Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 30. júní 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Sir Horace sagði mér að fara ekki yfir fjögur hundruð, nema ég sæi einhverjar skepnur, sem synd væri að kaupa ekki. — Manningham mundi selja sitt samvalda par fyrir minna en það. Þéir eru eins fallegt par og nokkursstaðar sést, og ég skyldi kaupa þá sjálfur, ef ég bara gæti. — Hvar get ég fengið að sjá þá? — Látið þér mi,g um það; ég skal koma því öllu í kring. Hvar eigið þér heima? — í húsi Ombersleys lávarðar við hornið á Berkeleytorgi. — Já, vitanlega. Er hann frændi yðar? — Nei, en frúin er föðursystir mín. — Og Charles Rivenhall þá frændi yðar. Jæja, jæja. Og hvernig gengur yður að skemmta yður, Soffía? — Ég skal játa, að ég var í nokkrum vafa um, hvernig ég gæti skemmt mér, en ég hef kom izt að því, að öll fjölskyldan er í einhverri leiðinda-beyglu, þess- ir vesalingar, en ég vona, að mér takist að ráða einhverja bót á þvL — Ég er nú ekkert sérlega hrifinn af frænda yðar, sem ann- ars er einn af helztu kunningjum yfirmanns míns. í eina skiptið, sem ég dirfðist að bjóða yðar fallegu frænku, Ceciliu upp í dans, þá var þessi harðstjóri, bróð ir hennar, kominn þar Oig varð fyrri til, jafn snöggt og það var ruddalegt...... ég held að ein- hver ætti að segja honum, að ég hef engan áhuga á stúlkum nema þær eigi sér einhverja arfs- von, en samt vorkenni ég nú þessari vesalings fjölskyldu. Stefnir hún beint í glötunina, eða tók hún sjálfviljug svona óhemju inn á heimilið? Hún hló við. — Auðvitað vissi blessað fólkið ekki hvað það var að gera, en ég er bara eng- in óhemja. — Nei, ég notaði skakkt orð yfir yður. Þér eruð miklu líkari rakettu...... það veit enginn, hverju þér takið upp á næst. 6. kafli. — Ætlar þessari barsmíð ald- rei að linna? spurði Charles móð ur sína, eftir að fjórði morgun- gesturinn á einum og sama degi var kominn út úr dyrunum. ■— Nei, hér verður haldið áfram að berja að dyrum, svar- aði hún, stolt. — Síðan þú fórst með hana Soffíu í reiðtúrinn í Garðinum, hef ég tekið á móti sjö höfðingsmönnum,......... já, og átta ef ég tel hann Augustus 'Fawnhope með.......... og svo furstafrú Esterhazy, greyfainju de Iieven og frú Jersey og frú Castlereagh hafa allar skilið eft- ir kortin sín. — Var Talgarth meðal þessara gesta? Hún hnyklaði brýnnar. — Tal- garth? Jú,jú. Afskaplega við- kunnanlegur maður með barta. Víst kom hann líka. —k Farðu varlega! . áminnti hann. — Slík sambönd geta ekki gengið. Henni hnykkti við. — Hvað áttu við, Charles? Hann virðist vera bezti vinur Soffíu, og hún sagði mér, að Sir Vincent væri því fyrir sér, hvort hún ætti að búinn að þekkja hann árum sam- an. — Ég vil nú samt fullyrða, að ef frændi hefur í hyggju að gefa honum hana Soffíu, þá hef ég aldrei þekkt hann rétt. Hann er alræmdur glæframaður og spilafííl, með meiri skuldir en arfsvon, og auk þess svo mikill kvennabósi, að það getur ekki mælt með honum á giftingamark aðnum. 17 — Guð minn góður! sagði frú- in, alveg miður sín. Hún velti segja syni sínum, að Soffía hefði farið út að aka með Sir Vincent daginn áður, en komst að þeirri niðurstöðu, að bezt gæti verið að láta hið umliðna kyrrt liggja. — Kannski ætti ég að nefna þetta við hana Soffíu? — Ég efast um, að hún tæki þér það vel upp. Eugenia er þeg- ar búin að talfæra þetta við hana. Og frænka mín svaraði ekki öðru en því, að hún kynni fótum sínum forráð og mundi hvorki láta Sir Vincent né neinn annan fífla sig. — Hjálpi mér! sagði frúin. — Svona ætti