Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 19
Föstudagur 25. júní 1965 MORGUNBLADIÐ 19 ÚTVARP REYKJAVÍK fullan kosningarétt á íslandi, þ. e. rétt til að kjósa og vera í kjöri við alþingiskosningar, en nokkru áður, eða 1907, höfðu þær fengið sams konar rétt í bæjar- og sveitastjómarkosning- um. dóttir, Katrín Thoroddsen, Krial ín Sigurðardóttir, Rannveig Þop- steinsdóttir, Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir. Þetta gerir samtals 7 konuc, svo að ljóst er, að konum hefur ekki tekizt, eða ekki kosið aM VIKAN 13.—19. JÚNÍ. EINS og menn mun reka minni til, þá voru á sunnudags- kvöldum í fyrra sumar fluttir skemmtilegir og fróðlegir þætt- ir í útvarpið, sem gengu undir nafninu „Við fjallavötnin fagur- blá“. Nú hefur útvarpið tekið upp þátt í svipuðum stíl, með þeirri tilbreyttni þó, að fjallað er um ár, en ekki stöðuvötn og nefnist þátturjnn: „Árnar okk- er“. — Þórður Kristleifsson, kennari, flutti hinn fyrsta þess- ara þátta sunnudag 13. júni, og snérist hann um Hvítá í ,3orgar- firði. Höfundur þáttarins var Kristleifur Þorsteinsson. Hvítá í Borgarfirði mun vera einhver vatnsmesta á landsins við ósa sína, enda falla í hana eigi færri en 30 þverár auk bæjarlækja ,en sjálf sprettur Hvítá upp undan Eiríksjökli. Hún var fyrst brúuð 1891, en síð an hefur hún verið oft og víða brúuð. Hún tók áður mikinn toll í mannslífum, eins og fleiri stór ór þessa lands. Skemmtileg voru viðtöl Stef- áns Jónssonar við Egil Vilhjálms son, forstjóra, Steinþór Þórðar- son, bónda á Hala, og bifreiða- stjóra af B.S.R. þetta kvöld. Ragnar H. Ragnars, skóla- stjóri á ísafirði, rabbaði um dag -og veg á mánudagskvöld. Taldi hann m.a., að nú væri mikill sið ur hérlendis aðv lítilsvirða ást á landi og þjóð. Einkum væru þeir menningarfrömuðir og skáld, sem væru andvígir er- lendu sjónvarpi, hafðir að háði og spotti af mörgum. Þeir, sem væru hlynntir hinu erlenda sjón varpi, hældu sér hins vegar af „ósómanum.“ — Ekki kvað hann það vera af óvild til Bandaríkj- anna, -að menn vildu ekki fá sjónvarp þeirra inn á heimili BÍn. Ragnar minntist á ánægjuleg- ar heimsóknir margra Vestur- Islendinga hingað um þessar mumdir. Rakti hann síðan nokk- uð hetjulega baráttu þeirra á frumbýlingsárunum vestra 1872 1900. Hvernig þeir af dugnaði miklum unnu sig til efna og mannvirðinga. Nú, sem þeir kæmu hingað í heimsókn, hefðu stórstígar framfarir orðið hér frá þeim árum og mundi nú vera almennari hagsæld hér á landi en meðal íslendinga í Vesturheimi. Ragnar hvatti að lokum til þess, að við stæðum þéttan vörð um þjóðerni okkar og timgu og varðveittum vel menningararf forfeðranna. Útvarpssagan „Vertíðarlok*1 *ftir séra Sigurð Einarsson ger- ir góða lukku. Einkum hefi ég heyrt eldra fólk, sér í lagi kven- fólk, gera að henni góðan róm. Þar kem'ur líka fram sú vinsæla, rómantízka hugmynd, að kven- fólk eigi það til að hryggbrjóta biðla vegna ofurástar á þeim. Slíkt „mottó“ kemur eigi sjald- an fyrir í eldri ástarsögum. Margir munu að vísu freistast til að efa, að slíkt gerist gizka oft í