleg hegðun! Það er leiðinlegt, að þú skulir ekki vera betur að þér í mannasiðum, frænka! Eða eru þetta kannski portúgalskir mannasiðir? — Nei, nei! í Lissabon, þar sem ég er velþekkt, gæti ég vitan- lega leyft mér svona strákapör. Var það ekki hræðiiegt? Ég skal segja þér, að hver einasti kjaftur glápti á mig. En hafðu engar áhyggjur af því. Hér í London þekkir mig enginn! — „Sir Horace“ hefði náttúr- lega orðið hrifinn af svona hegð- un, sagði Charles meinfýsnislega. — Nei, svaraði hún. — Ég býst við, að Sir Horace hefði talið það sjálfsagt, að þú hefðir rétt mér taumana. Rétt til þess að sjá, hvort ég réði við fjöruga hesta, bætti hún við vingjarnlega. — Ég læt nú engan snerta við hestunum mínum nema mig sjálf an! — Almennt tekið, þá held ég, að þú gerir alveg rétt í því, saigði Soffía. — Það er alveg merki- legt, hvernig hendurnar á einum kiaufa, geta eyðilagt viðkvæman munn á hesti. Borgarnes Umboðsmaöur Morgun- blaðsins í Borgarnesi er Hörð- ur Jóhannesson, Borgarbraut 19. — Blaðið er : lausasölu á þessum stöðum í bænum: Hótel Borgarnesi, Benzínsölu SHELL við Brákarbraut og Benzinsöiu Esso við Borgar- braut. Búðardalur (Jtsölumaður MBL. í Búð- ardal er Kristjana Ágústsdótt- ir. Blaðið er líka selt í Benz- ínafgreiðslu B.P. við Vestur- landsveg. Stykkishólmur UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins í Stykkishólmi er Víkingur Jóhannsson, Tanga götu 13. Ferðafólki skal á það bent að í lausasölu er blaðið selt í benzínsölunni við Aðalgötu. AKUREYR/ Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð & 1 Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins. JAMES BOND é é # Eftir IAN FLEMING Ef þörf krefur, þá hefur leyniþjón- ustan séð Bond fyrir aðstoð. í Washington fær Felix Leiter fyrir- mæli um að fljúga til Frakklands. í París hefur Mathis frá frönsku leyniþjónusíunni fengið fyrirmæli að halda til Royale-les-eaux. Og í London hefur Vesper einnig fengið sín fyrirmæli, án vitneskju Bonds. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.