Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 21
' Miðvikudagur 30. Júní 1965 MORGUNBLAÐID 21 75 ára í dag Nikulás Á. Stein- grímsson kennari ' 75 ARA er í dag Nikulás As- geir Steingrímsson, kennari. hann er fæddur 30. júní 1890 í Garðhúsum í Garðahverfi á Álftanesi, sonur hjónanna Stein- gríms Guðmundssonar sjómanns og Margrétar Eyjólfsdóttur er þar bjuggu, þar. til Margrét missti mann sinn, er Nikulás var aðeins 5 ára gamall, en þá stóð hún eftir með börnin sín, Sigríði Eyjólfínu 15 éra og Nik- Uiás Asgeir 5 ára, í þá tíð voru kjör almúga fólks á mölinni önnur en nú, og varð því að Ihafa áræði og dugnað fyrir fá- taska ekkju *ð bjargast með börnin sín tvö og allt fór það Sigríður réðst í kaiptvinnu að t.’niðafossi, en Margrét með b’.kulás sem ráðskonu til Þor- ■vaidar Níelssvnar sjón anns í I. r ínarfirði, Margrét var ráðs- kona hjá Þo.valdi iyistu árin, cn síðan gifti Lau sig og bjuggu iengi að Hraunt í Hajnarfirði, Nikulás ólst því upp hjá elsku i-.gri, góðn og gáfaðri merkis- konu og ágæ nm stjúpícður sem gekk honum af heil.im hug í íöður stað. Nikulás fél k í vega- rttti frá het oi.li sinu það bezta sem hægt var að láta i té, vinnu semi, trú og kævleika á lífið. Ungur að árum íór hann í skjóli stjúpa síns til sjós með honum á skúturnar og þótti brátt liðtækur sjómaður, fór í Flensborgarskólann, naut þar kennslu ágaetra kennara. En snemma hneigðist hugurinn að vélum, aðeins 17 ára gamall var hann orðinn 2. vélstjóri á Ásgeiri litla K.g.l. póstbátnum á ísafirði, síðan á sjónum á ís- lenzkum og norskum skipum, þar til hann fer til Noregs og er í Stafangri í 6 ár. Þar vann hann úsdóttur frá Sauðárkróki, hinni mætustu dugnaðar konu og eign uðust þau 11 börn og 9 þeirra á lífi, 1 son eignaðist Nikulás fyrir hjónaband, eru þamabörn- in orðinn 42 talsins og barna- barnabörnin 2. Öll eru þetta myndarleg og mannvænleg börn. Já, Nikulás er hamingju- samur maður, þótt blindur sé orðinn og 4amaður, kemur þar til óvenju húmor að líta ávallt björtum augum á lífið hvernig sem hamingjuhjólið snýst. í þrjú ár hefur hann legið í rúm- inu, algerlega hjálparþurfi og átt allt sitt undir hjálpsemi ná- ungans og þar sannast hið forn- kveðna, sá er vinur sem í raun reynist. Á hverjum einasta degi síðan hann veiktist hefir Sig- ríður kona hans heimsótt hann á sjúkradeild Dvalai-heimili aldr aðra sjómanna, fært honum allt það sem góð og mikil kona get- ur glatt mann sinn með. Það er skarð fyrir skildi fyrir Sigríði að sjá af sínum elskaða eigin- manni á spítala, það var svo gaman að heimsækja þessi eisku legu hjón, þau gestrisin bæði, hann frammúrskarandi skemmti legur hagmæltur vel og tók gjarnan lagið á harmónikkuna ei svo bar undir, maður fór auð velt ríkari frá hans heimili enn maður kom. Ég óska þér vinur rnrnn hjartanlega til hamingju með.75 ára afmælið, sömuleiðis konu þinni og vona að þið meg- ið eiga saman gleðistund á þess- um merku tímamótum, lifið heil. Vinur. Hversu víða er land okkar útbíað eitri? á skipasmíðastöð, kynnti sér vél ar o. fl., náði fágætu valdi á norskri tungu og alla tíð síðan lialdið mildð af Norðmönnum. Upp úr fyrri heimsstyrjöldinni verða þáttaskil í atvinnulífi Nikulásar, hann hrífst af hinum nýstárlegu tækjum bifreiðinni, kynnist Jóni Sigmundssyni, sem t>í flytur inn Ford bifreiðir frá Ámeríku, lærir að aka bíl og fer BÍðan að fást við viðgerðir er var Ihans aðal atvinnu grein um ára- bi!. Nikulás er einn af stofnend- um 3ifvélavirkja félagsins, próf nefndar formaður þess þar og lagt þar margt gott til, útskrifað margan góðan bifvélavirkja. Nikulás, ásamt