Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐiÐ i Fðstuflagur 25. Jdnt 1985 Bræla á miðunum 3FRA kl. 7 á miðvikudagsmorgun til sama tíma á fimmtudagsmorg *in fengu 49 skip alls 18.900 mál Og tunnur síldar. Á þeim tíma ihafði verið óhagstætt veður á sniðunum og flest skip á leið fi land eða komin í land. Síldar- ileitinni á Raufarhöfn var til- ikynnt um afla 40 báta með alls 14300 mál og tunnur, síidarleit- inni á Dalatanga um afla 7 báta með alls 3200 mál og tunnur. og síldarleitinni á Siglufirði um afla 2 báta með samtals 1500 tUhnur síldar. Vaxandi bræla var á síldár- miðunum í gær. Aðeins örfáir bátar voru enn á sjó og ekki útlit fyrir neina veiði. ARLIS II í 12 hlutum suður með ÞÆR fregnir ha£g borizt af ARLIS II, íseyjunni, sem notuð var í fjögur ár sem bækistöð vísindamanna á N-íshafi, að hún sé nú um það bil beint vestur af Reykjanesi, um 80 mílur frá stönd Grænlands. Lézt af siysförum í FYRRADAG lézt i Landakots- spítalanum Össur Sigurvinsson húsasmíðameistari, en hann hrapaði í hömrum nálægt veiði- húsi við Grímsá i Borgarfirði að- faranótt 13. júní sl. og komst hann aldrei til meðvitundar eftir það. Össur heitinn var 35 ára gamaii og lætur eftir sig konu og 7 ung börn. Græniundi Flugmenn, sem voru á flugi yfir Grænlandshafi, komu auga á jakann á 64° 14, n.br. og 39°42‘ v.l. Er hann þá um 80 mílur beint suður af þorpinu Ikatek á austursönd Grænlands. Það fylgdi með fregn þessari, að jakinn hefði nú sundrazt í 12 minni jaka, sem þekja um tevggja fermíina svæði. Heimsókn fram- kvæmdastjóra Nato lokið HEIMSÓKN Manlio Brosio, fram kvæmdastjóra NATO, til fslands er lokið. Hann fór með flugvél frá Keflavíkurflugvelli í gær- morgun kl. 8 áleiðis til aðal- stöðva NATO í París. Bygging prestssetra rædd Prestastetnunni lýkur í dag í GÆR hófust störf prestastefn- unnar með morgunbæn í kapellu Háskólans, er séra Garðar Svav- arsson fiutti. Að því loknu hóf- ust fundir í umræðuhópum um aðalmál prestastefnunnar, ferm- ingarundirbúninginn. Stóðu um ræður hónanna fram um hádegi, en eftir hádegi báru formenn einstakra umræðuhópa saman bækur sínar og verða samræmd- ar tillögur lagðar fram á fundi prestastefnunnar í dag. Biskup hafði kaffiboð fyrir synoduspresta á Gamla Garði kl. 3,30 og kl. 4,30 hófust svo almennir fundir. Fyrst flutti séra Þórir Stephensen erindi um kirkjulegt líf í Þýzkalandi, en þar dvaldist hann við nám sl. vetur. Þá mættu á prestastefnuna Ólafur Björnsson, fulltrúi í dóms og kirkjumáiaráðuneytinu, Finn ur Árnason, eftirlitsmaður með prestssetrum, og Aðalsteinn Steindórsson, _ eftirlitsmaður kirkjugarða. Ávörpuðu þeir Ól- afur Björnsson og Finnur Árna- son prestastefnuna, skýrðu frá framkvæmdum í byggingamál- um prestssetra í bráð og lengd og svöruðu fyrirspurnum frá prestum. í gærkvöldi flutti séra Eiríkur Eiríksson syndóduserindi í út- varp, sem hann nefndi: Kristin þjóðmenning. í dag hefjast störf prestastefn- unnar með morgunbænum I kapellu Háskólans kl. 9,30, er séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup annst. Kl. 10 verður svo fram haldið almennum fundi þar sem niðurstöður umræðna um fermingarundirbúninginn verða lagðar fram. Endanlega verður mál þetta afgreitt á síð- degisfundi er hefst kl. 16.00, en síðan verða synódusslit og annað kvöld verða synódusprestar gestir á heimili biskups. Hestamannamót # Skógarhólum