Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Laugardagur 26. júní 1965 Erlingur Gíslason í hlutverki Skipta-IIans í Ævintýri á gönguför. L. R. sýnir á gönguför LEIKFÉLAG Reykjavíkur mun fara hringferð umhverfis landið í sumar með leikritið „Ævin- týri á gönguför“. Síðasta sýning á leikritinu hér verður á laugar- dag, en á mánudag verður lagt af stað og þá flogið til Horna- fjarðar, þar sem fyrsta sýningin verðuf á þriðjudagskvöld, en síðan verður farið norður og vestur um land og reiknað er með að leikförin muni taka all- an júlímánuð. Likstjóri í leikförinni verður Ragnhildur Steingrímsdóttir, en leikarar verða þeir sömu og ver- ið hefur, nema hvað Jóhann Páls son tekur við hlutverki Ver- munds í stað Gísla Halldórsson- „Ævintýri “ út á landi ar. Leiktjöldin eru eftir Stein- þór Sigurðsson en fyrir þessa leikför hafa verið útbúin sérstök ferðaleiktjöld, senji eru eins og leiktjöld þau sem notuð hafa ver ið í Iðnó, að öðru leyti en því, að þau hafa vrið minnkuð og lagfærð, mð tilliti til aðstæðna á litlu leiksviðunum ú.t á landi og eru heppilegri flutnings. Undirleikari í ferðinni verður Guðrún Kristinsdóttir en farar- stjóri Guðmundur Pálsson, svo samtals telur hópurinn 13 manns að meðtöldum bifreiða- stjóra. Þetta mun vera áttunda sumarið sem Leikfélag Reykja- víkur fer leikför út á land en í fyrra fór það með Sunnudagur í New York og sumarið þar áður með Hart í bak. Leikfélagið hefur nú sýnt „Ævintýri á gönguför“ 80 sinn- um og hefur ekkert lát orðið á aðsókn og uppselt á hverja sýningu, að sögn. Sveins Ein- arssonar leikhússtjóra. Á fundi með fréttamönnum skýrði hann frá því, að Leikfélaginu hefði iðulega borizt 1000 miðapantanir á leikritið utan af landi núna í vetur, án þess að mögulegt hefði verið að sinna þeim. Leikfélagið hefur í vetur leikrit, en sýningar hafa sam- tals orðið 218 og flestar voru á „Ævintýri á gönguför“ eða' 80 talsins, eins og áður segir. í fyrra sýndi Leikfélagið sex stykki og þá urðu sýningar sam- atls 150 auk fimm sýninga í Fær- eyjum og þriggja á Akranesi. Af leikritum sem sýnd voru í vetur í Iðnó, mun standa til að sýna aftur næsta haust, Ævin- týri á gönguför, Sú gamla kem- ur í heimsókn og e.t.v. Þjófar, lík og falar konur. Mihlor SrctEiek^æstsdlr i Gs,iasacl<sa,iis,$il Grundarfirði, 24. júní. í SUMAR er unnið við stækk un bátabryggjunnar í Grundar- firði. Verið er að steypa ker hér á staðnum og verður því sökkt fyrir framan bryggjuna. Við þetta skapast stórum betri aðst- aða fyrir fiskibátana og er ætl- unin, að þeir athafni sig við þessa bryggju, en hafnargarður verði fyrst og fremst fyrir millilanda skipin, sem leggja leið sína hing að í mjög vaxandi mæll. Yfir- smiður veið þessar framkvæmdir hafnarinnar er Sigurður Jakob Magnússon frá Ólafsvík. Þá er og unnið að þvd í surnar að leggja nýja vatnsleiðslu að þorpinu. Hinjga'ð til hefur vatnið verið tekið úr læk í fjalli fyrir ofan byggðarlagáð, en á si. ári Var borað fyrir vatni skammt fyrir innan þorpið á svonefnd- um Kvernáreyruim. Fannst þar nægiiegt Vatn og er niú komið hór á staðinn bæði efni í lögn- ina svo og dælur. Vænta má þess, að vatnið komist í samiband sfð- ar á þessu ári. Sveinn Torfi Sveinsson verkfræðinigur hefuir .verið til ráðuneytis urri þessar framkvæmdir. Þá er hér í sumar í smíðum nýtt póst- og símstöðVarhús, og standa vonir til þess, að hæ'gt verði að flytja einihvern hluta af afgreiðsilu pósts og síma í hi3 nýja hús fyrir næstkomandi ára- mót. Bætir þáð úr mjög brýnni þörf , því að vinnuskilyrði starfa fólks þessarar stofnunar hér eru vægast sagt harla bágborin og gegnir furðu, hversu afgreiðsia pósts hefur þó gengið vel miðað yið allar aðstæður. Yfirsmiður við bygigingu þessa húss er Björn Gu'ðmundsson Grundar- firði. Loks er þess að geta, að hér í þorpinu er í smíðum kirkja, sem vonir standa til, að hægt verði að messa í á komandi jól- lái. Hefur sóknarpresturinn, séra Magnús Guðmundsson, unn ið mjög ötuillega að framgangi þessa miáls. Margir Grundfirð- ingar, heima og heiman, hafa lagt þessu máli mikið lið, og kirkjU'byiggingunni hafa borizt margar góðar gjafir nú þegar og verið tilkynnt um aðrar, sem væntainlegar eru. — Emil. Ihmið að hafnar- gerð í Ólafsvík Ólafsvík, 24. júní. Sanddæluskipið Sandey er ný- komið hingað og "a að dæla sandi upp úr höfninni. Sandin- um á að dæla í ramma, sem mótaður er úr grjóti og var unn- ið við það fyrr í vor. Sandey mun eiga að dæla um 70 þús. rúmmetrum af sandi. Uppfyll- ing sú, sem myndast við sand- dælingu þessa, mun verða um 114 til 2 ha. að stærð. Aðrar framkvæmdir við höfnina í sum- ar eru, að byggð verður 110 m löng bryggja úr harðviði, sem tengd verður uppfyllingu þeirri, sem Sandey er að dæla í. Við bryggju þessa verður 414 m dýpi um stórstraumsfjöru og munu 5 bátar geta landað í einu við hana. