Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 15
LaugaréfaSur 26. júní 1965 M0RGUNBL4ÐIÐ 15 Dr. Richard Utan úr heimt Reck heiðraður DR. RI'GHARD Beck, prófessor í Norðurlandamálum við ríkis- háskólann í Norður-Dakota, er einn af þrem kennurum háskól- ans, sdm stjórnarnefnd æðri skóla þar í ríkinu hefur sæmt heiðurs- tiltlinum „University Professor“, fyrir langa og frábæra starfsemi í þágu háskólans, bæði með kennslu sinni og með öðrum hætti. freista gæfunnar í öðrum grein- um. Eins og nærri má geta, tala um þetta leiðindamál fleiri en vit hafa á, svo sem orð Velvak- anda bera með sér. Til dæmis skal á það bent, að fainn ungi prófsveinn, sem hér um ræð- ir, hefur aldrei landspróf tekið og aldrei seíið í menntaskóla. Hann fékk undanþágu mennta- málaráðuneytisins — með sam- þykki kennarafundar Mennta- skólans í Roykjavik — til þess að ganga undir stúdentspróf ut- an skóla án landsprófs. Þess má vænta, að nú hafi síð- asta' „fórnardýrið" (Sbr. Þjóð- viljann 15. þ.m ) fallið meðal þeirra, sem taka stúdentspróf utan skólá. Astæðan er sú, að nú hefur verið staðfest reglu- gerð þess efnis, að hver sá, sem hyggst þreyta stúdentspróf ut- an skóla, skuii fyrst taka svo- kallað forpróf og sanna með því, að hann sé undir það búinn í öllum greinum að ganga til stúdentsprófs. Tilefni þessarar reglugerðar er auðvitað slæm reynsla af ýmsum utanskóla- mönnum, sem gera sér ekki grein fyrir, að hverju þeir ganga. Sannarlega hafa bæði innanskólamenn og utanskóla- menn fallið á stúdentsprófi sem öðrum prófum fyrr og síðar og tekið því með þögn og þolin- mæði. Það er tiltöhilega nýtt íyrirbæri, að atvik eins og þetta sé auglýst, rangfært og ge.'t að æsingamáli. 25. júní 1965 Ólafur M. ólafsson Skruðganga presta 1 kirkju. Prestvígsla á Hólam í Hjaltadal Dagblaðið „Grand Forks Her- ald“ birti þ. 6. júní eftirfarandi tilkynningu frá forseta háskól- ans um ofannefnda heiðursviður kenningu: — Dr. Geörge W. Starcher, for seti háskólans í Norður-Dakota, lét þess getið, að ákvörðun um þetta hefði verið tekin af „Stjórn arnefnd æðri skóla“ að fengnum meðmælum háskólans. Dr. Starc her sagði að þessi heiðursnafnbót væri veitt „til þess að viður- kenna sérstaklega framúrskar- andi gott og langt starf við há- skólann í Norður-Dakota þeirra prófessora, sem hefði eigi aðeins sýnt það að þeir væru góðir kenn erar, heldur hefði á margvísleg- an hátt aflað háskólanum og sér sjálfum virðingar og orðstírs. Hann sagði ennfremur, að ætl- unin væri sú að veita aðeins fá- um framúrskarandi mönnum þessa viðurkenningu, því að hún eetti að vera hinn mesti heiður eem hægt væri að veita fyrir Btörf í þágu háskólans“. Blaðið lét þess einnig getið, að dr. Beck hefði kennt norræn fræði við háskólann síðan 1929. Honum hefði margvíslegur ann- er sómi verið sýndur fyrir fræði 6törf og ritstörf sín og félags- lega starfsemi, meðal annars sæmdi háskóli íslands hann heiðursdoktorsnafnbót í heim- speki á 50 ára afmæli háskólans 1961. (Lögberg-Heimskringla). Lítill humarafli Akranesi, 25. júní. FJÓRIR humarbátar lönduðu hér í dag; Sæfari, Svanur, Ver og Sæfaxi. Afli var tregur. BÆ, 21. júní. SUNNUDAGINN • 20. júní fór fram prestvígsla í Hóladóm- kirkju og eru nú liðin 32 ár síðan síðast var vígður prestur þar. Vígður var til Möðruvalla- prestakalls í Eyjafirði sem aðstoð arprestur föður síns cand. theol Ágúst Matthías Sigurðsson vígslu biskups. Athöfnin hófst með skrúðgöngu 14 presta í kirkju; sr. Þorsteinn Gíslason í Steinnési lýsti vígslu en vígsluvottar með honum voru prófastarnir tveir sr. Björn Björnsson, Jlólum og sr. Benja- mín Kristjánsson, Laugalandi og Fjalar Lárusson Siglufirði. Sr. Þórir Stefenssen, Sauðárkróki