Morgunblaðið - 26.06.1965, Side 10

Morgunblaðið - 26.06.1965, Side 10
10 MORGUNBLADIÐ i Laugardagur 26. júní 1965 Frá stofnfundinum í San Fra ncisco 1945. JÉ friði í Laos, þótt hann yrði skammvinnur. 1960 samþykkti Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna að senda friðargæzlusveitir til Kongó, er bylting hafði verið gerð í hinu nýfrjálsa ríki og stjómin var völt í sessi. Tókst SÞ að vinna bug á byltingar- mönnu-m og lægja ófriðaröld- urnar í landinu. Einnig hafa gæzlusveitir SÞ verið á Kýp- ur frá því að bardagar hófust milli grískra og tyrkneskra eyj arskeggja um jólin fyrir einu Og hálfu ári. Og sáttarsemjari samtakanna hefur unnið að því að miðla málum milli deilu aðila á eyjunni. Friðargæzla SÞ hefur verið mjög kostnaðarsöm, ekki sízt í Kongó. Gert er ráð fyrir, að aðildarríkin taki þátt í kostnað inum við slíkar aðgerðir í hlut- falli við ársframlag sitt, en nú er Ijóst, að samtökin geta ekki neytt eitt einasta ríki til að greiða frapiilög til aðgerða, sem því eru á móti skapi. Af Trygve Lie, fyrsti framkvstj. r-, andvíg, en Rússar hafa ekkl notað tækifærið. Sameinuðu þjdðirnar 20 ára Fjölgun aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna hefur breytt hlutfallinu á Allsherjarlþing- inu. Lengi höfðu Bandaríkja- menn og suðningsmenn þeirra traustan meirihluta á þinginu, en nú hefur það breytzt og Starfsmenn SÞ kenna Kongóbúa að aka dráttarvél. Samtök- in veita vanþróuðum ríkjum tækniaðstoð í ríkum mæli. í DAG eru liðin 20 ár frá því að Sameinuðu þjóðirn- ar voru stofnaðar í San Francisco. Heimsstyrjöld, sem kostaði milljónir mannslífa, var að enda og hvarvetna í heiminum dreymdi menn um alheims- samtök, sem væru þess mcgnug að varðveita frið- inn í framtíðinni. í þessi 20 ára hafa Sameinuðu þjóð- irnar gegnt mikilvægu hlut verki í heiminum, en hinar björtu vonir, sem bundnar voru við samtökin í upp- hafi, hafa dofnað. Styrjöld sem felur í sér hættu á nýrri heimsstyrjöld, geisar nú í Asíu en þó hafa engar atvarlegar tilraunir verið r Aðalstöðvar Sameinuðu þjóð auna í New York. gerðar til að fela Samein- uðu þjóðunum málamiðlun í deilunum, sem átökunum valda. Eftir 20 ára tilveru, eru Sam einuðu þjóðirnar á barmi gjald þrots. Sovétríkin neita að greiða framlög til friðargæzlu samtakanna og Frakkar vilja ekki greiða framlög til að- gerða, sem ekki samrýmast stefnu frönsku stjórnarinnar. Ýmis ríki A.-Evrópu hafa far- ið að dæmi Rússa og neitað að greiða samtökunum fé. Vegna skuldar þessara ríkja hefur Allsherjarþing SÞ ekki getað gengið til atkvæða á þessu starfsári, og engir fundir hata verið haldnir frá því í febrú- ar s.l. Ástæðan til þess að at- kvæðagreiðslur hafa ekki far- ið fram er sú, • að í stofnskrá SÞ er ákvæði, sem segir, að ríki er skuildi meira en svari tveimur árgjöldum skuli missa atkvæðisrétt sinn. Sovétríkin skulda meira en tvö árgjöld, og til þess að forða alvarleg- u-m átokum er Allsiherjartþing- ið kom saman í haust, var á- kveðið að fresta öllum at- kvæðagreiðslum m-eðan tilraun ir væru gerðar til að leysa vandann. Tilraunirnar hafa ekki enn bori árangur, en þeim er