Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.06.1965, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 29. júní 1965 MORGUNBLAÐID 27 — Ágætt veður Framhald af bls. 2 hér kalsatíð og þurrkar, ekki kom ið vatn úr lofti í margar vikur, og er slæmt útlit með sprettu. Stöðugur austan strekkingur hefur verið og afli rýr, þá sjaldan gefið hefur á sjó. — Magnús. ; i Raufarhöfn, 28. júní. Öll skip eru farin héðan nema ein fimm, sem bíða átekta...í bræl unni í síðustu viku lá hér allstór floti, sennilega um 40 skip. Enn er eftir áð•• brséða ' talsvert af síld hér, og lýkur því senriilega á einni viku. Fólkið hefUr verið að koma hingað til að vinna á söltunarstöðvunum, en margt þeirra talar nú um að fara héðan aftur, ef ekki rætist úr verkfall- inu á síldarbátunum. Ágætt veður er á síldarmið- tinum og hafa leitarskip fundið talsverða síld fyrir Austurlandi. Ekki er vitað um nein skip að veiðum. — Einar. Seyðisfirði 28. júní. Síldarskipum hefur fjölgað hér á höfninni eftir að skip- stjórarnir ákváðu að hætta veið- um, en hins vegar eru margar áhafnir þeirra farnar heim til sín. í sumar verður saltað hér á 9 plönum og er nú verið að búa þau undir að taka á móti síld. Lokið er við að bræða allt, sem borizt hefur á land. Aðkomu fólk er að koma þessa dagana til að vinna að síldarsöltun. — Sveinn. Neskaupstað, 28. júní. Á laugardag lágu hér inni um 50 síldveiðiskip. Síðan hafa þau verið að tínast á brott. Nokkur aðkomuskip eru hér í gæzlu heimamanna en áhafnir þeirra farnar. Síldarbræðslu er lokið og allar þrær tómar. í sumar verður saltað hér á 6 plönum og er nú unnið að undirbúningi und ir það. Nokkuð af aðkomufólki er komið hingað til síldarvinnu. Blíðskaparveður er á síldar- miðunum og mun Ægir hafa fundið talsvert af síld um 65 sjó- mílur austur af Glettinganesi Enginn bátur er að veiðum. Akranesi, 28. júní. Sigurfari kom heim í nótt af austurmiðum, Haraldur og Skírn ir koma í dagi Skipshafnir hokk- urra síldveiðibáta komu og í nótt • heim á bílum. Skipin liggja í höfnum á meðan til og frá. Hæstur Akranesbáta á síldveið , unum fyrir austan er Höfrungur II, með 8,800 mál og tunnur. — Oddur. Umferðarslys FYRIR hélgina urðu slys á tveimur 16 ára gömlum piltum á vélhjólum. Fyrra slysið varð á Miklubraut móts við Lido. Varð það með þeim hætti, að Jón Sig- urðsson Ásgarði 73 var á leið austur Miklubraut, er hann ók á talsverðri ferð aftan á bifreið, sem stöðvazt hafði végna bil- .janar. Við áreksturinn kastaðist Jón af vélhjólinu með þeim af- leiðingum, að hann kjálka'brotn- aði og hlaut mikla áverka í and- liti. Hann var fluttur í Lands- spítalann. Þá lenti annar 16 ára piltur í Síðdegis í gær varð mjög harð- ui árekstur milli tveggja vöru- bifreiða á ■ móts við Nesti við Suðurlandsbraut. Slys þetta-varð um kl. 3 e.h. og varð með þeim bætti, að -tvær vörubifreiðar voru á leið vestur Suöurlands- braut. Ökumaður fremri bifreið- arinnar, R-3124, hugðist sveigja til hægri inn að Nesti. Sú er eftir ók R-12236, var hlaðin sandi og náði ekki að stöðvast. Skall hún með miklum þungá aftan á R-3124. í bílnum var 9 ára gam- all drengur, Andrés R. Aridrés- son Njörvasundi 31. Skarst hann illa á handlegg og var fluttur í Slysavarðstofuna