hún ekki að láta út úr sér. — Mikið rétt. — En þó að ég vilji ekki móðga þig, Charles, þá finnst mér hún Eugenía ætti ekki að tala um svona hluti við hana. Þú veizt, góði minn, að hún er alls óskyld Soffíu. — Það er bara þetta, að Euge- nía hefur mikla skyldukennd, svaraði hann, hátíðlega, og ég vil bæta því við, að hún vill gjarn- an létta áhyggjum af þér, með því að taka að sér svona mál, sem henni er þó sérlega ógeðfellt. — Það er sjálfsagt mjög fall- ega hugsað af henni, svaraði frú- in dauf í bragði. — Hvar er frænka mín? spurði hann snöggt. Það lifnaði yfir frúnni við þessa spurningu, því að nú gat hún gefið svar, sem ekki væri hægt að finna neitt að. — Hún fór út að aka með Ceciliu og bróður þínum. — Jæja, það ætti að minnsta kosti að geta verið meinlaust. Hann hefði ekki orðið alveg eins ánægður, hefði hann vitað, að þau höfðu tekið hr. Fawn- hope upp í vagninn til sín, og voru nú stödd í Longacre og skoðuðu vandlega ýmsar tegund- ir sportvagna. Þarna var mikið af þeim, auk allra hugsanlegra vagnategunda annarra, útstilltra i vöruhúsi einu, sem Hubert hafði fylgt þeim til, og enda þótt Soffía væri ósveigjanleg að vi’lja kaupa sér phaeton, þá leizt Ceciliu betur á aðra tegund og Hubert á enn aðra, sem hann lagði fast að frænku sinni að kaupa. Þegar hr. Fawnhope var spurður um hans skoðun, kom í ljós, að hann var horfinn, og þegar hann fannst, var hann nið- ursokkinn í að skoða berlínar- vagn, sem var eins og tebolli í laginu, sem settur væri á langar fjaðrir. — Búðarmaðurinn lét þess getið, að þessi berlínarvagn væri ekki til sölu heldur bara til sýn- is í auglýsingaskyni, enda mundi daman ekki hafa hugsað sér að kaupa hann. — Þetta er vagn fyrir prin- sessoi, sagði hr. Fawnhope og skeytti því engu, sem sagt var. — Svona vagn áitt þú að aka í, Cecilia. Þú skalt fá sex hvita hesta til að draga hann, með fjaðrir á hausunum og blá agn- týgi. Cecilia hafði ekkert við þetta að athuga, en minnti hann samt á það, að þau væru hér að- eins til að hjálpa Soffíu að velja sér sportvagn. Hann lét þá loks draga sig burt frá berlínarvagn- inum, en þegar hann var beðinn að gera upp á milli tveggja ann- arra tegunda, tautaði hann aðeins einhvern vísupart fyrir 'munni sér. Þegar Soffía loksins benti á vagninn, sem hún ætlaði að fá, varð kaupmaðurinn steinhissa og vonsvikinn, því að skrautlega út- gáfan sem hann hafði mælt með, virtist ekki finna náð fyrir aug- um hennar og hún valdi sér ann- an með feikna hárri grind á feiknastórum afturhjólum, og sæt ið, sem var uppi yfir framöxlin- um var minnst fimm fet frá jörðu. En það var ekki hans að aftra kaupanda frá því að kaupa rándýran hlut, svo að hann hneigði sig bara og geymdi hugs anir sínar vandlega. — Hubert, sem var ófeimnari, gat ekki stillt sig um að segja: — Ég skal segja þér, Soffía, að þetta er nú bara engin dömu- vagn. Ég vona bara, að þú velt- ir honum ekki á íyrsta horninu. — Engin hætta. — Cecilia, sagði hr. Fawn- hope, sem hafði skoðað vagninn vandlega. — Þú mátt aldrei koma upp í þennan vagn. Hann talaði af svo óvenjulegri einbeittni, að allir gláptu á hann steinhissa, og Ccilia roðnaði af gleði yfir þessari nærgætni hans. — Ég fullvissa þig um, að ég skal ekki velta honum, sagði Soffía. — Hver mannleg tilfinning mundi móðgast af að sjá svona glæsilega konu í svona virki, hélt hr. Fawnhope áfram. — Öll hlutföll í því eru svo asna- leg, Og svo er hann byggður fyrir hraðan akstur, Oig á ekki heima nema hjá einhverjum hraðekli í fimmtán kraga kápu og með dröfnóttan