Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 23
Lau^ardaeur 26. júní 1963 MORCUNBLABIÐ 23 - Verojöfnun ¦' Framhald af.bls. 24. kvéða að af allri bræðslusíld,. sem veiðist frá og með 15. júní til 31. desember 1965 á svæðinu frá Rit norður og austur að Stokksnesi við Hornafjörð, greiðist sérstakt gjald, kr. 15,00 á hvert landað niál bræðslusíldar, hvar sem henni er landað. Af hausum og slógi frá síldarsöltunarstöðvum greiðist hálft gjald. Síldarverk- smiðjur þær, sení veita síldinni rnóttöku, inna gjaldið af hendi til Sjóðsstjórnar samkvæmt 3. gr. }i 2. gr. Fé því, sem innheimtist sam- kvæmt 1. gr. er heimilt að verja sem hér segir: a) Til að hækka fersksíldar- verð til söJtunar greiðist uppbót er nemi allt að kr. 30,00 á hverja uppsaltaða síldartunnu sam- kvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar sbr. 3. gr. b) Til að greiða síldveiðiskip- tim, sem sigla með eigin afla frá veiðisvæðum sunnan Bakkaflóa- dýpis til hafna vestan Tjörness, 15,00 kr. flutningastyrk á hvert mál bræðslusíldar. Þessi styrkur skal því aðeins greiddur, að þrær síldarverksmiðja á Austfjörðum séu fullar eða að fyllast og lönd- unartöf á Raufarhöfn. Styrkur- inn er þar að auki bundinn því skilyrði, að sú verksmiðja, sem síldinni veifir móttöku, greiði kr. 10,00 fyrir hvert mál umfram hið almenna bræðslusíldarverð til hlutaðeigandi fiskiskipa, þannig að heildarflutningsgjald til síld- veiðiskipanna nemi kr. 25,00 á mál. c)Heimilt skal að verja allt að 4*millj. króna: 1) Til að standa straum af út- gerð sérstaks flutningaskips, er flytji kælda síld til söltunar eða frystingar til Norðurlandshafna vestan Tjörness og til hafna við Steingrímsfjörð. 2) Til að veita sérstakan stuðn- ing þeim síldveiðiskipum, sem skila eigin afla, veiddum sunnan Bakkaflóadýpis, af söltunar- og frystingarhæfri síld, til hafna á því svæði sem að framan grein- ir. Styrkur sá, sem um ræðir í þessum lið má nema allt að kr. 50,00 á hverja uppsaltaða tunnu eða kr. 34.00 á hverja uppmælda tunnu til frystingar. Styrkurinn skal aðeins greiddur síldveiði- skipum samkvæmt fyrirfram Utvegsmenn < motmæla MORGUNBLAÐINU barst í gær kvöldi eftirfamndi yfirlýsing frá L.andssambandi ísl. útvegsmanna: „Stjórn bátadeildar L.Í.Ú. sam þykkir að mótmæla harðlega þeim ákvæðum bráðabirgðalaga um " verðjóf nunar- og flutninga- sjóð síldveiða 1965, sem ákveða að 4 millj. króna skuli teknar af bræðslusíldarverðinu til at- vinnubótar fyrir Norðurland, svo og að veiðiskip fái ekki greitt úr flutningasjóði ef þau flytja síld til SV-lands, þegar þróar- rými er ekki fyrir hendi á Aust urlandi. Átelur stjórn L.I.Ú., að greiðsl ur úr jöfnunarsjóði á saltsíld skuli ekki gilda óháð því hvar •íldin er söltuð á landinu. Stjórn L.Í.Ú. bendir á, að starf •ndí er Atvinnuleysistrygginga- •jóður, sem í eru um 7 hundruð milljónir króna og því áþarft að láta útvegsmenn og sjómenn taka •ð sér hlutverk hans, vegna •læms atvinnuástands á Norður- landi. Auk þess mótmælir stjórn I..Í.