Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 30, júní 1965 MÖRGUNBLAÐIÐ 27 — Greinargerð Framhald af' bls. 8. armánna fram athugasemdir okk ar við áætlanir S.R. Helztu breyt ingar okkar voru þessar: 1. Að lýsisverð yrði áætlað '£ 74 pr. tonn meðalverð í stað £ 71, sem er í áætlunum verk- smiðjanna. Þetta byggjum við á því, að £ 74 er nú viðurkennt almennt gangverð á síldarlýsi, og það nú' betur staðfest m.a. í framlagðri áætlun verksmiðju- eigenda á Suðurlandi, dags. 21. þ.m. 2. Að síldarmjölsverð skuli áætlað 19 sh. próteineiningu pr. tonn meðalverð í stað sh. Kr þetta byggt á fyrirfram sölu á ca. helmingi á áætluðu fram- leiðslumagni og viðurkenndu gángverði á því, sem óselt er. G-angverð á síldarmjöli er nú orð ið hærra, eða 21 sh. próteinein- ing pr. tonn. 3. Afskfiftir af vélum verk- smiðjanna verði ákveðið 10% í stað 18%, eins og það er í áætl- un S.R. Er sú breyting byggð á venju um afskriftir af öðrum fiskvinnsluvélum, og ekki gild ástæða til að fyrna verksmiðju- vélarnar á svo skömmum tíma, sem verksmiðjueigend.ur ætlast til, eða á 5 V2 ári. Nokkrar fleiri athugasemdir gerðu fulltrúar seljenda við framlagða áætlun S.R., sem of langt yrði að rekja lið fyrir lið. En niðurstaða af ofangreindum breytingum á áætlunum S.R. var sú, að verð á sumarsíld, veiddri við Nórður- og Austurland ætti að vera 253 krónur pr. mál í bræðslu. Er það miðað við meðal nýtingu, eins og hún hefur orðið hjá S.R. s.l. 5 ár, þ.e. a 24,98 kg af lýsi.óg 28,3 kg af mjöli fáist út máli. Yar því tiilaga seljenda, að verð á bræðslusíld yrði 253 krónur málið og jafnt allt sum- arveiðitímabilið. Á fundi 16. júní gerðu :,fuH- trúar kaupenda tillögu urrí að ákv.eða yrði tvö verð á sumar- síld til bræðslu, 185 kr. pr. mál tii 15. júní og annað verð frá 16. júní til 30, sept., en á slíka tvískiptingu á verðinu hafði þá verið nokkuð minnst tveim til þrem dögúm áður. Fulltrúar selj enda höfnuðu allir tillögu þessari, að ákvéðin yrðu tvö verð á sumarsíldinni, en það er algert ný- xnæli um verðlagriingu sumar- síldar. Því fremúr var þessi til- iaga óhæf eð "seljenda dómi, að hún kom nú fyrst fram, þegar komið var fram yfir þarin tíma, sem verð átti að vera ákveðið í síðasta lagi, og veiðarnar höfðu staðið í nær 4 vikur. Vertíðin háfði verið hafin af sjómönnum pg útgerðarmönnum án þess að verð lægi fyrir í trausti þess, að síldarverð það, sem ákveðið kynni að verða fyrir sumarsíld- ina, gilti nú eins og áður frá byrjun sumarsildveiða fyrir Norður- og Austurlandi. A þessu stigi gafst Verðlags- ráð upp við að ákveða síldar- verðið, og vísaði því til yfir- nefndar 18. júní. Við meðferð yfirnefndar kom ekkert það nýtt fram, sem hnekkti þeim rökum, sem við fulltrúar seljenda í Verðlags- ráði höfðum fært fram fyrir því, að verðið átti að ákveðast um 253 kronur, miðað við sama verð allt sumarið. Við léðum máls á éinhverri smávægilegri lækkun, ef það gæti leitt til samkomu- lags, en þvi var ekki sinnt á neinn þann hátt, sem viðunandi gæti orðið fyrir okkar umbjóð- endur. Auk þess, að tillögur okkar voru studdar gildum rök- ttm, bæði hvað snertir viður- kennt gangverð afurðanna