Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ 1 Laugardagur 26. júní 1965 SÉRA Bjarni Sigurðsson á MosfelXi, tnun í sumar skrifa í Morgunblnðið nokkrar grein ar úr svcitmni og fer fyrsta grein hans hér á eftir. VINUR minn græðir mifcla peniniga. Oft þegar ég hitti hanm á förnum vegi, heldur hann á litluim pinkli í hendinni. Þá veit ég, hvað klukkan slær. Hann er á leið til einhvers, sem kem- vel, að lítilræði sé bugað a'ð hon- um. Vimir minn er æigilega þreyttur. Hann hefir reynt að fara til útlanda, en þar verður hann enn þá þreyttari, því að það er svo margt að sýsla og skoða í útlöndum. Nú er hann Jíkast til búinn að finna nógu afskekktan stað til að hægt sé að hvíla sig og þanga'ð ætlar hatnn í auanar. Það er nsestum heil dagleið með flugvél og skipi Það er mýrarkTÍli hérna við túnfótinn. Allt í krinig eru bæ- ir og fólk, ag í jaðri hennar líð- ur þung umferð Jónsmessudags- ins eins og stuna frá risavöxnu brjósti út í bláinn. Gott er að koma út í mýrina, bezt þó í gró- andinni. Austanhalt við hana miðja er botnlaus leirkelda Og réttast að fara úr skokkunum. Gruggugt vatnið spýtist ylvolgt upp úr blautum sverðinum við hvert fótmál. Um að gera að fara sem naest keldunni og eiga kannski kost á að lenda ofan i hana með annan fótinn. Hér er það sem klófífan grær. Hingað sendu foreldrar krakka- greyin brýnna erinda. Gaman hefur verið að safna saman skjannahvítum fífuhnoðrum Og gjÖra sér í hugarlund dularfulla og flöktandi birtu lýsislampans I skammdegismyrkrinu. Lítill skúfur í hendinni gælir ferskur og silkimjúkur við vangann. Og við öslum áfram þar, sem bláberjalyngið vex og leyfum því að strjúkast við il og ökla; stundum skilur það líka eftir grunna rispu, rétt að sést ofurlít- ill, blóðrisa garður stinga þægi- lega í stúf við leirugt hörundið. Með naumindum, að við getum lengur stillt okkur um að hlaupa við fót, og mýrisnípan sprettur upp með andfælum af næstu þúfu. Þrjú egg í hreiðri og uppi yfir gneggjar hrossagaukur; uppi — unaðsgaukur. Þeir eru annars margir hljóðnaðir, þegar svona er orðið áliðið. Nú nálgumst við rimann, þar sem jaðrakaninn verpir. Þau hafa ekki orpið þar fyrr, svo að okkur sé kunnugt um. Skrýtið, að þau skyldu velja sér þennan stað. Og þó. Rammur þefur leirmýrarinnar dvinar smátt og smátt og hverf- ur út í buskann. Það bregzt ekki, að einhvers staðar er mjaðar- jurt á næstu grösum, og angan hennar fellur þægilega við hrossa lykt og suð randaflugu í fjarska. Andi mýrarinnar leysist úr læð ingi á heiðum sumardögum og björtum sumarnóttum, þegar dalalæðan tifar dúnléttum skref- um um keldur og rima. Hún hef- ur aldrei verið svona ástleitin frá í fyrravor. Sumir segja, að hún sé kóngsdóttir í álögum. Eng in ótignari brúður er heldur full- kosta anda mýrarinnar um þetta leyti árs. Það er heilnæmt að leggjast hérna milli þúfna og draga að sér næringu úr dögg liðinnar nætur. Um að gera að teygja vel úr sér og horfa hálfluktum aug- um upp í sindur morgunsins. Og svo eftir drukklanga stund höll- um við okkur á eyrað, og þá lýkst það upp — þetta, sem við kunnum ekki að nefna. Fjar- lægar eru raddir mýrarinnar, má vera, að það sé fremur hjartslátt- ur hennar, eitthvað í ómælis- fjarska, svo að það