Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐID Þriðjudagur 29. júní 1965 —Bráðabirgðalögin Framhald af bls. 1 arverði til söltunar allt að 30 kr. hverja uppsaltaða tunnu. Að greiða síldveiðiskipum, sem sigla með eigin afla frá veiði- svæðum sunnan Bakkaflóadýpis til hafna vestan Tjörness, 15 króna flutningsstyrk á hvert mál •bræðslusíldar. Styrkurinn er bundinn því skilyrði að löndun- artöf sé á Austurlandshöfnum og Raufarhöfn. Ennfremur að hlutað eigandi verksmiðjur greiði síld veiðiskipum til viðbótar á hvert mál eða samtals 25 krónur þegar svo er háttað sem að framan greinir. Að verja allt að fjórum milljónum króna til flutnings á söltunar- og frystingarhæfri síld til Norð,urlandsha'fna. Sjö manna sjóðsstjórn á að ann ast innheimtu gjaldsins og dreif-, ingu þess. Fyrir lágu upplýsingar um það, eð hækkun á bræðslusíldarafurð um, þ.e. lýsi og mjöli, hefði orð- ið miklu meiri en tilsvarandi hækkun á þeirri saltsíld, sem lík ur eru til að framleidd verði á þessari síldarvertíð. Af því leiddi hættu á því, að síld fengist ekki til söltunar, sökum þess hve hráefnisverð hennar yrði lágt samanborið við bræðslusíldar- verð. Útflutningsverðmæti saltsíld- ar er nær þrefalt miðað við magn borið saman við afurðir úr bræðslusíld og liggur mismunur- inn að verulegu leyti 1 meiri íslenzka og norska bræðslusildarverðið i Framhald af bls 28 á tímabilinu frá 24/5 til 14/6 um 23 krónum á mál. Þessum útflutn ingsgjöldum er varið til hags- bóta sjávarútvegsins: Tekjum af 6% útflutnings- gjaldinu, samkvæmt lögum nr. 1, 1964, er ráðstafað þannig: ? 2. í öðru lagi greiða norsku eíldarverksmiðjurnar hverfandi lágt flutningsgjald á lýsi, því að það er selt norsku herzluverk- smiðjunum og fer að mestu leyti til innanlands neyzlu. Munur á flutningsgjalds síldarmjöls á er- ’ lendan markað, frá íslandi og Noregi, er um 2 sterlingspund á tonn, vegna nálægðar Noregs við helztu markaðslöndin. — Þessi flutningsgjaldsmismunur nemur á afurðum úr sumar- veiddri síld samtals um kr. 16,00 á hvert mál síldar og á snemm- veiddri síld um kr. 10,00 á málið. 1 3. í þriðja lagi er vaxtakostn- aður norsku síldarverksmiðj- anna miklu lægri en þeirra ís- lenzku, sökum minni stofnkostn aðar norsku verksmiðjanna og greiðari sölu á afurðum, sem stafar af því að lýsið er allt selt innanlands með fyrirfram ákveðnu verði til fastra kaup- enda, og sá hluti síldarmjölsins, sem seldur er úr landi, fer til gamalla viðskiptasambanda sem taka við framleiðslunni að mestu leyti jafnóðum og hún verður til. Vegna mjög breyti- legs framleiðslumagns íslenzku síldarverksmiðjanna ár frá ári njóta þær ekki sömu aðstöðu í þessu efni og norsku verksmiðj- urnar. Auk þess er vaxtafótur- inn lægri í Noreg^ en hér. *' Mun láta nærri að þetta allt muni helmings sparnaðar á vaxtaútgjöldum, þ. e. um kr. 8,00 á hvert mál síldar. 4. í fjórða lagi eru ýmsar rekstrar- og viðhaldsvörur til síldarverksmiðjanna, svo sem pokar, nitrit, timbur og vara- hlutir af ýmsu tagi, miklu ódýr- ari í Noregi en hér, og er ástæð- an sú, að þessar vörur eru inn- lend framleiðsla í Noregi, en verðmætasköpun innanlands. Það hefur tekið áratugastarf að afla markaða fyrir íslenzka salt- síld. Markaðir þessir eru í aug- ljósri hættu, ef verulega dregur úr síldarsöltun. Gæti það valdið óbætanlegu tjóni íslenzkum sjávarútvegi, þeim landssvæðum, þar