Morgunblaðið - 04.07.1965, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 04.07.1965, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júlí 1965 Einvígi þeirra Gellers og Smis loffs fór fram í MiSborg skák- klúbbnum 1 Moskvu daganna 17- 27. apríl. í 10. heftinu af Sohaoh Echo ræðir L. Pachmann all ít- arlega um þau tvc einvigi sem fram hafa farið i Rússlandi í keppninni um heimsmeistaratit- ilinn. Paahmann lsetur þá skoð- un í ljós að Geller hafi verið einn óþægilegasá andstæðingur- inn sem Smisióff gat fengið, enda hafi hann tapað einvígi gegn Geller 1955. Hann segir ennfremur að Smisloff virðist hafa einungis undirbúið sig með það fyrir augum að mæta Bot- vinnik, en það virðist þó harla bamaleg skýring, þar sem Smis- loíf vissi um fráhvarf Botvirmik jafn tímanlega og Geller. Senni- legasta skýringin á lélegri frammistöðu Smisloffs og Keres ar virðist mér einfaldlega sú, að þeir hafa ekki lengur jafn góðar taugar í slík einvígi og þeir höfiu fyrir 5 árum. Smis- loff er nú 44. ára, en Keres 49. Hér kemur svo 5. skákin úr einvígi þeirra Smisloff og Gell- ers, og hef ég tekið mér það bessaleyfi að nota skýringar Pachmanns, sem hann hefur að hluta fengið frá aðstoðarmanni Smisloffs, Simagin. Hvítt: Efim Geller. Svart: V. Smisloff. Griinfelds-vöm. I. d4, Rf6. 2. c4, g6. 3. Rc3, d5. 4. cxd5, Rxd5. 5. e4, Rxc3 6. bx c3, Bg7. 7. Bc4, c5. 8. Re2, 0-0. 9. 0-0, Rc6. 10. Be3, Dc7. Þessi meðhöndlun á afbrigð- inu er komin frá Smisloff sjálf- um í skák þeirra Gligoric frá 1959. Venjulega er leikið hér 10. — cxd4. 11. cxd4, Ra5. 12. Bd3, Bg4. 13. f3 og nú Be6 eða Bd7. II. Hcl, Hfd8. 12. f4, e6. Fram að þessu hefur 12. — Bg4 verið álitin bezta vömin 13. f5, gxf5. 14. Bxf7f! Kh8! (14. — Kxf7. 15. Db3, Kf8. (15. — e6 16. Rf4) 16. h3 og hvítur hefur geysigóða sóknarmöguleika. Ef 16. Rf4 þá 16. — Db6) 15. exf5, cxd4. 16. cxd4, 3xe2. 17. Dxe2 Bxd4. 18. Bxd4, Hxd4. 19. Dh5 De5 og svartur jafnaði stöðuna Schischin — Bonderevsky 1960. Annar möguleiki er hér 12. — Ra5, 13. Bd3, f5. Pachmann bend ir á að hann sé vafasamur eft- ir 14. exf5, gxf5. 15. Rg3. En eftir 14. — Bxf5. 15. Bxf5, gxf5. 16. Rg3, e6. 17. Rh5, Rc4 er stað an tvíeggjuð. 13. Khl, b6. Hér er Smiloff full hægfara. Til greina kom 13. — Ra5, 14. Bd3, f5. 14. f5!, Ra5. 15. Bd3, exf5. 16. exf5, Bb7!. 17. Dd2, He8. 18. Rg3 Dc6. 19. Hf2, Had8? Simagin bendir á að hér hafi Smisloff átt að reyna 19. — Hx e3. 20. Dxe3, cxd4 21. cxd4, Bx d4. 22. Dd2, Dxclf. 23. Dxcl, Bx f2 og svartur hefur möguleika a að halda jöfnu. 20. Bh6, Bh8. 21. Df4, Hd7. 22. Re4! Risaleikur! Ef 22. — Hxe4? 23. Bxe4, Dxe4. 24. Db8f. 22. — c4. 23. Bc2, Hde7. 24. Hcfl! Nú blæs Geller til lokaorustu í sinum bezta stíl. 24. — Hxe4. 