Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 17
Föstudagtir 215. }finí 1965 MORGU N BLAÐIÐ 17 Landkynningar- starfsemi F.í. SAMTALS 28 ferðaskrifstofu- menn frá hinum Norðurlöndun- um hafa dvalizt hér um nokkurra da/ía skeið síðastliðna viku í boði Flugfélags Islands, • ferðazt um og skoðað bæði náttúru, kaup staði og hótel. Ellefu menn frá stærstu ferða- skrifstofunum í Bergen og Osló Ihéldu heimleiðis í gær kl. 2. Þeir höfðu verið á íslandi frá því á Itugardag. Þeir skoðuðu Reykja- vík og nágrenni þann dag, en héldu síðan til Þingvalla og gistu í Valhöll. Þar sáu þeir sögustaði Oig héldu síðan að Gullfossi, Geysi, Laugarvatni og Hvera- gerði á sunnudag og litu loks á skemmtistaði Reykjavíkur um kvöldið. Þeir gistu að Hótel Holti. • Á mánudagsmorgun árla var flogið norður til Akureyrar og ekið þaðan til Mývatns, þar sem ferðaskrifstofumennirnir skoð- uðuð gististaði og helztu náttúru- undur, svo sem Námaskarð, Grjótagjá, Dimmuborgir ag Höfða, að ógleymdum Goðafossi á heimleiðinni. JHaldið var aftur til Reykjavíkur um kvöldið. 1 gær snæddu Norðmennirnir há- degisverð með islenzkum ferða- skrifstofumönnum, einnig í boði Flugfélagsins, en héldu síðan til Noregs kl. 2. Hinn hópurinn, sem í voru 17 menn frá Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. kom hingað síðast liðinn miðvikudag, ferðaðist um sömu slóðir og Norðmennirnir og flautg heimleiðis á sunnudag. Úr verzluninni „Persíu“ Ný verzlun-Persía i húsi Marteins Einarssonar & Co SÍÐASTLIDINN laugardag var opnuð hér í Reykjavík ný verzl uin með gólfteppi og dregla, Verzl uinin FBRSÍA, á II hæð að Lauga veg 31, í húsi Marteins Einars- sonar & Co. Síðar mun verzlun þessi einnig selja gluggatjalda- efni. BLaðamönnuim var í þessu til efni bo'ðið af forráðamönnum fyrirtækisins að skoða hina nýju verzlun. Viðstaddur var einnig hr. Book verzliunarfulltrúi við iókkneska sendiráðið hér. í verzluninni eru á boðstólunum irua rgskonar tegundir af gólf- teppum frá Tékkóslóvaíkíu, en þaðan hefir undanfarin ár verið flutt inn mikið a.f gólfteppum og dreiglum, sem síðastliði'ð ár nam um 70% af heildarinnflutningi á þessairi vörutegund til landsins. Þessi iðngrein stendur á göml- um merg í Tékkóslóvakíu, að því er hr. Booek tjóði blaðamönnum og er mikil útflutningsvera rneð- al annars til Norðurlanda, sem eru stórir kaupendur að tékk- neskum teppum. Þá vekja athygli í verzlun þóssari sænsk rya teppi frá Wahlbecks verksmiðjum í Lin- köbing, en munstrin í þessum teppum eru gerð af Marianne Richter, sem er þekkt listakona í þessari grein. Eitt af hennar fræigustu verkum er stórt gobelin veggtjaild í fundarsal Sameinuðu þjó'ðanna í NY. Verzlunin PER9ÍA mun leit- ast við að hafa sem mest úrval af górlfteppum og síðar glugga- tjöldum, að því er forráðamenn verzlunarinnar sögðu. Sölustjóri er Einar Bjarnason. U ndirbúmngsdeild Tækniskóla á Akureyri Akureyri, 22. júní. MEÐ lögum um Tækniskóla ís- iands var svo ákveðið, að undir- búningsdeild skyldi starfa á Ak- ureyri og hugsanlega mætti stofna fullgildan tækniskóla hér, þegar ástæður leyfðu. Undirbúningsdeildin hefir nú etarfað tvo vetur við.