raunverule' jum, en eng- inn skxlur hjartað, og er bezt að fullyrða sem minnzt í þeim Bökum. Þá eykur það enn á vinsældir sögunr m, hve snilldarlega Sig- urður les hana upp, það gæti held ég enginn leikari gert bet- ur. Er ekki vafamál, að Sigurð- ur hefði orðið afburðaleikari, ef hann hefði lagt þá listgrein fyr- ir sig. Á þriðjudagskvöld flutti Inga Huld Hákonardóttir erindi um Víetnam. Þetta land, sem nú er Bvo títt í heimsfréttunum, er ekki f. tt í gær. Næstum óslit- Ið frá 221 f. Kr. átti það í úti- slöóuin við kínverska keisara og laut valdi þeirra að meira eða minna leyti. Fyrstur til að kúga landsmenn varð keisari sá, er lét byggja Kínamúrinn mikla og beindi . með því ásókn mong- ólskra þjóðflokka frá Kína til Evrópu. En þrátt fyrir undirok- un þá, er Víetnambúar sættu af hálfu Kínverja, gleymdu þeir aldrei tungu sinni, né fornu sjálfstæði. Um 1870 komu svo Frakkar ,og lögðu landið undir sig. Reistu brýr og byggðu vegi, svo og stórborgir í nýtízkulegum stíl, eins og Saigon og Hanoi. Frakkar beittu landsmenn þó marghátt- aðri kúgun, eigi síður en Kín- verjar, neyddu þá til að starfa fyrir sig og létu þá sæta ýms- um afarkostum. Beindist nú hat- ur landsmanna gegn Frökkum, þeir tóku upp skæruhernað gegn þeim, en fá lönd taldi Inga Huld betur fallin til skæruhern- aðar frá náttúrunnar hendi en Víetnam. Síðar, er Jap- anir lögðu land ið undir sig 1941, beindu skæruliðar geiri sínum gegn þeim og urðu aldrei gersigrað ir. Japanar gáf ust upp fyrir bandamönnum I'iga 1945, Frakkar komu aftur, og hófust þá brátt ný átök þeirra við skæruliða, sem lauk með ósigri Frakka 1954. Fraimihaldið þekkja flestir. — Allt þetta og miklu fleira rakti Inga Huld Hákonardóttir í þessu ágæta erindi. Nú geisar borgarastyrjöld í Víetnam, þar se mkommúnista- stórveldin veita öðrum aðilan- um, en Bandgríkin og önnur lýðræðisríki hinum. Er enn óút- séð um lyktir þeirrar baráttu, en vonandi rennur bráðlega fróðafriður upp yfir þetta marg- hrjáða land. Friður.með frelsi, því að það virðast landsx. nn þó eiga skilið, eftir aldalanga baráttu fyrir frelsi sínu og mikl- ar blóðfórnir. Freymóður Jóhannsson rakti minningar úr Akureyrarskóla fyrir 50 árum á miðvikudags- xvöldið. Á þeim árum (1912 1915) var margt nemenda, sem síðar urðu þjóðkunnir menn, við skólann. Nefni ég af harida hófi: Barða Guðmundsson, Gunn ar Benediktsson, Finn Sigmunds son, Garðar Þorsteinsson, Her- mann Jónasson, Jón Eyþórsson, Lárus Jóhannesson, Pálma Hannesson, Sigurð Jónasson, Stefán Jóhann Stefánsson, Stef- án yngri frá Fagraskógi, Trausta Ólafsson, o.fl. o.fl. taldi Frey- móður. Skólastjóri var hinn kunni skólafrömuður, Stefán Stefáns- son, bróðir Sigurðar Stefánsson- ar, alþingismarms í Vigur, en meðal kennara má nefna Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Lárus Rist, Þorkel Þorkelsson o.fl. „50 árum síðar streyma beztu óskir frá okkur öllum (hinum gömlu nemendum) til hins ást- kæra skóla“ sagði Freymóður. Síðar þetta kvöld flutti Þórð- ur Runólfsson, öryggismála- stjóri, síðari hluta erindis