Ú. þeirri ákvörðun meiri- hluta yfirnefndar Verðlagsráðs •jávarútvegsins, að ákveða eftir é, tvö verð á sumarveiddri bræðslusíld. veiddri fyrir Norð vr- og Austurlandi, svo og að enn skuli ekki hafa verið ákveð « verð á síld til söltunar og Cryiliugar á yfirstandandi vertíð. Rvik, 25. júní 1965". Drengjalúðrasveit Keflavíkur. Ljósm.: Heimir Sttgsson. gerðu samkomulagi við sérstaka nefnd, sem skipuð verður til að framkvæma ráðstafanir þær er um getur í c-liö þessarar grein- ar. 3. gr. Ríkisstjórnin skipar 7 manna sjóðsstjórn. Einn stjórnarmanna skal tilnefndur af Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, einn sam kvæmt tilnefningu Sjómannasam bands íslands, einn samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands ís- lands, einn samkvæmt tilnefn- ingu Síldarverksmiðja ríkisins, einn samkvæmt tilnefningu Sam- bands síldarverksmiðja á Norð- ur- og Austurlandi, einn samkv. tilnefningu Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og einn skipaður án tilnefningar af ríkis- stjórninni. Nefndin kýs sér for- mann. Verkefni sjóðsstjórnarinnar er að sjá um innheimtu gjalds sam- kvæmt 1. gr. þessara laga, ráð- stöfun þess samkvæmt 2. gr., a. og b., þar á meðal hvenær flutn- ingastyrkur á bræðslusíld skuli greiddur samkvæmt b. 110 2. gr. Verði mismunur á milli tekna og gjalda sjóðsins færist hann til næsta árs. 4. gr. Ríkisstjórnin getur sett nánari reglur um framkvæmd laga þess- ara að fengnum tillögum sjóðs- stjórnarinnar. 5. gr. Kosf,naður við störf sjóðsins, þar á meðal laun nefndarmanna skulu greiðast af fé hans. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildL — Alþ.ráðstefnan Framhald a£ bls. 2 þeirra. Skrifstofur sínar hafa samtökin í London. Féla,g útflutningslandanna var stofnað ári síðar en Alþjóðasam- tökin, er í ljós hafði komið, að löndin, sem fyrst og fremst fram- leiða fiskmjöl til útflutnings, með hinum, sem einvörðungu áttu ekki í öllum efnum samleið framleiða fyrir heimamarkaði. Eitt aðal verkefni þessa félags er að safna upplýsingum frá út- flutningslöndunum í lok hvers mánaðar um mjölframleiðslu þeirra, útflutning á mjöli, fyrir- framsölur og birgðir. Upplýsing- um þessum er síðan dreift til meðlimanna, sem þannig geta hver í sínu lagi gert sér grein fyrir markaðshorfum. Félaginu var líka ætlað að stuðla að skipu legri dreifingu fiskmjöls. í seinni tíð hefur það sent meðlimum sín um vikulegar markaðsfréttir. Sem stendur eru þessi lönd að- ilar að Félagi útflutningsland- anna: Chile, Noregur, Portugal (Angóla), Perú, Suður-Afríka og Island. Samanlagt framleiða þessi lönd 93% af óllu fiskmjöli, sem selt er og flutt milli landa. Fram kvæmdastjóri félagsins er J. M. Schwarz, en skrifstofu sína hef- ir það í París. Mjög náin samvinna er með Alþjóðasamtökunum og Félagi útflutningslandamna. Féiag isl. fiskmjölsframleiðenda í Félagi ísl fiskmjölsframleið- enda eru langsamlega flestar síldar- og þorskmjölsverksmiðj- ur í landinu. Hefir það verið að- ili að Alþjóðasamtokum og Fé- lagi útflutningslandanna frá því þau voru stofnuð. í stjórn félags- ins eru: Sveinn Benediktsson, formaður, Reykjavík, Guðmund- ur Guðmundsson, Hafnarfirði, Jónas Jónsson, Kletti, Reykja- vík, Thor R. Thors, Reykjavík og Bjarni V. Magnússon, framkv. stj. útflutningsdeildar S.