Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 21
Föstudagtrr 25. Jfinf 1965 MORCUNBLAÐIÐ Z1 — Utan úr heimi Framhald á bls. 14 fyrir hann segulbandsupp- taka á samtali um fyrirhug- aða töku Stokkhólms, sagði Lundahl að segulbandsupp- takan hefði verið gerð án vitundar sinnar af öðrum manni, sem nú er orðinn mið poinkturinn í öllu málinu. Hann heitir Göran Granquist, og mælt er að hann sé nú í Israel. Granquist aðstoðaði frétta- menn Expressen við að af- hjúpa Lundahl. Það er ekki útilokað að skjöl þau, sem mesta atJhygli hafa vakið, hafi verið verk hans. Um raun- verulegt hlutverk Granquists í Carlbergstofnuninni er allt é huldu, en Lundahl heldur því fram að hann hafi veri aðal foringinn. Helzta sönnunargagnið varðandi byltingaráætlanir Lundahls var vopnasafn, sem fannst í Carlberg-stofnuninni. Kamið hefur á daginn að þarna var einkum um að ræða safn skammbyssna, sem voru fornaldargripir að meira eða minna leyti. Lundahl seg ir að hann hafi áhuga á gömlum vopnum sem safn- 0ri, og vitað er að Granquist hefur umgengizt vopn og safnað þeim allt frá skóla- dögum sínum. Svo virðist eem hann hafi litið róman- tískum augum á vopn, kaup þeirra og sölu. | Flótti Granquists til ísraels átti sér stað rétt áður en Ex- pressen gerði málið 'heyrin- kunnugt. Ástæðan var ótti um að hann yrði drepinn af félögum Lundahls (segir Granquist sjálfur). Sagt er að ísrael hafi orðið fyrir val- inu sökum þess að hann sé af Gyðingaættum, þó hann sé a.m.k. að hluta sænskur ____ og sannarlega gæti nafn hans ekki verið sænskara. I Mál þetta allt hefur verið vatn á myllu erlendra frétta- ritara, og sérstaklega hafa Rússar veitt því athygli. Er Tage Erlander, forsætisráð- herra, var í heimsókn til Moskvu, spurðu rússnesku blaðamenn hann í þaula um málið. Erlander gerði grín að því, kallaði samsærið „brand ara“ og sagði að sænska rík- inu hefi aldrei stafað nokkur hætta af þvL I Þetta er greinilega það, sem sænska lögreglan og sak sóknarinn hafa nú einnig upp götvað, og að því hefur verið látið liggja í öðrum sænskum blöðum að e.t.v. iiggi mesta hættan af Carl- berg-stofnuninni í hugmynda flugi fréttamanna Expressen. Það eru enn til nazistar í Svíþjóð, leifar þess tkna er pazisminn átti mikinn fjölda aðdáenda þar. En þeir hafa enga þýðingu, ekki sízt sök- um þess að andúð á nrazistuim er orðin landlæg í Svíþjóð — þó það kunni að var 25 órum of seint á ferðinni. ! (Observer _ öll réttindi óskilin) Kaupmannahöfn . Osló • Stokkhólmur ■k Bezti ferðatiminn i Skandinavíu NORÐURLÖND 15 dagar - Verð kr. 14.840,00 Brottför 22. júlí — Lób ó „gullvog" Framhald á bls. 18 Þessu erindi svaraði stjóm Búnaðarfélagsins og búnaðar- málastjóri þann 9. maí með eftir- farandi bréfi: „Hr. ráðunautur Gunnar Bjarnason, Hvanneyri. Bréf þitt, dags. 28. apríl, ásamt meðfylgjandi reikningi yfir ferða kostnað (1. reikningur 1964, jan. — apríl) var lagt fyrir stjórn Búnaðarfélags íslands á fundi hennar, 6. þ.m. Um erindi þetta var samþykkt svohljóðandi bók- un: „Lagðir fram reikningar frá Gunnari Bjarnasyni, ráðunaut, um ferðakostnað og cfagpen- inga. Heildarupphæðin er ór. 11. 366,00. Samþykkir stjórnin að greiða af upphæð þessari kr. 2.740,00, 1. og 5. lið reikn- ingsins, að öðru leyti telur stjórnin reikninginn ekki við- komandi Búnaðarfélagi ís- lands.“ Um leið og þetta tilkynnist þér hér með, vil ég tjá þér, að greiðsla á samþykktum ferða- kostnaði að upphæð kr. 2.740,00 verður innt af hendi, þegar ósk- að verður. Tekur hún til ferðar til Reykjavíkur 2.