las bæn í kórdyrum. Alltaf hefur mér fundizt, að allar athafnir, sem gerðar eru í Hóladómkirkju, séu virðulegar og hátíðlegar, ég fann það líka vel að kirkjugestir sem voru fjölmennir, hrifust af helgri at- höfn dagsins, að sjá og heyra hinn virðulega kirkjuhöfðingja vígja son sinn til þeirrar köllun ar, er hann sjálfur hefur helgað líf sitt. Hinn nývígði prestur flutti stólræðu sem mér líkaði ágæt- lega. Það er gott að heyra ungan nývxgðan kennimann hafa að uppistöðu í fyrstu stólræðu sinni: Kærleikur; bróðurelska. Ég er viss um að allir viðstaddir hafa óskað að þessi orð yrðu hans leiðarljós. Við prestvígsluna annaðist söng kirkjukór Akureyrar og kirkjukór Lögmannshlíðar undir stjórn Róberts A. Ottóssonar, söngmálastjóra, undirleik annað- ist Gígja Kjartansdóttir. Má tví- mælalaust fullyrða að sú þjón- usta við vígsluna tókst með ágæt um. Áður en farið var frá Hólum bauð vígslubiskup . mörgum kirkjugesta til veglegrar kaffi- drykkju þar sem ræður voru fluttar og sungið undir stjórn söngmálastjóra. Hinn nývígði prestur er gift- ur Guðrúnu Valgerði Ásgeirs- dóttur dýralæknis og Láru Sigur björnsdóttur. Er hún því dóttur- dóttir sr. Sigurbjörns Ástvaldar Gíslasonar prests á Elliheimilinu Grund. Ekki get ég neitað mér um að minnast þess að í kaffihófi biskups upplýstist það að þenn- an dag, 20. júní, átti prófastur Skagfirðinga, sr. Björn Björns- son og frú Emma Hanssen 25 ára hjúskaparafmæli. Prófastshjónin okkar Skagfirðinga eru það vel virt Og hugþekk öllum, er til þeirra þekkja að áreiðanlega hefði þeim borizt fjöldi af hlýj- um kveðjum, ef vitað hefði verið um afmæli þetta, enda voru þau ásamt vígslubiskupí nývígðum presti og fjölskyldum þeirra óspart hyllt. Björn í Bæ. — SUS siðan ar nam eða störf í Evrópu; að sjá evrópskum ungmennum, sem áhuga hafa á að gerast sjálfboða- liðar, fyrir nægilegri menn'.un og upplýsingum. — í öðrum liðum ályktunar- innar kom m.a. þetta fram: Leitt var talið, að ekki skyldu hafa tekið þátt í ráðstefnunni menn, sem reynslu hefðu af sjálfboða- liðsstarfi æskunnar á þessu sviði — og vonast til að svo yrði síðar. Sömuleiðis, að ekki skyldu vera þarna mættir fulltrúar þeirra æskulýðssamtaka, sem á undan- förnum árum hafa lagt sig eftir að sinna aðstoðinni við vanþró- uðu ríkin. Fagnað var þeim kynnum æskufólks, sem róðstefna þessi hefði leitt af sér, enda væru gagn kvæm kynni grundvöllur þess,- að lýðum yrði ljóst — að vernd- un heimsfriðarins sé háð betra efnahagslegu jafnvægi og auknu félagslegu réttlæti. Að síðustu var í ályktuninni lögð áherzla á, að reynt yrði að koma á sambandi milli allra æskulýðssamtaka, sem fást við að hjálpa þróunarlöndunum, þannig að samstilla megi innan Evrópu, upplýsinga og samvinnustarf í þessu þýðingarmikla skyni. EINKUNN, sem féll í hlut eins af stúdentsefnum Menntaskólans í Reykjavík nú í vor, hefur valdið undrun og hneykslun margra. Er að þessu vikið í „Vel vakanda" í dag, en með þeim hætti, að ekki verður við unað af hálfu þeirra, sem til þekkja. Ástæðan til undrunar manna yf- ir einkunninm 0,0 í íslenzku er vafalaust sú , að ruglað er sam- an íslenzku máli og íslenzkum fræðum. Á stúdentsprófi er „ís- lenzka“ fimmbætt: 1) vísa úr fornum kveðskap, 2) vísa úr síð- ari alda kveðskap, 3) hljóðfræði forn og ný, 4) bókmenntasaga og 5) goðafræði. Maður, sem er altalandi á íslenzku, þarf ekki fyrir því að kunna neitt í þess- um fræðum. Vissulega ér eink- unn matsatriði hverju sinni að rneira eða minna leyti nema í tveim tilvikum: þegar menn kunna allt eða ekki neitt. Kennarar, prófdómarar og jafnvel verstu iilmenni hafa sín- ar tilfinningar, og ég fullyrði, að hinum ógæfusama unga manni hefði verið gefin einkunnin 