og í öðrum greinum, sem hér að fram an hefir lítillega verið gerð grein fyrir. Má gjarnan líka hafa í huga, að eftir sl. sumarsíldar- vertíð, sitja síldarverksmiðjurn- ar uppi með stór gróða, sem nemur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins um 68 krónum af hverju máli síldar, sem þær unnu, og er þá þess að geta, að sumar verksmiðjur S.R. höfðu lítil eða engin verkefni á sl. ári, og drógu þvj stórlega niður afkomu þess fyrirtækis. Hinar stærri verk- smiðjur á Austurlandi, sem höfðu stöðuga vinnslu í 5 til 6 mánuði, munu hafa til muna meiri hagnað af viðskiptum sín- um við. síldveiðiflotann á sl. ári, er vart mun nema minna en um 80 til 90 krónum af síldarmáli. Reikningar allra síldarverk- smiðjanna hafa ekki Verið kynnt ir okkur, en af þc-im reikningum sem kynntir hafa verið teljum við rétt að álykta, að gróði síld- arverksmiðja á Norður- og Aust- urlandi á sl ári hafi orðið eitt- hvað yfir 200 m.lljónir króna, eða sem svarar 900 þús til 1 milljón króna af afla hvers síld- veiðiskips að rrieðaltali. Hins vegar er kunnugt að aflamagn síldveiðiskipanna var lítill og hlutur skipverja einri- ig Munu um 40 til 50 skip hafa verið svo aflalág, að þau urðu að leita styrks úr Aflatrygginga- sjóði, og er þá aflahlutur áhafna þeirra skipa aðeins kauptrygg- ing. Er það álit okkar, að eins og allar ástæður eru nú, sé skylt, samkvæmt réttlátu mati á ástæðum nú, og þjóðhagsleg nauðsyn að ákveða síldarverðið það hátt, sem síldarverksmiðj- urnar sannarlega geta greitt. Við teljum að það verð, sem meirihluti yfirnefndar úrskurð- aði, því óhæfilega lágt, og mót- mælum þvL Sjómannafélag Akureyrar mótmælir HAEDINN var fundur í Sjó- mannafélagi Akureyrar í dag í Alþýðuhúsinu, og hófst hann kl. 14. 25 manns mættu á fundinum, en Björn Jónsson alþingismaður gerði grein fyrir viðhorfum í deilu þeirri, sem upp er komin um síldarverðið, í fjarveru for- manns og varaformanns sjó- mannafélagsins. Síðan bar Björn fyrir þeirra hönd fram ályktun, er var samþykkt einróma. Er hún á þessa leið: „Fundur Sjómannafélags Akur eyrar, haldinn 29. júní ‘1965, möt mælir harðlega úrskúrði yfif- nefndar verðlagsráðs sjávarút- vegsins um verð á bræðslusíld á yfirstandandi vertíð og bráðá birgðalögum, sem út voru gefiri í því sambandi. Telur fundurinn, að geysilegur gróði síldarverksmiðja og mikl- ar verðhækkánir á bræðslusxldar verðinu sanni fullkómlega rétt sjómanna og útgerðarmanna til stórhækkaðs verðs á þeirri síld,' sem fer til bræðslu. Skorar fund urinn á sjómenn og útgerðar- menn að standa fast saman um réttlætiskröfur sínar um þessi efni gagnvart eigendum síldar- verksmiðjanna og ríkisstjórninni, þar til framgangur þeirra er tryggður. Þá krefst fundurinn þess, að réttlátt verð á söltunarsíld verði þegar í stað ákveðið og ráðstaf- anir gerðar, sem tryggi saltsíldar framleiðsluna á yfirstandandi vertíð, án þess að gengið yerði á hlut sjómanna og útgerðar- m«nna“. Fleira gerðist ekki á fundin- um. — Norðmenn og Framhald af bls. 28 en heldur hafa þær verið smáar til þessa. Síld fannst 46 sjómílur og 51 sjómílu fyrir austan Glett- ing, og hefur síldin komizt þetta