heyrist mjög óljóst og hverfur inn í þögnina. Þó er ef til vill réttara að segja, að það sé hérna, alveg fast hjá. í þeirri veru mætti helzt líkja því við nið mikilla vatna. Að hinu leytinu er það svo undur veikt og þaggandi. í svip er engu líkara en það sé komið til okkar að hugga okkur eftir sáran harm og vilji bæla niður þungan ekka í tærðu brjósti. í sömu andrá virð ist það flytjandi ríkrar gleði, einna áþekkast sendiboða mikilla fagnaðartíðinda. Það smýgur inn í vitund okkar og verður hluti af okkur sjálfum. Það fer um okkur eldi frá hvirfli til iija og hríslast út í yztu æsar líkama og sálar, og við finnum ekki betur en angandi grasbreiðan taki að hefjast og hníga eins og dúnmjúk ur móðurbarmur. Hver er til frásagnar um það, hvernig sé að fæðast eða deyja? Engin frásaga verður heldur skráð um, hvernig er að vakna inn í þá tilveru, sem er fólgin í skauti mýrarinnar. — Og allt í einu er það komið folaldið fríða nokkurra daga gamalt og fer silkimjúkum flipanum um vit þín, sem í mýrinni liggur og hvíl ist. Velköminn vertu, trítill minn. Ekki hefur þú víst séð vafurlog- ann, sem hérna fóru sögur af í fyrndinni? Um hann eru traust- ar heimildir og sumar meira að segja greindar í bókum. Þegar skuggsýnt var á súgmiklum vetrarkvöldum, sást honum bregða fyrir einhvers staðar á þessum slóðum. Og fullhugar á bæjunum settu á sig staðinn og reyndu að finna hann, en það var segin saga, að vafurloginn hvarf löngu áður en að honum var komið. En til mikils var að vinna — silfur og gull fólgið í jörðu. Og þegar dagur rann, fóru þeir til og grófu í þýfi mýrar- innar. En annað hvort hittu þeir aldrei á staðinn eða gullið fyrir fannst ekki í þessari mýri, hvað einu gilti, því að kapparnir gengu jafnan slyppir frá þessum leik. Heldurðu ekki, trítill minn, að þú sért gulls í gildi? Finndu nú, hvað grösin eru mjúk og ilmandi og safamikil. Þessari litlu tuggu skulum við skipta milli okkar, þú og ég, og seinna meir, þegar þú ert kominn á gjöf og verður að sætta þig við moðið frá kún- um, skaltu láta þig dreyma um blámýrina hérna og rimann, þar sem jaðrakan verpir. Varaðu þig á eftirííkingunni, kallinn minn. Hneggið þitt kemst ekki einu sinni í hálfkvisti við hrossagauksins. i— Ekki skal mig kynja, þó að það ætti að vera allra meina bót að velta sér upp úr dögg þessarar nætur. Hér verð ur gleði okkar nakin eins og ný- fætt barn. Og gallar okkar, sem venjulega skyggja á kostina og draga úr gildi þeirra, víkja frá andartaksstund eins og ský af Iþreyttu enni. Finnst þér ekki, trítill minn, rétt, að við bjóðum vini okkar snöggvast hingað til okkar. Hann mundi vísast koma með brauðmylsnu handa þér. Kannski getum við höndlað hann áður en hann fer næst til útlanda eða á eina staðinn, sem hann hef- ur fundið nógu afskekktan til að hvílast á. Og ef við stingum hérna niður skóflu, getum við sýnt honum gilda fauska þeirra trjáa, sem klæddu mýrina endur fyrir löngu. Og andardráttur hennar varð til af þeim grösum, sem undu kjur á sínum stað. Bjarni Sigurðsson. ÞAÐ slys varð um kl. 7 í fyrra- kveldi að Volkswagen-bifreið frá bílaleigu í Reykjavík var ekið á bráarstólpa á Brynjudalsa í Hvalfirði. ökumaður bifreiðar- innar, Halldór Gunnarsson Kárs- nesbraut 19 