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir þessar eru 7 millj. kr. og er búið að tryggja fjármagn til þeirra. Verkstjóri við hafnargerðina er Sigurður J. Magnússon trésimíðameistari hé3 an úr Ólafsvík. — Hinrik Hótel opnað í félags- heimilinu ■ Neskaupstað Neskaupstað, 24. júní. í DAG boðaði stjórn félagsheim- ilisins í Neskaupstað fréttaritara blaða og útvarps á sinn fund. Hafði Gunnar Ólafsson skóla- tjóri orð fyrir stjórninni. Sagði hann tilefnið vera, að á morgun yrði opnað nýtt gistihús í félags- heimilinu, sem hlotið hefði nafn- ið Hótel Egilsbúð. Un'nið hefur verið í allan vetur við að inn- rétta fimm herbergi, sem eru á 2 hæð hússins, og eru þau nú fullbúin. Þar er pláss fyrir 15 rúm. Herbergin eru búin mjög smekklegum húsgögnum. Hótel- stýra verður Aðalheiður Svein- þórsdóttir. Á morgun verður einnig opnuð matsala í félags- heimilinu og er nýlokið við smíði á stóru eldhúsi, sem er út- búið öllum hinum fullkomnustu tækjum. Matráðskona verður Jó- hanna Gunnarsstein. Hótelið mun einnig útvaga herbergi úti í bæ ef með þarf og einnig svefn- pokapláss. Þá var fréttariturum einnig sýnt hið nýja skrifstofuhúsnæði bæjarsjóðs, en það er í suður- heimili félagsheimilisins á 2. hæð. Þar eru 4 rúmgóðar stof- ur, klæddar innan með harð- viði og öll teppalögð. Gamla hús næðinu, sem bæjarsjóður hafði áður fyrir skrifstofur sínar, er verið að breyta, og verður þar opnað sjómannaheimili í næsta mánuði. Yfirsmiður við félags- heimilið hefur verið frá önd- verðu ívar Kristinsson, en nú- verandi framkvæmdastjóri fé- lagsheimilisins er Guðmundur Sigurjónsson. — Ásgeir. „Surtsey í litum “ — lallea myndabók ^COMIN er út bókin „Surtsey í litum“. Textann, sem er bæði á íslenzku og ensku, samdi Guð- mundur Sigvaldason, jarðfræð- ingur, en myndirnar eru teknar af niu mönnum. Útgefandi er Myndabókaútgáfan. Tvö kort eru í bókinni, ann- að af Surtsey en hitt af Vest- mannaeyjum og Surtsey. Þau eru gerð af Kristni Helgasyni hjá Landmælingum ríkisins. Sérlega fallegar myndir prýða bókina,- sem var prentuð hjá Lit- brá, en um framköllun á litfilm- um sá Geisli. Hefur prentun tek- izt mjög vel. Hver bók er seld í plastumbúð- um og kostar hún kr. 107.50 með söluskatti. „Surtsey í litum“ er ekki stór bók, en falleg og eiguleg, og hentar því einkar vel til gjafa handa vinum og kunningjum erlendis. Jeppi á Fjalli (Vaídemar Lárusson) vaknar upp í höllinni. Frá sýningu Jeppaflokksins. Jeppaflokkurinn # leikför Nokkrir leikarar, sem nefna sig Jeppaflokkinn, eru að leggja af stað í leikför út á land með eitt vinsælasta elikrit Holbergs „Jeppa á Fjalli“ og sýna fyrst á Blönduósi á simnudagskvöld. Síðan ér ætlimin að fara til Sauðárkróks, Siglufjarðar, Ólafs fjarðar, Vestfjarða síðan víðs- vegar um landið, en leikförin stendur í 5 vikur. í sumar verða 4 leikflokkar á ferðinni og hafa þeir reynt að hafa samráð til að vera á víxl á stöðunum. í haust ætlar Jeppaflokkurinn svo að hefja sýningar í Reykjavík. Valdimar Lárusson leikur Jeppa, en hann lék sama hlut- verk sem gestur með Leikfélag- inu á Selfossi í vetur. Var far- ið með leikinn um Suðurlands- undirlendi og sýndi það sig að var það ástæðan til þess að leik- arahópur úr báðum leikhúsun- um í Reykjavík tók sig saman um að æfa hann og ferðast með þetta leikrit í sumar. Leikstjóri er sami og á Selfossi, Gísli Al- freðsson, en Bjarni Steingríms- son hefur tekið við æfingum. Leiktjöldin eru að mestu þau sömu og á Selfossi, en þau gerði Lárus Ingólfsson. Leikarar auk Valdemars eru Emelía Jónasdóttir, sem leikur Nillu, Bjarni Steingrímsson, Borgar Garðarsson, Jón Kjart- ansson, Jón Júlíusson og Karl Guðmundsson. Leikritið Jeppi á Fjalli eftir Holberg hefur löngum verið .vin- sælt hér og annars staðar á Norðurlöndum. Það var fyrst sýnt hér 1895 á Akureyri — og þá á dönsku. En í Roykjavík var það sýnt 1905. Nú er það filutt í þýðingu, sem Lárus Sigur- björnsson gerði fyrir flutning þess í Iðnó 1934. Fyrir utan Sel- fossýninguna hefur Jeppi á Fjalli ekki verið sýndur hér í um það bil áratug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.