sem söltun aðallega fer fram og þjóðarbúinu í heild. Sú lækkun, sem verður á bræðslusíldarverðinu af þessum sökum rennur óskipt til sjó- manna og útgerðarmanna í hækk un hráefngverðs um allt að þrjá- tíu krónur miðað við uppsaltaða tunnu. Á s.l. ári náðist um það sam- komulág í Verðlagsráði milli fulltrúa sjómanna og útvegs- manna annarsvegar og fulltrúa síldarkaupenda hins vegar að leggja hluta af andvirði bræðslu síldar í sérstakan sjóð til að greiða fyrir siglingu veiðiskipa með eigin bræð.slusíldarafla til hafna Norðanlands, þegar þrær verksmiðjanna eystra væru full- ar og löndunartöf á Raufarhöfn. Ríkisstjórninni var kunnugt um að samskonar - samkomulag mundi ekki takast að þessp sinni í Verðlagsráði sjávarútvegsins, þó að meirihluti fulltrúa væru því meðmæltir. Til þess að koma í veg fyrir stórfelld töp síldveiði flotans sökum löndunárbiða á Austfjörðum, bar brýna nauðsyn til að stuðla að því að þetta flutn ingafyrirkomulag síldveiðiskipa héldi áfram og væri styrkt þann ig, að heildargreiðslur til þeirra, þegar svo stæði á, hækkaði úr hingað þarf að flytja þessar vörur, í mörgum tilfellum frá Noregi, og greiða af þeim flutn- ingsgjöld og innflutningstolla. 5. í fimmta lagi var geysimikil síldveiði við Noreg. fyrstu 12 árin eftir heimsstyrjldina síðarL Fóru þá fram miklar nýbygg- ingar og gagngerð endurnýjun á síldarverksmiðjunum í Noregi, sem tókst að afskrifa meðan góð- æri hélzt. Á sama tíma söfnuðu íslenzku síldarverksmiðjurnar skuldum, sökum langvarandi aflabrests. Þegar síldveiði fór að glæðast aftur og nýjar verk- smiðjur voru reistar, varð bygg- ingarkostnaður þeirra mjög hár, sökum dýrtíðar. Af þessum sök- um eru afskriftir norsku síldar- verksmiðjanna miklu lægri en þeirra ísienzku. 6. Síðast en ekki sízt er á norskum fjárlögum 1965 varið sem svarar til 900 milljónum ís- lenzkra króna til styrktar norsk um sjávarútvegi, og þeirra pen- inga aflað af tekjum verzlunar- flota, viðskiptum og iðnaði Norðmanna. Talsverðu fé af þess um styrk er varið til stuðnings norska síldveiðiflotans á íslands- miðum. Á fyrstu 3 liðum í. framan- greindri upptalningu nema út- gjöld íslenzku síldarverksmiðj- anna umfram útgjöld norsku verksmiðjanna samtals um kr. 39,00 á mál, á snemmveiddri síld og um kr. 54,00 á mál á síld veiddri á tímabilinu frá 15/6. til 30/9. — Sundurliðast þetta þannig: Snemmveidd Síld veidd síld 15/6—30/9. Útflun.gjöld kr. 23,0Ó kr. 30,00 Farmgjöld — 10,00 — 16,00 Vextir — 6,00 — 8,00 kr. 30,00 kr. 54,00 Hér er ótalinn munur sam- kvæmt liðum 4 til 6. Þegar öll framangreind atriði eru höfð í huga, sést að íslenzka bræðslusíldarverðið þolir fylli- lega samanburð við þau verð, sem Norðmenn hafa ákveðið fyrir bræðslusíld, sem veidd er af norskum veiðiskipum á ís- landsmiðum í sumar. Sveinn Benediktsson, Sigurður Jóossobl 16 krónum á árinu 1964 í 25 kr. á hvert mál. Sérstaklega skal tekið fram, að sjóðurinn- greiðir ekki neinn kostnað af rekstri flutningaskipa sem síldarverksmiðjur hafa tekið á leigu eða gera út til síldar- flutninga. Bráðabirgðalögin heimila að verja allt að fjórum milljónum króna til flutnings á kældri síld sem hæf sé til söltunar og fryst- ingar frá miðunum við Austur- land til Norðurlandshafna. Er hér um merkilega nýjung að ræða til að leysa það vandamál, sem af því stafar, að síldargöng ur hafa leitað á nýjar slóðir, svo