Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. júní 1965 ( > ÁSAUÐÁRKRÓKI Guðjón Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks setti héraðsmót Sjálfstæðis- flokksins á staðoum og kynnti ræðumenn. Þar töluðu Magn- f Víðihlíð. Guðmundur B. Jóhannesson, Sigurður Halldórsson ús Jónsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Pálmason. sr. Gunnar Gíslason alþm. og Grétar Símonarson. UM siðustu helgi hélt Sjálf- stæðisflokkurinn héraðsmót á þremur stöðum, á Ólafsfirði, Sauðárkróki og í Víðihlíð í V.-Hún. Öll þrjú mótin voru vel sótt. Hljómsveit Svavars Gests skemmti ,gestum á milli ræðu halda, og lék síðan fyrir dansi. Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, talaði á öllum þremur stöðunum, en auk hans töluðu tveir aðrir á hverjum stað. Á Ólafsfirði héldu þeir Gísli Jónsson, menntaskólakennari og Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri, ræð- ur. Á Sauðárkróki töluðu auk fjármálaráðherra sr. Gunnar Gíslason alþm. og Pálmi Jóns- son, bóndi. I Víðihlíð töluðu þeir Einar Ingimundarson, alþm., og Herbert Guðmunds- son, ritstjóri, auk fjármála- ráðherra, Magnúsar Jónsson- ar. Á ÓLAFSFIRÐI Jakob Ágústsson rafveitu- stjóri setti mótið á Ólafsfirði og kynnti ræðumenn, en þeir voru, eins og áður var sagt, Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, Gísli Jónsson, mennta- skólakennari og Lárus Jóns- son, bæjargjaldkeri. Á milli ræðuhalda kom hljómsveit Svavars Gests fram og skemmti gestum með skemmti þáttum og dansmúsik. Kepptu gestir t.d. í að blása upp blöðrur og sprengja þær. Vakti þetta atriði mikla ká- tínu. Hlutskarpastur í keppn- inni varð Svavar B. Magnús- son, en auk hans kepptu þeir Grímur Bjarnason og Arn- grímur Guðbjörnsson. Þá var spurningakeppni, sem Svavar Gests stjórnaði. Þátttakendur voru Jónmunéur Stefánsson, Helga Eðvaldsdóttir, . Ragna Pálsdóttir, Bragi Halldórsson, Rögnvaldur Möller og Jón Árnason. Á héraðsmótinu á Ólafsfirði hittum við ungan mann, Ás- geir Ásgeirsson, sem er fram- Ásgeir Ásgeirsson og kona hans, Sæunn Axelsdóttir. kvæmdastjóri Hraðfrystihúss fjörð og Ólafsfirðinga. Ólafsfjarðar h.f. Hann er — Hve margir íbúar eru á kvæntur Sæunni Axelsdóttur Ólafsfirði? Frá héraðsmótinu í Víðihlíð. Fremst á myndinni má sjá fjár- málaráðherra, Magnús Jónsson, og kqnu hans, frú Ingibjörgu Magnúsdóttur. Fyrir aftan þau situr Herbert Guðmundsson, en hann talaöi fyrir hönd yngri kynslóðarinnar. Pálmi Jónsson, bóndi. Mótið var vel sótt og gerðu gestir góðan róm að ræðum og skemmtiatriðum. Á skemmtuninni hitti blaða maður Morgunblaðsins Grétar Símonarson, sem býr að Goð- dölum í Skagafirði ásamt bróður sínum. Það kom í ljós síðar, að Grétar hefur á und- anförnum árum starfað ötul- lega að málefnum Sjálfstæðis- flokksins í sínu héraði og víðar. Grétar segir okkur, að þeir bræður hafi á búi sínu bæði kindur og kýr — og að sjálfsögðu hesta. — Er sláttur yfirleitt haf- inn hér í Skagafirði? — Nei, yfirleitt ekki. Það eru aðeins óbeitt tún, sem far- ið er að slá. Annars