Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. júní 1965 * Mikiar löndunartafir í Reykjavík AfEi fogaranrsa liggur undir skemmdum, er þeir komasl að MIKLIR erfiðleíkar eru nú á Iðndun úr togurunum í Reykja- vík. Allir togararnir leggja þar upp nú, þar sem ekki er siglt með aflann, en mannekla er mikil hjá Xogaraafgreiðslunni og auk þess engin eftirvinna leyfð af hálfu Dagsbrúnar. Hefur aflinn Iegið undir skemmdum, er lönd- un fæst, og meiri hluti hans farið í gúanó en ella. ■ Þorskkvótinn á Englandsmark- aði. fyrir þennan mánuð var orð- inn fullur hinn 10. og ýsukvótinn 22, Síðan hefur enginn íslenzkur togari siglt með afla sinn. - Hallgrímur CSuðmundsson hjá Togaraafgreiðslunni, skýrði Mbl. svo frá í gær, að hreint öngþveiti ríkti um landanirnar. A þriðja dag tæki að landa úr hverjunrr togara, sökum fólksfæðar og stutts vinnudags. Stöðugt væri verið að landa og fjöldi togara biði afgreiðslu miklu lengur en góðu hófi gegndi. Ekki væri hægt að landa úr nema um 3 tog- urum á viku. Hallgrímur kvað mega búast við löndunartregðu í Reykjavík í allt sumar, a.m.k. fram í ágúst, er togararnir fara væntanlega aftur að landa í Þýzkalandi, en þar er ekki tekið á móti islenzkum fiski nú. Afli togaranna hefur verið sæmilegur, þar til nú að undan- förnú. Hann er nú heldur trégur og mestmegnis karfi. Allir togar- arnir eru nú " á heitriamiðúm, flestir út af Jökli og Bjargi. Marteinn Jónasson, hjá Bæjarút- útgérð Reykjavíkur, kvað B.Ú.R. hafa oi'ðið áð.grípa til þess ráðs, að sendá hluta af afla togaranna til vinrisíu annarsstaðar, þai- sem ekki hafi mátt tæpara standa með ffskinri, er togararnir hafi fengið löndun. Ennþá hefði B.Ú.R. ekki þurft að setja mjög mikinn hlutá karfans í gúanó. Marteinn sagðist hafa átt tal við skipstjórann á Þormóði goða, sem nú er að veiðum vestur við Víkur. Þyrfti hann að fá löndun í síðasta lagi á fimmtudag, ef aflinn ætti ekki að skemmast. Nú væri verið að byrja að landa úr Jóni Þorlákssyni, sem beðið hefði síðan fyrir helgi, næstur væri Pétur Halldórsson, sem nú biði löndunar, þá kæmi Askur, svo að ekki væri sýnt, að Þormóður goði kæmist að í þessari viku. Aðeins tveir kostir væru fyrir hendi, sagði Marteinn: að fá lönd un fyrir togarana úti á landi, eða bíða í Reykjavik og reikna þá með að talsverður hluti aflans fari í gúanó. Síldaraflinn er 643,570 mál og tn. IMæst um samfellt gos í Syrtlingi SAMKVÆMT upplýsing- um frá dr. Sigurði Þórar- inssyni og Pétri Sigurðs- syni, forstjóra Landhelgis- gæzlunnar, var gosið í Syrtlingi í gær svipað og að undanförnu. Dr. Sigurð- ur flaug yfir í gær og sagði, að samfellt gos væri 5 til 10 mínútur í einu, en síðan væri yfirleitt örstutt hlé. Varðskipið Óðinn gerði mælingar á Syrtlingi og gosinu á leið sinni fram hjá í gær. Reyndist eyjan 330 metra löng og 46 metra há, þ.e.a.s. nokkru lægri en áður. Gígurinn er opinn út í sjó að austanverðu. Osku- gosið náði hæst upp í 760 metra. Gosið í Syrtlingi hefur nú staðið í 5 vikur. Síðan eyjan skaut upp kollinum, Sigurgeir Jónasson, ljós- hefur gosið verið mjög myndari Mbl. í Vestmanna svipað. eyjum, úr flugvél sl. laug- Þessar tvær myndir tók ardag. LÍTIL síldveiði var sl. viku enda veður fremur óhagstætt og mjög slæmt veiðiveður síðari hluta vikunnar. Veiðiflotinn hélt sig aðallega 80—120 sjóm. N.A. og NAN frá Langanesi. Vikuaflinn nam 65.384 málum og tunnum og var heildaraflinn á miðnætti sl. Iaugardag orðínn 643.570 mál og tunnur, sem skiptist þannig eftir verkunar- aðferðum: í salt 25.279 upps. tn. í frystingu 1.271 uppm. tn. I bræðslu 617.020 mál f sömu viku í fyrra var aflinn 299.024 mál og tunnur og heild- araflinn þá orðinn 600.361 mál og tn. Hæstu löndunarstaðir eru nú þessir: Mál og tunnur Siglufjörður 111.335 Hjalteyri 40.501 Krossanes 58.222 Raufarhöfn 79.066 Vopnafjörður 64.047 — Síldarskipstjórar Framhald af bls. 1 lands, hafa staðið að þessu og þessir aðilar fara með samnings rét't fyrir sjómenn eða meðlima félög þessara samtaka. — Ákveði skipstjóri að sigla í land, þá verður áhöfnin vitan- lega að fara með skipinu. — En ég vil benda á, að það verð, sem Verðlagsráð