og að helztu síldarverkunarstaðir Norðanlands hafa búið við lang- varandi skort á hráefni og þaraf- leiðandi alvarlega atvinnuörðug- leika. Ef tilraunin heppnast eykur það atvinnuöryggi, allra þeirra, sem við síldarútveg fást á sjó og landi. Að öðru leyti vísast til greinar gerða oddamanns yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegsins og stjórnarformanns og fram- kvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins. Reykjavík 28. júní 1966. Greinargerð oddamanns yfirnefndar Greinargerð fyrir atkyæði oddamánns yfirnefndar verð- lagsráðs sjávarútvegsins í deilu um verð bræðslusíldar fyrir Norður- og Austurlandi sumarið 1965. ÞAU deiluatriði, sem vísað var til yfirnefndar, má greina í tvennt, annars vegar hvort gilda skuli ðitt eða tvö verð á veiðitímabil- inu, og hins vegar hvert lág- marksverð skuli úrskurðað. Hið fyrra er meginregluvandamál, og felldi yfirnefnd úrskurð um það, áður en verðið var tekið til úrskurðar. Verður hér gerð grein fyrir afstöðu oddamanns til þess- ara atriða í sömu röð. Skipting í verðtímabil. Fyrir yfirnefnd lá eindregin krafa full- trúa kaupenda í verðlagsráði þess efnis, að verðtímabilin yrðu tvö, með skil um 15. júní, og var sú krafa úrslitatilefni þess, að deil- unni var vísað til yfirnefndar. Samkvæmt reglugerð um verð- lagsráð sjávarútvegsins er veiði- tímabil síldar á Norður- og Aust- urlandssvæðinu talið standa frá 10. júní til 30. september. Þetta ákvæði hefur þá þýðingu, að ráð- inu ber að leitast við að ákveða verð fyrir allt tímabilið, áður en þáð hefst. En það bindur ekki hendur verðlagsráðs eða yfir- nefndar við að skrá eitt og sama lágmarksverð fyrir allt tímabil- ið. Enda hefur ráðið, þegar henta þótti, skipt veiðitímabilum síldar á Suður- og Vesturlandssvæði í fleiri verðtímabiL Um síld veidda á Norður- og Austurlandssvæðinu utan tíma- bilsins 10. júní til 30. september segir svo í reglugerð: „Veiðist síld á öðrum tíma á þessu svæði, skal verðlaigsráð ákveða verð á þeirri síld.“ Lá því ljóst fyrir, að yfirnefnd var bær að fjalla um málið og ákveða, að eitt eða fleiri verð skuli taka gildi. Var sá skilning- ur oddamanns eigi véfengdur af öðrum fulltrúum í yfirnefnd, enda þótt lýst væri eftir því. Fordæmi fyrri verðákvarðana verðlagsráðs og yfirnefndar hef- ur verið á þann veg, að árin 1962 og 1963 var sumarverð bræðslu- síldar látið gilda frá 10. júní til 30. september, en árið 1964 var látið gilda á sumarsíldarvertíð án tímabiisákvörðunar, þannig að verðið gilti frá því veiðarnar hóf- ust oig meðan þær entust. Enda þótt veiðarnar hæfust þá óvenju- snemma, hinn 31. maí, varð gild- istími verðsins ekki að ágrein- ingsefni, þar sem síldin var þá óvenjulega feit svo snemma vors. Yfirstandandi síldarvertíð hófst enn fyrr, eða hinn 24. maí, og barst sérstakleea mi'kið magn í fyrstu hrotunni, eða alls um 454 þús. mál til og með 14. júní, og var síldin sérstaklega mögur. Reynslan af fituinnihaldi snemmveiddrar síldar á síðast liðnu sumri getur ekki talizt fullnægjandi grundvöllur þess, sem vænta mátti á yfirstandandi sumri. Alkunna er, að haust- og vorsíld og ennfremur sumarsíld veidd við Suðurland hefur allt annað fituinnihald heldur en sumarsíld við Norður- og Aust- urland, og verður því áð skoðast sem önnur vara. Þessu til sann- prófunar fór yfirnefnd yfir heim- ildir kaupenda um fitumælingar