Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 26. júní 1985 MORCUNBLAÐIÐ V? SÁMBAND UNGRA SJALFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTIDIN RITSTJÓRAR: GUNNAR GUNNARSSON, JÓN E. RAGNARSSON ÖG RAGNAR KJaRTANSSON ¦;' yldur Evrópskar æsku vi jóðir vanþróuðu rijaona" Afhyglisverð ráðstefna í Brússel nýlega DAGANA 13.—15. apríl sl. var haldin í Brussel ráðstefna, um skyldur evrópskrar æsku við van þróuðu þjóðirnar. Ráðstefnuna sóttu um 350 ungmenni 25 þjóða, frá öllum heimsálfum. í þeim hópi var einn íslendingur, Ólafur Pétursson, sem stundar hag- fræðinám í Köln. Sótti hann ráð- stefnuna á vegum „Samtaka um vestræna samvinnu", en áhuga- menn um vestræna samvinnu í Belgíu voru meðal þeirra sem að ráðstefnunni stóðu — ásamt menntamálaráðuneytinu þar í landi og fleiri aðilum. Frásögn Ólafs Péturssonar af nokkrum helztu niðurstöðum ráð stefnunnar fer hér á eftir. Forseti ráðstefnunnar, Belgíu- maðurinn Kestelin, setti fundinn og útskýrði umræðuefnið. Hann kvað markmiðið vera upplýsinga- legs eðlis, og vænti hann þess, að sá fróðleikur sem fram yrði bor- inn, mundi hjálpa fundarmönn- um til að mynda sér skoðanir, byggðar á staðreyndum um vandamálin. „Við höfum leitað til sérfræðinga á þessu sviði. Þeir hafa komið og kunnum við þeim beztu þakkir fyrir". Indland Fyrstur ræuumanna var K. B. Lall, sendiherra Indlands í Briissel. Hann hóf ræðu sína eitt- hvað á þessa leið: „Skyldur ykk- ar, æsku Evrópu, eru að deila með þjóðum, sem byggja aðrar heimsálfur, afrekum og reynslu ykkar á sviði vísinda, tækni og félagsmála". Síðan ræddi sendi- herrann reynslu Indlands í þró- unarmálum og rakti nokkur atriði, sem fundarmönnum gæti verið gagnlegt að heyra: 1. Framar öllu öðru yrði við- leitnin til framþróunar að byggj- ast á sjálfsbjörg. Þróunarþjóðfé- lagið þyrfti að læra að spara og fjárfesta í eigin framgangi. 2. Viðleitnin þyrfti að ná til allra þátta þjóðlífsins. ' Ekki 6kyldu vissir þættir þróaðir á kostnað annarra. 3. Frjáls þátttaka væri nauð- synleg. Framkvæmd skyldi fara lýðræðislega fram og hagnaður- inn ná til sem flestra. 4. Samvinna við önnur lönd væri æskileg, ekki eingöngu við nágrannaþjóðir eða auðugri lönd, heldur einnig við lönd á sama þróunarstigi. 5. Ekki nægði að herma eftir hinum þróaðri. Nýjungar og upp- finningar væru sérhverri þróun- arþjóð nauðsynlegar. Þær yrðu að laga uppfinningar annarra að eigin staðháttum, auk þess sem þær legðu sitt fram öðrum þjóð- um til framþróunar. Skyldur ungra Evrópubúa við vanþróuðu ríkin sagði Lall að vera ættu: a) Eins almenns eðlis og mögulegt er, b) bræðralags eðlis en ekki föðurlegs, c) ekki eingöngu byggðar á góðvild eða viðskiptalegu hagræði. Góðvildin væri' gamaldags og gæti hindrað þróun sjálfsvirðing- ar og sjálfstrausts. Viðskiptalegt hagræði, sem slíkt, gerði ekki kröfum tímans rétt skil, því eins og Keynes sagði: „tekjur eins eru útgjöld annars". Annar talsmaður Indlands var Venkateswaren, starfsmaður við indverska sendiráðið. Til upp- byggingar neyzlu- og þungaiðn- aðar, kvað hann Vesturlönd verða að veita lán til langs tíma með vægum vaxtakjörum. „Lán til 10 ára eru ekki aðstoð. Þau verða að ná a.m.k. til 40 ára", sagði hann m.a. Góð aðstoð ætti að taka tillit til eftirfarandi atriða: 1. Hún á að yera í hlutfalli við íbúafjölda og þarfir þróunar- landsins. 