—4. jan. til við- ræðna við landbúnaðarráðherra og búnaðarmálastjóra og í ann- an stað til ferðar 14. marz á Kjalarnes og í Kjós. Með vinsemd og virðingu, Ólafur E. Stefánsson settur búnaðarmálastjórL Sem ljóst má vera er hér ekki um að ræða fjárhagsmál, sem neinn dregur, hvorki mig eða ríkissjóð, enda greiddu allir að- ilar reikning sinn, nema Þor- steinn á Skáipastöðum og mitt eigið stéttar- og hagsmunafélag (þ.e. Félag ísl. búnaðarkandi- data). Hitt er málsins mergur og mikilvægt atriði til vitneskju og umhugsunar fyrir okkur starfs- menn landbúnaðarins (ráðunaut- ana), fyrir Búnaðarþing og fyrir Alþingi og ríkisstjórn, sem ver fjármunum til þessarar starísemi úr ríkissjóði, að hér hefúr fyrir- varalaust verið breytt um stefnu hvað við kemur skoðanafrelsi og upplýsingaaðstöðu ráðunauta, en við erum starfsmenn alþjóðar til að fræða um landbúnaðarmái. Ég hef litið svo á, að við séum og eigum að vera óháðir og þurfum ekki að fara til búnaðarmála- stjóra í hvert skipti, sem við er- um beðnir að mæta á fundum og spyrja um, hvað segja megi til þess að ferðakostnaður verði greiddur.“ Til frekari skýringar á því, sem sagt er frá hér í síðustu máls- grein hinna bannfærðu orða, vil ég láta þess getið, að fáum dög- um eftir að skýrsla mín var send til búnáðarmálastjóra, sendi Þor- stein á Skálpastöðum son sinn til mín með greiðslu á 2. lið reikn ingsins, og liggur hann nú sem eins konar vandræðagensi hjá reikningshaldara Bs. Borgarfjarð ar. Þetta sýnir glögglega, hversu þessi viðbrögð B. í. komu flatt upp á þá, sem að þessum um- ræðu- og fræðslufundum stóðu. Þetta er raunaleg saga fyrir þá, sem unna búskap og Bún- aðarfélagi fslands. Það hefur ver- ið raunalegra að segja þessa sögu en lifa hana, en það kenndi mér Hallgrímur á Halldórsstöð- um, sá öndvegis maður og bóndi, í bernsku minni, að þögn við ranglæti væri svik við réttlætið. Síðan hefur það verið lífs- og starfsregla, sem ég hef reynt að fylgja eftir megni, að gjöra rétt og þola ei órétt. Gunnar Bjarnason. iSópferðamiðstöðin sf. Símar: 37536 og 22564 Ferðabílar, fararstjórar leið- sögumenn, í byggð og óbyggð. Endurnýjum gömlu sængurn- ár, eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúns- sængur og kodda af ýmsum stærðum, Vatnsstíg 3. — Sími 18740. (Orfá skref frá Laugavegi). — Póstsendum — Dún- og fidurhreinsun Verzlunar og skrifstofuhúsnæði Viljum leigja húsnæði á góðutn stað í Austurborg- inni. Þarf að vera á 1. hæð 50—100 ferm. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Góð aðstaða 1749“. Heiidverzlun óskar eftir manni til útkeyrslu og innheimtustarfa. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Reglusamur — 7866“. Húseigendur Setjum saman gler með þessu vinsæla efni: SECOSTRIP og setjum einnig í. Verzlunin Brynja Sími 24323. SÍLDARSTÚLKUR! Okkur vantar vanar söltunarstúlkur. — Kauptrygging. — Fríar ferðir. Upplýsingar í síma 24093 og 11574. SUNNUVER HF. Seyðisfirði. Gluggaútstiliingar — atvinna Maður eða kona óskast til útstmmga- starfa í stórri verzlun. Tilboð sendist afgr. Mbl .merkt: „Fast starf — 7848“. Nœlonkápur Verð frá kr. 325.— Laugavegi 116. Reiðhjól Mjög ódýr reiðhjól fyrir drengi og stúlkur, 7 til 12 ára. Verð kr. 1895.- Miklatorgi. Nýkomnir karlmannasandalar kr: 215.— kr: 175— kr: 293.— kr: 286.— Einnig SANDALAR á börn og unglinga. Rúmensku KARLMANNASKÓRNIR margeftirspurðu komnir aftur. PÓSTSENDUM. Laugavegi 17 — Framnesvegi 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.