25. fxg6, f6. Framhald á bls. 23 -V ☆ HINN kunni gítarleikari, Jón Páll Bjarnason, mun koma | fram á jazzkvöldi á vegum K Jazzklúbbsins í Tjamarbuð ' * annað kvöld, mánudagskvöld. f - m Jón Páll hefur sl. ár leikið | víðsvegar í Danmörku, síð-|| ustu mánuðina með Neo tró- inu, sem auk hans er skipað Árna Scheving og Kristni Vil-i helmssyni. Leikur tríóið um | þessar mundir í Silkeborg á La Strada. Jón Páll kemur hingað| gagngert til þess að leika í Tjarnarbúð annað kvöld, — hann heldur aftur utan daginn I eftir. Það hefur lengi staðið f til, að hann kæmi hingað, en sökum anna hefur hann ekki getað komið því við fyrr en y nú. Með Jóni Páli munu leika í Jón leikur í Jazzklúbbnum Jazzklúbbnum Pétur Östlund (trommur), Þórarinn Ólafs- son (flauta og píanó) oig Sig- urbjörn Ingþórsson (bassi). Auk þeirra munu allir fremstu jazzleikarar landsins k’oma fram, en til þessa jazz- kvölds hefur verið sérstaklega vandað. Má nefna meðal ann- arra Gunnar Ormslev, Guð- mund Steingrímsson, Alfreð Alfreðsson, Örn Ármannsson og Friðrik Theodorsson. Að þessu sinni opnar Jazz- klúbburinn kl. 10 á mánudags- kvöld, og er sú ráðstöfun með- fram vegna landsleiks ísland- inga og Dana, sem fer fram sama kvöld, en er lokið um það leyti. Enn má geta þess, að í tilefni af heimsókn Jóns Páls verður klúbburinn opinn til kl. 3. eun. Á myndinni er Jón Páll annar frá vinstri, en auk hans eru Guðjón Ingi Sigurðsson, Árni Egilsson og Þórarinn Ólafsson. Myndin var tekin 1958, en þá skipuðu þeir ásamt fleirum hljómsveit sem nefndist Jazz ’58. • ÍSLENZK GESTRISNI Á UNDANHALDI? Kona nokkur hér í bæ skrif- ar: „Reykjavík, 16. 6. 1965. Kæri Velvakandi! Viltu gjöra svo vel að koma þessurn línum í blaðið fyrir mig: íslenzk gestrisni hefur alltaf verið rómuð og ekki hvað sízt hjá sveitafódkinu, sem ail- flestum tilvik-um á þetta lof skilið. En nú langar mig til þess að skýra frá atviki, sem kom fyrir um helgina og sýnir, að íslenzk gestrisni er sums stað- ar á undanhaldi fyrir peninga- græðgi aurasjúkra sálna inni í afdölum þessa lands. Við hjónin fóírum ásamt öðr um hjónum út úr bænum um helgina og hugðumst tjalda í mjög fallegu skóglendi í Borgar firði. Þegar þangað kom, var þar fyrir hópur táninga, sem okkur gamla fólkinu (erum þó á bezta aldri) þótti ekki heppi- legur til samfélags við, héldum áfram, en fundum hvergi tjáld stæði, sem ekki var þegar tjald að á. Eftir mikla leit tókst okkur að endingu að finna smáibala, sem rétt rúmaði tvö tjöild, og þar sem hægt var að aka út af veginum. Jæja, þarna ákváð- um við að tjalda, enda ekki seinna vænna, þar éð komið var fram undir miðnætti. Þetta var langt frá öllum bæjtnn, utan aillra girðinga, og einu lifandi verurnar, sem við sáum, voru tvær kindur. • SEKTARDÓMUR KVEÐ- INN UPP Á SUNNU- DAGSMORGNI Nú sváfum við þarna um nóttina í ró og næði, en á sunmu dagsmorgun vorum við vakin ui>p af bónda nokkrum, sem kvaðst vera kominn til að „rukka“ okkur fyrir tjaldstæði. Peningagræðgin var svo mikil, að ekki var hægt að bfða, þar til fólk var komið á fætur, heldur bara rennt upp tjald- láanum og jrræst“. Tjaldstæðisgjald kvað bóndi vera 60 krónur á hvert tjald, en þar sem við hefðum tjaldað í leyfisieysi, ætlaði hann að sekta okkur. Sektin sagði hann vera 40 krónur fyrir tjaldið, svo áð samtals ættum við að gjalda 200 krónur. Við urðum svo hissa, að við greiddum þetta orðalaust, enda hálfsofandi í þokkabót, og án þess að taka kvittun fyrir, sem ég-býst eiki við, að hann hefði getað ge'ið. En hvort sýslu- maður