Í.S.. Framkvæmdastjóri félagsins er dr. Þórður Þorbjarnarson. Vöxtur framleiðslunnar og skipt- ing milli framleiðenda Fiskmjöl er eitt þýðingarmesta og bezta proteinfóður sem völ er á, einkum til alifugla- og svína- ræktar. Fer mikill meirihluti framleiðslunnar í fóðurblöndur fyrir þessar skepnur. Framleiðsla þess hefir verið í stöðugum vexti síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Árið 1951 komst hún yfir 1.0 milljón tonna, 1958 var hún 1.4 og 1964 3.3 milljónir tonna. Mörg lónd hafa aukið framleiðslu sína á þessu árabili, en mest hefir aukn ingin verið í Perú. Þar nam fram leiðslan ekki nema 50 þús. tonn- um árið 1956, en 1984 hafði hún þrítugfaldast, og nam þá 1.550 þús. tonnum. Framleiðsla búklýsis hefir líka aukizt á tímabilinu, en miklu minna en framleiðsla mjölsins. Stafar það einkum af því, að lýsisframleiðsla Perúmanna er sáralítil borið saman við mjöl- framleiðsluna. Drengja- lúðrasveit í hringf erð um landið ÞRIÐJUDAGINN 29. júní leggur Esjan af stað frá Reykja- vík vestur um land í hrimgferð. Með skipinu fier Drengjal-úðra- sveit Keflavíkuir. Eru drengirnir 20 talsins á aldrinum 14 — 15 ára. Mumi þeir láta til sín heyra á þeim viðkomustöðum skipsins, þar sem nægjanleg viðdvöl verð ur að degi eða kvöldi til, ekki sízt ef einhverjir heimamanna koma um bor'ð, þegar skipið leggst að bryggju, og veita þeim aðafcoð við að komast á þann stað, sem heppilegast er, að þeir spili. Lúðrasveit þessi var stofinuð fyrtr fjórum árum, en þá voru drengirnir 10 — 11 ára, og þá byrjemdur í tórnlistinni. Stjórn- andi og aðalkennari er og hefur verið frá byrjun Herbert Hri- bersöhok Agústsson. Fararstjóri er Herma>nn Eiríksson skóla- stjóri. FertS þessi er farin bæði sem skemmtiferð og til að kynna þessa starfsemi, enda von þeirra, að áheyrenduc hafi ánægju af. Hinn nýi formaður Norsk-islandsk samband, Kr. Ottosen, lengst til hægri, ásamt Geir Hallgrims syni borgarstjóra og Auði Auð- uns forseta borgarstjórnar. — Að baki þeim er fyrrum formaður sambandsins Tönnes Andenæs. Formaniisskipti í IMorsk-islandsk samband Osló, 23. júní (NTB) KRISTIAN CrrTTOSEN, for- stjóri í Osló var kjörinn for- maður Norsk-islandsk samband á ársfundi félejisins og tekur við formennsku af Törmes Ande- næs, sem baðst undan endurkosn ingu. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sat fund þennam og flutti þar erindi, ræddi nokkuð sam- eiginleg vandamál höfuðborga Norðurlanda og þakkaði viðtdk- ur Oslóborgar sér til handa og sendinefnd islenzkra borg«r- stjómarfulltrúa, sem undanfarið hafa dvalizt í Noregi og kynnt sér borgarstjórnarmál í höfuð- borginni. Kvað borgarstjóri heim sóknina hafa verið mjög laer- dómsríka og gagnlega og sagði að persónuieg kynni mættu sím jafnan mikils I samskiptum þjóða og íslendingar vildu við enga þjóð fremur eiga náið sam- starf en við Norðmenn. Vinnuslys um borð í GÆR varð viixnuslys um borð í Ms. Herjólfi. Varð með þeim hætti, að kassi féll úr heysi og lenti í höfuð verkamanns, Er- lings Kristjánssonar, Hringbraut 46, sent var við vinnu í skipinu. Hann var fluttur í Slysavarð- stofuna. Ekki er talið, að meiðsli hans séu alvarleg. Þýzkt skip með veikan mann í