og þaðan í árekstri við bifréið og meiddist j Landsspítalann. Bíllinn stór- nokkuð. Iskemmdist, eins og myndir sýnir. ASÍ, SSÍ og mótmæla FFSÍ Sigurður SímonarscNi látinn AKRANESI, 28. júní. Sigurður SÍMONARson múr- arameistari, Sóleyjargötu 8, varð bráðkvaddur aðfaranótt sl. iaug- ardags á 73. aldursári Hann var fæddur að Króki í; Ásahreppi í Rangárvallasýslu, fluttist til Akraness 1918, giftist 1920 eftir- lifa.ndi konu sinni, Valgerði Hall dórsdóttur frá Eyrarbakka. Þeim varð fjögurra drengja og þriggja stúlkna auðið-. Öll eru þau gift og barnabórnin orðin 22. Sig- urður var hugsjónamaður, áhuga samur ungmennafélagi, sat í hreppsnefnd, var kaupfélasg- stjóri um tíma. Hanri var í fyrstu stjórn Sementsverksmiðjunnar og starfsmaður hennar allt frá byrjun, enda snemma mikill - áhugamaður um málefni iðnað- arins. — Oddur. Síld 60-70 milur út af Glettinganesi ÆGIR varð var við talsverða síld í torfum og ræmum 60 til 70 mílur austur af Glettinganesi í gærmorgun. Síldin var á 20 til 40 faðma dýpi. Á þessu svæði voru auk þess talsverðar kolmunnalóðingair Austar voru þéttar teðrulóðn- ingar. Á torfusvæðinu mæildust al-lt að 14 ml. af rau’ðátu á 30 metra dýpi, en lítið sem ekkert ofar. Hiti var um 3,5 stig. Síðari hl'uta dags leitaði Ægir austur á bóginn frá áðurnefndu svæði allt að 170 mílum austur af Glettinganesi, Allsstaðar var um verulegar ræmu- oig dreif- lóðningar að ræða, en torfur fundust hvergi þar. — SBU — Akureyri Framhald af bls. 26 Steingríms. Samt sem áður fengu Danirnir æ meiri og sterk- ari völd á veilinum, og þar kom, að Jörgen Jörgensen skoraði fallegt og óverjandi mark á 26. mínútu hálfleiksins. Síðara mark ið skoraði Jörgensen einnig á 34. mínutu, en það mark fékkst nokkuð ódýrt, hann þurfti aðeins að stjaka knettinum inn í opið markið. SBU-liðið yar mjög duglegt og bjó yfir góðri knattmeðferð og miklum hraða, en undarlegt var þó, að mörkin skyldu ekki verða fleiri. Má þáð þakka góðri mark- vörzlu Samúels Jóhannssonar. Beztu menn danska liðsins voru Jörgen Jörgensen, Jörgen K. Pet ersen og markvörðurinn Poul V. Hendriksen. Akureyrarliðið lék yfirleitt mjg skynsamlega og barðist af vaskleik lengst af, þótt „heilann" og „brimbrjótinn“ Jón Stefánsson vantaði, en hann lief ir ekki keppt með, síðan hann varð fyrir meiðslum í leiknum á móti Akurnesingum. E.t.v. hefðu heimamenn átt skilið að skora eitt mark eftir gangi leiksins að dæma. Liðið var óþékkjanlegt frá KR-leiknum um daginn. Dómari var Rafn Hjaltalín, sem dæmdi ágætavel. Annars var leikurinn mjög drengilega leikimi. — Sv. P, MORGUNBLAÐINU barst í gær kvöldi eftirfarandL yfirlýsing frá ASÍ, SSÍ og FFSÍ: „Stjórnin Alþýðusambands ís- lands, Farmanna -og fiskimanna sambands íslands og Sjómanna- sambands íslands, átelja harð- lega þann drátt er orðið hefur hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins um verðlagningu sjávarafla, þar sem heita má orðið óþekkt fyr- irbrigði að lögum og reglum sé framfylgt um að fiskverðsákvörð un liggi fyrir, áður en veiðitími hefst. Stjórnir sambandanna mót- mæla eindregið þeirri ákvörðun meirihluta yfirnefndar Verðlags- ráðs að aKveða löngu eftir að síldveiðar hófust nú, tvenns kon ar verð á sumarveiddri síld