Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. júní 1965 CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRIKN Og nú, 'sagði Soffía ofsakát við Ceciliu, — skalt þú segja mér, hvar hægt er að fá boðskort og hvar kaupa kaupa mat og aðra hressingu. Ég held ekki við ætt- um að leggja það á eldabuskuna hennar frænku, því áð hún yrði svo önnum kafin dögum saman, að hún gæti ekki sinnt öðru, en það yrði öllum til óþæg- inda, og það vil ég sízt af öllu. Cecilia glennti upp augun, steinhissa. — Já, en Soffía, hún mamma sagði, að þetta ætti bara að vera smáboð. — Nei, Cecy mín, það var hann bróðir þinn, sem sagði það, svar- aði Soffía. — Þetta á að verða stórboð! Selina, sem var viðstödd þess- ar umræður, spurði nú: — Veit mamma af því? Soffia hló. — Nei, ekki enn, játaði hún. — Er henni illa við stórboð? — Nei, nei. Það voru meira en hundrað manns í boðinu, sem hún hélt fyrir hana Maríu. Og mamma skemmti sér ágætlega, af því að það heppnaðist svo vel og allir hrósuðu henni fyrir það. Mathilda frænka sagði mér það. — Já, en kostnaðurinn? sagði Cecilia. — Hún mundi aldrei þora. — Charles yrði svo vondur! — O, vertu ekki neitt að hugsa um hann, sagði Soffía. — Það er Sir Horace, sem bongar brús- ann. Semdu nú lista yfir alla kunningja þína, Cecy, og ég ætla að semja annan yfir mína kunn- ingja, sem eru í Englandi, og syo förum við og pöntum kortin. Eg hugsa, að við þurfum ekki nema fimm hundruð. — Soffía! Sagði Cecilia með veikri rödd, — eigum við að senda út fimm hundruð boðs- kort án þess einusinni að nefna það við mömmu? Glettnin skein út úr augum frænku hennar. — Vitanlega, kjáninn þinn! Því að þegar við erum búnar að senda út kortin, getur bróðir þinn ekki afturkall- að boðin. — En sniðugt! sagði Selina og lék við hvern sinn fingur. — Sá verður nú bærilega vondur! — Þori ég þetta? sagði Cecilia, hrædd og hrifin í senn. Systir hennar sagði henni að vera ekki með neina vellu, en það var Soffía, sem tók af skarið með því að segja, að hún ein bæri alla ábyrgðina á þessu, og Cesilla mundi ekki trúlega verða fyrir barðinu á bróður sínum, sem mundi verða fljótur að finna, hver sá eini rétti sökudólgur væri. En meðan þessu fór fram, hafði hr. Rivenhall farið að heim- sækja unnustu sína. Hann kom í þetta heldur dauflega Brinklow- hús í Brook Street, og enn sauð reiðin niðri í honum, en svo van- þakklátt og öfugsmúið var inn- ræti hans, að jafnskjótt sem hann fann að tekið var undir jjreiriju hans gegn frænkunni, JAMES BOND snerist hann alveg við í hina átt- ina og sagði, að stúlkan, sem gæti ráðið við þá gráu, yrði margt að fyrirgefa. Frá því að vera stelpa, allri gagnrýni neðar, var Soffía orðin hispurslaus stúlka, og til- gerðarleysi hennar hressandi innan um allar stunurnar og kjaftæðið, sem maður átti mest að venjast. En ungfrú Wraxton var nú ekki alveg sama siiaiis. Að aka um miðborgina alein, féll nú ekki aldeilis í hennar smekk, og siðaregur, og hún var ekkert að liggja á þeirri skoðun sinni. Hr. Rivenhall glotti. — Nei, það er ekki nema satt, en þetta var nú nokkuð sjálfum mér að kenna, því að ég var búinn að gera hana vonda. En það er ekki um áð villast og enginn skaði skeður — ef hún ræður við þá/gráu mína, er henni trúandi fyrir hestum. En ef ég á nokkurt atkvæði um það, skal hún samt ekki fara að koma sér upp hestum með öllu tilheyrandi, meðan hún er hjá henni móður minni og í hennar umsjá. Þá mundum við aldrei vita, hvar hún væri niðurkomin á þessari stundu eða hinni, því að ef ég þekki þessa andstyggðar 14 frænku mína rétt, mundi henni