GÆJRKVÖLDI tilkynnti þýzkt skip, Walter Hervig, að það v«ri a leið til hafnar í Reykjavík með veikan mann og væri vænt- aalegt þá um nóttina. — 'Veföifétag. _ ¦'. Framhald af bís. 24. þegar -er veioi í, og rækta fisk í þeim vötnuih, sem fiskiláus eru, en t'álih vel til fiskiræktar fall- ia". Þá voru samþykktar reglur um veiði í Veiðivötnum og eru þar ákvæði um, að leigja al- menningi stangaveiði í nokkrum tilteknum vötnum gegn >300 kr. gjaldi á dag. Vötn þau, sem hér um ræðir, eru: Stórafossvatn, Litlafossvatn, Tjaldvatn, Langa- vatn, Eskivatn, Kvíslarvatn, Ljóti pollur, Blautaver og Kílinga- vatn. Ennfremur voru samþykktar reglur um veiði félagsmanna o.fl. Samkvæmt framansögðu er öll um frjálst að kaupa yeiðileyfi og fara til veiða í Veiðivötnum í sumar og munu án efa notfæra sér það. Ætlun félagsstjórnar er að leigja 20—30 veiðileyfi á dag og mun sala þeirra hefjast upp úr mánaðamótum. í stjórn hins nýja veiðifélags voru kosnir: Þórður Bjarnaspn, Meiri-Tungu; Sigurþór Árnason, Hrólfsstaðahelli; Guðni Kristjáns son, Skarði; Sigurjón Sigurðsson, Raftholti og Magnús Guðmunds- son, Mykjunesi. Fundurinn stóð í 8 klukku- stundir og voru umræður fjör- ugar. Kom fram mikill áhugi hjá. félagsmönnum fyrir hinu nýstofa aða félagL — J. Þ. Friba rsamsæn Framhald af bls. 1 svarinu verið beint til brezku stjórnarinnar. Því sé ekki loku fyrir það skotið, að hægt sé að stofna nýja . friðarnefnd, án brezkrar þátttöku, þar sem nú hefur mjög fækkað viðkomustöð um friðarnefndarinnar, mun hún aðeins heimsækja Saigon, Was- hington og aðalstöðvar S.þ. í New York. Stjórnin í Hanoi hefur enn ekki neitað að taka á móti friðarnefnd inni, en lítill vafi þykir á því leika ,að hún muni feta í fótspor ráðamanna í Kína og Sovétríkj- — Ben Belta Framhald af bls. 1 • Um öryggi Ben Bella er Bou- medienne sagður hafa sagt, að forsetinn fyrrverandi og örlög hans væru ekki lengur í sínum höndum, heldur verði Ben Bella að svara til saka fyrir „bylting- arráðinu", sem muni ákæra hann fyrir landráð og „svik við al- sírsku byltinguna." Heimildir AP-fréttamannsins herma, að fulltrúi Nassers hafi verið mjög óánægður með svör Boumedienne. Minnt er á í því sambandi, að enn hafi egypzka stjórnin ekki viðurkennt stjórn Boumedienne, auk þess, sem Nass er, forseti, hafi hætt við fyrir- hugaða heimsókn sína til Alsír, en þangað ætlaði hann að halda að fundi Asíu- og Afríkuríkjanna loknum. • Þá er þess að greta, að efnt hefur verið til mótmælaaðgeiða í Kairó, og hafa hópar manna lagt Ieið sína að alsírska sendi- ráðinu þar í borg. Óhugsandi þykir, að slíkar motma-Iasönitur gætu farið fram, án þegjandi samþykkis egypzkra ráðamanaa. • Ritstjóri Kairó-blaðsins „AI Altrani". Heikal, sem almennt er talinn talsmaður Nassers, réSst í da^ í blaði sínu heiftarlega á Boumedienne og fylgismenn hans. Þá kom í dag til óeirða í Vtn, er farin var mótmælaganga gegn Boumedienne um borgina, og þess krafizt, að Ben Bella yrði aftur settur til valda. Jafnframt gengust mótmælendur þar fyrir göngum að sendiráði Kína, en stjórn þess hefur viðurkennt stjórn byltingarmanna í Alsír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.