Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 17
r Miðvikudagur 30. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17 Síldveiði við Eyjar 143,816 tn. Við Vestmannaeyjar hefur ver ið góð síldveiði undanfarnar vik ur. Heildarsíldveiði við Vest mannaeyjar frá 1. júní til laugar Ráðstefna um thaládomide- börnin í Vestur Þýzkalandi Köln, 19. júní. NTB 1 DAG, laugardag komu til Köln, um 4000 foreldrar frá löndunum níu sem verst urðu úti í thali- domide-ógæfunni forðum, til þess að sitja ráðstefnu, þar sem rætt verður hversu skuli fara um framtíð barnanna, sem af völdum þessa lyfs fæddust van- sköpuð. Ekki er fyllilega vitað, ihversu mörg börri er um að ræða, en í Vestur-Þýzkalndi einu eru skrásett 4,000 og talið að þar séu fleiri slík, í Japan um 1000, 400 í Bretlandi, um 300 á Norður- löndum, 200 í Kanada og innan við hundrað í Belgíu og Hollandi. V-þýzkir vísindamenn munu flytja fyrirlestra og sýndir verða ýmisskonar gervilipair og sérstök leikföng, sem útbúin hafa verið fyrir fötluð börn og rætt um éform v-þýzku stjórnarinnar til aðstoðar 'börnum þessum. Til ráðstefnunnar boðuðu samtök foreldrar fatlaðra barna í V- Þýzkalandi. dagsins 26. júní, var 143.816 upp- mældar tunnur! 32 skip hafa fengi'ð afla. (Frétt frá Fiskifélagi íslands). Eldur í strætisvagni HAFNARFIRÐI — Fyrir nokkru kviknaði í Landleiða- strætisvagni, einum af þeim nýrri, sem hann var á ferð á Keflavíkurveginum skammt fyr- ir sunnan Karmelklaustur. Slökkviliðið kom fljótlega á vett vang, en þá var mælaborðið allt brunnið og miklar skemmdir af vatni og reyk. — Vagninn var ekki í áætlunarferð, heldur var verið að flytja hann til Reykja víkur vegna bilunar. IMýr sendiherra Kúbu HINN nýi sendiherra Kúbu, Raul Primelles Xemes, afhenti nýlega forseta íslands trúnaðar- bréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastðum, að viðstöddum jutanríkisráðherra. (Frétt frá skrifstofu forseta íslands). INiATO-styrk- ir til vás- indamanna Atlantshafsbandalagið leggur érlega fé af mörkum til að styrkja unga vísindamenn í að- ildarríkjunum til rannsókna- Btarfa eða framlhaldsnáms erlend is. Fjárhaeð sú, er á þessu ári hefur komið í hlut íslendinga í framangreindu skyni, nemur um 820 þúsund krónum, og mun henni verða varið til að styrkja menn, er lokið hafa kandidats- prófi í einhverri grein raunvís- inda, til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar vísinda- etofnanir, einkum í aðildarríkj- um Atlantslhafsbandalagsins. Umsóknum um styrki af þessu fé — NATO Science Fellow- ships“ — skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Stjórnarráðs hiúsinu við Lækjartorg, fyrir 10. júlí n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskírteina, svo og upp- lýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram, hvers konar fram haldsnám eða rannsóknir um- sækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnun eða stofnanir hann hyggst dvelja, svo og greina ráðgerðan dvalartíma. Menntamálaráðuneytið, 9. j úní 1065. Hér eru myndir af þeim fjór- um farþegaþotum framtíðar- innar, sem koma til greina í hinu mikla kapphlaupi. Efst er Concorde þotan, sem Bret- ar og Frakkar eru að byggja, þá koma tvær gerðir, sem bandarisku 1 verksmiðjurna.r Boeing og Lockheed hafa stungið upp á. Neðst er mynd Hver veröur fyrst á markaöinn? af sovézkum farþegaþotunni TU-144, sem á að verða fuil- komnari en Concorde. Fjórar stórþjóðir keppast nú um að koma á markaðinn fyrstu farþegaþotunni, sem flýgur hraðar en hljóðið. Þess ar þjóðir erm Bandaríkja- menn, Bretar og Frakkar og Sovétmenn. Líkur virðast benda til þess að þota sú, er Bretar og Frakkar byggja, Concorde, verði fyrr komin á markaðinn en þota Banda- ríkjamanna. Því hefur á hinn bóginn verið lýst yfir í Sov- étríkjunum, að farþegaþotan TU-144 verði tilbúin um leið og Concorde og verði öllu fullkomnari. Stórblaðið „The New