næst landi að undanförnu. Tals- vert er um kolmunna þarna. Pétur Thorsteinsson hefur leit- að djúpt og grunnt fyrir Norður- landi, en lítils orðið var. Þó varð vart við síld á Kolbeinseyjar- svæðinu og um 100 sjómílur und- an Þistilfirði. I gærmorgun varð vart við átu á vestursvæðinu, og mældist hún 1—22 milliiítrar í lítra. Myndin tekin í kaffisamsætinu fy rir Jóninu Sæborg. Frá vinstri: hjónin Guðrún Hjörleifsdóttir ög Jón Hjálmarsson, skólastjóri, Jónína Sæborg og Jón Jónsson, fiski fræðingur. Safnar á áttræðis- aldri fyrir elliheim- ili í fæðingarbæ sínum JÓNÍNA Bjarnadóttir Sæborg átti 75 ára afmæli 19. júni sl. Hún var þá stödd heima á íslandi, og efhdi fólk, sem stundað héfur nárri í Ósló og notið gestrisni á heirhili hennar, til kaffisamsætis á Hótel Sögu. í hófinu bar Jónína riddarakross Fálkaorðunnar, sem herini hafði verið veittur þrinn dag, fyrir störf sín í þágu ætt- lands síns og þjóðar. Jónína Sæborg hefur á undan- förnum árum komið til Islands öðru hverju, og komið færandi Gunnar Granberg Mýr sendíherra Svía hér hendi til fæðingarbæjar síns, Ólafsfjarðar. Hún hefur stofnað þar sjóð til byggingar elliheimilis og gefið í hann’ fé, svo hann er nú orðinn hátt á þriðja hundrað þúsund krónur. í þennan sjóð hefur hún safnað fé með þvi að koma með muni frá Noregi, sem hún hefur unnið sjálf eða keypt, og selur þá á bazar til styrktar Elliheimilissjóðnum. Og nú á að fara að reisa elliheimilið á Ólafs- firði, sem Jónína Sæborg hefur — /Jb róttamótið Framhald af bls. 26 Sundlaugarvandamálið var mikið að Laugarvatni, þar sem hin litla innilaug var of lítil fyr- ir keppnina. - Málið var leyst á þann hátt að Skarphéðinsmenn létu reisa timburlaug 10x25 m. — mjög rammigerðan ramma. Innan á hann er kfætt með sér- stöku plasti, sem rutt befur sér til rúms erlendiá við sundlaugar- gerð. Vænta forráðamenn mótsins hins bezta af þessari bráðabirgða laug og telja að hún niuni leysa margan vanda við mótshald í framtíðinni. Eins og af þessu ýfirliti má sjá er mótshaldið mjög umfangs- mikið og margir austan fjalls og reyndar annars staðar á landinu — hafa lagt mikla vinnu bæði að skipulagsmálum og eins í þjálf- un og undirbúningi þeirra mörgu flokka. sem á þessari há- tíð UngmennafélagshreyJlngar- innar kemur fram. safnað til, en á fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar er nú gert ráð fyrir framlagi við viðbótar sjóðnum. Nú er Jónína á förum aftur til Noregs. Þar hefur hún búið lengst af ævinnar. Hún giftist Norðmanninum Everi Sæborg (sem lézt 1960), er hann starfaði við að reisa Krossanesverksmið#- una fyrir fyrri heimsstyrjöldina og fluttist með honum til Noregs. Á heimili þeirra í Ósló hafa ís- lenzkir námsmenn um áratugi átt athvarf. Og nokkrir þeirra hittu Jónínu á afmælinu. — Daprir dagar Framhald af bls. 28. eða í uppháfi neitað að fará á veiðar, nema síldarverð væri .. ,%..j K aður ákvéðið, eins og vera ætti. Þráinn tók jafnframt fram, að þótt deila mætti um framkomu síldveiðiskipstjóra, þá hefðu þeir þó 'nokkrar ástæður fyrir gerðum sínum. í því sambandi benti hann aðallega á tvennt: þann drátt, sem orðinn var á þvL að