um, hvemig helzt ber að forðast slys við meðferð verkfæra. Er vonandi, að sem flestir hafi not- fært sér þá fræðslu. Þjóðhátíðardaginn, 17. júní, brá útvarpið heldur undir sig betri fætinum í tónlistinni. Voru leikin íslenzk ættjarðar- lög, og flutt íslenzk tónverk mik il í sniðum, svo og íslenzkir textar við sönglög. Þetta var ágæt tilbreyting frá hinum daufa, svæfandi hljómi erlendr- ar tónlistar, sem glymur allt of oft í eyrum hlustenda aðra daga. En það er bezt að vera ekki að skamimast yfir því núna, heidiur þalika hina ágætu tónlist og sönglist á þjóðhátíðardagirm.. Að lokinni ágætri messugerð séra Emils Björnssonar í dóm- Bjarni kirkjunni og lýsingu á því, er forseti íslands, herra Asgeir Ás- geirsson, lagði blómsveig að fót- stalli Jóns Sigurðssonar, flutti dr. Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra ræðu. Hún hefur þeg ar birzt í heild hér í blaðinu (19. júní), og er því minni á- stæða til að vitna í hana hér. Ég get þó ekki stillt mig um að taka upp þrjár samfelldar máls- greinar úr ræðu ráðherra. Sum- •um kunna að hafa festst betur í minni önnur atriði úr hinni snjöllu og málefnalegu ræðu forsætisráðherrans, eins og geng ur, en ég minnist þessara bezt: „En þegar þær bókmenntir, sem við teljum að öllu öðru fremur gefi rnáli okkar gildi, urðu til, þó var það eltki talað á íslandi einu, heldur með meiri eða minni tilbrigðum hvarvetna þar sem norrænir menn bjuggu, ekki einungis um Norðurlönd, heldur einnig víða á Bretlands- eyjum og allt austur í Garða- ríki. Sköpunarmátt ur Íslendinga naut sín bezt, meðan tungan greiddi þeim veg til annarra þjóða og forð aði þeim þannig frá einangrun Hún varð síðan hjartaskjól þjóð arinnar, af því að hún flutti boðskapinn um betri heim, sem Islendingar áð- ur höfðu þekkt af eigin raun, þó að einangrun hinna myrku alda útilokaði þá frá honum. Tungan flytur okkur þess vegna ekki boðskap um æskileik ein angrunar, heldur nauðsyn sam skipta við aðrar þjóðir, sem nú eru raunar óumflýjanleg, hvort sem við viljum eða viljum ekki, Við varðveitum bezt okkar ó- metanlega arf með því að hopa hvergi frá þeim vanda, sem okk ur er á herðar lagður. Við eig- um enn að biðja þess sama og Einar prestur í Garði gerði fyr- ir sonarsyni sínum, Skúla, er síðar varð landfógeti og mestur maður á íslandi á 18.völd: „Ég bið þess, að þú megir læra að þekkja heiminn, en að Guð varðveiti þig frá heimin um“. Um kvöldið flutti forseti bæj arstjórnar, Auður Auðuns greinagóða ræðu á kvöldvök unni á Arnarhóli. Minnti hún á, að löngum hefði gætt ótta hjá mörgum við ofvöxt Reykjavíkur allt frá dögum „innréttinganna eftir miðja 18. öld. Hún rakti fólksfjölgunina í Reykjavik. Um miðja 19. öld bjuggu þar rúm lega 1100 manns. Fullve'ldisárið, 1918, var íbúafjöldi landsins um 92 þúsxmd og bjuggu tæp 17% þeirra í Reykjavík. Nú hefur íbúafjöldinn í landinu meira en tvöfaldast síðan þá, og búa um 40% í Reykjavík. Þá hefur hlut- fallstala inn fæddra Reyk- víkinga í borg inni einnig auk izt. — Ekki var Auður hyggjufull út vexti Reykja víkur. Þéttbýli