hálsklút. — Ég sé að þér er að batna, þú hefur miklu hraustlegri litarhátt en áður. JAMES BOND Eftir IAN FLEMING Bl'T. /A/ TUB PCOM abovs a ustbm/vs tvarcH ts <err B$fíc< /a/ thb uotel, Bcnp t»<es mo cua/vces t>egar Bond er kominn aftur til hótelsins, tefiir hann ekki í neina tví- sýnu. Hann á alls ekki við fyrir hana! Ceciliu. — Ég hélt nú, að þú værir fyrst og fremst hræddur um, að ág mundi velta honum, sagði Soffía. — Já, svo er ég hræddur við það, svaraði hr. Fawnhope. Ég get ekki stillt mig um að fá hroll, ef ég hugsa til annars eins. Við skulum flýta okkur héð- an. Cecilia sagði, að þau gætu ekki farið fyrr en Soffía hefði lokið við kaup sín, en Soffía, sem hafði ,gaman af öllu saman, stakk upp á því, að hún færi með tilbiðj- anda sínum og biði hennar í vagninum. — Skiljið þið, sagði Hubert, þegar þau voru horfin, — ég get nú ekki láð honum Charles, þó að hann geti ekki þolað þennan náunga. Hann er hreinasta tuska. Þrem dögum eftir að þessi kaup voru gerð, fór hr. Riven- hall út í Garðinn, til að liðka þá gráu sína, en stanzaði snöggv- ast til að taka með sér, hr. Wyrh bold, vin sinn, sem labbaði áfram i ljósgulum reiðbuxum, skínandi stíigvélum og frakka með fram- andlegu sniði. — Guð minn al- máttugur, hrópaði hann. — En sú sjón. Upp í með þig, Cyprian, og hættu að gefa kvenfólkinu auga. Hvar hefurðu falið þig allan þennan tíma? Hr. Wyihbold steig upp í vagn inn, kom vellöguðum limum sín- um fyrir með, miklum yndis- þokka, og svaraði andvarpandi: — Kall skyldunnar kæri vinur. Ég er að heimsækja aðsetur for- feðranna. Ég nota ilmvatn eftir því sem ég get, en hesthúslyktin og fjósaþefurinn lætur ekki segj ast fyrir því. Svo vel sem mér er til þín, Charles, þá hefði ég bet- ur séð þennnan hálsklút þinn áður en ég leyfði þér að aka mér um Garðinn....... — Hættu þessu japli, sagði Charles. — Hvað-gengur að þeim jörpu þínum? Hr. Wychbold, sem var ein stjarnan í Fereykisklúbbnum, andvarpaði þunglega. — Drag- haltir....það er að segja ann- ar, en það gerir sama ógagn. Get- urðu trúað öðru eins? Ég leyfði henni systur minni að aka með þá. Mundu það, vinur, að kven- fólki er ekki trúandi fyrir ak- taumum. • — Þú ert ekki farinn að kynn- ast henni frænku minni, sagði hr. Rivenhall og brosti út í ann að munnvikið. — Mesti misskilningur, sagði hinn, rólega. — Ég hitti hann á hátíðasamkomunni í Almack- klúbbnum, eins og þú hefðir orð- ið var við, ef þér hefði ekki þóknast að skrópa. — Jæja, svo að þú hittir hana? En ég hef-annars engan smekk fyrir slíkum bjánasamkomum. Nú skulum við athuga, hvort ein- hver hafi verið hér. Hárið á sínum stað, og púðrið líka! Fyrirtak. En — í herberginu fyrir ofan er hlustað á allt, sem sagt er. Þórshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og í verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Reyðarfjörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í Iausasölu. Seyðisfjörður UMBOÐ Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er í Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar einnig i lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hcfur blaðið í lausasölu. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess i bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allai. Eyjaf jörð Á Egilsstöðum HJÁ Ara Björnssyni í Egils- staðakauptúni er tekið á móti áskrifendum að Morg- unblaðinu. Þar í kauptún- inu er Morgunblaðið selt gestum og gangandi í Ás- bíói og eins í Söluskála kaup félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.