ekki nægja að aka eins ofí fína fólkið í Garðinum! — Þú tekur þessu með lofs- verðri stillingu, elsku Charles minn. — Nei, það geri ég nú einmitt ekki. Húi» gerði mig alveg bál Öskrandi vondan. — Það kæmi mér ekki á óvart. Að fara að aka með hesta herra- manns, án hans leyfis, er svo mikið siðleysi, að það getur varla verið gaman að því. Jafnvel ég hef aldrei beðið þig að lofa mér að taka taumana. — Það vona ég líka, að þú gerir aldrei, elsiku Eugenia, því að ég mundi aldrei leyfa þér það. Þú gætir aldreí ráðið við hest- ana mína. Ef ungfrú Wraxton hefði ekki verið eins vel uppalin og raun bar vitni, hefði hún svarað þessu ómjúklega, því að hún taldi sig kunna allvel taumhald- ið, og enda þótt hún æki aldrei sjálf í London, átti hún fínan vagn, sem hún notaði heima í Hampslúre. Hún varð því að gera nokkra þögn áður en hún gæti nokkuð sagt. En þessi þöign notaði hún til þess að einsetja sér að sýna Charles og þessari andstyggilegu frænku hans, að dama, uppalin við ströngustu siðareglur gæti lika haldið í tauminn, ef í það • færi, og eins vel og einhver stelpuskjáta, sem hefði verið á flækingi um allt meginlandið, öll sín æskuár. Hún sagði því: — Ef ungfrú Stanton- Lacy kærir sig um það, vildi hún kannski fara út að ríða með mér í Garðinum einhvern eftir- miðdaginn. Það gæti kannski komið henni á aðra skoðun, og leitt huga hennar frá annarri eins heimsku og þeirri að fara sjálf að koma sér upp hestum. Þetta skulum við gera, Oharles. Ég veit, að Cecilia er ónýt í þetta, en komdu með hana frænku þína með þér og ég skal taka hann Alfred bróður minn með mér. Á morgun! Hr. Rivenhall, sem var enginn allravinur, var ekkert hrifinn af mági sínum tilvonandi og gerði sitt bezta til að forðast hann, en hinsvegar vildi hann gjarna láta þetta eftir heitmeynni, ef hún gæti haft af því nokkra ánægju. Hann samþykkti það því orða- laust og lét í Ijós þaikklæti sitt við hana. Hún brosti og kvað sér ekkert mundu ljúfara, en að vera honum eftirlát. Enda þótt hann væri ekki oft með tilfinningar sínar á hraðbergi, þá kyssti hann hönd hennar og kvaðst viss um, að hann mætti reiða sig á hana í hverjum vanda, sem að höndum bæri. Þá endurtók ung- frú Wraxton það, sem hún hafði áður sagt við frú Ombersley, að hún væri sérlega leið yfir því, að þessi fjárhagsvandræði fjöl- skyldunnar hindruðu hjónaband þeirra, eða drægu það að minnsta kosti á langiran. Hún héldi, að hið bágborna heilsufar frúarinnar gerði henni ófært að stjórna húsinu með þeirri rausn, sem Charles vildi. En heilsa hennar gerði hana ef til vill af- skiptalausa um of og blinda á ýmsa galla, sem hjálpfús tengda- dóttir yrði fljót að bæta úr. Ungfrú Wraxton játaði, að hún hefði orðið hissa, að frúin skyldi hafa látið það undan bróður sín- um — einkennilegum manni, haf ði f aðir hennar sagt — að taka að sér umsjá með dóttur hans Um óákveðinn tíma. Síðan leiddi hún talið með lagni að hóiglega orðaðri gagnrýni á ungfrú Add- erbury, sem væri vafalaust ágæt- is manneskja, en hæfileikalítil og kynni ekki að stjórna fjörug- um unglingum. En þarna hafði hún hlaupið á sig. Hr. Rivenhall vildi ekki hlusta á neina gagn- rýni á Addy, sem hafði leitt hann sjálfan fyrstu sporin, og hvað móðurbróður hans snerti, þá hleytu ummæli Brinklows lá- varður honum strax í ham. Hann lét í ljós við ungfrú Wraxton, að Sir Horace væri göfugur maður, og snillingur í utanríkismálúm. — En þú telur hann væntan- lega ekki neinn snilling í dætra- uppeldi? sagði ungfrúin, glettnis- lega. Hann hló að þessu og sagði: — Ég er nú alveg viss um, að