Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 29. júní 1965 MORGUNBLAÐID 21 I ! í : i Sigurgeir Sigurgeirs- son skipstjóri - Minning í DAG verður gerð frá Hall- grímskirkju útför Sigurgeirs Helga Sigurgeirssonar, fyrrver- andi skipstjóra, Safamýri 40, sem lézt 18. þ.m. Sigurgeir Sigurgeirsson fædd- ist að Kirkjubæ í Skutulsfirði 17. ágúst 1898, sonur Sigurgeirs Bjarnasonar skipstjóra, sem bjó á Kirkjubæ og fleiri bæjum í Skutulsfirði og síðar í ísafjarð- arkaupstað, og konu hans Ólínu Ólafsdóttur. Foreldrar Sigurgeirs eldra voru Bjarni Jónsson bóndi í Engidal í Skutulsfirði og kona hans Herdís Jónsdóttir frá Hvammi á Barðaströnd. Foreldr- ar Ólínu voru Ólöf Helgadóttir grasakona frá Lambastöðum í Garði og Ólafur Brynjólfsson frá Skeggsstöðum í Svartárdal, en Ólafur þessi flutti til Vestur- heims með fólki sínu. Þegar Sigurgeir Sigurgeirsson var tæplega níu ára lézt faðir hans frá eiginkonu og 4 börnum. Þurfti því að taka til höndum á heimilinu til að fleyta því yfir erfiðleika þá sem missir fyrir- vinnu alltaf hefur í för með sér ©g ekki sízt hafði fyrir tæpum 60 árum. Sigurgeir ólst upp á sjó- mannsheimili og í sjómannabæ. Það var því eðlilegt, að störf hans væru tengd sjó og sjávar- afla. Hann var mjög ungur að árum, þegar hann var farinn að stunda sjó upp á eigin spýtur með beituöflun og annarri veiði á grunnmiðum. Hann minntist með mikilli ánægju, er ég spurði hann um gamla daga, þeirra stunda, þegar hann í æsku stund- aði veiðar á eigin spýtur. Síðar hélt hann áfram störfum við sjó- inn og lauk ungur stýrimanns- og skipstjóraprófi, sem veitti hon tSTANLEY] HANDVERKFÆRI —fjölbreytt úrval — CSTANLEY] RAFMAGNS-HAND- VERKFÆRI ávallt fyrirliggjandi Einkaumboð fyrir: XHE STANLEY WORKS New Britain, Conn., U.S.A. Á LUDVIC storh 1 1 i Siml 13333 um rétt til að stjórna bátum af þeirri stærð, sem hin ísfirzku fiskiskip voru þá. Hann stjórn- aði ýmsum bátum bæði frá ísa- firði og héðan úr Reykjavík fram undir fertugsaldur, en hóf þá störf í landi, sem hann gegndi um rúmlega einn áratug. Eftir það fór hann á sjóinn aftur og stundaði hann þar til á síðasta ári, að langvarandi heilsuleysi hans yfirbugaði að lokum sjálfs- bjargarviðleitni hans og ótrúlegt þrek í baráttunni við veikindin. Á síðara sjósóknartímabili Sig- urgeirs fór hann ekki með skip- stjórn svo ég vissi, gegndi stund- um stýrimannsstöðu en var oft- ast matsveinn hin síðari árin. Ekki hef ég heyrt talað um að Sigurgeir hafi verið sérstakur aflamaður er hann hafði á hendi skipstjórn, en ég hef heldur ekki heyrt getið um að skipum, sem hann stýrði hlekktist nokkurn tíma á eða hann missti nokkurn tíma mann út af skipi sínu. Bæði mun hann hafa verið gætinn og svo er mér sagt af fróðum mönn- um, að hann hafi haft það í sér, sem skilur á milli sjómanns og góðs sjómanns, en þetta „eitt- hvað“ skilst mér að sé einna frek ast sambland af erfðum eiginleik um, námi í skóla reynslunnar frá blautu barnsbeini og sérstökum sálarstyrk. Sigurgeir Sigurgeirsson lék ekki ýkja stórt hlutverk á leik- sviði lífsins, en hann fór vel með sitt hlutverk. Hann stundaði öll sín störf af frábærri kostgæfni. Hann stundaði sjóinn í mörg ár eftir að læknar höfðu lýst hann óvinnufæran og bannað honum nokkurt erfiði. Sjálfur taldi hann einu von sína til að halda lífi, að hann gæti komizt á sjóinn, enda fór svo að hann sat ekki lengi í ró heima eftir að síðasta starfsorkan var þrotin. Þrek þessa, að því er virtist frekar veikbyggða manns, var bæði ótrú legt og jafnframt aðdáunarvert. Við hlið sér hafði hann síðustu 35 árin eiginkonu, Helgu Hall- dórsdóttur, frá Grundarfirði, sem hefur verið honum góð kona alla tíð, en síðustu árin, sem veik- indin hafa verið þyngst, einstæð stoð og stytta. Henni þakka allir aðrir ástvinir Sigurgeirs. Þau hjón eignuðust einn son, Örn Akranesi. 