Kappreiðar, kerruakstur o. fl. Á SUNNUDAG efna 8 hesta- mannafélög á Suðurlandi tii kappreiða í Skógarhólum á Þing völlum, og verða þar ýmsar nýj- ungar, auk kappreiða, svo sem sýning á kerruakstri, hindrunar- hlaup og gæðingasýning, þar sem 4 gæðingar frá hverju félagi koma fram. Á kappreiðunum verða veitt 50 þús. kr. í verð- iaun. Formaður mótsnefndar, Pétur Hjálmarsson, skýrði blaða mönnum frá kappreiðunum. Stundvíslega kl. 1 munu nærri 90 félagar úr hestamannafélögun um átta ríða inn á völlinn, en 21 hestur er frá hverju félagi. Fýrir þeim fara Bergur Magnús- son, mótstjóri, og fánaberi, Bjarni Bjarnason á Laugarvatni. Stanzar fylkingin við dómpall. Þar setur Pétur Hjálmarsson mótið og sr. Eiríkur Eiríksson hefur stutta helgistund með hestamönnum. HalJa Linker með manni -kum og syni. jslenzk ævintýrabrúður" Halla Linker kemur heim að ganga frá nýrri bók HALLA og Hal Linker, þau víðförulu og víðfrægu hjón, eru komin til ísiands í stutta heimsókn. Héðan iiggur leið þeirra kringum hnöttinn og það ekki í fyrsta sinn. Þau komu hingað síðast fyrir fimm árum en alls eru íslendsferð- ir þeirra orðnar tólf síðan þau giftust fyrir fimmtán árum, árið sem Halla varð stúdent. Eins og ævinlega er þriðji maðurinn með í förinni, son- urinn Davið Þór, sem hefur fylgt foreldrum sínum um heiminn frá því hann lá í vöggu. Eins og venjulega hafa Linker-hjónin frá mörgu að segja. Meðal annarra erinda þeirra heim þessu sinni var að ganga frá bók, sem Halla hef- ur skrifað og kemur út hjá Skuggsjá undir jól. Áður höfðu þau sent frá sér bók- ina „3 vegabréf“ („3 passports to adventure"), þar sem seg- ir frá kynnum þeirra hér heima og ferðalögum fram til ársins 1960. í bók Höllu, sem kölluð er „íslenzk ævintýra- brúður“, segir einkum frá ferðum þeirra síðar og þá frá sjónarhóli Höllu. Meðal landa þeirra, sem bókin fjaiiar um, eru Ethiopia, Perú, Bólivía, Suður-Afríka, Mozanbique í portúgöisku Austur-Afríku, Zanzibar, Kashmir, Nepal, Thailand (Síam), Kambodsja og Mali-lýðveldið, þar sem er hinn nafnfrægi staður Tim- búktú, sem af er dreginn tit- ill bókarinnar á ensku, „3 tickets to Timbuktu“. Hún kemur út hjá J. P. Putnams Sons, New York snemma á næsta ári. Nú er verið að sýna ýmsa ferðaþætti þeirra hjóna í Keflavíkursjónvarpinu og kvaðst Hal Linker hafa eftir- látið Bandaríkjaher þá til sýn inga á herstöðvum Bandaríkja manna víða um heim, og sagð- ist m.a. hafa séð nokkra þess- arra ferðaþátta sinna í Alaska og í Grænlandi. Þessi níu ár,/ sem þau Linker-hjónin hafa haft vikulegan sjónvarpsþátt vestra, hafa þau gert um 350 slíka ferðaþætti, en aðeins um fjörutíu þeirra hafa þau sent utan til sýninga ananrs stað- ar. Hal Linker sagði að Kefla- víkursjónvarpið hefði farið þess á leit við þau Höllu, að þau kæmu þar fram nú og hefði sér þá dottið í hug að sýna þar 20 mín. kvikmynd um ísland, sem hann ætti í fórum sínum og hefði haft með sér hingað til að safna í meira efni og gera úr lengri mynd til að sýna vestra. Linker kvaðst hlakka til að sjá íslenzka sjónvarpið þegar það kæmist á laggirnar og sagðist mjög gjarnan vi!j« eft- irláta því einhverja ferðaþætti þeirra hjóna. Lönd þau sem Halla, Hal og Davíð hafa far- ið til og tekið myndir eru nú komin nokkuð á annað hundr- að og í sumar hyggjast þau bæta sjö nýjum löndum í safn ið á hnattferð númer þrjú fyrir Höllu og Davíð — og fjögur — fyrir Hal, sem