snemmsumars allt frá árinu 1955. Staðfestu þær heimildir, að fitu- innihaldið fer yfirleitt ekki að komast í eðlilegt horf s-umarver- tíðar fyrr en eftir miðjan júní. Með aukinni tækni við síldar- leit og síldveiðar hafa skapazt skilyrði til veiða yfir lengri tíma árs og á fleiri og fjarlægari veiði- svæðum en áður hefur verið, án þess að sú staðreynd breyti nokkru um þau skilyrði, er ráða fituinnihaldi síldarinnar á hinum ýmsu árstíðum. Verðákvörðun sumarsíldar byggist á meðalútkomu afurða úr hverju mái bræðslusíldar um fimm • undanfarin ár. Sú reynsla er að yfirgnæfandi hluta fengin af tímabilinu frá því um miðjan júní, og veitir því ekki grundvöll til að byggja á áætlun um afurða útkomu vorsíldar. Gegn eindregnum mótmælum fulltrúa kaupenda er því ekki fært að gera kaupendum að skyldu að greiða sama verð fyrir vorsíldina og samsvarar áætlaðri afurðaútkomu sumarsíldar. Ekki verður heldur talið fært að gera jöfnun á milli vorsíldar og sum- arsíldar. Veiðar vorsíldarinnar fal'la mjög misjafnt á bátaflotann í samanburði við sumarveið- arnar, án þess að nokkur ástæða sýnist til að valda verðjöfnun þeim bátum í hag, er hefja veið- arnar snemma, en öðrum í óhag. Sömuleiðis hefur skiptingin á einstakar verksmiðjur reynzt verulega misjöfn. Niðurstaðan af hlutlægu mati allra aðstæðna hlýtur því að verða sú, að verðlagstímabilin verði tvö. Eftir ‘atvikum þykir rétt, að mörkin séu sett á milli 14. og 15. júní. Ákvörðun verðsins. Lög um verðlagsráð sjávarútvegsins mæla svo fyrir, að meiri hluti atkvæða í yfirnefnd ráði úrslit- um. Fordæmi er fyrir því, að oddamður skeri sjálfstætt úr um ágreining deiluaðila, ef langt er á milli úrslitakrafna þeirra og oddamaður getur á hvoruga fall- izt. Oddamaður er bundinn þagn- arskyldu um tilraunir sínar til að ná samkomulagi og um afstöður fulltrúanna í nefndinni að öðru leyti en fram kemur við endan- legan úrskurð verðsins. Reynt var til þrautar að ná samkomu- lagi allra aðila í nefndinni. En fyrir atbeina oddamanns gátu kaupendur fallizt á tillögur hans um, að verið yrði kr. 190,— á mál til og með 14. júní, en kr. 220,— á mál á tímabilinu 15. júní til 30. september, en við síðara verð- ið bætist gjald skv. sérstökum lögum kr. 15,— á mál. Hækkun sumarverðsins frá fyrra ári nemur 21%, ef miðað er við bæði verðin án tillags í flutninga- og jöfnunarsjóð, en 27% ef þau tillög eru meðtalin. Við samningu þessara verðtil- lagna hefur verið höfð hliðsjón af þeim atriðum, er lögin mæla fyrir, þ.e. markaðsverði afurð- anna á erlendum mörkuðum svo og framleiðslukostnaði þeirra bæði að því er tekur til veiða og vinnslu, eftir því sem gögn voru tiltækileg. Raunhæfa áætlun um meðal- verðmæti afurða úr hverju máli sumarsíldarinnar telur oddamað- ur vera kr. 385,00 f.o.b. að frá- dregnum útflutningsgjöldum. Úrskurðuð skipting er kr. 160,00 í hlut verksmiðja, eða 39%, en til bátanna og í flutninga- og jöfnunarsjóð kr. 236,00, eða 61%. Til samanburðar má geta þess, að áætlaður vinnslukostnaður síld- arverksmiðia ríkisins í fyrra. en þá náðist samkomulag um verð- ið, var kr. 161,00 á mál, eða 11 kr. hærra en verksmiðjunum er nú skilið eftir. En hærri magn- áætlun nú gerir meiri dreifingu fasts kostnaðar mögulega. Tillagan um verð vorsíldarinn- ar byggist á könnun allra til- tækra heimilda um fituinnihald síldarinanr skv. vinnsluútkomu og fitumælingum. Á