21. júní. Nýi báturinn Ólafur Sigu-rðs- son fór síðdegis á laugardag á sucmansíldveiðarniair og sigldi norð urieiðima. Leitaði hann síldar í flóanum og út af Jökli, talaði af Breiðafirði og sagðist ekki hafa orðið síldar var. — Odduir. STOKKHÓLMI — Æskulýðs- samtök sæmskia þjóðarflokksins vilja koma á herskyldu kvenna í Svíþjóð og segja þa'ð ekki ná nieinni átt að krefjast sörnu rétt- inda fyrir karla og komuir, ef kvöðuim sé ekki skipt réttilega milli kynjamma líka. vélvirkja, skipverja á Tungu- fossi, kvæntan Ingunni Gests- dóttur. Það sem þeim er þessi kveðju- orð ritar, er efst í huga nú við brottför Sigurgeirs Sigurgeirs- sonar, er manngæzka hans og ást til og umhyggja fyrir ástvinum sínum. Fyrstu bernskuminningar mínar eru tengdar heimili for- eldranna, þar sem þessi uppá- haldsfrændi minn var heimilis- maður. Ekki veit ég af hverju það stafaði, að hann var mér einna kærastur ættingja. — Kannski af því að hann vann hættulegustu störfin á bernsku- árum mínum og því eðlilegt að meira væri til hans hugsað en annarra, en þó held ég helzt, að meiri þátt hafi átt hin einstaka góðmennska hans og mannkost- ir, og kannski dálítið dekur á litlum nafna sínum. Óvildar- menn held ég að hann hafi ekki haft hæfileika til að eignast. Guð blessi honum för um ó- kunna stigu. Sigurgeir Jónsson. SIGURGEIR Sigurgeirsson, sjó- maður, Safamýri 40, lézt snögg- lega 66 ára gamall, hinn 18. þ.m. Hann verður til moldar borinn í dag. Sigurgeir var af vestfirzk- um sjómönnum kominn, alinn upp við sjó og valdi sjómennsku að ævistarfi. Var á yngri árum stýrimaður og skipstjóri, en hin síðari árin, eftir að heilsa hans bilaði, stundaði hann sjóinn sem matsveinn. Að vísu vann hann í nokkur ár við Ölgerðina Egill Skallagrimsson, en á þeim árum fór lungnaþan hans stöðugt versnandi og gerði sá sjúkdómur hann brátt óvinnufæran. Samt fór hann aftur til sjós, og þá sem matsveinn og stundaði það starf í mörg ár eftir það, að læknis- fræðilega séð þótti ólíklegt að hann gæti nokkuð unnið. Reynd- in varð þó önnur. Lagðist þar á sömu sveif, þrautseigja hans og hjálpfýsi þeirra ágætu skips- hafna, sem hann var svo hepp- inn að eiga samleið með. Vildu þeir sem lengst njóta snyrti- mennsku og ráðdeildar þessa fá- skiptna manns, sem gerði betri mat með minni tilkostnaði en flestir aðrir. Mætti ég nota tæki- færið til þess að þakka þessum mönnum hjálp þeirra, sem gerði honum kleift að njóta þess un- RÝMINGARSALA Karlmannafrakkar áður kr. Telpnakápur áður kr. Telpnajakkar áður kr. Nælonskyrtur karlm. áður kr. 970.— nú kr. 295.— 716.— nú kr. 395.— 363.— nú kr. 95.— 367.— nú kr. 150.— Terylene buxur drengja Nælonskyrtur drengja Drengjaskyrtur köflóttar Tvíotnar telpnabuxur Gallabuxur kr. 75—98.— Gammosíubuxur 75 kr. SMÁSALA — Laugavegi 81. aðar, sem starfið eitt getur veitt þeim sem vinna vilja. Skyldu- rækni Sigurgeirs og kappsemi varð þess reyndar oft valdani að hann ætlaði sér meira en góðu hófi gegndi. Varð því oft hart úti, en lét þó ekki á sig fá. Hann var maður fáskiptinn og kærði sig ekki um kuningsskap margra, en var heill þeim, sem hann vildi að vinum eiga. Glöggur var hann og minnugur og undraðist ég oft hversu fljótt og örugg- lega hann margfaldaði saman margra stafa tölur. Þrátt fyrir heilsubrest var Sig- urgeir lánsmaður. Eignaðist góða konu og v.ar sambúð þeirra hin bezta. Var heimili þeirra alla tíð fjolsótt af ættingjum og vinum. Fannst flestum sem þeir væru komnir heim, er þeir komust í snertingu við þá notalegu hlýju, sem þeim hjónum og heimili þeirra fylgdi. Þau