fyr- ir norðan og austan, þar sem feining á fituprósentu er þá ekki almennt látin gilda um verð á síld veiddri á svæðinu allt veiði- tímabilið og má fullvíst telja, að hefði veiðákvörðun legið fyrir, áður en síldveiðar hófust að þessu sinni, hefði ekki verið rætt um tvenns konar verð á síld, veiddri fyrir Norður- og Austurlandi á yfirstandandi sumri, og verður að teljast víst, að vegna þessa gerræðis við sjó- menn og útvegsmcr.n, mun því ekki treyst í framtíðinni aðbyrja veiðar fyrr en verðákvörðun liggur fyrir hverju sinni. Þá telja stjórnir samband- anna að hin ákveðnu verð á síld til bræðslu séu alltof lág, miðað við áætlað veiðimagn, fyr irframsölu á mjöli og lýsi og markaðsverð á þeim afurðum eins og það er nú. Stjórnir sambandanna mót- mæla ákveðið bráðabirgðalögum þeim er sett hafa verið um flutninga á síld, verðjöfnun síld- ar í bræðslu og salt o.fl., og telja það sérstaklega mikið fljótræði að ákveða uppbætur á síld til söltunar og frystingar á kostnað bræðslusíldar, meðan verð á síld til söltunar eða annarrar nýting- ar en í bræðslu liggur ekki fyr- Litli topp- fundurin-n Kairó, 28. júní—- AP — NTB. FORSÆTISRÁÐHERRA Al- þýðulýð\’eldisins Kína, Chou- en-lai, forseti Indónesíu, Suk- arno og Nasser, Egyptalands forseli, komu eaman til'fund- ar í Kairó í gær, sunnudag. Ræddu þeir viðhorf mála, eftir að hætt hefur verið við ráðstefnu Asíu- og Afríku- ríkja í Alsír að sinni. Ráðamennirnir þrír rædd- ust við í rúma klukkustund Kubbehhöll, fyrrum aðset- ursstað konungs. Var hér i rauninni um að ræða lítinn ,,toppfund“. Engin tilkynning var gefin út að umræðunurri loknum, en góðar heimildir herma, að aðalumræðuefnið hafi verið end’alok Alsír-ráðstefnunnar að sinni. Chou-en lai hefur dvaíizt í Kairó undanfarna 9 daga. Nýr lögreglubíll Akranesi, 25. júní. NÝJAN lögreglubíl sótti yfirlög- regluþjónninn hér, Stefán Bjarna son, til Reykjavíkur í morgun. Bauð hann með sér einum fé- laga sínum, sem kominn var 1 sumarfrí. Þetta er góður bíll, stór og kröftugur og hentugur til lög- gæzlustarfa. Aðeins þarf að inn- rétta hann eitthvað frekar. Þeir fóru suður á gamla lög- reglubílnum, en sunnan Hval- fjarðar brotnaði stýrisvölurinn, rétt innan við Hvaleyri, og ann- að hjólið lagðist flatt. Það varð þeim til láns, að hægt var ekið. Yfirgáfu þeir gamla bilinn þarna, en huggun var að nýi lögregiu- bíllinn beið þeirra í Reykjavík. — Oddur. ir og það ekki ennþá verið tek- ið til umræðu í Verðlagsráði, enda engin gögn eða upplýsing- ar borizt frá Síldarútvegsnefnd um sölu o. fl., eða áætlanir frá félagssamtökum síldarsaltenda eða öðrum viðkomandi aðilum. Þá mótmæla stjórnirn,ar því einnig ,að ákveðið er, að greiða aðeins flutningsgjald á síld til bræðslu af austursvæðinu til Norðurlandsins en ekki gagn- kvæmt til austurlandsverk- smiðja eins og ákveðið var af Verðlagsráði á sl. sumri, ef síld- in skyldi aðallega veiðast fyrir norðan um lengri eða skemmri tíma. ( Stjórnir sambandanna víta einnig það ákvæði bráðabirgða- laganna, að gera sérstaklega sjó mönnum og útvegsmönnum að greiða ákveðna fjárhæð vegna samningsákvæðis ríkisstjórnar- innar við verkalýðsfélögin á Norðurlandi, um úrbætur í at- vinnumálum í þeim landshluta. Að síðustu vilja stjórnir sam- bandanna, um leið og þær mót- mæla meðferð þessa máls sem heild, vinnubrögðum Verðlags- ráðs sjávarútvegsins, ákvöröun meirihluta yfirnefndar og fcráða birgðalögum ríkisstjórnarinnar, fcænda á, að óhæft sé. með öllu, að ganga framhjá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands um tilnefningu í nefndir sem fjalla eiga um hagsmunamál meðlima þess.