Morgunblaðið - 04.07.1965, Page 12

Morgunblaðið - 04.07.1965, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. júlí 1965 'fc* Margt athyglisvert kom fram um laxinn á ráðstefnunnr í Haiifax Jón Jónsson, fiskifra-ðingur, VEIÐAR á Atlantshafslaxi í sjó við Grænland hafa verið fréttaefni bæði hér á landi og erlendis að undan- förnu, en veiðar þessar hafa rúmlega hundraðfald- azt síðan þær hófust, 1959. Hafa þessar sjóveiðar orð ið umræðuefni víða um lönd, sérstaklega eftir ný- afstaðna ráðstefnu NV-At- lantshafsríkjanna í Haiit'ax á Nova Scotia. Hefur sú skoðun víða komið fram, að laxinum, sem gengur í árn- ar beggja vegna Atlants- hafsins á sumrum, kunni að stafa af þeim hætta. Fulltrúi íslands á ráð- stefnunni í Halifax var Jón Jónsson, fiskifræðingur, for stöðumaður fiskideildar At vinnudeildar Háskólans. — Þar kom m.a. fram, að í sjó við Grænlartd hafa veiðzt laxar, sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum, Kanada, írlandi, Englandi, Skotlandi og Svíþjóð. Þótt það magn, sem veiðzt hefur af merktum laxi, sé hverfandi, miðað við heildarveiðina, gefur það þó til kynna, og stað- festir að nokkru leyti, að sjóveiðarnar eru stundaðar á þeim slóðum, þar sem lax úr ám þessara landa hefst við á vetrum. Lax hrygnir, eins og kunn- ugt er, aðeins í ferskvatni, og fer hrygningin fram á haustin. Hrognin liggja nokkra mánuði í botnmöl eða sa-ndi, og þarf um 400 hita- einingar (margfeldi af dög um og vatnshita) til að þau nái að klekjast út. Þá er orðið til svonefnt pokaseiði, sem nærist um stutt skeið á eigin næringu (í poka), en hefst síðan við í heimaánni, unz það hefur náð 10—20 sm stærð. Það nefnist þá göngu- seiði, og heldur til sjávar. Þetta þroskaskeið er oft um 2 ár. Eftir að gönguseiðin koma í sjó, hefur lítið verið um þau vitað, þ. e., hvar þau hafa haldið sig, og á hverju þau nærast. Eftir 1—2 ára dvöl í sjó sriýr laxinn þó í heimaá sína, enda hefur hann þá náð ótrúlegri stærð á skömmum tíma, og kynþroska. Hefst þá hrygning nýju kynslóðarinn- ar. Sami laxinn getur hrygnt oftar en einu sinni, en verður þó að leita til sjávar á milli til að nærast, enda nærist lax lítt eða alls ekki í ferskvatni, eftir að hann hefur náð göngu seiðastærð, og yfirgefur heimaá sína fyrsta sinni. í sjó finnur laxinn því þá næringu, sem honum er nauð- synleg til að ná fullum vexti, svo og sér til viðhalds og frekari stækkunar milli hrygninga. Atvinnudeildar Háskóians. Fram til þessa hefur lítið verið um það vitað, eins og áður segir, hvert laxinn hefur sótt þá fæðu, og þá hverja, sem veitir honum þann ótrú- lega vöxt og styrk, sem raun ber vitni. Skilyrði þess, að laxastofn- ar í einstökum ám geti við- haldizt, hlýtur því fremur öðru að vera, að gönguseiði geti hafzt við í sjó óáreitt að mestu, þann tíma, sem þau eru að ná fullum þroska, og geti síðan snúið óhindrað í heimaá. Ratvísi laxins er nær óbrigðul, og bregzt það ekki, að heita má, að gönguseiði leiti aftur í heimaá sína, er það snýr fullvaxið úr sjó. Þannig hafa stofnar ein- stakra áa hlotið séreinkenni á 'löngum tíma, og má nefna, að Elliðaárlax er öðrum löx- um afturmjórri hér á landi, Víðidalsárlax aftur styttri og sverari, og stofnar sumra áa, t. d. I.axár í Aðaldal, stærri en annarra. Lax sá, sem gengur í árn- ar beggja vegna Atlantshafs- ins er aE mörgum fiskifræð- ingum talinn upprunalegi lax inn, sr.m aðrir stofnar, t. d. Kyrrahafslaxinn, sé kominn ar. Hali Atlantshafslaxinn, sem m. a. gengur í ár hér við land, haldið frumeinkennum laxins betur en aðrir stofnar, og kunni það m. a. að stafa af því, að á ísöld hafi hann lokazt inni í N-Atlantshafinu. Veiðarnar