hjón eignuðust einn son, sem þau létu sér mjög annt um. Hann, kona hans og synir þeirra urðu þeim og til mikillar ánægju. Enda þótt Sigurgeir sé nú horf- inn af sjónarsviði lífsins, mun þó enn lifa með konu hans og afkomendum hif^góða hugarþel, sem hjálpfýsi og skilningur hef- ur skapað á mörgum árum. Þyk- ir mér líklegt að það muni verða afkomendum hans heilladrjúgt veganesti. Með línum þessum vildi ég fyr- ir mína hönd, konu minnar og t barna þakka honum einlæga vin- áttu og ánægjulegar samveru- stundir. Hannes Finnbogason. Frd Neytendasamtökunum: Skemmdum kart- öflum sé skilað aftur ÞÆR kartöflur, sem undanfar- ið hafa verið hér á markaði, hafa verið í svo ömurlegu á- standi, að engan veginn verður talizt boðlegt til manneldis nema í neyð. Að vísu hafa þær verið seldar se» annars flokks, en einungis vegna hins erlenda uppruna þeirra, þar sem þær eiga ekki heima í neinum flokki, heldur verða að teljast algjör- lega utan flokka. Af hálfu Neytendasamtakanna hefur mál- ið verið rannsakað, og þykir rétt að skýra almenningi frá ýmsum atriðum I því sambandi um leið og neytendur eru hvatt- ir til hinna einu, eðlilegu við- bragða, enda hefur þvi fúslega verið heitið af hálfu Grænmetis- verzlunarinnar, að þeim verði mætt með samúðarfullum skiln- ingi. A markaðnum hafa verið I>ólskar kartöflur, sem keyptar hafa verið samkvæmt viðskipta- samningi íslands og Póllands. Þær hafa reynzt vel í vetur, sem þaðan hafa komið, en það ber að viðurkenna, að þetta er hættulegasti tími ársins, hvað þennan jarðarávöxt snertir. Síð- asti farmurinn átti að sjálfsögðu að vera „duftborinn", þ.e. vand- lega úðaður dufti, sem kemur í veg fyrir spírun. Það þykir sannað, að hluti farmsins hafi hlotið lofaða meðhöndlun, en til hennar hefur verið svo höndum kastað, að mikill hluti hans hef- ur spírað og skemmzt og skemmt út frá sér. Að sjálfsögðu voru kartöflurnar keyptar sam- kvæmt heilbrigðisvottorði, og mun þetta þó ekki vera í fyrsta sinn, sem þeim sé ekki fyllilega treystandi þaðan. Á hitt ber einnig að líta, að það eru ein- dregin tilmæli, ef ekki fyrir- mæli, af hálfu íslenzkra stjórn- arvalda, að kartöflur séu flutt- ar inn skv. viðskiptasamningum landanna. Nú er það svo, að kartöflur eru íslenzkum neytendum slík dagleg nauðsynjavara, að helzt verður líkt við mjólk. Er það án efa samróma álit neytenda, að slíka vöru beri að kaupa, þar sem hún er örugglegast bezt, og það sjónarmið eitt eigi að ríkja nema um mjög alvarlegan gjald- eyrisskort sé að ræða. Hafa Neytendasamtökin margsinnis haldið fram því sjónarmiði. Þær kartöflur, sem undanfar- ið hafa komizt á borð neytenda í svo ömurlegu ásigkomulagi, eins og raun ber vitni, hafa það þó sér til afsökunar, að þær þarf skv. reglugerð ekki að meta á sama hátt og innlendar kart- öflur, áður en þær eru sendar á markaðinn. Neytendasamtökin krefjast, að ekki verði gerður nemn kartöflumunur, hvaðan sem þær koma. Skili aftur skemmdum vörum. Neytendum ber ávallt að skila aftur skemmdum vörum, annars halda þeir áfram aS fá þær. Von er nýrra, ítalskra kartaflna, en ekki fyrr en viku af júlí. Sér- stakar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu Grænmetisverzl- unarinnar og yfirmatsmanns til að flokka burt áberandi skemmd ar kartöflur og plokka burt spírur. Ekki er um neinar aðrar kartöflur að ræða nú en hinar pólsku, og margar þeirra ern betri en engar. En kannið inni- hald pokanna þegar við kaupin og skilið þeim aftur, sem hafa að geyma of mikið af því, sem þér eigið ekki að borga neitt fyrir. Grænmetisverzluninnl kemur það ekki á óvart, og henni þykir þetta leitt. (Frá Neytendaisamtökum)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.