haldið áfram og vonazt tii að unnt verði að hefja störf með eðlilegum hætti, er Alls- herjariþingið kemur saman að hausti. Frá stofnun Sameinuðu þjóðanna hafa orðið miklar breytingar á samtökunum, t.d. Ihefur tala aðildarríkja hækkað um meira en helming. í upp- hafi voru þau 51, en eru nú 114. Allsherjarþingið, sem átti að vera valdalítill umræðu- vettvangur, sker nú æ oftar úr um mikilvæg tnál. Gert hafði verið ráð fyrir að örygg- isráðið fjallaði um slík mál, fyrst og fremst þau er vörð- uðu friðargæzlu, en sífelld neitunarvaldsbeiting Sovétríkj anna í ráðinu hefur orðið til þess að málin hafa verið lögð fyrir Allsherjai'þingið. Sem kunnugt er, hafa fi-mm þjóðir átt fastafulltrúa í örygg- isráðinu frá stofnun SÞ,: Rúss- ar, Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar og þjóðernissinnar á Formósu. En, sem fyrr segir, lamaði neitunarvaldsbeiting Rússa starfsemi ráðsins. Ástæð an til þess að ráðið samþykkti að SÞ skyldu taka þrátt í bar- áttunni gegn kommúnistum í Kóreu, er einfaldlega sú, að Rússar voru fjarverandi í mót- mælaskyni. Kóreustyrjöldin er eina meiriháttar styrjöldin, sem háð hefur verið undir fána Sa-meinuðu þjóðanna, en þar tókst að stöðva framsókn kommúnista og koma í veg fyr ir að þeir gleyptu S.-Kóreu. Frá lokum Kóreustyrjaldar- innar hafa Sameinuðu þjóðirn- ar se|jt gæzlusveitir víða. Sam- tökin áttu nokkurn þátt í því að stöðva bardagana við Su- ez 1956, komu í veg fyrir ó- frið í Líbanon 1958, og 1959 aðstoðuðu þau við að koma á þessu stafa fjárhagsörðugleikar SÞ, en reynt hefur verið að bæta úr þeim, m.a. með stofn- un sjóðs, er aðildarríkin geta lagt í frjáls framlög, Með þessu * var Sovétríkjunum gefinn kost ur á að greiða skuld sína án þess að féð rynni beint til að greiða aðgerðir, sem þau voru margir telja þann dag langt undan, að þingið samþykki að- gerðir, sem samrýmist ekki stefnu Bandaríkjanna. Auk friðargæzlu sinnar hafa Sameinuðu þjóðirnar látið til sín taka um mörg vandarnál, sem steðja að víða um heim. Margar stofnanir starfa innan samtakanna t.d. matvæla- og landbúnaðarstofnun, heilhrigð- ismálastofnun, menningra-, kennslumála- og vsíindastofn- un, barnahjálp, flóttamanna- hjálp, og stofnanir, sem sjá um að veita vanþróuðum ríkjiuu tæknilega aðstoð. Eftir 20 ára starf Sameinuðu þjóðanna, eru uppi skiptar skoðanir um gagnsemi þeirra og tilverurétt. Sumir telja sam tökin ófær um að gegna hlut- verki sínu, þar sem þau hafi ekki herstyrk til að koma í veg fyrir styrjaldir. Aðrir segja, að það sé ekki aðeins með vopnabúnaði, sem friðurmn sé varðveittur. Útrýming styrjald arorsaka t.d. himgurs, fáfræði og fátæktar, sé einnig liður I friðargæzlu, og á því sviði hafi samtökin aðstöðu til að gegna hlutverki sínu. Sameinuðu þjóðirnar halda upp á 20 ára afmæli sitt í San Francisco í skugga fjárhags- örðugleika og óvissu um hvort Allsherjarþingið verði starf- hæft í haust, en meðal friðelsk andi þjóða ríkir sú von, að samtökin yfirstígi erfiðleikana og geti haldið áfram að gegna sínu mikilvægu hlutverki. Fundur i Öryggisráði SÞ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.