Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 1
28 síður trgawMaMlí g2. árgangur. 144. tbl. — Miðvikudagur 30. júní 1965 Prentsmioja Morgunblaðslns. Áframhaldandi óeirðir í S-Kéreu f Seoul, 29. júní, NTB, AP. ENN kom til óeirða í S-Kóreu I ilag vegma samkomulags stjórn arinnar við Japani um að aftur Bkuli komið á eðlilegu stjórn- málasambandi milli landanna, og voru á fjórða hundrað stúdenta teknir höndum og margir lög- reglumenn særðust. í Seouil kom til mikilla átaka I morgun er 500 lögreglumenn vildu direifa fjölmennum hópi Btúdenta, um 3000 talsins. Not- uðu logreglumennirnir, sem búnir voru stálhjálimim og gas- grímium, táragassprengjur og kylfuir til að dreifa stúdentunum ean þeir köstuðu grjóti a'ð lög- Kosygin að- varar USA Moskvu, 29. júní (NTB-AP) ALEXEI Kosygin aðvaraði í dag Bandaríkin vegna stefnu þeirra í Vietnam og sagði að þaú yrðu að gera sér ljóst að kommúnista- löndin myndu nú auka aðstoð eina við Norður-Víetnam. Sagði forsætisráðherrann þetta i ræðu er hann flutti í Patrice Lumumba-háskólanum, er verið var að útskrifa" 82 stúdenta frá Asíu, Afriku og Suður-Ameríku, er þar hafa stundað nám. Bar Kosygin Johnson forseta það á brýn, að hann fylgdi sömu stefnu og Barry Goldwater, keppi nautur hans í forsetakosningum i fyrra, hefði viljað taka upp. ítrekaði Kosygin fyrri loforð um aðstoð við Norður-Víetnam og „frelsishreyfingu" Suður-Víet- nam og kröfurnar um að Genfar- eamningurinn um Víetnam skyldi haldinn, Bandaríkjamenn yrðu á brott úr landinu með vopn sín og herlið og landsmenn fengju sjálf- ir að skera úr um framtíð sína án íhlutunar. regJumönnum og særöu marga þeirira. í Teagu, þriðju stærstu borg S-Kóreu, kom einnig til átaka, er 2.500 stúdentar foru þar í mót mælagöngu. >ar særðust- um 25 lögreglumenn í viðureigninni við stúdentana. Samningur sá um að upp skuH tekið eðlilegt stjórnmálasamband Japans og S-Kóreu var undir- ritaður í Tókíó 22. júní sl. og síðan hefur gengið á óeirðum bæ'ði í Tókíó og í ýmsum borg- um í S-Kóreu. Engan bilbug er þó að sjá á stjórn Chung Hee Parks og hyggst hún leita sam- þykktar þings S-Kóreu á samn- ingnum við Japani í næsta mán. Nasser Egyptalandsforseti og Chou En-lai, forsætisráðherra Kína, taka á méti Sukarno, Xaðk. nesíuforseta í Kairó. Tekur Ferhat Abbas við völdum í Alsír? Algeirsborg, 29. júní. NTB; AP HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum að nú sé nær full- skipað 15 manna „byltingarráð" Boumediennes í Alsír. Eiga í því sæti 11 menn úr her landsins og fjórir nienn aðrir, allir úr nú- verandi rikisstjórn; Bouteflike, utanríkisráðherra; Medeohri, inn anríkisráðherra; — Belkacem, kennslumálaráðherra og iðnaðar- málaráðherrann, Kuuma/.a. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Boumedienne eigi nú viðræður við tvo helztu leið- toga sjálfstæðisbaráttu Alsír um það hvort þeir muni, annar hvor eða báðir, fást til að veita forstöðu hinni nv.ju stjórn lands ins. Menn þessir eru Ferhat Abbas og Rabah Bitat, sem báð- ir voru mjög á móti Ben Bella og var Bitat i útlegð af þeim sökum en Abbas sat í fangelsi í meira en ár og var það eitt siðasta embættisverk Ben Bella Ferhat Abbas áður en honum var vikið frá völdum, að leysa Abbas úr haldi. Bandarískir f allhlíf arhermenn taka þátt í sókn á hendur skæruliðum Saigon, 29. júní (NTB-AP) í BAG hófu bandarískir fallhlíf- arhermenn ásamt hermönnum Btjórnar Suður- Víetnam mikla Bókn á hendur skærúiiðum Viet Cong í frumskógunum norðan Saigon. Er þetta í fyrsta skipti, M-m bandarískt herlið tekur slík- »ii þátt í hernaðaraðgerðum í S- V ielnam. Þátttaka bandarísku fallhlífar- hermannanna í bardögunuin í dag-var að beiðni Suður-Víetnam stjórnar og var það Westmore- land hershöfðingi sem hana fyrir »l< ipíirti í umboði Johnsons for- aeta. Hröktu iallhlífárhermen.n- irnir skæruliðana á undan sér og misstu sjálfir fátt msnna, en ¦talið - er að töluvert mannfall hafi orð- ið í liði Viet Cong, bæði í bardög- unum og í loftárásum þeim sem á undan höfð.u gengið. Þarna í frumskógunum norðan höfuðborgarinnar höfðu skærulið ar ráðið lögum og lofum um nær tíu ára skeið og höfðu búið þar um sig betur en nokkurs staðar annars staðaT í landinu, grafið neðanjarðarbyrgi og -göng, skot- grafir og meira að segja lagt þangað vegi til aðflutninga vopna og vista.