2. Fyrirfram ætti að kynna sér orku, sem leysa má úr læð- ingi og önnur gæði landsins. 3. Ennfremur þarf að ganga úr skugga um hæfileika landsins til að taka við aðstoðinni. T.d. væri tilgangslaust að koma á sjónvarpi, nema nægur fjöldi tæknifræðinga væri fyrir hendi. Síðan fór ræðumaður inn á svonefndan þróunarskatt, sem auðugri lönd gætu lagt á þegna Ólafur Péturssc sína, til hjálpar þeim, sem fá- tækari eru. Yrði hann að veru- leika, þyrfti að stofna alþjóðleg- an sjóð, sem sæi um réttláta dreifingu fjárins. Afríka Coulr, sendiherra Túnis í Brússel, hvatti æskuna til að tak- marka ekki hlutverk sitt við tæknilega aðstoð. Það er ekki sízt ungu fólki að þakka, að andi samvinnunnar hefur leyst anda þjóðarhyggjunnar af hólmi. Alþjóðlegir viðskiptasamningar skyldu þannig úr garði gerðir, að þeir tryggðu hagvöxt vanþróuðu þjóðanna. Án alþjóðlegrar sam- vinnu yrði varanlegur friður ekki tryggður. Annar fulltrúi Afríku, Aoussou, sendiherra Fílabeinsstrandarinn- ar, lýsti yfir þeirri skoðun við mikil fagnaðarlæti áheyrenda, að vanþróun væri ekki afkvæmi ný- lendustefnunnar. Allur heimur- inn þyrfti að taka þátt í að byggja upp og efla efnahag þró- unarlandanna. Fjármagn væri af skornum skammti, en þar gætu Vesturveldin ýtt undir bagga. — Aoussou lýsti' yfir ánægju sinni vegna áhuga æskufólks á mál- efnum þessum. Því væri velkom- ið að heimsækja Afríku og kynna sér vandamálin af eigin raun. Aðspurður, hvort hann áliti ekki gagnlegra að reisa háskóla í þróunarríkj.unum en að veita styrki til náms á Vesturlöndum, svaraði hann, að svo væri ef- laust, „því margir af mennta- mönnum vorum, sem stundað hafa nám í iðnaðarlöndunum, hafa hrifizt svo af dýrðinni, að þeir hafa aldrei snúið aftur .il heimalnds síns. En það er ein- mitt slíkt fólk sem okkur skort- Suður-Ameríka Eini talsmaður latnesku Amer- íku, Arcinegas, sendiherra, kvað það vanþekkingu á málinu, þeg- ar blöð úti um heim tækju undir þá skoðun forsætisráðherra Kúbu, að latneska Ameríka væri önnur Vietnam. í sláandi ræðu- stúf gerði hann áheyrendum ljóst það mikla djúp, sem klýfur heim- inn í tvennt. Annarsvegar vest- ræn lýðræðisríki — og hinsvegar efnahagslegan glundroða. Þessu næst vék ræðumaður að efna- hagsástandi í latnesku Ameríku. „Leyfir heimurinn að búsýsla vor kafni í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni? Til hvers er verið að gefa okkur fé, á sama tíma og afurðir okkar eru látnar falla í verði? Það ætti að vera meira virði að bjarga latnesku Amer- íku en að lenda á tunglinu eða sigrast á heimingeimnum". Evrópa Forstjórar tveggja þróunarmið- stöðva í Evrópu lýstu m.a. eftir- farandi viðhorfum: Á þessum miklu umbrota- og breytingatímum í félagslegu, þjóðfræðilegu og sálfræðilegu til- liti, er stofnun alþjóðlegs háskóla brýn nauðsyn. Ýmsar skyssur hafa verið gerð- ar í sambandi við efnahagsað- stoð. Þær helztu eru, að nú fram- leiða iðnaðarþjóðirnar sjálfar nokkur hráefni, sem þær keyptu áður frá þróunarlöndunum. — Einnig hefur hin öra fólksfjölg- un verið gerð möguleg, án þess að hinum nýju jarðarbúum hafi verið séð fyrir möguleikum til lífsafkomu. Hið mikla vandamál er að kanna leiðir til að koma þeim löndum, sem eru á frumstigi þró- unar, yfir á fullkomnara þróun- arstig