Jóni hitnum Ölafssyni, sem var ofrstöðumað- ur bifreiðaeftirlits ríkisins, byrj- uðu hér fyrstir manna að halda námskeið fyrir bifreiðastjóra til meiraprófs, er síðar var rekið *f ríkinu og lögfest sem skyldu- nám fyrir bifreiðastjóra er aka fólksbifreiðum og stórum vöru- flutningabifreiðum . Nikulás kenndi vélfræði við þessi nám- skeið meðan heilsa hans entist til og eru nemendur hans orðnir mjög margir og held ég megi ■egja að þar hafi hann áunnið •ér velvild flestra nemenda. Nik ulás giftist 1921 Sigríði Magn- Próf. Alvar Nelson. Sænskur lagaprófess- or heimsækir ísland FYRIR skömmu var staddur hér á landi prófessor Alvar Nelson frá Svíþjóð. Próf. Nelson er kunnur fræðimaður í refsirétti og sakfræði. Hann varð dósent í lögfræði við Uppsalaháskóla ár- ið 1950, eftir að hann hafði varið doktorsritgerð um ærubrot. Hann varð prófessor við háskól- ann í Árósum 1952. Árið 1961 varð hann prófessor í refsirétti i Lundi, en 1964 var hann skip- aður prófessor i Uppsölum. Próf. Alvar Nelson hefur verið afkastamikill fræðimaður. Eftir hann liggja mörg rit, sem flest eru á sviði refsiréttar og sak- fræði, en einnig varða nokkuð réttarsögu. Nú síðast á þessu ári hafa birzt margar ritgerðar eftir hann um þau málefni, sem hæst ber í refsipólitík í Svíþjóð, en sem kunnugt er, eru þau mál hvergi eins mikið rædd og ræki- lega á Norðurlöndum sem í Sví- þjóð. Er próf. Nelson landskunn- ur maður í heimalandi sínu m.a. fyrir þátttöku í þessum umræð- um. Hefir hann þar yfirleitt gerzt talsmaður frjálslyndra afla og hefir ekki alltof mikla trú á áhrifamætti refsinga í venju- bundinni mynd þeirra. Próf. Nelson hefur reynzt ís- landi mikill og einlægur vinur. Eins og kunnugt er, þá gaf hann Háskóla íslands árið 1963 stórt bókasafn eftir föður sinn. Ein af ástæðunum fyrir bókagjöf þess- ari var sú, að danski prófessorinn Brþndum Nielsen lét þau um- mæli falla eitt sinn, sem tals maður Árna Magnússonar-nefnd- arinnar, að íslendingar hefðu ekkert með íslenzku fornhandrit' in að gera þar eð þeir hefðu engin vísindaleg skilyrði til þess að vinna við þau. Bókasafn það, sem próf. Nelson gaf háskólan- um hafði einmitt að geyma fyrst og fremst bækur á sviði handrita útgáfu og taldi því gefandi þeirra rétt að gefa þær til íslands og leggja þannig sitt af mörkum, til þess að handritin kæmust hing- að. S.l. föstudag hélt próf. Nelson fyrirlestur í Háskóla íslands þar sem hann ræddi um umferðarlög ,gjöf, löggjöf um fóstureyðingar. herskyldu, kvikmyndaeftirlit og tjáningarfrelsi. Hann skýrði m.a. frá því, að í Svíþjóð starfi nú nefnd til undir- búnings á löggjöf um, að refsing fyrir drykkjuskap á almanna færi verði felld niður, en í stað þess verði þeim, sem í hlut á, komið fyrir á hæli fyrir drykkju sjúklinga, þar sem hann fái nauð- synlega meðferð. Hugmyndin um þetta er komin frá Póllandi í viðtali við tíðindamann Mbl. gat próf. Nelson þess, að hann hefði mikinn hug á að láta í té aðstoð sína, til þess að hér yrði komið upp lögfræðilegri rann sóknadeild við Háskóla íslands (juridisk laboratorium). Á ÞESSU VORI, nánar tiltek- ’ ið 18. maí fékk Rauðasands- hreppur minkahund, sem veiði- stjóri útvegaði. Kaupverð seppa sem er 8-10 ára gamall, var kr. 4,500.00. Ólafi Sveinssyni bónda á Sellátranesi var falið að hafa hundinn með höndum, og leita með honum að minkum í Rauða- sandshreppi og víðar ef óskað væri, og í samráði við veiði- stjóra.' Ólafur var búinn að fara nokkrar ferðir með sepi>a, og finna eitt minkabæli á Rauða- sandi, en við það var aðeins ein geid læða, og náðist hún. Fyrir nokkrum