væri í rauninni forsenda þess, að nútíma- menning dafn- aði og hagsmunir Reykjavíkur og landsins í heild yrðu ekki að- sltildir. (Ræða hennar í heild í Morgunblaðinu 19. júní). Árni Vilhjálmsson, læiknir, vísaði hlustendum til vegar frá Möðrudal til Vopnafjarðar á föstudagskvöld. Skemmtilegur þáttur og vel fluttur, af Hildi Kalman. — Á laugardagskvöld var þess minnzt, að 50 ár voru þá liðin, frá því konur fengu Sigríður J. Magnússon rakti þróunarferil kvenréttindamála á íslandi, auk annars efnis. Ingibjörg H. Hjarnason var kosin fyrst kvexma á þing, árið 1922, en síðan hafa, ef ég tók rétt eftir, eftir taldar konur set- ið á þingi 'fram til þessa dags, og eru þá varamenn á þingi ekki meðtaldir: Guðrún Lárus- af nýta beinan þinglegan rétt til a® ráða gangi þjóðmála. En konur eru nú rífur helmingur þjóðar- innar (50,1%), og sá skárri, a® margra tali. Sveinn Kristinsson. Skógafoss til Akraness Akranesi, 24. júní. MIKIÐ var um dýrðir í morgun, þegar Skógafoss, hið nýja skip Eimskipafélags íslands lagðist að hafnargarðinum. „Eitt af óska börnunum" kvað einn upp úr, sem á garðinum stóð. „Þetta er nú Jónsmessa í lagi“, Skipið kom með 600 tonn af gipsi til Se- mentsverksmiðjunnar og stykkja vönx til kaupmanna. Leiguskip verksmiðjunnar Urkessingel, ber 650 tonn, er nú, statt á Aust- fjrðum í sementsflutningxxxn út á land. Ahnað skip, Dettan, tek- ur 3000 tonn, flytur sement í Keflavíkurveginn, er í þessu kl. 4 að sigla til Keflavíkur. — Oddur. ic 14 daga ferS um Italíu með viðkomu í öllum helztu borgum og feg- urstu stöðum A 3 dagar í Róm ★ 5 dagar í Kaupmannahöfn ÍTALÍA Kaupmannahöfn 22 dagar - Verð kr. 19.800,00 3 ferðir: 22. júlí - 5. ágúst - 19. ágúst LÖNDLEIÐIR Adalstrœti 8 simar — RáFVIRKJAIUEISTARAR Raflagnaror iy4” Lekastraumsrofar 25, — 40, — 63, — 100 og 160 Amp. Segulrofar — Sjálfvirk rör Rakvélatenglar, ný gerð Raftækjasnúra, yfii'spunnin, 2x0,75 og 3x0,75q Botnskrúfu-lyklar — Flúr-pípur 40 w Einangrunarplastband, hvítt og svart Tengiklær og snúrutengi Hringingar- og dyrasímavír. Heildverzlun G. iVJarteinsson h.f. Bankastræti 10 — Simi 15896. Auður € r y1AiC. k. A VERÐI ! ! ! Framúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága verð tryggir hagstæðustu kaupin. Munið að gera samanburð á verðum áður en þér kaupið hjólbarðana. VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir- töldum stærðum: 520x13/4 560x13/4 590x13/4 640x13/4 640x13/6 650x13/4 670x13/4 670x13/6 520x14/4 560x14/4 590x14/4 750x14/6 560x15/4 590x15/4 640x15/6 670x15/6 Kr. 668,00 739,00 815,00 930,00 1.080,00 1.122,00 970,00 1.114,00 735,00 810,00 860,00 1.215,00 845,00 920,00 1.153,00 1.202,00 710x15/6 760x15/6 820x16/6 425x16/4 500/525x16/4 550x16/4 600x16/6 650x16/6 700x16/6 900x16/8 650x20/8 750x20/10 825x20/12 1100x20/14 900x20/14 Kr. 1.295,00 1.579,00 1.787,00 591,00 815,00 960,00 1.201,00 1.285,00 1.731,00 3.881,00 2.158,00 3.769,00 4.400,00 8.437,00 5.591,00 KH.HRI5TJÁNS50N H.F UMBOOIO SUÐURLANDSBRAUT 7 ' SÍM'I 3 53 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.