hefur vor- ið í framhéraðinu verið með betri vorum og áfallalaust fneð öllu. í úthéruðunum er spretta hins vegar miklu lak- ari. Ég gæti trúað að það staf- aði af hafísnum, sem var hér við land. — Hvernig gekk sauðburð- urinn? — Mjög vel að því er ég bezt veit. Tvílembdar ær voru með langmesta móti nú í vor. — Svo það er gott hljóðið í bændunum? — Já, það má segja, að það sé heldur gott hljóð í bændunum, miðað við að af- komumöguleikar verði áfram svipaðir því, sem nú er. — Sv<j( þú vilt ekki leggja niður niðurgreiðslurnar? — Nei. En það er leiðinleg- ur misskilningur, sem ég hef orðið var við hjá mörgum að halda að niðurgreiðslurnar séu gerðar fyrir bændurna. Það er auðvitað fyrst og fremst neytandinn, sem hugs- að er um með niðurgreiðslun- um. — Ert þú bjartsýnn á fram- tíð landbúnaðarins á íslandi? — Já, það er ég. Það þarf ekki annað en að gera dá- lítið vel við bændur, og þá vilja allir búa í sveit. I VIÐIHLIÐ f Víðihlíð var héraðs- mót Sjálfstæðisflokksins haldið á sunnudaig. Mótið var mjög fjölsótt og komu menn langt að. Benedikt Guðmunds son á Staðarbakka flutti í upp hafi stutt ávarp og setti mót- ið. Kynnti hann einnig ræðu- menn kvöldsins, sem voru, eins og áður er getið, Magnús Jónsson, f j ármálaráðherra, Einar Ingimundarson, alþm. og Herbert Guðmundsson, rit- stjóri. Hlutskarpastur í að blása upp blöðru og sprengja hana varð Finnbogi Pálsson, en hann keppti við Jón Halldórs son oig Ólaf Jóhannsson. f spurningakeppninni tóku þátt þau Birna Þorbjörnsdóttir, Lilja Steindórsdóttir, Valdís Guðmundsdóttir, Björn Lárus- son, Jóhannes Björnsson og Guðmundur B. Jóhannesson. Var skemmtiatriðum vel tek- ið. Eftir að skemmtiatriðum lauk og farið var að undir- búa dansinn, hittum við tvo öndvegismenn úr nágrenhinu, þá Sigurð Pálmason, kaup- mann á Hvammstanga og Sig- Framh. af bls. 16 — Hér'eru nú á 11. hundrað íbúa og er alltaf að aukast. Fólkið flyzt ekki svo gjarna héðan. ■* — Hv-að gerir allt þetta fólk hér? — Hér byggja flestir af- komu sína á sjónum. Héðan eru bátar gerðir út á síld á sumrin, en svo er róið á smá- bátum á veturna. — Hvernig er félagslífið hér? — Félagslífið hér er í mikl- um blóma. Hér 1 samkomu- húsinu eru haldnir dansleikir og svo höfum við hér leikfé- lag, en hér voru sett á svið tvö leikrit í vetur. Það voru „Þrír skálkar", sem við höfð- um leikið áður, og „Hamar- inn‘ eftir séra Jakob Jónsson, hvorttveggja góð leikrit og vel sótt. — Nú fer Múlavegurinn að verða tilbúinn. Vænta menn sér ekki góðs af tilkomu hans? — Jú, víst er það. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla styttir leiðina til Akureyrar að mun. Það tekur nú 4% tíma að aka þangað, en ekki nema I-IV2 tíma, þegar nýi vegurinn verð ur kominn í samband. Það má búast við að vegurinn skapi okkur Ólafsfirðingum betra samband við umheiminn, ekki sízt á viðskiptasviðinu. og þau hjón eru nú að koma sér upp húsi og vinna bæði úti. Við tökum Ásgeir tali og ræðum við hann um Ólafs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.