Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 1
24 síður vtgiwMábib 92. árgangur. 141. tbl. — Laugardagur 26. júní 1965 Prent9iní3ja Morgunfolaðsins. Deferre verður ekki í framboði — framboð hans til forseta afturkallað — eining náðist ekki milli vinstriflokkanna París, 25. júní — AP-NTB. CIASTON Deferre, borgarstjóri í Marseilles hefur ákveðið að verða ekki í framboði í forseta- kosningunum, sem fram fara í Prakklandi í desember. Segir Deferre, að þar sem ekki hafi náðst eining milli vinstri flokk- auivi í landinu um samstöðu í hosningunum, hafi hann ákveðið að draga sig í hlé. — í París er talið, að þessi ákvörðun Deferre bafi mjög styrkt aðstöðu Gaull- Ista, og einnig kommúnista, sem Tínstri flokkarnir ætluðu að balda utan fyrirhugaðs kosninga- bandalags, sem nú verður ekki af. De Gaulle, Frakklandsforseti 20 ára afmælis S.Þ. minnzt San Fransisco, 25. júní. — AP JOHNSON, Bandaríkjaforseti, beindi i dag þeim tilmælum til Sameinuðu þjóðanna, en 20 ára afmæli þeirra telst á morg un, að þær beittu sér fyrir friði í heiminum. Sagði for- setinn, að heimurinn ætti að sameinast um að berjast gegn fátæktinni, stöðva vopnakapþ- hlaupið og koma í veg fyrir offjölgun mannkynsins. Jbhnson flutti ræðu sína í San Francisco. — (Sjá grein um samtökin inni í blaðinu). hefur ekki enn tilkynnt, hvort hann muni gefa kost á sér til forsetaembættis næsta kjörtíma bil, þótt fáum dyljist að hann muni hafa fullan hug á því. Er ákvörðun borgarstjórans í Mar- seilles fyrsti meiriháttar sigur Gaullista í kosningabaráttunni. Fréttamenn og stjórnmálasér- fræðingar í Frakklandi telja, að misheppnuð tilraun Deferre til að koma á kosningabandalagi vinstri manna hafi margvíslegar afleiðingar: • í fyrsta lagi muni það verða gott vopn í höndum Gaullista. • í öðru lagi sé hér um að ræða sigur fyrir kommúnista, sem árangurslaust hafa reynt að fá að vera með kosningabanda- lagi vinstri flokkanna. Nú, þegar Deferre hefur dregið sig í hlé, vonast kommúnistar til, að fram bjóðandi þeirra, sem enn hefur ekki verið valinn, muni hljóta atkvæði vinstri manna, sem ann- ars hefðu ekki kosið þá. • 1 þriðja lagi verða nú and- kommúniskir vinstri menn, sem ekki styðja Gaullista, að finna sér leiðtoga, sem komið getur því til leiðar, er Deferre mis- tókst. Lítill vafi þykir nú á þvi leika, að demókratar, sem haldið hafa uppi sambandi milli kaþólska þjóðarflokksins, radíkala og óháðu flokkanna, verði nú sterk- asta vopníð gegn Gaullistum. Sósíalistar, sem standa utan þessa hóps, verða því að bjóða fram sjálfir, eða hjálpa öðrum andspyrnuflokkum Gaullista til að finna hæfan mann til fram- boðs. Friðarsamsæri" - segir Peking London, Peking, Moskva, 25. júní. — AP-NTB FRIÐARNEFND þeirri, sem brezku samveldislöndin hafa fcomið á stofm á ráðstefnu sinni á London, til að reyna að sætta deiluaðila í Vietnam, hefur verið huldalega tekið. — í orðsendingu Pekingstjórnarinnar í dag, segir, að Harold Wilson, forsætisráð- berra Breta, og aðrir ráðamenn samveldisins brezka skuli gera *ér Ijóst, að nefndin eigi ekkert erindi til Kína, og muni ekki verða tekið á móti henni þar. f orðsendingunni eru Bretar sakað tr um að hafa tekið forustu í „friðarsamsæri". Tilkynning Pekingstjórnarinn- •r barst skömmu eftir að Moskvu etjórnin hafði neitað að taka á móti hefndinni. • í orðsendingu kínverskra ráða mannanna er því haldið fram, að stofnun friðarnefndarinnar í naírii samveldisins sé ný tilraun af brezkri hálfu gerð til að hjálpa bandarískum árásarseggjum í Vietnam. Var su krafa endurtek- in, að baridarískir hermenn hverfi iþegar í stað. frá Vietnam, enda'sé það eina laúsnin á ástand inu þ»r um s'lóðix. Bendir Pekingstjópniri jafn- ¦iramtá, að Bretar hafi aldrei lýst andúð sinni á framferði Bandaríkjanna, i SA-Asíu, héídur véitt þeim aðstoð, og þar með rofiö G«nfarsáttmálann um lodó Kína — þrátt fyrir að Bretland hafi, ásamt Sovétríkjunum, haft með höndum formennsku á Genfarráðstefnunni 1954. Af hálfu erlendra sendimanna í Peking er því haldið fram, að orðalag kínversku orðsendingar- innar hafi verið þannig, að af- staða kínversku stjórnarinnar kæmi ekki fram sem árás á brezk samveldislönd, sem eiga aðild að Algeirsborgarráðstefnunni. Hafi Framhald á bls. 23 Myndin var tekin í Kairó s.l. miðvikudag og sýnir utanríkisráðherra Alsir, Abdelaziz Boute- flika. í viðræðum við Chou-En-lai, forsætisráðherra Kina. Pekingstjórnin hefur mjög lagt að væntanlegum þátttekendum í ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkja, aðbeita sér fyrir því, að hún verði haldin á tilsettum tíma í Alsír. Allt benidir þó til þess, að svo verði ekki. — Ljosm.