síldarverið væri ákveð- ið (enn hefur saltsíldarverð ekki verið ákveðrð) og ennfrem- ur á það, að bæði sjómenn þg útgerðarmenn teldu sig hafa átt að fá hluta af þeim mikla hagn- aði, sem orðið hefði á rekstrl sildarverksmiðjanna sl. sumar. f því sambandi gat hann þess, að þau skip, sem sl. sumar lögðu upp á vinnslu. hjá S.R., hefðu þegar fengið greiddar kr. 40 £ umframverð á hvert mál, Iagt upp á sl, sumri, og ætti það ,um- framverð þó enn eftir að hækka. Við þessi ummæli Ásgríms og Þráins má bæta því við, að þéssir dagar geta ráðið úrslitum um afkomu atvinnutækja og raunar síldarbæjanna norðan- lands, að ekki sé talað um það tjón, sem þjóðfélagið verður fyr- ir, meðan þessi deiia stendur. Er það von allra Norðlendinga, að báðir aðiljar leggi sig fram nm að ná samkomulagi sem allra fyrst. — Stefán. Mikil umskipti eru nú í utan- ríkisþjónustunni sænsku og um þessar mundir taka ellefu nýir sendiherrar við embættum út um allan heim, allt noriðan frá Reykjavík og suður til Djakarta í Indónes'íu, að því er segir í „Dagens Nyheter". Hinn nýskipaði sendiherra Svía í Reykjavík er Gunnar Granberg. Hann veitti forstöðu Svenska Institutet á árunum 1945 til 1954 en hefur síðan starf að við sendiráðið í Bonn. Óvenju margir árekstrar urðu í Reykjavík í gær og í fyrradag og voru sumir þeirra all'harðir. í fyrra dag urðu þeir alls 14 og voru orðnir 11 fyrir kl. hálffimm í gær. Þá varð það slys í gær, að fjögurra ára gamall drengur, Þorbjörn Jónsson Fálkagötu 24, hljóp fyrir bifreið vestast á Fálka götunni. Hann var fluttur í Slysavarðsbofuna, en ekki er kunnugt um meiðsLi haus. - ALSIR Framhald af bls. 1 við Ben Bella. — Ben Bella var mikill vinur Nassers Egyptalands forseta og hefur hann ekki viður kennt hina nýju stjórn Alsír. Þá var egypzkur matreiðslumaður sakaður um að hafa komið fyrir sprengjunni, sem eyðilagði húsa- kynni þau er halda átti í fund Asíu- og Afríkuríkjanna og herma óstaðfestar fregnir að mat reiðslumaðurinn hafi játað sekt sína. Fjöldi egypzkra kennara og tæknifræðinga eru nú á förum frá Alsír og hafa hráðan á. í Genf ræddi erkióvinur Ben Bella, Mohammed Khider við lögfræðinga sína um fjármál byltingarmanna í Alsír. Eins og sagt var frá i fréttum á sínum tíma, hvarf Khider af landi brott í fyrrasumar og hafði með sér sjóði Þjóðfreisishreyfingar Alsír og kom peningunum fyrir í evrópskum bönkum. — Hversu viða Framhald af bls. 21. Ástæðuna fyrir þessum eitr- aða smábira þarna í bökknum, sem enginn veit þó fyrir vist hvað var. telur Ólafur þá, að minkur, eða fugl hafi borið hann úr girðingunni, eða þá að þetta hafi venð eitthvað af fugls- hræi, sem diepist hafi á eitrinu, sem litið var í varplandið á hinu afg;rta svæði. Ólafur telur sig örugglega ekki koma' með Svæk nálægt eitruðu svæði öðru sinni eftir að hafa horít uppá þær kvalir, sem vinur hans Svæk leið af völdum eitursins. Ólafur lét þess getið, að bóndinn á Laugabóli hefði verið mjög leiðui yfir óhappi þessu, og gert ailt sem mógulegt var til að Djargii hundinum, enda tókst það, þótt furðulegt sé. Látrum 12. júní. t-óröur Jónssoa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.