þeim grund- velli má telja tryggt, að lýsisút- koman verði innan við 13 kg. úr hverju máli. Er verðtillagan miðuð við það, að síldarverk- smiðjurnar haldi einungis eftir af verðmætinu sem svarar breyti legum kostnaði vinnslunnar af þessu magni, en ekki reiknað með, að af þessu mangi sé staðið undir fyrningum né vöxtum af stofnkostnaði. Er það gert með fyrirvara af hálfu oddamanns; að sú viðmiðun sé ekki sérstak- lega til fordæmis við tillsvarandl verðákvörðun síðar. Reykjavík, 28. júní, 1965 Bjarni B. Jónsson. Greinargerð S.R. GREINARGERÐ Síldarverk- smiðja ríkisins og framkvæmda- stjóra þeirra um áætlun SR um bræðslusíldarverðið. Sigurður Jónsson, framkvæmda stjóri Síldarverksmiðja ríkisins, samdi áætlun um rekstur verk- smiðjanna 1965. Var áætlunin byggð á samþykkt stjórnar verk- smiðjanna, sem gerð var á verk- smiðjustjórnarfundi hinn 31. mai sl. og samþykkt með öllum at- kvæðum stjórnarnefndarmanna, þeirra Sveins Benediktssonar, Jó- hanns G. Möllers, Eysteins Jóns- sonar, Sigurðar Ágústssonar og Þórodds Guðmundssonar. Er framkvæmdast]órinn hafðl samið áætlunina samkvæmt fyr- irmælum verksmiðjustjórnarinn- ar, lagði hann’ hana fyrir verk- smiðjustjórnina og gerðu engir stjórnarmenn SR athugasemd við áætlun þessa. Áætlunin sýndi, að haégt var að greiða 225 krónur fyrir málið. Umræður fóru fram um bræðslusíldarverðið í Verðlags- ráði sjávarútvegsins síðari hluta maí-mánaðar og fram til 16. júnL Á síðustu fundum Verðlagsráðs lá fyrir áætlun sú frá SR, sem að framan getur, svo og áætlun frá öðrum verkemiðjum ó verðlags- svæðinu norðanlands- og austan. Á fundum Verðlagsráðs kom fram, að lýsisútkoman úr þeirri síld, sem veitt hafði verið mót- taka utan venjulegs veiðitíma á Norður- og Austurlandi, þ.e. fram til 15. júní, var ekki nema 10 til 13 kg úr máli, þ.e. 12 til 15 kg minna lýsi úr hverju máli heldur en áætlun SR gerði ráð fyrir, en hún er miðuð við meðaltal síð- ustu 5 ára. Verðmæti afurða úr hverju máli þessarar snemm- veiddu síldar er þess vegna 93 til 116 krónum lægra, en reiknað er með í áætlun SR. Þegar ekki náðist samkomulag í Verðlagsráði sjávarútvegsins var málinu vísað til úrskurðar yfirnefndar. Gert er ráð fyrir því, eins og I fyrra, að viðskiptamönnum Síldarverksmiðja r'íkisins sé heimilt að velja um, hvort þeir selja síldina föstu verði eða leggja hana inn til vinnslu, enda segi þeir til um hvorn kostinn þeir velja innan tilteki-ns tíma. Af framan rituðu er ljóst, að verðákvörðun bræðslusíldarverða ins í sumar hefir farið fram með venjulegum hætti og í fullu sam- ræmi við lögin um Verðlagsráð sjávarútvegsins. Reykjavík, 28. júní 1965 Sveinn Benediktsson, Sigurður Jónsson. Nýr vegur Akranesi, 28. jú,ní. NÝBYRJAÐ er á að leggja nýj- an, breiðan veg í BrynjudaL innan við fossinn. Þessi nýji vegur leysir gamla veginn af hólnú, en hann var lengi búinn að vera hættuleeur bilura. Til greiðslu á vátryggingariðgjöldum fiskiskipa 73,4% — Fiskveiðasjóðs íslands ..................... 17,2% — Fiskimálasjóðs ............................. 5,9% — Byggingar haf- og fiskirannsóknarskips .. 1,53% — Rannsóknarstofnunar sj ávarútvsgsins .... 1,17% — Landssamband íslenzkra útvegsmanna .......... 0,8% 1,25% gjald rennur í Aflatr yggingarsjóð 0,15% gjald rennur til Fersk-fiskeftirlitsins. Samtals 7,4%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.