þegar betur er að gáð, er ekkert illt til í henni Soffíu. Þegar boð ungfrú Wraxton barst Soffíu, tjáði hún sig taka boðinu með mikilli ánægju og bað strax Jane Storridge að pressa reiðfötin sín. Þegar hún kom íklædd þeim skrúða, fylltist Cecilia öfund, en bróður hennar varð dálítið hverft við, því að — Ertu alveg viss um að þetta sé jólasveinninn'r búninigurinn líktist mest ein- kennisbúningi riddaraliðsmaríha, að viðbættu ýmislegu fáránlegu skrauti. En þessi búningur fór henni dásamlega vel og vöxtur hennar naut sín til fulls í honum, og þegar Cicilia spurði bróður sinn, hvernig honum þætti hann, svaraði hann, að náttúrlega hefði hann ekkert vit á slíku, en sér þétti hún glæsileg útlits. Hinsvegar hafði hann gott vit á hestum, og þegar hann kom auga á Salamanca, sem John Potton teymdi, gat hann ekki stillt sig um að hrósa honum, og sagðist ekki lengur furða sig á hrifningu Huberts. John Potton hjálpaði húsmóður sinni á bak, og eftir að Soffía hafði lofað Salamanca að fremja ýmsar list- ir sínar á staðnum, hleypti hún honum upp að hliðinni á jarpa hestinum sem Charles reið, og þau stefndu áleiðis til Hyde Park, og fóru sér hægt. Sala- manca hafði helzt allt á hornum sér, ekki sízt lúður bréfberans, en Charles var svo vanur að hafa aðgát, þegar hann var á reið með Ceciliu á strætum Lund úna, að hann hafði vit á að bjóða ekki frænku sinni neina aðstoð. Hún var fullfær um að hafa stjórn á hesti sínum, og það var líka gott, hugsaði hann, því að Salamanca var nú ekki bein- línis sniðinn fyrir kvenfólk. Og þess lét ungfrú Wraxton einmitt getið, en hún beið á- samt bróður sínum innan við hliðið á Garðinum. Ungfrúin leit sem snöggvast á fatnaðinn á Soffíu, en síðan á hestinn, og sagði: — En sá indælis hestur! En hann er víst áreiðanlega of kröftugur fyrir your, ungfrú Stanton-Lacy? Þér ættuð að fá Charles til að útvega yður gæfari hest! — Ég efast ekki um, að það yrði honum sérstök ánægja, en það vill bara svo til, að hug- myndir okkar um það efni fara ekki saman, svaraði Soffía. — Auk þess er nú það, að þó að Salamanca sé fjörugur, þá eru ekki hrekkir til í honum. Og þolinn er hann með afbrigðum. Eítir IAN FLEMING ! -- — Já, einmitt, sagði ungfrú Wraxton. — Leyfið mér að kynna yður bróður minn, hann Alfred. Hr. Wraxton var fölleitur, ungur maður, hökulaus, með síappah munn og undirfurðulegt augnaráð. Hann sagði, að það igleddi sig að kynnast ungfrú Stanton-Lacy, og spurði hana, hvort hún hefði verið í Brússel þegar orrustan mikla var háð, og sagðist hafa verið að hugsa um að gerast sjálfboðaliði, þegar allt stóð sem hæst. — En af ýms- um ástæðum varð ekkert úr því, bætti hann við. — Þekkið þér hertogann vel? Það er mikill maður, er þáð ekki. En afskap- lega almennilegur, er mér sagt, Þið hljótið að vera mestu mátar, því að þér hafið þekkt hann á Spáni, er það ekki? Starfsmenn leyniþjónustunnar eru þegar farnir á stúf ana til þess að veita Bond aðstoð. Á Jamaica er komið á fót endur- varpsstöð í því skyni að senda til hans skeyti á dulmáli. Og Bond fær símskeyti Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komUmönnuni skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisf jarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn", veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allaii Eyjaf jörð A Egilsstöbum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- stáðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- un'blaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið seU gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.