við Grænland Þeir, sem óttast, að sjó- veiðarnar við Grænland kunni að höggva skarð í At- lantshafslaxinn, byggja «. þá forstöðumaður fiskideildar skoðun sína fyrst og fremst á því, að þar sé verið að veiða lax á uppvaxtarskeiði. Sé um svo verulegt magn að ræða af laxi, sem síðar myndi annars hafa gengið í ár til hrygningar, að ástæða sé til að óttast, að draga kunni úr laxagöngum í ein- stökum löndum. Tölur um veiði síðasta árs víð Græn- land eru það háar (sjá töflu), að svara mun til 80— 85% af öúum laxi, sem ár- lega gengur að ám í Noregi til hiygningar. Rætt við Jón Jónsson, fiskifræðing Jón Jónsson sat fyrir ís- lands hönd ráðstefnu þá í Halifax, sem áður er að vikið, og tók þar þátt í umræðum um Atlantshafslaxinn, en þær voru það mál, af þeim, sem þar voru tekin fyrir, sem mesta athygli vakti nú. — Hvar er það við Græn- land, sem sjóveiðarnar eru stundaðar? „Við V-Grænland, sunnan- vert, vð Holsteinsborg, Godt- háb og Frederiksh&b. Þessi veiði var fyrr á árum lítil eða engm, enda gengur lax aðeins í eina á á Grænlandi til hrygningar. Þó hafa veiðar áður fyrr lítillega verið stund aðar við Amerdloq og Ikertoq Það hafa þó verið fjarðaveið- ar og í mjög smáum stíl, tii heimanotkunar. Fram til síð- ustu ára hafa engir mögu- leikar verið til þess að nýta laxveiði í stórum stíl við Grænland, engin frystihús fyrir hendi, og saltaður lax í lágu verði. Á síðari árum hafa þó verið byggð frystihús í stærri bæj- um, og aðstæður þannig myndazt tii meiri nýtingar. Upphaf sjóveiðanna nú var árið 1959. Þá var byrjað að veiða í net við Napassoq, og það árið veiddust 13 tonn. Það var allt fryst til útflutn- ings. Árið 1962 nær þorskveiði Grænlendinga hámarki, en eftir það fór mjög að draga úr veiöinni, því að þorskur- inn flutti sig af grunnmiðum á djúpmið. Engin fiskiskip voru þá fyrir hendi í Græn- landi til djúpmiðsviða, og þá fóru laxveiðarnar að hefjast fyrir alvöru, að mestu leyti innan landhelgi. Danir örv- uðu Grænlendinga í þessari viðleitni sinni, og tóku að greiða hærra verð fyrir lax- inn. Hámarki náði verð og veiði í fyrra, 1964, en útflutn ingsmagnið nam þá um 1400 tonnum (Frystur lax, hausað- ur og slægður). Mest 2—9 punda lax — Hver er meðalstærð laxins, sem veiðist við Græn- Uiad? „Sú skýrsla, sem mestar upplýsingar veitir um veið- arnar við Grænland, er skýrsla Poul M. Hansen, full- trúa Dana á ráðstefnunni í Halifax. Hann hefur undan- farna áratugi unnið að rann- sóknum á fiski og fiskimiðum við Grænland. Samkvæmt henni veiðist mest af 2 — 9 punda laxi, í net, enda segir Hansen, að ekki sé óvenjulegt að sjá lax- Veiðin við Grænland und anfarin ár: 1959 — 13 tonn 1960 — 55 tonn 1961 — 115 tonn 1962 — 220 tonn 1963 — 420 tonn 1964 — 1400 tonn Hér er átt við útflutn- ingsþunga (verkaður fisk- ur), en tölur um þunga úr sjó eru ekki fyrir hendi. inn vaða í torfum á yfir- borðinu, líkt og síld. Hansen telur bezta mæli- kvarðann á veiðarnar á und- anförnum árum, og í ár, vera netasölu dönsku Grænlands- verzlunarinnar. Hefur sú sala farið mjög vaxandi undan- farin ár, og hefur verið: 1962 — 1000 net 1963 — 1635 net 1964 — 2560 net 1962 — 6000 net Að yísu kemur það fram af greinargerð Hansen, að ekki muni nær allur þessi neta- fjöldi vera í notkun, en áætl- un«hans í því efni er á þá leið, að á sl. ári hafi samtals verið í noktun um 3400 net.“ Hvaðan kemur laxinn — Hvaðan kemur þessi lax, Framhald á bls. 19. Kortið sýnir þæi sloðir við SV-Grænland, þar sem Atlants- hafslaxinn er veiddur í sjó, frá Holsteinsborg og suður með landinu (beina linan á kortinu). I 1 I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.