með öllum tiltækum úr- ¦•'/¦: ..' ræðum og á lágmarks tíma. Þvl miður er þekking í vanþróuðu löndunum mjög takmörkuð og er það ein ástæðan til þess, að sér- stakúr sjóður Sameinuðu þjóð- anna fjármagnar eingöngu undir- stöðumenntun í löndum þessum. Slíkt er nauðsynlegt, til þess að vandamálin sem við er að glíma séu ljós þeim, "er andspærnis þeim standa. Ganga þarf úr skugga um, að sú þróun, sem að er stefnt, sé í samræmi við vilja stjórnendanna í viðkomandi landi. Aðstoðin fellst síðan í þvi að sjá landinu fyrir nægum út- búnaði) til þess að ná settu marki, eins fljótt og kostur er. Fulltrúar Efnahagsbandalags Evrópu sögu m.a.: Markmið EBE er að skapa fríverzlunarsvæði og koma þannig í veg fyrir tolla- múra og aðrar verzlunarhömlur á svæðinu. Settur hefur verið á fót þróunarsjóður Evrópu, van- þróuðum löndum til fjárhags— legrar og tæknilegrar aðstoðar. Sjóðurinn ræður yfir u.þ.b. 800 millj. dala, en. sú upphæð hefur reynzt of lítil. Vandamál margra Afríkuríkja er að koma á nægilega marg- breyttum iðnaði til að tryggja varanlega félagslega uppbygg- ingu landsins. Hver er staða .þró- unarþjóðanna í heimi framtíðar- innar? Núlifandi kynslóð á við ný félagsleg vandamál að stríða. Fyrri kynslóð kom á félagslegu lýðræði. Er vestræn borgarastétt reiðubúin til að fórna sérréttind- um sínum til þess að koma á fé- lagsréttlæti? Nútíma æska svar- ar: „Já". Álit ráðstefnunnar Að kvöldi hvers dags, komu fundarmenn saman og ræddu ræður dagsins. Síðasta daginn gáfu þeir frá sér tilkynningu (17 mótatkvæði, 4 sátu hjá), þar sem m.a. sagði: Ráðstefna æskunnar, sem stóð yfir dagana 13.—15. apríl 1965 í Briissel, lýsir eftirfarandi yfir: 1. Aðalskylda evrópskrar æsku er að gera sér grein fyrir nauðsyninni á einingu alls mann- kyns. 2. Slík eining nær ekki að festa rætur, fyrr en hleypidómar og kynþáttahatur hefur verið upprætt. 3. Skírskotað er til æsku Ev- rópu að kanna af óhlutdrægni vandamál vanþróaðra þjóða og einkum að bæta sambúðina við þann fjölda æskufólks, hvaðan- æva að úr heiminum, sem stund- Frarah. á bls. 15 i 3É1Í Þ0RSMERKURFERO HEIMDALLAR í DAG - UPPL. í SÍMA 17100 f DAG kl. 2 e.h. efnir Heimdallur F.U.S. til annarrar ferðar sinnar á sumrinu. Ferðinni nú um helgina er heitið inn í Þórsmörk og verður komið til baka síðla annað kvöld. Ferðanefnd félagsins undir forystu Halldórs Runólfssonar hefir undirbúið fjölbreytta ferðaáætlun fyrir sumarið og eru m.a. fyrirhugaðar helgarferðir að Stöng í Þjórsárdal þar sem m.a. verður gengið að Háafossi. Hring- ferð yrerður farin um Borgarfjörð_ með viðkomu í Húhafellsskógi, Barnafossar skoðaðir og gengið í Surtshelli. Þá verður einnig ferð í Landmannalaugar og Eldgjá þar sem til baka verður farið um Fjallabak og Skaftártungur svo og sem farin verður helgarferð um Snæfellsnes með Búðir sem næturstað. Veiðiferð er fyrirhuguð i Hlíðarvatni í Selvogi og tvær styttri ferðir hafa verið undirbúnar í Raufarhólshelli og gönguferð á Keili. Þátttaka í þessum ferðum ungra Sjálfstæðismanna er öllura heimil og er verði farmiða mjög stillt í hóf, enda miðað við kostn- aðarverð. Upplýsingar um ferðirnar má fá í síma 17100. Meðfylgjandi mynd sýnir nokkra þátttakendur í gönguferð I einni af öræfaferðum Heimdallar sl. sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.