York Times“ birti fyrir skemmstu grein um brezk- frönsku farþegaiþotuna „Con- corde“ og þotu þá, sem Banda ríkjamenn ætla að byggja. Fara kaflar úr frásögn blaðs- ins hér á eftir. Nú er ekki lengur vafi á því, að þriggja stunda far- þegaflug yfir Atlantshafið veröi að veruleika. Lítili vafi er á að það verði komið í kring árið 1972, ef ófyrirsjá- anlegar tafir verða ekki mikl ar. Hin stóra spurning er samt, hver verður fyrstur. Þar eð framkvæmdir í Bandaríkjun- um hafa diregizt lengur en gott þykir, aukast líkurnar á því að Bretar og Frakkar verði í fararbroddi með Con corde farþegaþotu sína. Fjögur lönd hafa sýnt nægi legan áhuga á að byggja þot- ur, "sem fara hraðar en 660 mílur á klst., til þess að geta orðið þátttakendur í hinu leynilega, en þó geysiharða kapphlaupi. Árið 1962 ákváðu Bretar og Frakkar að leggja saman krafta sína í þessari keppni. Bandariskir framleiðendur, sem enn eru að teikna sína þotu, álíta, að Concorde geti orðið þeim skæðúr keppinaut ur. Sovétríkin, sem þekkt eru fyrir djarfar tilraunir í loft- sgilinga fræðilegum rann- sóknum og hagnýtingu flúgs- ins í þágu þjóðarinnar, koma einnig til greina sem keppi- nautar, þótt sérfræðingar á Vesturlöndum efist um að sovézk þota geti eyðilagt markað fyrir öðrum. Því hefur hins vegar verið lýst yfir í Sovétríkjunum, að í smíðum sé farþegaþota, sem verði enn fullkomnari en Concorde og eigi að vera til- búin á sama tíma. Eigi þessi þota að geta flutt 121 far- þega. Bandaríkin, sem hafa ver- ið fremsta þjóðin í flutninga- flugi eftir strið, þar til hinar brezku turboprop flugvélar komu fram á sviðið, eru vafa samasti þátttakandinn í kapp hlaupinu. Enginn efast um að Bandaríkjamenn geti fram leitt farþegaþotu, sem fer hraðar en hljóðið. Að öllu meðtöldu hafa þeir að baki 150.000 flugtíma reynslu í svo hröðu flugi, en sá timi hefur að vísu fengizt á her- og tilraunaflugvélum. Spurn ingin er, hvort ,3andaríkja- menn geti framleitt þotu, sem hefur svo mikla yfirburði, að hún geti komið á markaðinn á eftir Concorde og gefið hagnað engu að síður. Sf Samkvæmt þeim áætlun- um, sem nú hafa verið gerð- ar, á Concorde að verða minni en 'hin bandaríska far- þegaþota. Concorde á að geta flutt allt að 124 farþegum á móti 250 farþegum, sem bandaríska þotan á að geta flutt. Concorde þotan á að vera tilbúin árið 1971, sám- kvæmt heimildum hér. Eng- inn spáir því að hægt verði að koma hinni bandarísku þotu á markaðinn fyrir þann tírna. Hún er enn á teikni- borðinu og enn hafa ekki-ver ið valdar verksmiðjur til þess að framleiða hreyflana eða annað. Bjartsýnismenn spá ’ því að þotan verði tilbúin ár- ið 1972, en hinir savrtsýn- sýnni bæta a.m.k. þremur ár um við það. í áætlun, sem gerð var ný- lega, kom bað fram, að ef bin bandaríska farþegaþota kæmi á markaðinn tveimur árum seinna en Concorde, mundi það kosta framleiðend ur 300 milljónir dala. Ef þrjú ár liðu, ætti það, eftir sömu útreikningum, að kosta hina sömu næstum 2 milljarða dala. Ef Baridaríkjam. yrðu hins vegar fjórum árum á eft ir Bretum og Frökkum, mætti reikna með 10 millj- arða dala tapi, að því er þessi áætlun segir. Kostnaður við undirbún- ing að smíði hinnar banda- rísku farþegaþotu er áætlað- ur allt að því 2 milljarða dala ekki sízt ef báðir aðilar, sem keppa um smíði þotunnar, gera frummyndir af sínum teikningum. Ef hin bandariska þota yrði aldrei byggð, neyddust hin bandarísku flugfélög til þess að kaupa mikið magn af Con corde þotum, vegna hinnar hörðu samkeppni. Þetta gæti sett afgreiðslujöfnuð þjóð- arinnar úr skorðum, þar eð hér er um að ræða upphæð, sem nema mundi 6-10 millj- jörðum dala. Af þessu má auð veldlega sjá, hvers vegna öll þau lönd, sem áhuga hafa á farþegaflutningi með hrað- fleygum þotum, verða að beita sínu ýtrasta til þess að ná þeim arði, sem þróuð tækni getur gefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.