*. AF. « Tekur Ferrhat Abbas við embætti Ben Bella? — koma gamlii leiðtogor í Alsír fram á ný — ítalskir kommúnistar styðja Ben Bella — blað Nassers ræðst á Boumedienne Beirut, Algeirsborg, Vín, Róm, 15. júní. — (AP) — BEIRUT-BLAÐIÐ „Daily Star" skýrir frá því í dag í sérstakri frétt frá Algeirs- borg, að byltingarstjórn Hou- ari Boumedienne hafi boðið Ferrhat Abbas, fyrrum for- sætisráðherra alsírsku útlaga- stjórnarinnar, að taka við em- bætti Ben Bella, fyrrum for- seta. Blaðið segir ekki, hvort Abbas hafi tekið boðinu, en tekur hins vegar fram, að aðr- ir fyrrverandi leiðtogar í Al- sír, þ.á.m. Mohammed Khider og Belkacem Krim hugleiði nú, hvort þeir eigi að styðja valdhafana nýju í Alsír, sem hafi m.a. í huga að afnema einsflokkskerfið í landinu, og endurskipuleggja allt efna- hagskerfi þess. „Daily Star" segist hafa það eftir áreiðanlegum heimildum, að Ben Bella hafi verið steypt af stóli tveimur dögum eftir að hann gaf utanríkisráðherra sín- um Abdelaziz Bouteflika, kinn- liest. 84 láta lífið í flugslysi í USA — er herútgáfa af Boeing 707 hrapar — allir um borð voru bandarískir hermenn júní. frá El Toro, Kaliforniu, 25. AP — NTB Mikið flugslys varð, í dag nærri El Toro í Kaliforníu, er bandarísk herflutninga- þota af gerðinni C-135 ' (her- útgáfa af farþegaþotunni Bo- eing 707) féll til jarðar skömmn eftir flugtak. AUir þeir, sem í þotunni yoru, M talsins, létu lifið. 72 þeirra voru bandarískir sjó- liðar, en áhöfn taldi 12. Flugslysið varð skömmu ef.tir að þotan lagði upp frá El Toro, eh hún var á leið til Okinawa um Honolulu. Er talið að áfangastaður her- mannanna hafi verið Viet- nam, ;' .• ¦• ¦ • ¦ !'"'..' , Er þotunnar var saknað, hófst umfanigsmikil leit, og fannst ílakið um 7 km El Toro. Rigning yar, sláemt skyggni, er slysið bar að höndum. í>etta er eitt af meiri háttar slysum, sem hent hafa her- flutningavélar, en mesta slíkt slys varð 18. júní 1&53, er Globemastervél féll til jarð- ar nærri Tokyo í Japan, þá létu 129 bandarískir hermenn lífið. Flugvélin, sem fórst í dag, var Í'eigu ílugþjónus'tu bandá riska hersiris, MATS. Þá segir blaðið enn fremur; að Ben Bella sé nú í haldi í eyði- merkurbænum Colombe Bechar. 0 í Róm var frá því skýrt í dag, að kommúnistaflokkur ítalíu hafi tekið upp stuðning við Ben Bella. 1 sérstakri yfirlýsingu flokksins, sem birtist í málgagni þess, „L' Unita", segir: „Miðstjórn ítalska kommúnistaflokksins hefur mikl ar áhyggjur af ástandi því, sém nú hefur skapazt í Alsír. . . og vonast til þess, að alsírska þjóð- in mun halda fast við stefnu sósialismans, jafnframt því, sem látin er í ljós ósk urh, að lífi Ben Bella og annarra alsírskra frelsishetja verði þyrmt, og þeim leyft að snúa aftur til eðlilegra afskipta af stjórnmálum." Málgagn Kristilegra demókrata, blað Aldo Moro, forsætisráðherra á ítalíu, segir í dag, að svipuð örlög kunni að bíða Boumedi- enna og Ben Bella. Blaðið seg- ir: „Boumedienne kemur í stað Ben Bella . . . hann (Bournedi- enne) á tveggja kosta völ: Kjósr hann lýðræðið, verður það þjóð- inni til gæfu. Annars mun hann hætta á, að fyrir honum fari, fyrr eða síðar, eins og fyrirrennara hans". ítalska stjórnin hefur hins veg^ ar ekki birt neina opinbera yfir- lýsingu um stjórnarbyltinguna . í Alsír. 0 Fréttamaður Associated Press í Algeirsborg segir í dag, að Boumedienne hafi neitað að gefa Nasser, Egyptalandsforseta,. lof- orð um, að öryggis Ben Bella verði gætt. Er það haft eftir á- reiðanlegum heimildum, að Bou- medienne hafi algerlega neitað að leyfa sérstökum sendimanm Nassers, Abdel Hakim Amer, varamarákálki, að héimsækjá Ben Bella í fangelsi. FramhaW á W« «»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.