ágætan orð- stír og með prýðilegum árangri, og fóru skólaslit fram 24. maí. Jón Sigurgeirsson, skólastjóri Iðnskólans, veitir deildinni for- Btöðu, en fastakennari er Aðal- geir Pálsson, rafmagnsverkfræð- ingur. Nokkrir stundakennarar kenndu og við deildina, mest Að- alsteinn Jónsson, verkfræðingur. Deildina sóttu í vetur 9 nem- endur, og stóðust þeir allir próf. Prófkröfur eru strangar. Til þess að standast það þarf meðaleink- unnina 6,0, en gefið er frá 1,0 til 10,0. Þar að auki verða nemend- ur að ná 6,0 í meðaleinkunn í stærðfræði, eðlisfræði og efna- fræði, og engin einkunn má vera lægri en 3,0. Hæstu einkunnir á prófinu hlutu Karl Þorleifsson, Ólafsfirði, I. ág. 9,3; og Þórður Um 400.000 áhorfendur fylgdust með þegar keppnin hófst í Le Mans. FJÚRTÁN AF 51LUKU KEPPNI Le Hflans kappakstrinum lauk með sigri Ferrari EIN mesta þolraun, sem lögð er á bíla og ökumenn, er hin árlega aksturkeppni í borg- * inni Le Mans, fyrir suðvest- an París. Þar er ekið eftir 13,46 kílómetra langri hring- leið, um hlykkjóttar götur, viðstöðulaust í 24 tíma. Keppnin í ár hófst s.l. laug ardag klukkan 15 og töldu allir að hún yrði einvígi milli Ford og Ferrari 'bílasmiðj- anna. En Ferrari bílar höfðu sigrað í fimm undanfarandi keppnum. Sendu Ford smiðj- urnar nýja gerð kappaksturs- bíla til keppninnar, sem mikl ar vonir voru bundnar við. Alls mættu til keppni 51 bif- reið, þar af ellefu Ferrari, sex Ford og fimm Ford Cobra. Fjórtán luku keppn- inni, og voru Ferrari bílar í fyrsta, öðru, þriðja og sjötta og sjöunda sæti. Pors- ohe bílar voru í fjórða og fimmta sæti, Ford Cobra númer átta, ítalskur Iso Grifo með Chevrolet vél númer níu, Rover BRM með túrbínu vél númer tíu, MGB númer 11, Austin Healey 12., Tri- umph Spitfire númer 13 og 14. Allir stóru Fordarnir og sex Ferrari urðu að gefast upp. En Ferrari bílasmiðjurn ar máttu vel við una, því sigurinn varð glæsilegur. Fyrir keppnina hafði Bandaríkjamaður sett braut- armet í einni Ford bifreið- inni. ók hann hringinn, 13,46 kílómetra, á 3 mínútum 33 sekúndum, eða með að með- altali 227,5 km. hraða. Fyrra metið átti Bretinn John Surtees í Ferrari á 3:35,1. Kom fljótlega í ljós eftir að keppnin hófst að Ford bíl- arnir voru mun fljótari á beinu köflunum en Ferrari, enda knúnir öflugri vélum. Eru vélarnar í Ford með 6.982 rúmsentimetra sprengi- rúmi á móti 3.286 og 4.390 í Ferrari. En hestöflin komu ekki að tilætluðum notum þegar líða tók á keppnina. Áður en keppnin hófst var kappakstursbílunum stillt upp öðru megin á akbraut- inni, en ökumennirnir stóðu viðbúnir hinum megin. Þeg- ar svo Maurice Herzog, íþróttamálaráðherra Frakk- lands, gaf merki, hlupu öku- mennirnir til og óku af stað. Var Phil Hill fyrstur frá marki, og hélt