var búinn að fara eina slíka áður en hann kom til íslands og sá þá Höllu eitt kvöld á Hótel Borg. Síðan hafa þau alltaf gist á Hótel Borg þegar þau koma hingað, Hal kann ekki við sig annars staðar, segir hann. Mótið hefst með gæðingasýn- ingu 32 hesta. Koma þar fram 4 gæðingar frá hverju félagi. Og á eftir verða kappreiðar. En inn á milli og meðan dómarar starfa verða sýningaratriði. Undanfarið hafa 2-3 hestar frá hestamanna- félaginu Andvari í Garðahreppi verið þjálfaðir í hindrunarhlaupi og verður það sýnt, en það er mjög vinsæl íþrótt víða erlendis. Einnig verður akstur í veðhlaupa kerru, sem Jón á Reykjum á og hefur þjálfað hest fyrir. Kappreiðarnar hefjast með keppni í skeiði, 250 m. sprettur. Þar eru skráðir 14 hestar til leiks, sem keppa í 3 riðlum. Mega þeir fara á frjálsum gangi fyrstu 100 m., en eiga síðan að liggja á skeiðinu. Auk verðlaunapeninga verða veittar 10 þús. kr. til fyrsta hests, 5000 til annars og 2500 til þriðja. í skeiðkeppninni taka þátt margir þekktir skeið- hestar, svo sem Hrollur Sigurð- ar Ólafssonar, Ix>gi Jóns í Varma dal, Gustur Bjarna á Laugar- vatni og Hrannar Sólveigar Bald- vinsdóttur. Þá verður keppt í stökki, 300 m.sprettur, og eru verðlaun þar 5000 kr., 2500 kr. og 1500 kr. Þar eru skráðir 30 hestar, sem keppa i 4 riðlum. Meðal þeirra eru margir fljótir hestar, svo sem Kalli Baldvins Bergsteinssonar, Þytur Sveins K. Sveinssonar, Til beri Skúla á Svignaskarði og Ólafur Þórarinssonar kemur með nýjan Reyk, en gamli Reykur hans var lengi methafi í kapp- reiðum Fáks. Keppnin í 800 m. stökki kemur þar næst og keppa þá 15 hestar í 3 riðlum. Verðlaun eru 10 þús. kr., 5000 og 2500 kr. Um það keppa m.a. Þröstur Ólafs Þórarinssonar, sem sigraði á Fáks kappreiðunum, Loigi Sigurðar Sigurðssonar, sem sigraði í fyrra i Skógarhólum og rauður efni- legur hestur frá Sigurði í Efata Dal. Laugarvatnsfeðgar eiga. líka hest í þessari keppni eins og öll- um hinum, en þeir koma með 9 kappreiðahesta. Loks verður brokkkeppni, sem reynd var í fyrsta skipti í fyrra og eru margir hestar skráðir i hana. Loks verður nagiaboðreið með nýju sniði, þannig að hrimg- völlurinn er notaður. Verða 4 riðlar, og tvö hestamannafélög keppa saman. Hestamannafélög- in, sem taka þátt í mótinu eru Andvari í Garðahreppi, Fákur I Reykjavík, Hörður í Kjósar- sýslu, Logi í Biskupstungum, Ljúfur í Hveragerði, Sleipnir á Selfossi, Sörli í Hafnarfirði og Trausti í Árnessýslu. Koma menn frá öllum félögunum ríð- andi til Þingvalla. Lögðu niður vinnu í mótmælaskyni NOKKUR vinnustöðvun varð við Reykjavíkurhöfn fyrir hádegi í fyrradag. Verkamenn töldu, að kvöldið áður hefði undirverk- stjóri hjá Eimskipafélagi ísland# losað af vörubíl eftir kl. 5, en sem kunnugt er hefur Dagsbrún bannað alla vinnu eftir þann tíma. Til að mótmæla þessu var ekki unnið við þrjá Fossa, sem voru í höfninni, fyrr en kl. 10 f.h. í fyrradag. Ekki reynt ; „taxtann44 enn ENGIR fundur voru með at>- vinnurékendum og verkalýðsfé- iaginu á Neskaupstað í gær og munu atvinnurekendur hafa ósk- að eftir frestun á viðræðum. Ekki hefur enn reynt á það hvort vinnuveitendur muni greiða laun eftir hinum auglýsta „taxta“ og á Neskaupstað reynir ekki á það fyrr en eftir vikuu Þar hafa aðeins Síldarvinnslan h.f. og Dráttarbrautin h.f. til- kynnt, að þeir viðurkenni „taxt- ann.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.