1.0, ef það hefði mátt forða honum frá skipbroti. En reglur skól- ans mæla svo fyrir, að 1.0 tvisv- ar jafngildi núlli, þ.e. falli. Og nú verður ekki hjá því komizt að segja sannleikann. Þessi sami maður skilaði í upphafi prófs íslenzkri ritgerð, sem að beztu manna yfirsýn er einskis virði. Ritgerðina faafa lesið margir kunnáttumenn, og eru allir á einu máli. Þó var höfundi henn- ar dæmd einkunnin 1.0 og hon- um bannie veitt tækifæri til að Undanfarið hefur Heidi Guðmundsson, sem er félagi í hestamannafélaginu And- vara í Garðahreppi, verið að þjálfa ásamt fleirum nokkra faesta í grindarfalauni, og ætl ar að sýna þessa íþrótt á Skógarhólamótinu á Þing- völlum á sunnudag. Grindar- hlaup er iðkað víða erlendis, en hér hafa hestar lítið ver- ið þjálfaðir í að stökkva — aðeins verið látnir stökkva yfir skurði í smaiamennsk- um. En grindarhlaup er skemmtileg viðbót við hesta- sportið, sem nú er orðið svo vinsælt. LEIDRÉTTING Framh. af bls. lí Þeir höfðu vonað, að Rússar væru frjálslyndari í afstöð* sinni en áður, m.a. vegna þes* að sósíaldemókratar hafa n4 losað sig við nokkra hinna eldri frammámanna flokksins, sem Rússar hötuðu. Höfðu sósíaldemókratar jafnvel gert sér vonir um, að Rússar myndu ekki lengur berjast gegn því að þeir fengju sæti í stjórninni, og stjórnmálalegt jafnvægi kæmist á í landinu. Núverandi stjórn í Finn- landi er mynduð af íhalds- - flokknum, frjálslyndum og bændaflokknum, en hún hef- ur nauman meirihluta og það eina, sem stjórnarflokkarnir eru sammála um, er að stjþrn- in verði að halda velli fram að kosningum. _ Bændaflokkurinn er stærsti þingflokkurinn og hefur rúm- lega fjórðung þingsæta. En nú óttast flokkurinn að missa fylgi annað hvort til sósíal- demókrata eða kommúnista, vegna .þess hve margir bænd- ur hafa flutt til borganna að undanförnu. Það er almennt talið^ að bændaflokkurinn þurfi nú að berjast harðri bar- áttu fyrir tilveru sinni, og leiðtogar hans voni, að þeir geti bjargað flokknum með því að halda friðinn við Rússa. Auk öngþveitisins í stjórn- málum eiga Finnar við efna-- hagsörðugleika að etja. Vöru- verð hækkar, verðbólgan eykst og viðskiptajöfnuðurinn er líkastur martröð. Gripið hefur verið til hárra innflutn- ingsgjalda til að reyna að draga úr innflutningi vélknú- inna tækja frá V-Evrópu og Bandaríkjunum, ráðgert er að draga til muna úr veitingum gjaldeyrisleyfa, og herferð er hafin til að hvetja Finna til að kaupa finnskar vörur. Kommúnistar vona að efna- hagsörðugleikarnir komi þeim í hag, og eftir birtingu grein- arinnar í Pravda, bendir allt til þess að sósíaldemókratar geti ekki tekið þátt í stjórnar- myndun, jafnvel þótt þeir auki fylgi sitt til muna. Þeir hafa nú 38 þingmenn af 200. Flokkur þeirra er þriðji stærsti flokkur landsins, og talið er mögulegt, að hann verði stærstur eftir kosning- arnar í haust. Þetta vilja Rúss- ar koma í veg fyrir, en margir stjórnmálafréttaritarar eru sammála um að þeim muni ekki takast það. Segja þeir, að ungmennin, sem nú gangi til kosninga í fyrsta sinn, komi því til leiðar, að kommúnistar tapi fylgi til sósíaldemókrata. En eins og nú standa sakir, verða sósíaldemókratar að sætta sig við að vera í stjórn- arandstöðu, og „Pravda heldur áfram að tilkynna Finnum hvað Rússar ætlist til að þeir geri (OBSERVER — öll réttincd áskilin). ★ Flogið heiman og heim ic Siglt milli Osló og Kaup- mannahafnar ★ Noregur land fj.alla og fegurðar Jr Kaupmannahöfn drauma- borg flestra tslendinga Kaupmannahöfn - Osló - Grindaheim - Molde - Röros - Þrándheimur - Malmö 15 daga ferð - Verð kr. 14.670,-. Brottför 19. ágúst LÖND LEIÐIR Adalstrœti 8 simar — |«*;g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.