- Annars staðar í Suður-Víet- nam sóttu liðsmenn Víet Cong á, einkum í miðhéruðum landsins og þykir margt benda til þess að þeir hyggist leggja til atlögu við bæinn Kontum, en þar hefst nú við her.lið sem stjórrijn í Saigon sendi til aðstoðar við bæinn Tuo Morong, er skæruliðar náðu á sitt vald fyrir fjórum dögum og hafa haldið síðan. Tvær flugvélar Bandaríkja- manna voru skotnar niður skammt frá Saigon í morgun, önnur af gerðinni C-123 og hin af gerðinni B-57 Canberra, sú síðari 3 km frá flugstöðinni Son Nhut, sem er skammt frá Saigon, hin fyrri um 21 km frá höfuðborg- inni. Flugmennirnir éru taldir af. Miklar loftárásir voru gerðar á Norður-Víetnam í dag og tóku flugvélar Suður-Víetnam-hers einnig þátt í þeim. Fóru vélarnar norðar en nokkru sinni fyrr og réðust m.a. á hernaðarmannvirki neiftan Hanoi, um 130 km frá lahdamæruni ríkisins að Kína. Er talið að Boumedienne vilji ekki sjálfur taka að sér em- bætti forsætisráðherra en kjósi helzt að komið verði á í landinu borgaralegri stjórn sem njóti stuðnings hersins. Sagt er að Ferhat Abbas, hinn virti forseti útlagastjórnarinnar forðum sem nú er orðinn 66 ára, sé ekki mjög áfram um að taka að sér stjórnarforystu í landinu og muni tæplega takast það á hend- ur, nema tryggt verði að haldn- ar verði almennar lýðræðislegar kosningar í Alsír og þingræði komið þar á. Bitat er 45 ára gamall og mikill stuðningsmað- ur Ben Bella áður, eins og Abb- as. Allt var með kyrrum kjörum í Alsír í dag og engar óeirðir eða óspektir í höfuðborginni. Fulltrúar, sem komið höfðu til að sitja ráðstefnu Asíu- og Afríkulanda tó'ku saman föggur sínar og héldu heimleiðis, eftir að ráðstefnunni hafði verið frestað fram í nóvember. Alsírstjórn hefur sakað Egypta um að hafa staðið að óeirðunum í Algeirsborg og víðar í fyrri viku, þar sem lýst var stuðningi Framhald á bls. 27 Þrívelda- fundur í Kairo Káiró, 29. júní. NTB — AP. TVISVAK hefur verið frestað fyrirhuguðum fundi Nassers Egyptalandsforseta með Chou En lai forsætisráðherra Kínverja og Sukarno, Indónesíuforseta, og er nú ráðgert að fundur þeirra verði á morgun. Einn fulltrúi Indónesíumanna sagði, að beðið væri komu Ali Bhutto frá Pak- istan og væri það orsök þess að fundurinn hefði dregist á lang- inn, því ætlunin hefði verið að utanríkisráðherrar landanna kæmu sér saman um yfirlýsingu varðandi fyrirhugaða ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkja, sem koma átti saman í Algeirsborg, eri hef- ur nú verið frestað til 5. nóvem- ber. í ritstjórnargrein í Dagblaði þjóðarinnar í Peking segir að „heims.veldissinnar" hafi verið valdir að því að ekkert varð úr fundi Asíu- og 'Afríkuríkja í Algeirsborg ríu, en segir jafn- framt, að kínverska stjórnin styðji heils hugar ákvörðun þá sem tekin hafi verið um að fresta fundinum fram í nóvember. Pakistanir og Indverjar semja A MORGUN verður undirritað- ur i Nýju Dehli og Karachi samningur milli stjórna Indlands og Pakistan um vopnahlé í hinu umdeilda landamærahéraði Rann of Kutch. í marz sl. kom fyrst til átaka í Kutch og í apríl og maí urðu þar oft hai-ðir bardagar og var beitt stórskotaliði og bryndrek- um. Sjaldan bar deiluaðilum saman um hvor hefði átt upp- tökiri áð átökunum en saman- lögð tala fallinna var nokkuð á sjöunda hundrað manna Wilson, forsætisráðíherra Breta og fleiri góðir menn skáiust I leikinn og fréistuðu að miðla málum og einnig rnunu fulltrúar beggja landanha á ráðherrafundi samveldislandarina í I.ondon hafa ræðzt við um • Rann of Kuteh. Er nú svo komið, eins og fyrr segir, að á morgun verð- ur undirritaður samningur um að lokið skuli vopnaviðskiptum í héraðinu, þar skuli- haft lög- reglueftirlit og síðan fara fram frekari samningayioræður uni hversu skuli 'eysa ágreininginn um tilkall beggja landanna til héraðs þessa, serii er eyðislétta að sumarlagi en á vetrum mýrar fen, og orð leikur á að hafi að geyma olíu í jörðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.