ákveður, er einungis lágmarksverð. Það bannar ekki síldarverksmiðjun- um að greiða hærra verð, treysti þær sér til þess. Saman- ber það, að verð á bræðslusíld hér sunnanlands s.l. vetur var ákveðið 81 eyrir pr. kg. af Verð lagsráði, en Einar Sigurðsson út gerðarmaður greiddi 102 aura. Seyðisfjörður 43.C65 Neskaupstaður 46.782 Eskifjörður 55.900 Fáskrúðsfjörður 41.441 171 skip hafa fengið afla. Af þeim hafa 158 skip aflað 500 mál og t.n. eða meira og fylgir hér með listi yfir þau skip. Upplýsingar hafa ekki borizt um hve mikið hver einstakur bátur hefur lagt upp til söltun- ar og er það magn því ekki innifalið í aflatölunum. (Frétt frá Fiskifél. íslands). ÞRIGGJA ára drengur, Krist- inn Þórðarson, varð fyrir bif- reið í gærdag á Kársnesbraut í Kópavogi, Drengurinn var flutt- ur á Slysavarðstofuna og kom þá í ljós, að hann hafði farið úr axlarliðnum og skrámazt í and- iliti. Meiðslin virðast þó ekki al- varleg. Agætt veður á síldarmiðunum- en engin skip eru að veiðum ENGIN skip eru að veiðum fyrir Norður- og Austurlandi, þrátt fyrir ágætt veður á miðunum, þar sem skipstjórar hafa ákveð- ið að hætta veiðum til að leggja áherzlu á kröfur sínar um hækk að síldiarverð. Fréttaritarar Mbl. höfðu allir þá sölu að segja í gær, að skipin væru komin til heimahafna sinna, á leið þangað eða þá að áhafnir þeirra væru íarnar heim, en skipin í gæzlu í GÆR gekk á með skúrum vestan lands, en austan fjal.ls var að mestu þurrt og bjart veður. Norðanlands var skýj- að og nokkrar skúraleiðingar, en veður mjög stillt. Við Aust firði var þoka en bjartviðri á Héraði. Hiti var víðast 8— 10 st., hljýjast á Klaustri 14 stig. Grunn lægð og aðgerða- lítil var yfir Grænlandshafi og norðanverðu íslandió llllllltllltlfttllllltlfllltlllllftlllllftlllllftlltlfttlllltlfftfttlflltlltllfttllftllftAIAItftllllftftflfllftllftlftlftftlllllftflftftftflflflftftftA á höfnum nyrðra og eystra. Víðast hvar er bpið að bræða alla þá síld, sem á land hefur borizt. Undirbúningur var hafinn undir síldarsöltun fyrir nokkru og all- margt síldarfólk komið í síidar- bæina til að vinna þar að söltun í sumar, og heldur flest það fólk kyrru fyrir um sinn. Fréttaritarar Mbl. símuðu eftir farandi í gær: Siglufirði 28. júní. Nú er hér óbjörgulegt ástand, skipin hætt veiðum og engin verkefni fyrir 20 söltunarstöðv- ar og 4 síldarbræðslur. Hér lágu mörg skip inni í brælunni í síð- ustu viku, en þau söfnuðust sam an í fyrrinótt við Grímsey. Þar var síðan ákveðið að hætta veið- um, og lögðu skipin af stað suð- ur um kl. 9 á sunnudagsmorgun. Nú eru hér í höfninni 5 íslenzk síldveiiskip, 1 frá Akranesi en hin héðan. Ekki hefur heyrzt, að eitt einasta skip sé á veiðum. Lokið er við að bræða alla síld sem borizt hefur til Síldar- verksmiðja ríkisins og Rauðku. Lítið er ennþá komið af aðkomu fólki til að vinna að síldarsöltun hér í sumar. Hins vegar var búið að ráða margt heimamanna á söltunarstöðvarnar upp á trygg- ingu frá 20. júní s.l. Fólk hér er að vonum mjög uggandi vegna þessa ástands, því að dýrmætur er hver síldardagur. — Stefán. Akureyri, 28. júni. Hér í höfninni eru nú mörg síldveiðiskip. Flest þeirra komu hingað í gær og í nótt, eri áhafn- irnar hafa síðan flogið suður og skilja skipin hér eftir. — Stefán. Grímsey, 28. júní. Síðdegis á laugardag fóru mörg skip hér fram hjá á austur- leið og virtust vera að halda á síldarmiðin. Siðan sneru þau við og byrjuðu að safnast saman norðan við Grímsey milli kU 4 og 5 etfir hádegi á laugardag. Flest urðu þau um kl. 3 aðfara- nótt laugardags, en síðan hurfu þau á brott. — í vor hefur verið Framihald á bls. 27 Sáttafundir FUNDUR var haldinn með sátta- semjara ríkisins og fulltrúum vinnuveitendá og Málmiðnaðar- sambandsins í gær frá kl. 2 til 5. Samkomulag náðist ekki. Þá héldu fulltrúar Sjómanna- félags Reykjavíkur og skipaút- gerðanna sáttafund, en án ár- angurs. í gærkvöldi kl. 8,30 var fund- ur með vinnuveitendum og full- trúum verkamanna- og verka- kvennafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði og stóð hann enn. þegar blaðið fór í prentun. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.