viokomandi sýslu er þessum bónda nokkuð þakklát- ur fyrir að fara þannig inn á hans verksvið, leyfi ég mér að efast um. Að taka leigu fyrir tjaldstæði er ekki nema sjálfsagt, en stilla verður henni svo í hóf, að fólk þurfi ekki að vera að velta því fyrir sér, hvort ódýrara muni að fá lánáðan smáblett af fóst- urjörðinni eða einfaldilega leigja sér hótelherbergi. Svo vonast ég til, að við- komandi bóndi lesi þetta, því að hann einn veit, við hvern er átt. Og að endingu langar mig til að biðja þig að svara einni spurningu fyrir mig: Hefur bóndinn leyfi til þessa? — Ein sármóðguð við sveita- manninn“. • SÍGILT DEILUMÁL. Hér er fjallað um gamalt deiluefni, og hefur Velvakandi einhverntíma birt bréf um þetta áður. Frá sjónarhóli sveitafólks getur áfjroðningur borgarbúa orðið hvimleiður, og minnist Velvakandi þess, síðan hann var í sveit í æsku, hve frekt fólk gat verið, þegar það tróðst yfir girðingar og um tún og móa. Samt er ekki hægt áð loka landinu fyrir okkur mal- biksfólkinu, sem þráum að hvíl ast úti í guðsgrænni náttúr- unni um helgar. í þessu dæmi virðist ekki um neinn átroðning að ræða, heldur hefur bóndi farið í könnunarför um land sitt ánla á sunnudagsmorgni og leitað skattþegna. Vitanlega hefur hann leyfi til að taka leigugjald, og líklega munu engin verðlagsákvæði hamla honum. Sektina hefur hann fundið upp hjá sjálfum sér, en ekki er víst, að bóndi hefði orðið kátari, ef fólkið hefði leitað bæ hans uppi kvöldið og nóttina áður, vakið hann upp og viljáð borga fyrirfram. „Sektin", sem hann kadlar svo, er fáránleg, og hingað til hefur Velvakandi ekki þekkt Borg- firðinga að öðru en höfðings- skap, svo að þessi smáskítlega sektarkrafa kemur honum á óvart. — Bóndanum er auðvit- að heimilt að skýra mál sitt 1 þessum dálkum. • HEILINDI FRAMS ÓKNARMANNA Skipstjórinn á mb. Svanur RE 88 Andrés Finnbogason, hringdi til Morgunblaðsins, þar sem hann var þá staddur á Flateyjargrunni á leið austur á miðin, bað blaðið að skýra frá atviki, sem sýndi heilindi Framsóknarmanna í því að koma síldveiðiflotanum á sjó. Sagði Andrés, að Framsókn- armenn hefðu talið það þjóð- hættulegt, að ríkisstjórnin gerði ekkert til að leysa deilu þá, sem upp kom vegna síldar- verðsins, og yrði hún að segja af sér. Kvaðst hann hafa verið með bát sinn á Akureyri eftir að samkomulagið tókst og hafa ætlað að taka út kost hjá KEA og flýta sér á miðin. Þá hefði brugið svo við, að KEA hafi neitað mb. Svan að taka kost út í reikning eins og tíðkaðist almennt í öllum höfn- um landsins, en krafizt þess að kosturinn væri greiddur út i hönd. Kvaðst Andrés þá hafa talað við sjálfan kaupfélagsstjórann, Jakob Frímannsson, en allt hefð komið fyrir ekki. Kostinn þurfti að borga út í hönd. Sagði Andrés, að hefði ekki staðið þannig á, að hann hefði haft fé sem nægði fyrir kostin- um, þá hefði mb. Svanur ekki komizt á miðin frá Akureyri, um tíma a.m.k. Þetta sýndi heilindi Fram- sóknarmanna. Þeir teldu þjóð- hættulegt, að bátarnir kæmust ekki á miðin, en stuðluðu svo að því sjálfir í athöfnum sínum. Nýtt símanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.