“ Halda fast við „taxtann** Vopraafirði, 28. júní. Fundur var haldinn í dag í Verkalýðsfélaginu á Vopnafirði. Samþykkti fundlurinn einróma að halda fast við Egilsstaðasaim- þykktina og „taxta“ þann, sem þar var samiþykktur. Atvinnu- rekendur á Vopnafirði hafa ekki vi’ðurkennt „taxta“ þeiman. — Sigurjón. * Utvegsmenn á Austurlandi taka afstöðu með sjómönnum Reyðarfirði, 28. júní. . Stjórn Útvegsmannafélags Austurlands boðaði til fundar í dag. Var eingöngu rætt um bræðslusíldarverðið, ástandið sem skapazt hefur vegna stöðv- unar fiskiflotans. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar á fund- inum: „Fundur haldinn í Útvegs- mannafélagi Austfjarða, mánu- daginn 28. júní 1965, í félags- heimilinu, Reyðarfirði, skorar eindregið á stjórn LÍÚ að vinna að því við ríkisstjórn íslands, að nota ekki heimild í bráða- birgðalögum frá 25. júní 1965 um verðjöfnunargjald á bræðslusíld veiddri frá 15. júní til 31. des. 1965, við Austur- og Norðurland. Verði þessu fé varið til hækkun- ar á hráefnisverði til síldarflot- ans. Telur fundurinn með öllu fráleitt að sjómenn og útvegs- fenn séu einir látnir standa und ir aðgerðum til að bæta úr at- vinnuástandi einstakra byggðar- laga, enda munu -sjóðir tiltækir í landinu til þeirra hluta“. IVVusica IMova á Akureyri Noktkrir Ihljóðfæiral'.eikarar komu hingað á vegum Mussica Nova og héldu tónleika í Borgar- bíó á miðvikudagskvöld. Við- fangsefni vom fjöllbreytt og eftir ýmsa höfunda, þ.a.m. stjórnand- ann, Þorkel Sigurbjömsson. Tónleikarnir voru illa sóttir og ber að harma það, því að þeim sem á hlýddu ber saman um, að iþeir hafi verið mjög vandaðir og hin bezta skemmbun. — Sv. P. Þá var samþykkt að mótmæla eindregið framkomnu verði yfir nefndar á þræðslusíld sem alltof lágu. Tekur fundurinn eindregna afstöðu með kröfum síldveiðisjó manna þar sem þær fara saman við hagsmuni útvegsmanna, og kröfur minnihluta Verðlagsráðs. Skorar fundurinn á stjórn LlÚ að veita þessu máli fullan stuðning. — 2. deild Framhald af bls. 26. ísfirðingar skora sitt fyrsta mark snemma í síðari hálfleik, og helst sú síaða þar til 15 mín. eru eftir af leik. Þá var eins og F.H. liðið hrein- lega vissi ekki til hvers það væri á vellinum. ísfirðingar tóku algjörlega ieikinn í snar hendur og skoruðu 3 mörk á 5 mínútum, og unnu leikinn verðskuldað 4:2. Það er ekki óskiljanlegt núna, eftir þennan leik, hvernig ísfirðingar fóru að því að vinna F.H. á ísafirði. Dómari var Hilmar Ólafsson. Staðan í 2. deild. A-riðill. Þróttur Siglufj. Haukar Reynir Fimmta 19:6 7 8:7 3 5:6 3 2:15 1 liðið, Skarphéðinn hefur dregið sig út úr mótinu, og verða tekin af þau stig sem komin eru á Þrótt og Hauka i leikjum við Skarphéðinn. B-riðilI. Í.B.V. Í.B.Í. F.H. Breiðablik Víkingur 13:8 6 17:13 6 13:7 5 5:10 4 5:15 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.