í Kópavogi, hlaut höfuðhögg við áreksturinn og missti meðvitund um tíma. Hann var fluttur á Slysavarð- stofuna og þaðan í Landakots- spítala. Blaðinu er ekki kunnugt um skemmdir á bílnum. Um tæki til sjönvarpsins Hr. ritstjóri! í BLAÐI yðar í dag eru um- mæli um íslenzkt sjónvarp, höfð eftir danskri blaðafregn, og skil- in á þá leið, að Ríkisútvarpið ætli að fá frá Dönum ófullkom- inn eða úreltan tækniútbúnað fyrir væntanlegt sjónvarp hér. Fyrir þessu er enginn fótur. Það hlýtur að vera misskilning- ur í dönsku fregninni, sem ég faef ekki séö, eða í íslenzkum búningi hennar. Útboð í ný og fullkomin tæki fyrir sjónvarpið eru send út fyrir alllöngu og fyrirtæki í mörgum löndum hafa sent tilboð. Úr þeim er unnið í samvinnu íslenzkra og norskra verkfræðinga. Á ýmsum þessuon tækjum er langur af- greiðslufrestur. Til þess að nýta sem bezt þann tínia til óslitins undirbúnings undir ís- lenzkt sjónvarp, bæði um þjálf- un starfsfólks í orði og á borði og um prófanir og tilraunasend- ingar, hefur tekizt vinsamleg samvinna milli Ríkisútvarpsins og norrænna sjónvarpsstöðva, samskonar samvinna og áður hefur verið milli þeirra sjálfra, þegar eins hefur staðið á. M.a. lána þeir okkur bráðabirgðatæki til prófana og tilraunasendinga, þangað til okkar eigin nýkeyptu tæki koma. Þetta eru allt góð tæki, ný eða nýleg og í fullu notagildi og hægt að skila þeim aftur endungjaldslaust eða kaupa eitthvað af þeim fyrir landskerfið, ef íslenzkir sér- fræðingar telja það æskilegt. Þetta sarhstarf við norrænu stöðvarnar er íslenzka sjónvarp- inu verklega og fjárhagslega mjög hagkvæmt. Við höfum fengið ágæta og þaulreynda verkfræðinga til þess að prófa og undirbúa hvaðeina eftir að traustur grundvöllur hafði ver- ið lagður af íslenzkum verkfræð ingum og af yfirverkfræðingi Evrópusambands útvarpsstöðv- anna og síðan með ítarlegu starfi sjónvarpsnefndarinnar. íslenzkt sjónvarp hefur verið skoðað og rannsakað hér í út- varpinu árum saman og ég hafði fyrir löngu gert sundurliðaðar tillögur um það, ásamt G. Bri- em. Nú er málið komið til fram- kvæmda, sem væntanlega verð- ur lokið eftir áætlun sjónvarps- nefndarinnar, ef ekki fyrr. Þó að það norræna samstar^ sem tekizt hefur, sé gott, og beri að fagna því, eins og í blaði yðar stendur,'fer því fjarri að það sé eða - verði eina erlenda sambandið, sem sjónvarpið hér fær. Nýju tækin hafa verið boð in út í mörgum löndum. Tilboða um dagskrár og dagskrársam- vinnu hefur verið og verður ena leitað víða um lönd og þegar er vissa fyrir því ao" slík sambönd eru opin í mörgum löndum. En fyrst og fremst á sjónvarpið aS verða íslenzkt sjónvarp, eftir íslenzkum kröfum og ís- lenzkum rnögu'eikum 4 sviði menningar og fjárhags, en með víðri alþjú^legri útsýn og byggt á nýjustu og beztu tækni. 25. 6. 