forustunni fyrst framan af, en John Sur- tees annar. En Surtees tókst ’ekki að halda öðru sæti lengi því Fordamir nutu yfirburða sinna í byrjun Þegar kvöldaði tóku Ford- arnir að heltast úr lestinni ■ vegna yfirhitunar eða bilaðra kúplínga, og tók Surtees þá forustuna. Svo varð bilun í bíl Surtees, og tók þá annar Ferrari forustuna. En þegar svo sprakk á framhjóli hjá Ihonum, tók þriðji Ferrari bíll inn við. Þeim tííl óku Banda- ríkjamaðurinn Masten Greg- ory og Þjóðverjinn Joohen Rindt. Héldu þeir forustunni til keppnisloka. Gregory tók fyrst þátt í Le Mans keppninni fyrir tólf ár- um, en hefur búið í Evrópu síðan og alls tekið þátt í átta Le Mans keppnum. Bezti á- rangur hans þar til nú var að ná fjórða sæti. Að lokinni keppni á sunnudag sagði Gregory við fréttamenn: „Við ókum hratt, en ekki það hratt að við eyðileggðum bílinn. Við töldum að orkumeiri bíl- arnir fengju ekki notið hest- aflanna til lengdar né heldur ekið lengi á fullri ferð. Við gátum hinsvegar ekið allan tímann á hámarkshraða." Þetta reyndist rétt hjá Greg- ory, en bíll hans var af minini gerð Ferrari. Aðspurður hvort honum hafi ekki brugðið illa við þegar Ford bílamir geystust áfram á beinu köflunum sagði Gregory: „Ég ók Ford bifreið í keppninni í fyrra og gírkassinn bilaði. Þeir hund- skömmuðu mig fyrir það. Þessvegna ætlaði ég mér að hefna mín núna. Og sannast að segja hafði ég ekki trú á því að þeim tækist að ljúka keppninni." ■r ■ Sigurvegararnir Maisten Gre gory (t.v.) og Jochen Rindt. Jónsson, Akureyri, I. 8,9. Undirbúningsdeildin er eins vetrar skóli, og er námstíminn frá 1. október og fram í maí, en gera má ráð fyrir, að hann verði eitthvað lengdur, enda er sú stefna uppi hvarvetna um Norð- urlönd. Inntökuskilyrði eru, að nemandi hafi lokið iðnnámi eða gagnfræðaprófi og hlotið verk- lega þjálfun í 12 mánuði og jafn- vel lengur í sumum greinum. — Vikulegur stundafjöldi er 42. — Námsgreinar eru: íslenzka, enska, danska, þýzka, almennur reikningur, algebra, flatarmáls- fræði, þríhyrningafræði, eðlis- fræði og efnafræði. Próf eru bæði munnleg og skrifleg. Hverju skólaári er skipt í 2 misseri, og er próf haldið um miðjan vetur að loknu fyrra misserinu. Til þess að standast það þarf eink- unnina 5,0. Þau tvö ár, sem undirbúnings- deildin hefir starfað á Akureyri, hafa burtfararprófsverkefnin ver ið fengin frá Danmörku, hin sömu og eru í undirbúningsdeild- um tækniskólana þar. Hefir samvinna um það verið höfð við Tækniskóla íslands í Reykjavík. Framvegis munu prófverkefnl verða fengin frá Reykjavík og skólarnir hafa nána samvinnu i þeim efnum. Prófið veitir rétt- indi til inngöngu í Tækniskóla ís- lands og tækniskóla í Danmörku og Noregi. Gert er ráð fyrir, að deildin taki til starfa á ný 1. okt. í haust, ef næg þátttaka fæst. Upplýsing- ar gefa Sigurður Óli Brynjólfs- son, skólanefndarmaður og skóla- stjórinn, Jón Sigurgeirsson. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.