Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 3
Laugardagtir 26. yfinf 1965 MORGUNBLAÐIÐ 3 Þingmannanefnd sú, sem vínnur að undirbúningi samn ingaviðræðna við Swiss Al- umininu Ltd. um byggingu alúminbræðslu hér á landi var fyrir skömmu á ferð í Noregi og Svisslandi, þar sem nefndarmenn skoðuðu slíkar verksmiðjur. Ferðinni er nú lokið og flestir nefndarmenn komnir heim. Meðfylgjandi mynd sýnir nokkra íslenzku nef ndarmarcnanna ásamt fylgdarmönnum virða fyrir sér fljótandi alúmin, sem síð- an er mótað í stórar blokkir eða kubba. Myndin er úr verksmiðjunni í Chippis í JUionc -dalnum í Sviss. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Dr. Hammerli lög- fræðingur Swiss Aluminium, Eggert G. Þorsteinsson alþm. dr. Miiller tæknilegur for- stjóri, Benedikt Gröndal alþ. m., Wohnlich sölustjóri, Jó- hann Hafstein iðnaðarmála- ráðherra, Helgi Bergs alþm., starfsmaður í verksmiðjunni, Ingvar Gíslason alþm., E. Meyer aðalforstjóri Swis Al- uminium og F. Schraner full- trúi. (Photopresse Géneve). Islenzkir alþingismenn skoöa aiúmínverksmiðju í Sviss Þessi mynd var tekin fyrir framan alúminverksmiðjuna Steg í Rhone-dalnum. Verk- smiðja þessi framieiðir ýmtsa hluti úr hreinu alúmini. Þeg- ar íslenzka þingmannanefnd- in var þarna stödd, var meðal annars verið að framleiða „profila'* fyrir frystipönnur, sem áttu að fara til Vélsmiðj- unnar Héðins í Beykjavík. Verksmiðjan í Steg er að- eins tveggja ára gömul og tal in liiit nýtízkulegasta í eigu Swiss Aluminium. Það vakti athygli íslenzku nefndar- manna í Steg, að þess var vandlega gætt, að ekkert smá korn af alúmíni færi til spill is í verksmiðjunni. Hvert ein asta smákorn, sem úr féll við framleiðtsluna var aftur tekið og sett í bræðsluna. Á myndinni eru frá vinstri: F. Schraner fulltrúi, Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráð- herra, E. Meyer aðalforstjóri og frú Bagnheiður Hafstein. Séð yfir einn salinn í verksmiðju Swiss Aluminium í Chippis. Hvíta duftið í stokkunum á myndinni er al- úminoxýð (A12 03). <Jr því er unnið hreint alúmin við raf- greiningu. RaMraumurinn fer um ferhyrndu málmsteng urnar, sem standa upp úr duftinu og niður í anóður, sem duftið hylur. Við. raf- greininguna slitna anóðurnar ört og verður því oft að skipta um þær. Hreint alúm- ín myndast siðan undir duft- inu og er það leitt fljótandi yfir í annan sal, þar sem það er kælt og mótað í ferhyrnda kubba, plötur eða sívalninga. Verksmiðjwsalur þessi er svip aður því, sem hér verður, ef reist verður alúmínverk- smiðja á Islandi. Aftarlega á myndinni er maður á drátt- arvél. Hann hefur það starf að aka a milli og hræra upp í duftinu með sérstökum tækjuim STAKSTEIIÍAR Skömmtunor- skrifstofa S.l. fimmtuda var að því vik- ið í forystugrein Mbl. að leggja bæri Viðtækjaverzlun ríkisins niður. Viðtækjaverzlunin er ein tt leifum sósialiskra úrræða, sem í hávegum voru höfð hér á lanðl á fjórða áratug þessarar aldar, en þá voru lífskjör hér næsta bág borin, atvinnuleysi, kreppa og höft Á siðustu árum hefur viðskipta frelsi aukist til mikilla muna og ýmsum höftum og bönnum í sam- skiptum manna á milli verið af- létt. Sjálfsagt er að stiga skrefið til fulis og afnema cinokun og rík- isrekstur á ýmsum sviðum, sem enn er við líði. Augljósasta dæmi þess er Viðtækjaverzlun ríkisins. Það fyrirtæki virðist á siðustu ár um hafa tekið upp þaiun hátt mð veiti hinum ýmsu innflyljendum leyfi tii innflutnings útvarps- tækja, en á«Vur var sá innflutn ingur nær eingöngu i þess hönd- um. Greinilegt er, að þjónaista við • neytendur hefur stórbatnað, eft- ir að Viðtækjavérzlunin lét inn- f lutninginn að mestu leyti í hend- ur einkaaðilum, en hins vegar er ómögulegt að sjá til þess nokkur rök, að þetta ríkisfyrirtæki hafi vald til þess að skammta irau- flytjendum leyfi eftlr eigin höfði og án þess aff farið sé eftir nokkr um föstum reglum, heldur einung is duttlungum og geðþótta for svarsmanna þess. Viðtækjaverzlun ríkisins hef- ur raunverulega lagt sjálfa sig niður sem innflutningsfyrirtæki en starfar nú sem eins konar skömmtunarskrifstofa, en slíkt fyrirbæri tilheyrir, svo sem kunnugt er, fortíðinni. Þarf ríkið að reka járnsmiðju? Viðtækjaverzlun Bíkisins er ekki eina eftirlegukindin af þessu tagi. Ástæðulaust virðist með öllu fyrir ríkið að hafa með hönd- um rekstur járnsmiðju. Járn- smiðjur eru margar í landinu og er ekki vitað annað en þær ræki hlutverk sitt sómasamlega. Þótt ef til vill hafi mátt finna rök fyrir starfrækslu Landsmiðjunn ar áður fyrr, eru þau ekki Ieng- ur fyrir hendi. Því ber ríkinu að Icsa sig við rekstur hennar, sem og annarra atvinnufyrirtækja, sem engin knýjandi þörf er á að ríkið reki. I landinu er ýmsar eftirlegu- kindur af þessu tagi, sem hefðu átt að vera norfnar fyrir löngu. Nátttröll Ýmis konar opinber rckstui hefur tíðkast hér mjög bæði á vegum ríkisinis og einstakra bæj arfélaga. Það skal fúslega við- urkennt, að rök mátti færa fyr- ir stofnun ýmissa þessara fyrir- tækja, þegar þeim var komiS á, þótt það væri vitanlegi á- stæðulaust í mörgum tilvikum. Nú eru aðstæður hins vegar allt aðrar og þessi fyrirtæki í eign hins opinbera eru mörg hver orðin eins konar nátttröll, sem lifa enn vegna gamalla vandamála, sem löngu eru leyst. Stefnan nú er sú, að fyrirtækin yerði raunveruleg eign almenn- ings með almennri þátttöku og hlutafjáreign hans. Þannig verða öll stærri fyrirtæki hér á landi byggð upp í framtíð- inni. Það er vissulega orðiff meira en tímabært að losna við þess- ar eftirlegukindur úr ríkis- rekstri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.