1965 Vilhj. Þ. Gislason méiU*MMÍlÍÍMÍ**l*UHlMií • SKORTUB A ÖflKIJ EN KJÖTI Enn er kvartað yfir kjöt- skorti og virðist ekki ástæðu- laust. Reyndar hefur oft verið ástæða til að kvarta, því að við ættum að geta haft á boðstól- um fleira en lambakjöt, eins og é|g minntist á fyrir nokkrum dögum. Ekki er undarlegt þótt hljóð heyrist úr horni, þegar skortur á lambakjöti bætist við venjulegan kjötskort. Við erum engin kjötfram- leiðsluþjóð, síður en svo. Þess vegna er kjötskortur ekkert óeðlilegur, þegar tillit er tekið til þess, að í verzlunum þessarar miklu fiskiþjóðar, fæst stundum ekki ætur fiskur svo dögum skiptir. • ____ENGAN ANNAN FISK Bent er á, að við þurfum að gefa erlendum ferðamönn- um að bragða kjötið okkar — og það er alveg rétt. En við þurfum miklu fremur að leyfa þeim að bragða íslenzkan fisk. Við státum af mikilli fiskfram- leiðslu og teljum sjálfsagt og eðlilegt, að íslenzkur fiskur sé a.m.k. jafngóður og annar fisk- ur, enda ættum við að hafa betri aðstöðu en flestar aðrar þjóðir til að bjóða góðan fisk. Þegar erlendir ferðamenn kom hingað spyrja þeir yfir- leit ekki um íslenzka lamba- kjötið — heldur íslenzka fisk- inn. Og þeir telja óeðlilegt að fá hér annað en góðan fisk. Hér eiga menn að fá heimsins bezta fisk — og engaoi annan fisk. • NÝ ÚTGERB Ég hef margoft gert það að umræðuefni, að Reykjavík þyrfti að eignast veitingastað, sem byði þennan margumtalaða heimsins bezta fisk. Fyrsta al- varlega tilrauniij í þessa átt hefur verið gerð í Nausti und- anfarin ár, en ég veit, að helzta vandamálið þar er að fá dag- lega nýjan góðan fisk. Úr því að íslenzkur sjávarútvegur get- ur ekki útvegað fjölbreytt úrval af nýjum fiski svo að segja dag- lega, þá verða hótelin að fara að gera út Ég er viss um að fjölmargir almennir neytendur vildu eignast hlut í slíkri út- gerð — og tryggja sér jafn- framt betri og meira úrval af fiski til neyzlu í heimahúsum. 0 EKKI ALLS VARNAÐ Hið virðulega dagblað NEW YORK HERALD TRIB- UNE getur þess í forystugrein, að orðuveitingin til Bítlanna hafi vakið gremjtf margra í Englandi — jafnvel svo, að sumir orðuhafar hafi skilað nín- um orðum aftur til þess að sítja ekki á sama bekk og hinir margnefndu hárlubbar. En HERALD TRIBUNE spyr, hvort þessir hneyksluðu Bretar hafi gert sér grein fyrir hinu mikla hugrekki og dirfsku, sem Bítlarnir séu gæddir: „Hve margir af hinum hnarreistu hermönnum drottningarinnar mundu þora að standa augliti til auglitis við fimm þúsund skrækjandi táninga — óvopn- aðir?" Já, hefur nokkur hugleitt þetta? Bítlunum er ekkl alls varnað. — Það er líka ljóst, að þeir hjá HERA1,D TRIÐUNB telja sig ekki endilega þurfa að vera leiðinlega, þótt þeir skrifi leiðara. 0 UMFERBIN UM HELGAR Nú fer í hönd helgi — og sennilega mikil bílaumferð ú* út bænum. Ég hvet vegagerðar- menn til þess að nota fríið og skoða vegina — svona rétt til tilbreytingar — og fara þá upp á Sandskeið, ef þeir eru ekki búnir að fylla holuna frægu. Ennfremur er vert að hefja máls á þvi, að vegurinn upp Ártúnsbrekku, innan við Elliða árnar, verði breikkaður hið skjótasta. Hann er eins og flöskuháls á umferðinni út úr bænum fyrir helgar — og tU bæjarins síðari hluta sunnu- dags. Ef bætt væri einni akrein við, hún riotuð fyrir akstur út úr bænum þegar straumurinn liggur þangað — og til bæjar- ins, þegar umferðin beinist í þá áttina, batnaði ástandið til muna. Ef þetta hefur ekki verið tekið til athugunar af viðkom- andi yfirvöldum, þá er kominn tími til að það verði gert nú þegar. Alltaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. fl. BRÆBURNIR ORMSSON h.f. /esturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.