dögum fór hann í leiðangur norður í Arn- arfjörð að beiðni veiðistjóra, og í samráði við oddvita Auðkúlu- hrepps. Ólafur byrjaði leit þeg- ar hann kom af heiðinni niður í Arnarfjörðinn, en varð einsk- is var. Frá Hrafnseyri símaði hann til oddvitans, sem bað hann um að leita á Laugabóli, en þar hefði orðið vart við mink á síðastliðnum vetri, og sennilega í byrjun varptímans, en á Lauga bóli er nokkuð æðarvarp. Ólaf ur hitti bóndann á Lauga- bóli, Aðalstein Guðmundsson, sem sagði honum að hann hefði eitrað fyrir varg í varplandi sínu, sem sé innan girðingar. Ólafur taldi sig ekki geta leit- að þar sem eitrað hefði verið, svo hann ta,di sig ekki getað leit að innan umræddrar girðingar, en hóf leit um 3 lon. frá hinu afgirta svæði og var leitarsvæð ið með sjó fram, eða í sjávar- bökkum. Bóndinn á Laugabóli tók einnig þátt í leitinni. Þeir höfðu ekki k»ngi leitað, er Ólaf- ur, sem hafði sterkar gætur á hátterni seppa, sá hann glofsa eitthvað uppí sig, uppí bökkun- um. ólafur hljóp til og vildi sjá hvað það htfði verið, en það var þá horfið niður í seppa Þar sem Ólafur kvaðst hafa verið hálf hræddur um að eitr- un gæti leynst barna, þá gaf hann nú seppanum enn nánan gætur. Eftir um það bil 3-5 min útur, sá hann að seppi var að verða eitthvað miður sín. Skipti það svo engum togum, að eitur- verkanir komu greinilega í ljós, með of'.r’egum krampaflogum. Ölafur átti mjólk í bílnum sín- um sem var þarna skammt frá, svo þeir hiupu þangað með hund inn, sem þá virtist alveg í andar slitrunum, og stirður sem staur. Einhvernveginn tókst þeim þó að hella ofaní hann mjólkinni, en héldu svo með hann á bíln- um að Laugabóli, og á leiðinni byrjaði seppi að æla. Á Langafcóli fengu þeir spen- volga nýrnjó.’k. sem löngum hef- ir þótt þjóðarmeðal við eitrun, til að helia ofaní seppa, en þá fyrst vn'tist slá á krampann, eða verða lengra á milli kastanna, sem voru svo hörð að Ólafur sagðist stundum hafa orðið að grípa til blasturs aðferarinnar svo seppi næði andanum. Samband var haft við lækn- inn á Bíldudal, Einar Guðmunds son sem ráðlagði að hella ofan í seppa grænsápuvatni, svo hann héldi áfram að æla. Það var um kl. 12 um kvöldið, sem sepp- inn át eitrið, en kl. 4 um nótt- ina fór fyrst að verða líkur á að hann mundi lifa þetta af. Og svo varð, seppinn, sem heit Ólafur með hundinn Svæk. ir Svæk, er lifandi og orðirm furðu hress. Húsbóndi hans Óalfur, telur að mjólkin, sem var þarna við hendina, hafi átt mestan þátunn í björgun seppæ Framh. á bls. 27 Hjörtur Hjálmarsson, skólastj. — afmæliskveðja Sextíu æviárin runnin eru fram í tímans haf. Störfin mörg og mikil unnin. Merkur æviþáttur spunninn, dáð og sönnum drengskap af. Man ég þig vinur minn: vaskan að störfunum, vökulan, hugkvæman, sinnandi þörfunum, ötulan leiðtoga, æskuna fræðandi, atorku, framtak og drenglyndi glæðandú Með bræðra traustið og virðingu vinnandi, í vandanum gætinn og hollráðin finnandi, félagslíf grannanna fegrandi, bætandi, fyndinn og orðheppinn, skemmtinn og kætandi. Fyrirmynd æskunni fannst mér þú gefandi. — finnast mun trauðla neinn sannleik þann efandi. Málin af viti og varfærni ræddirðu. Veginn til manndóms og farsældar fræddirðu. Með gaman brögunum gleðina veittirðu, góðkunnu hagyrðings kynnginni beittirðu. Tíðum á mannfundum létti það lundina, leiftrandi kátína prýddi þá stundina. Glaði og trygglyndi góðviidar drengurinn, góður að kynningu þinni var fengurinn. Hamingjan fylgi þér, götuna greiðandi, gleði og blessun á leið þína breiðandi. Daníel Beneðiktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.